Þjóðviljinn - 09.03.1978, Síða 14

Þjóðviljinn - 09.03.1978, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. mars 1978 Migrainesjúklingar stofna samtök sem ná til landsins alls Þjóðviljanum hefur borist fréttatilkynning frá ný stofnuðum samtökum migrainesjúklinga þar sem segir: Stofnfundur Samtaka migrainesjúklinga var haldinn i Glæsibælaugardaginn 25. febrúar siöastliöinn. Um eitthundraö manns gerðust stofnfélagar sam- takanna. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir samtökin. I 3. grein þeirra kemur fram tilgangur og mark- mið samtakanna: ,,a) Að vinna að þvi að hin opirr bera heilbrigðisþjónústa taki upp fyrirbyggjandi meðhöndl- un á sjúkdóminum migraine. b) Að skipuleggja og hafa forystu fyrir aðgerðum er leitt gætu til stofnunar sérhæfðra göngu- deilda fyrir migrainesjúklinga. c) Að stuðla að nákvæmum og samhæfðum rannsóknum á migraine. d) Að veita félögum samtakanna eða öðrum þeim, er hafa að markmiði sinu bætta sjúk- dómsgreiningu og lækningu migraine, stuðning og hvatn- ingu til þjálfunar og rann- sóknarstarfa. e) Aðstuðla að rannsóknum á migraine i náinni samvinnu við lækna og heilbrigðisyfirvöld. Jafnframt að hafa frumkvæði að upplýsingamiðlun og um- ræðu varðandi orsakir og af- leiðingar migraine og mögu- leika á fyrirbyggjand með- höndlun migrainesjúklinga. f) Að stuðla að linun þjáninga og lækningu migrainesjúklinga og hvetja þá jafnframt til að ganga til liðs við samtökin. g) Að beita sér af alefli fyrir framgangi ofangreindra mark- miða”. Og i 5. grein segir m.a.: „Félagið nærtillandsinsalls og geta allir þeir orðið félagsmenn sem vilja vinna að markmiðum þeim, sem getið er i 3. grein, þar Alþýðubandalagið i Kópavogi efnir til fjögurra umræðufunda um þróun sósiallskrar hreyfingar á Islandi. Fyrstu tveir fundirnir verða haldnir dagana 13 og 14 mars og veröur efni þeirra sem hér segir: 13. mars. Agreiningur innan verkalýðshreyfingarinnar á kreppuárun- um. Frummælandi, Svanur Kristinsson. 14. mars. Kommúnistaflokkur Islands. Einar Olgeirsson tekur þátt i umræðunni og verður við svörum. Til undirbúnings er bent á greinina „Straumhvörf sem KFI olli” i Rétti nr. 4 l970.(Er til á skrifstofunni) Fundirnir verða haldnir i Þinghóli, Hamraborg 11 og hefjast kl. 20.30. Tveir siðari fundirnir verða haldnir 19. og 20. mars og verður efni þeirra auglýst siðar. Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum heldur aðalfund sinn mánudaginn 13.mars n.k. kl. 20.15 i Snorrabuð i Borgarnesi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Litið við á skrifstofunni! Alþýðubandalagið í Kópavogi Skrifstofan að Hamraborg 11 er opin mánudag til föstudags frá kl. 17—19. Félagar — iitið inn, þó ekki sé nema tii að lesa blöðin og fá ykkur kaffibolla. — Stjórnin. Alþýðubandalagið á Suðurnesjum Félagsfundur Alþýðubandaiagið á Suðurnesjum heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 9. mars kl. 20.30. i Vélstjórasalnum Hafnargötu 76. Rætt verður um stöðuna i kjaramálum. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambandsins, kemur á fundinn. Onnur mál. Mætið vel og stundvíslega. — stjórnin. Alþýðubandalagið í Garðabæ Bæjarmálafundur Alþýðubandalagið i Garðabæ heldur fund þriðjudaginn 14. mars kl. 20.30 i Barnaskóla Barðabæjar. Dagskrá: 1. Tillaga uppstillinganefndar vegna bæjarstjórnarkosn- inganna. 2. Blaðaútgáfa. 3. Bæjarmálin. 4. Onnur mál. