Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Köstudagur 10. mars 1978 Málgagn sósíalisma, xerkalýdshreyfingar og þjóöfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Kréttastjóri: Einar Karl Ilaraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sfðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Biaðaprent hf. Himinhrópandi ranglœti Þegar kjaraskerðingarlög rikis- stjórnarinnar voru sett beindust augu manna auðvitað fyrst og fremst að hinni skipulögðu verkalýðshreyfingu, Alþýðu- sambandinu, Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, Bandalagi háskólamanna, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands og Iðnnemasambandinu. Þessi samtök efndu til viðtækra mótmælaað- gerða og þátttakendur i aðgerðunum voru yfir 30 þúsund manns. Aðgerðirnar tókust þvi vel: ljóst varð að allt launafólk er and- vigt kjaraskerðingu rikisstjórnarflokk- anna. En umræðan um kjör launafólks hefur ekki fyrr en nú siðustu dagana beinst að nokkru marki að þeim sem lægst laun hafa i þjóðfélaginu, öldruðum og öryrkjum. Þjóðviljinn hefur vakið athygli á kjörum þessa fólks og þeirri staðreynd að kjaraskerðingarlögin koma einnig við viðskiptamenn trygginganna. Þar er árásin á kjörin auðvitað þeim mun til- finnanlegri sem launin á mánuði hverjum eru lægri. í fréttatilkynningu sem rikis- stjórnin gaf út i fyrradag viðurkennir heil- brigðis- og tryggingarráðuneytið að bætur almannatrygginga hefðu orðið að vera hátt i einum miljarði króna hærri til þess að tryggja sama kaupmátt og orðið hefði án kjaraskerðingarlaganna. Alveg sérstaklega verður óréttlætið augljóst þegar athuguð er útkoma ein- stæðra foreldra. Þeir verða fyrir sérstakri skerðingu á lifeyri barna, sem greiddur er i gegnum Tryggingastofnun rikisins og auk þess fyrir skerðingu launa á hinum almenna vinnumarkaði. Þarna er þvi um eins konar tvöfalt rán að ræða. Ellilifeyrir og tekjutrygging einstak- lings i mars hefði að óbreyttu átt að verða 76.025 kr. á mánuði, en verður 73.136 kr. á mánuði. Skerðingin lætur ekki mikið yfir sér með þvi að bera saman þessar tölur i augum þeirra sem hafa margföld laun að lifa af á mánuði. En skerðingin er samt ákaflega tilfinnanleg fyrir aldrað fólk og öryrkja sem verða að velta fyrir sér hverri einustu krónu. Og á heilu ári verður skerðingin enn þá meiri: það er aðeins hluti hennar sem þegar er kominn fram. Samkvæmt áæltunum um verðlagsþróun ætti ellilifeyrir og tekjutrygging einstak- lings að nema að óbreyttu um 84.000 kr. frá 1. júni, en miðað við sömu verðlagsfor- sendur og óbreytt kjaraskerðingarlög verður þessi upphæð aðeins um 78.000 kr. Undir lok ársins nemur skerðingin á launum aldraðra og öryrkja yfir 12 þúsund krónum á mánuði. Á heilu ári, frá 1. mars 1978 til jafnlengdar 1979 nemur kjara- skerðingin um 90.000 krónum. Það er með öðrum orðum stolið langt yfir heilu mánaðarkaupi af þessu fólki. Á íslandi munu vera um 25.000 aldraðir og öryrkjar, fólk sem verður að lifa af þeim lágu launum sem getið var um hér á undan. Árás rikisstjórnarinnar á gamla fólkið og öryrkjana er gerð i trausti þess að viðskiptamenn trygginganna hafi ekki afl til þess að risa upp til þess að krefjast réttar sins. Þetta fólk á erfitt með að fara i verkfall — það er rétt. En þá reynir ekki sist á siðferðisþrek annarra i þjóð- félaginu, þeirra sem hafa aðstöðu til þess að beita faglegum og pólitiskum samtaka- mætti sinum til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum viðunandi kjör. Kjör aldraða og öryrkja eru nú eftir kjaraskerðingu rikisstjórnarinnar himin- hrópandi um siðleysið sem einnkennir vinnubrögð rikisstjórnar Geirs Hall- grimssonar og Ólafs Jóhannessonar. -s. Efkaupið væri allur vandinn... Það er von að Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra telji það ,,fráleitt”að loka frystihúsunum i Vestamnnaeyj- um vegna 12 miljóna króna skuldar við Rafmagnsveitur rikisins. Málin eru orðin svört þegar miljarðafyrirtæki þurfa að stöðvast vegna slikra vasa- peninga. Sérstaklega þegar þess er gætt að af hálfu fyrsti- iðnaðarins i landinu er talið að reksturinn stefni i 12 miljarða króna tap á árinu. Annars er það undarleg tilviljun að áætlað tap i þessari atvinnugrein nemur næstum þvi upp á krónu heiidarlaunakostn- aðifyrirtækja i frystiiðnaði eins og hann er talinn verða á árinu. Ef allt verkafólk i frystiiðnaði inni kauplaust á þessu ári gerðu atvinnufyrirtækin ekki meira en að standa á sléttu. Flest bendir þó til að þau yrðu samt rekin með halla, þvi launakostnaður- inn gæti farið upp i 14 miljarða. Það þarf haldgóða hagfræði- menntun til þess að botna i rekstri sem ekki getur borið sig þótt verkafólkið sé kauplaust. Óðinn kom að ómerktu rússnesku njósnaskipi Áhöfnin vopnuð hríðskotarifflum á þilfari - Gerðist í júní 1977 - Dóms- málaráðuneytið fyrirskipaði þögn VA Dóniom'ir '"'mað I en þess í stað var dreginn - Tj|j^y^ssneski íáninn og Tr nafni skipsins. | r- VPlrT"i 1 tb Z—■ ''sláttarritinu tí .