Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. mars 1978 ÚTBOÐ / Islenska járnblendifélagið h.f. óskar eftir tilboðum i byggingu 600 fer- metra baðhúss á Grundartanga. Verkið nær til jarðvinnu, uppsteypu og alls loka- frágangs byggingarinnar og skal þvi lokið fyrir 1. nóvember 1978. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verk- fræðistofunni h/f, Fellsmúla 26, Reykja- vik, gegn fimmtiu þúsund króna skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á föstudag- inn 31. mars 1978. Almenna verkfræðistofan h/f Rannsóknarlögregla ríkisins Innanhússfrágangur Tilboð óskast i innanhússfrágang hússins að Auðbrekku 61, Kópavogi. Verktaki skal sjá um smiði timburveggja, hurða, fastra innréttinga, gólfefnalögn, málningu inn- anhúss og utan, raflögn og loftræstilögn. Verkinu skal að fullu lokið 15. júli 1978. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 15.000. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikud. 29. mars. 1978, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Óska eftir að kaupa dóma Hæstaréttar frá upphafi. Upplýsingar i sima 81333 Laus staða Staöa sérfræöings við Tilraunastöö háskólans i meina- fræöi að Keldum er laus til umsóknar. Sérfræöingnum er ætlaö að annast rannsóknastörf á sviöi fisksjúkdóma og skyld verkefni. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknum skulu fyigja itarlegar upplýsingar um rit- smiöar og rannsóknir svo og námsferil og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 28. mars n.k. Menntamálaráöuneytiö, 3. mars 1978. • Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Skrifið — eða hringið í síma 81333 Umsjón: Guðjón Friðriksson Ásgrímur St. Björnsson Hvor er meira virði þorskurinn eða maðurinn? Fyrir skömmu birtist i fjöl- miðlum að sjávarútvegsráðu- neytið hafi i samráði við Haf- rannsóknarstofnunina, Fiski- félagið, L.I.Ú., F.F.S.Í. o.fl. aðila ákveðið að banna þorsk- veiöar við Island i páskavik- unni. Ekki er vitað hvort þetta er runnið undan kristilegum rifjum ráðamanna eða aðrar ástæður liggi til þess að páska- vikan er valin. Það er annars merkilegt rannsóknarefni út af fyrir sig, eins og stundum er sagt, þegar undrin ske, hvernig þorskurinn veitupp á hvaða dag páskana ber hverju sinni; alla- vega veit ég það ekki, nema lita i almanak. Svo þorskurinn geti haldið heilaga hátið á réttum tima, ku standa i reglugerðinni að hver sá fiskimaður, sem ekki hefur dregið net sin úr s jó á nákvæmri stundu á ákveðnum degi, skuli sekur fundinn, net og afli gerö upptæk eða öðrum viðurlögum beitt eftir þörfum réttvisinnar. Siðan skilst manni að fiskimenn megi allranáðarsamlegast leggja netin út aftur að aflokinni páskahátið á ákveðinni stundu á ákveðnum degi, svo framarlega að þeir séu ekki á bak við lás og slá fyrir að hafa ekki sýnt þorskinum og réttvisinni til- hlýðilega virðingu. Svo mörg eru þau orð, og mætti vist segja amen eftir efn- inu, en það ætla ég ekki að gera að sinni og ástæðan er sú, að ég hef átt tal við marga menn með þekkingu á þorskanetaveiðum og kemur þeim öllum saman um að þessi tilhögun við friðun þorsksins sé nánast ófram- kvæmanleg og benda máli sinu tilstuðnings m.a. á eftirfarandi: 1. Það er eðli fiskimannsins að veiða og þá eins mikið og lengi og hann getur. Þvi munu netin höfð i sjó fram á siðustu stund. Það þýðir að verði vont veður siðasta sólarhringinn fyrir lok- un verður unnið að netadrætti i tvisýnu eða ófæru veðri með ófyrirsjáanlegum afleiöingum. 2. Hætt er við að áhafnir bát- anna riðlist og dreifist i allar áttir, þegar veiðum er hætt, svoria á miðri vertið. Enda skilst manni, að svipta eigi áhöfnina svonefndri „trygg- ingu” meðan friðunartimabilið stendur. 