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Seyðisfirði Alþýðubandalagið á Seyðisfirði heldur félagsfund, fimmtudaginn 9. mars nk. og hefst hann kl. 20.30. Baldur Óskarsson, starfsmaður Alþýðubandalagsins mætir á fundinum. Félagar fjölmennið. Stjórnin. (PÚTBOÐÍ Tilboð óskast I ýmsar gerðir af pappir fyrir Prentstofu Reykjavikur og Fræðsluskrifstofu Reykjavikur. titboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík. Tiiboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 18. apríl 1978, kl. 11,00 f.h. IN.NKAUPASTOFNUN REYKIAVIKURBÓRGAR Fríkírkjuvegi 3 — Sími 25800 Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum Isiendingi skólavist og styrk til háskóianáms I Sovétrikjunum háskólaárið 1978-79. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 23. mars n.k. og fylgi staðfest afritprófskirteina ásamt meðmælum. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. mars 1978. meðtalin félög, stofnanir og fyrir- tæki”. Samkvæmt lögum félagsins var siðan kosin stjórn samtakanna. Hana skipa Einar Logi Einarsson form., Norma E. Samúelsdóttir, Regina Einarsdóttir, Helgi Danielsson og Arni Böðvarsson. Til vara Valdimar Jónsson og Maria Gunnarsdóttir. I ráði er að samtökin gefi út fréttabréf til fræðslu og upp- lýsinga um migraine og starf samtakanna. Fyrst i stað verður hægt að setjasigi sambandvið samtökin i sima 14-7-77 eftir kl. 19:00. bækur Documents in Early Christian Thought Edited by Maurice Wiles and Mark Santer. Cambridge Uni- versity Press 1975. Tilgangurinn með útgáfu þessa rits er að velja i eina bók sæmi- legt úrval krikjufeðranna um höf- uðefni Kristindómsins. Rit kirkjufeðranna voru mótandi fyrir framhald kristinna kenn- inga og viðbætur fara um sama farveg. Full þörf var á handhægu upplsáttarriti um þessi efni. Þeir sem eiga að gang að kirkjufeðr- unum i heildarútgáfum og hafa kynnt sér þau að einhverju ráði þurfa ekkiá þessari bók að halda. En lestur kirkjufeðranna er ekk- ert áhlaupaverk og tæki mörg ár, menn gerðu ekki annað á meðan. Efninu er raðað hér niður i kafla.Útgefendurnir hafa valið þá kafla sem tjá inntakið skýrt og knappt og þarfnast ekki fekari út- skýringa. A timabili feðranna var ortodoxian alls ráðandi og heresi- an fordæmd, þvi eru sumir kafl- anna teknir beint úr deilu og for- dæmingarritum feðranna. Fyrir hverjum efnisþætti er formáli, sem tengir efnið þróun kristinna kenninga. Getið er úr hvaða út- gáfu hver kafli er þýddur. The Complete Urban Farmer. Growing your own vegetables in town. David Wickers with draw- ings by Sharon Finmark. Font- ana/Collins 1977. Góð bók fyrir þá sem búa i þétt- býli og hafa ekki aðgang að rækt- unarlandi, en vilja gjarnan rækta ofan I sig eigið grænmeti. Hér eru gefin ráð um hvað megi rækta og hvar. Kjallarar, svalir, háaloft, þök og fleiri staðir i húsum koma til greina, sem ræktunarstaðir. Ráö eru gefin um hvernig menn skuli bera sig að ræktun hinna ýmsu tegunda inni og utan á eða ofan á húsum og bilskúrum. Þeir sem eiga völ á garðholu geta auð- vitaö haft gagn af þessari bók. Einnig fylgja uppskriftir um mat- argerð úr grænmetinu. Svo þetta .. Er sjonvarpið bi,aó% Skjárinn Sjónvarpsverkstói Begstaá.asírfflíi 38 simi 2-19-40 er bæði fyrir þá sem rækta græn- metið og eta þaö. Myndir fylgja I texta. fVÞJÓÐLEIKHÚSIB Silence Will Speak A study of the life of Denys Finch Hatton and his relationship with Karen Blixen. Errol Trzebinski. Heinemann 1977. , Höíundurinn segir I formáia, að hrein tilviljun hafi valdið þvi að hún tók að kynna sér ævihlaup D.F. Hattons og þar með ferðir hans i Afriku og þau kynni sem urðu með honum og Karen Blixen þar. Höfundurinn telur að þessi kynni þeirra hafi markað mjög ritferil Blixens og að greina megi áhrifin i mörgum sögum Blixens og einkum i frásögum hennar um Afrikudvölina, en sem kunnugt er dvaldi hún lengi i Afriku. Höfundinn rekur hér ævisögu Hattons, hann stundaöi nám við Eton og i Oxford, tók þátt i fyrri heimssyrjöldinni sem flugmaður og hélt siðan til Kenya ileitað ævintýrum. Þar