Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 1
UOOVIUINN Föstudagur 10. mars 1978 —43. árg. 52. tbl. £ ö Til Í0 manna nefndar Miðstjórn Alþýðusambandsins kom saman ti I fundar siðdegis í gær til þess að f jalla um næstu aðgerðir verka- lýðssamtakanna og stöðuna í kjaramálum. Á fundinum var ákveðið að visa meðferð þessara mála til 10 manna nefndarinnar en i henni eiga sæti forystumenn lands- samtaka verkalýðshreyf ingarinnar. Verður haldinn fundur í 10 manna nefnd ASÍ árdegis i dag og þar rætt um frekari meðferð mála. , Skerðing tekjutryggingar aldraöra og öryrkja: 90.000 KR. Á ÁRI Skerðing á tekjutrygg- ingu aldraðra og öryrkja nemur 90.000 krónum á heilu ári samkvæmt athug- un sem Þjóðviljinn hefur gert. Þá er miðað við ann- ars vegar ellílífeyri og tekjutryggingu samkvæml kjaraskerðingarlögum ríkisstjórnarinnar, en hins vegar við þessar bætur til viðskiptamanna trygging- anna án verðbótaskerðing- ar. Skerðingin er i mars, april og mai um 2.900 á mánuði i júni, júli og ágúst um 5.700 kr. á mánuði, i september, október og nóvember um 9.000 kr. á mánuði og aö lok- um um 12.500 kr. ámánuði. Meö kjaraskerðingarlögunum hefur rikið marga miljaröa af öldruöum og öryrkjum; strax i fyrstu lotu nemur skerðingin á þeim 10 mánuðum þessa árs sem eftir eru hátt i einum miljarði króna, siðan vex skeröingin jafnt og þétt eftir þvi sem liöur á árið — takist ekki aö velta rikisstjórninni úr sessi i sumar. Um árásina á aldraða og öryrkja er fjallaö i forystugrein blaðsins i dag. Tryggvi Emilsson í efri flokkinn Sjá baksiðu 8. MARS Hvert sæti var skipað og f jöldi stóö i Félagsstofnun stúdenta að kvöldi 8. mars. Fjölmenni í F élagsstofnun Fjölmenni var saman komiö i Félagsstofnun stiidenta aö kvöldi 8. mars á alþjóölegum baráttu- degi verkakvenna. t>ar var flutt þriggja tima dagskrá i tali og tón- um, en aö fundinum stóöu Rauö- sokkahreyfingin, MFtK og Kven- félag sósiaiista. 1 fyrri hluta dagskrárinnar var rakin barátta verkakvenna á Is- landi fyrir bættum kjörum — jöfnum launum, atvinnuöryggi og dagvistunarstofnunum. Heimild- ir voru ófáar, ýmist úr dagblöð- um eða ævisögum og var fléttaö inn i dagskrána söngvum og ljóð- um. Einsöng sungu þær Olga Guðrún Arnadóttir og Hjördis Bergsdóttir. Frh.ábls.6- ...long er þessi barátta, en sam- an veröum við að standa, verka- konur allra landa” Hjördis, Sólveig, Dagný. Iðnverkafólk þingar um næstu helgi Blörn lætur af formennsku Þing Landssambands iön- verkafólks veröur haldiö um næstu helgi á Hótel Loftleiöum og hefst þingiö á laugardag. t sambandinu eru nú fimm félög, það er Iöja, félag iðnverka- fólks I Reykjavik, Iðja á Akureyri og félög iðnverkafólks á Egils- stööum, Sauðárkróki og á Rangárvöllum. Alls munu 40 fulltrúar sitja þingið. Sem kunnugt er hefur Björn Bjarnason verið formaður sambandsins frá upphafi, en hann lætur nú af þvi starfi að eigin ósk og sagði Björn i gær að það væri eingöngu vegna aldurs sem hann léti af starfi en Björn er 79 ára gamall og hefur um áratuga skeiö verið foringi iðnverkafólks um allt land og einn áhrifamesti foringi islenskrar verkalýðs- hreyfingar. —S.dór Björn Bjarnason Ráöstefna um skólamál Mcnntamálanefnd mið- stjórnar Alþýðubandalags- ins gengst fyrir ráöstefnu um skólamái dagar.a 31. mars til 2. april næstkomandi. Ráö- stefnan veröur haldin i Þing- hóli, Hamraborg 11, Kópa- vogi. Ráöstefnan er opin öll- um þeim sem kunna aö hafa áhuga á efni hennar. Þeir sem vilja taka þátt i störfum ráöstefnunnar þurfa aö láta vita I sima 17500 á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3. Um þetta er beðið vegna þess meöal ann- ars aö húsnæöiö sníöur ráö- stefnunni stakk. Skiptast á skoðunum i I frétt frá menntamála- nefnd Alþýðubandalagsins segir ma. um ráðstefnuna: Með ráðstefnunni hyggst Alþýðubandalagiö mynda vettvang þar sem allir þeir sem reynslu hafa af skóla- starfi, kennarar og nemend- ur, svo og aðrir áhugamenn, geti skipst á skoðunum og miðlað upplýsingum um skólamál. Þetta á að auð- velda flokknum að tengja úrlausn verkefna i skólamál- um við grundvallarstefnu sina varðandi breytingar á þjóðfélagsháttum. Þannig yrði mótuð ný framtiðar- stefna flokksins i skólamál- um sem fæli i sér kröfu um þaö að skólinn veröi raun- verulegur alþýðuskóli. Þetta er einnig liður i þvi að flokk- urinn ræki verkefni sin sem verkalýðsflokkur og máls- vari alþýðustétta”. Dagskrá ráðstefnunnar og umræðurammi verður birt i heild i blaðinu á morgun, laugardag. Hver eru laun þeirra sem skammta öörum? 16 verslunarmenn þarf tQ að ná árs- launum tveggja stjórnarkommissara Ef sextán verslunarmenn, sem taka iaun samkvæmt iægsta taxta hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavikur, iegöu laun sin i einn pott, væri þar sama upphæö eftir mánuö- inn, eftir árið, og ef tveir þing- menn stjórnarliösins á alþingi, sem samþykktu kjaraskerö- ingarlögin, legðu sln laun I einn og sama pott! Tveir þingmenn rikisstjórnar, kommissararnir Tómas Arna- son og Sverrir Hermannsson, hafa hvor fyrir sig i mánaðar- laun, aö slepptum ýmsum hlunnindum, en að öðrum með- töldum, 884.021 krónu. Verslunarmaður á lægstu launum hefur 111.475 krónur á mánuði. Tómas og Sverrir hafa hvor fyrir sig 10.608.252 krónur i árs- laun. Verslunarmaður á lægstu VR launum hefur 1.337.700 krónur i árslaun. Þegar þeir Tómas og Sverrir (og Guðmundur H. Garöarsson, form. VR.) samþykkja á alþingi að visitölubætur á lægstu laun skuli ekki vera „lægri” en 8.800 krónur vegna þess að greiðslu- geta atvinnuveganna svo og rikissjóðs leyfi ekki hærri bæt- ur, en meðan visitalan segir að slikar bætur þurfi a.m.k. að vera ll.600krónur á lægstu laun til þess eins að halda i horfinu við verðbólguna fá þessir höfö- ingjar 39.704 krónur i verölags- bætur.næstum þvi fjórum sinn- um fleiri krónur en visitalan segir til um að þurft hefði til aö greiða fullar verðbætur til þeirra, sem lægst hafa launin i landinu. Meira er sagt frá þessu sér- kennilega réttlæti á blaösíðu 8 i Þjóöviljanum i dag. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.