3. Þegarleggja má svo netin i sjóinn aftur samkvæmt ákveðn- um klukkuslætti, er hætt við að unnið verði meira af kappi en forsjá. Þannig er nú einu sinni staðið að veiðum, hvað sem hvitflibbamenn ætla eða ráð- gera. Þá er og hætt við að fálið- að verði viða á bátunum og sá sterki verði ofan á, en hinn veiki biði lægri hlut. Ég hef hér nefnt nokkur dæmi, sem geta skapað svo mikla slysahættu að ófyrir- gefanlegt er að ana út i þessar ráðstafanir án þess að á þau sé bent og aðilar, sem þetta mál varðar, endurskoði afstöðu sina i málinu. Annað mái er svo það að ekki kemst inn í minn kringlótta haus, af hverju fiskimenn einir skuli eiga að bera skarðan hlut frá borði við friðunaraðgerðir þessar. Ég er einfaldlega svo vitlaus að halda að þetta skipti alla landsmenn jafn miklu máfi svo ráðamenn sæju tii’ þ'ess; á5 fiskimönnum yrði tryggö kaup- trygging páskavikuna eins og öðrum launþegum eru greidd laun. Sé það ekki hægt gæti rikisstjórnin, allt eins og að ráð- ast svona gegn fiskimönnum, gefið út bráðabirgöalög um að enginn launþegi fái kaup páska- vikuna, svo framarlega að hann ynni hana ekki. Það væri kannske rétt að i lögunum væri ákvæði um allsherjarsparnaö og föstu svo þetta yröi ein alls- her jarfriðar-og björgunarvika. Tii greinakæmi t.d. að banna öll óþarfa ferðalög á sjó, landi og lofti. Það mundi sparast tölu- vert við það og kannski kæmi þjóöin endurfædd á einu bretti út úr þessum hreinsunareldi. Ekki tel ég rétt að hrófla neitt við atvinnurekendum. Eftir þvi sem skrifað stendur, eru þeir þrautpindir og útkeyrðir eins og alþingismenn og rikisstjórn við að bjarga þjóðinni og fá sáralit- ið i aðra hönd en ekkert i hina. t alvöru talað er mér kunnugt um að ýmsir aðilar hafa bent forráðamönnum á hin margvis- legu vandkvæði sem skapast við þessi óheppilegu timamörk friðunarinnar og hafa bent á, að öllum kæmi það betur að friðunartiminn yrði i byrjun mai, og hef ég heyrt að sjó- mennirnir sjálfir sættu sig jafn- vel við helmingi lengri tima eða frá 1. til 15. mai, ef þess yröi óskað. Eftir að hafa heyrt rök þess- ara manna, sem telja 1. til 15. maí besta friðunartimann, en ekki heyrt eða séð nein rök fyrir ákvörðuninni um veiðistöðvun um páskana, hlýt ég aö álita eins og svo margir aðrir, aö annarleg sjónarmiö ráði þarna ferðinni eins og svo oft áður i okkar þjóðfélagi. Manni dettur jafnvel i hug að þorskurinn hafi sjálfur samið þessa reglugerð og ætli sér um leið og hann tryggir sitt eigið lif að ná sér sem best og áhrifarikast niðri á þeim mönnum, sem hafa það að atvinnu sinni að veiða hann þessari þjóð til framfæris. Kannske er þorskurinn ekki eins vitlaus og hingað til hefur verið haldið. Alla vega virðist hann eiga samleið með ráða- mönnum þessa litla þjóðfélags i þessu máli. Asgrimur St. Björnsson. (Langagerði 116. Sima 32272) Páll Hildiþórs: Kvikmyndavika (Mannlífsmyndir IX) Hvers vegna ekki guðþjónustu í upphafi kvikmyndaviku? Hvers vegna eru kvikmyndamenn ekki teknir til altarins áður en sýníngar byrja? Hvers vegna ekki taka stertimönnum þjóðarinn- ar vara við að setja upp rándýran alþjóðasvip í f jölmiðlum eins og matvandir kostgangarar á þessum alvörutímum þegar þeir horfa á veldi tilfinnínganna? Hvað segja stjórnvöldin, mættum við spyrja? Mætti ekki klippa burtu meira af rössum og brjóstum úr klámfilmum nútímans? Og væri ekki rétt að filmskera náungan japanska sem þreifaði upp undir pils skúríngarkonunnar og setja Drottins útvalda þjón í staðinn til að áminna þessa kvensnipt fyrir að haga sér svona fyrir ofan karlmann í stigagangi? Hvað segja hugvekjumeistarar helgarbla.ðanna??

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.