•* 4 * * erðinni „Okean“, en samkvæmi i 1975—76 heíur sovézk í sinni þjónustu. Mmsmál ^rirskjpað ankyldu vetr„a lSe'staka þagn sa£ði fiaJdur að „r,- *ann vissi bezt ft,r f,ví d*mi be«o zt v*ru rti . Itlti fvriw a í«.ndheJ«- 4 I Ekki á vonarvöl Forstjórar frystihúsanna ; gætu ef til vill komið hér til i hjálpar. Nóg hafa þeir kaupið i I lausum aurum og friðindum. Ætli miljónin i mánaðarkaup | komi þeim spánskt fyrir sjónir ■ úr þvi að verkstjóri i stóru | frystihúsi fær kr. 700 þúsund i a fastar mánaðartekjur auk alls- ■ kyns friðinda. Það væri skemmtilegur fróö- I leikur ef visir menn tækju sig til I og reiknuðu út hvað mikla fjár- ■ muni hægt er að mjólka út úr | þessum dæmalausu tapfyrir- ■ tækjum i launum, friðindum og I risnu til yfirstjórnar forstjóra , og eiganda þeirra á ári. Þá munar amk. ekki um að i skella á borðið 12 miljónum ! króna þótt fyrirtækin geti ekki | borgaö rafmagnsreikning upp á ■ slika upphæð. Margir frysti- I húsastjórar eiga ibúðir i ■ Reykjavik, sem þeir nýta i I______________________________ sláttuferðum til höfuöborgar- innar, eða eins og annað fólk notar sumarbústaði. Reyndar er það mjög algengt að efna- menn búsettir úti á landi eigi ibúðir i Reykjavik. Okkur hefur t.d. verið bent á, að söluverð þokkalegrar ibúðar, sem Eyjólfur Martinsson hjá Isfélaginu i Vestmannaeyjum á við Háaleitisbraut i Reykjavik muni örugglega nægja til að borg alla skuld Vestmannaey- inga við RARIK, en vegna þeirrar skuldar hefur sem kunnugt er staðið til að taka raf- magnið af öllum Vestmannaey- ingum og loka fyrir orkusölu úr landi til Eyjanna. Einhverjum finnst það máske huggun harmi gegn, að frysti- húsastjórarnir skuli þó ekki vera á vonarvöl, þótt fyrirtæki þeirra sýni slikan taprekstur, aö ekki dugi aö lækka kaupiö til starfsfólksins,. heldur veröi að afnema kaupgreiðslur með öllu svo aö fyrirtækin geti boriö sig. Heimsmyndin á hvolfi Alltaf er Morgunblaðið að koma manni á óvart. Siðast sneri það á hvolf þeirri heims- mynd sem það hefur innprentað manni á siðustu árum. Klippari þeSsa þáttar hefur trúað þvi statt og stöðugt að umhverfis landið úöi og grúði af sovéskum njósnaskipum, merktum og ómerktum njósnatogurum, kaf- bátum og njósnaflugvélum all- an ársins hring. Sérstaklega hafa Sovétmenn gert sér far um að sögn Morgunblaðsins aö efla allt sitt njósnalið við Island fyrir hverjar kosningar. Liklega til þess að hjálpa áróðursmaskinu Sjálfstæðisflokksins við að efla Rússagrýlu. Nú kemur það upp úr dúrnum að Pétur Sigurðsson, land- helgisgæsluforstjóri, heldur þvi fram i Morgunblaðinu að gæsl- an hafi einungis orðið var viö eitt sovéskt njósnaskip á öllu sl. ári hér við land, og það utan okkar landhelgi á alþjóðlegri siglingaleið. Morgunblaðið er að sönnu ákaflega áreiðanlegt blað i hvivetna en það er hart að þurfa að trúa þvi að Sovétmenn séu hættir að sýna Ísíandi áhuga. Sníkjulíf Sósialistar og vinstri menn halda gjarnan upp á merkis- daga. 1-mai, 1-des., 8. mars og 30. mars, eru dæmi um slika daga og er þá efnt til samkoma. Yfirleitt sameinast fleiri en ein samtök um samkomuhaldið og er þá tiundað hverjir að þvi standa. Hvimleiður er sá siður samtaka sem nefnast EIK-ml og fleiri slikra að lifa snikjulifi á dögum sem þessum. Háttur þeirra er sá að samfylkja með sjálfum sér og efna til hátiða- halda undir ýmsum fallegum nöfnum: Baráttueining,l-des, 8- mars hreyfingin o.s.frv. Engum ætti að verða meint af þvi að villast inn á samkomur þessa ágæta fólks fremur heldur en á samkomur Hjálpræðis- hersins. En áróðursmáti þeirra minnir á tregðu islenskra mat- vælaframleiðenda til þess aö gefa upplýsingar um innihald vöru sinnar á umbúðunum. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.