kynntist hann Blixen og urðu kynni þeirra náin. Höfundurinn rekur slóð Hattons i Afriku eins nákvæmlega og henni er framast unnt og tinir flest til, svo að stundum finnst manni nóg um, en henni tekst að tengja Hatton ýmsum persónum Blixens, enda var hann sú mann- gerð, sem nú orðið er orðin harla fágæt, maður sem lifði sinu lifi án þess að taka verulegt tillit til samfelagslegrar nauðsynjar og hikaði ekki við að hætta öllu ef honum bauð svo við að horfa. Lýsingar höfundar á lifsmáta hvitra manna i Kenya á öðrum og þriðja áratug þessarar aldar verða minnilegar og er sá heimur nú ekki lengur til. Þar af heim- ildagildi bókarinnar og jafnframt um persónu, sem á ef til vill meiri þátt i ritferli Blixens en hingað til hefur verið vitað um. LISTDANSSÝNING 2. og siðasta sýning i kvöld kl. 20 ÖDtPÚS KONUNGUR föstudag kl. 20 Gul aðgangskort frá 5. sýn- ingu og aðgöngumiðar dags. 2. mars gilda að þessari sýningu. ÖSKUBUSKA laugardag kl. 15 sunnudag kl. 15 STALÍN ER EKKI HÉR laugardag kl. 20 TÝNDA TESKEIÐIN sunnudag kl. 20 Tvær sýningar eftir. Litla sviöiö: FÖKEN MARGRÉT i kvöld kl. 20.30 Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. GRÆNJAXLAR á Kjarvalsstöðum i kvöld kl. 20.30 Miðasala þar frá kl. 18.30. Kópavogsleikhúsið Vakið og syngið Eftir: Clifford Odets, Þýðandi 3 Asgeir Hjartarson, leik- stjóri: Haukur J. Gunnlaugs- son, Leikmynd: Björn Björns- son. Islands in the Stream Ernest Hemingway. Penguin Books 1977. Frumdrög og ekki fullunnin handrit að bók, sem Hemingway lét eftir sig eru hér útgefin. Efnið, barátta mannsins við náttúruöfl- in, veiðar og ágætar mannslýs- ingar og náttúrulýsingar. Það þykir stundum orka tvimælis að gefa út frumdrög og hálfunnin verk látinna höfunda og sá sónn kvað við þegar þessi bók kom út. Engu að siður má hér finna góða kafla og þætti sem aðdáendur Heminéways mndu ékki vilja missa af réttlætir það útgáfuna. Frumsýning Laugardag 11 mars kl. 20.30 Frumsýningarkort gilda, Simi 41985. Pípulagnir Nýlagnir, breytingar, hitaveitutengingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin). Skerðing Framhald af 1 staðfestir svo ekki verður um villst, þær fullyrðingar samtaka launafólks, að ekki sé unnt að framfylgja kjaraskerðingarlög- unum nr. 3/1978. Þar kemur glöggt fram, að þessi reglugerð skerðir laun iáglaunafóiks umfram það sem ákveðið er i umræddum ólögum. Sem dæmi má nefna, að i 5. grein reglugerðarinnar segir, að enda, fái ekki svokallaðan verð- bótaviðauka. Launþegi sem var i lægsta launaflokki Alþýðusam- bandsfólks fyrir 1. mars 1978, skaðast umfram það sem lögin gera ráð fyrir um 800 krónur á mánuði, sé farið eftir þessu ákvæði reglugerðarinnar. DÆMI: Lægsti taxti iðnverkafólks 1. mars 1978, skv. kaupgjaldsskrá VSl nr. 35: Kr. 111.475. Kaup fyrir 49,6333 næturvinnu- tima (eða igildi þeirra) skv. sömu heimild: 49,6333 x 1.159=Kr. 57.525. Mánaðartekjur samtals: Kr. 169.000. Þar af vegna verðbóta: Dagvinna: 1/3’78skv. kaupgjaldsskrá VSl........................ 111.475 kr. 1/12 ’77 skv. kaupgjaldsskrá VSI..................... 105.840 kr. Mismunur 5.635 kr. Næturvinna: 1/3 ’78 skv. kaupgjaldsskrá VSI .......................1159 kr. l/12’77skv.kaupgjaldsskráVSl ..........................1100kr. Mismunur 59 kr. 59 x 49,6333 = kr. 2.928 launþegi sem búi við veröbóta- kerfi Alþýðusambandsfólks og nái 169 þúsund krónum i heildar- mánaðarlaun eftir 1. mars 1978, samkvæmt töxtum vinnuveit- Verðbætur samtals kr: 8.563. Lágmarksverðbætur skv. lögum: 880 x 10,64 = kr. 9.363. Skerðing umfram lagaskerðingu kr: 800 á mánuði”. Svafa Þórleifsdóttir fyrrverandi skólastjóri lést i Borgarspitalanum 7 mars Vandamenn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.