Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sá sem skiptir um starf þjálfar sig til starfsins en ætlast ekki til þess að starfið lagi sig að honum Skólasafnverðir skulu EKKl endilega vera kennarar 1 Þjv. 14. febrúar sl. skrifar Ragnhildur Helgadóttir for- maður Félags skólasafnvarða fyrir hönd FÉS grein sem á að vera svargrein við grein minni um skólasöfn og skólasafnverði sem birtist i sama blaði 21. janúar sl. Þar sem ekki dugir minna en heilt félag til að klekkja á mér aumri, held ég að ég verði að svara henni nokkr- um orðum. Yfirskrift greinar Ragnhildar og FÉS — Skólasafnverðir eiga að vera kennarar —, segir reyndarmikið um stefnuágrein- ing minn og FÉS. Ég tel nefni- lega, og ætla að leggja sérstaka áherslu á þaðhér, að höfuðatriði hagnýtrar menntunar skóla- safnvarðar séu bókasafnsfræöi og uppeldisfræði. Kennslufræði og kennaramenntun eru þar að minum dómi i örðu sæti, og jafnvel er sá möguleiki fyrir hendi að hinum vana kennara sem ekki hefur bætt við sig bókasafnsfræðimenntun sjáist yfir ýmsa nauðsynlega þætti i starfi skólasafna vegna þess að hanneinblini um of á kennslu og ekkert nema kennslu. — Reynd- ar hef ég orð Ragnhildar Helga- dóttur fyrir þvi, að á skólasöfn- um eigi að fara fram kennsla eingöngu, og þetta sagði hún i votta viðurvist —. Eitt er rétt Eitt er rétt i grein Ragnhild- ar. Ég tók aðeins ákveðnar glefsur úr lögum FÉS i grein minni, aðeins þær sem staðfesta að félagið vilji útiloka alla aðra en kennara frá störfum skóla- safnvarða á grunnskólastigi, enda tók ég skýrt fram hvað ég væri að staðfesta með þessu. Starfsemi skólasafna Ragnhildur (ogþarmeðFÉS) heldur þvi fram að mér sjáist algerlega yfir meginþáttinn i starfsemi skólasafnanna og þvi sé eðlilegt að ég skilji ekki að skólasafnvörður eigi að starfa á sama grundvelli og kennari. Ég verð að játa að ég skil ekki alveg hvað Ragnhildur meinar með ,,á sama grundvelli og kennari”. Ef hún á við það sem ég tók fyrir hér á undan, að á skólasöfnum fari fram kennsla eingöngu, þá meira en skil ég það ekki, mér finnst það for- kastanlegur hugsunarháttur. Hvað snertir skilningsleysi mitt á meginþættinum i starfi skóla- safna þá verð ég að viðurkenna að ég sé engan einn þátt öllum öðrum fremri i störfum á söfn- unum. Ragnhildurtekur upp þrjá liði sem húnsegir vera hlutverk það sem hin nýju skólasöfn stefni að þvi að gegna. Ég er i meginat- riðúm sammála þvi sem segir i fyrstu tveim liðunum, enda tók ég talsvert af þvi i minni grein, ég sagði það aðeins meðsvolitið öðrum orðum. Þriðja liðnum, að skólasafn eigi aö vera náms- gagnaverkstæði, er ég ekki sammála. Ég gerði enga tæm- andi úttekt á hlutverki skóla- safna eða starfsemi þar, en þó nefndi ég ýmsa þætti sem mér þykja mikilvægir en Ragnhildur telur ekki með. Vil ég hér aðeins drepa á tvennt: A skólasöfnum eiga nemendur að geta fengið upplýsingar um ýmsa hluti, jafnvel úr gögnum sem ekki eru til á safninu.og skólasöfn eiga að jafna aðstöðu til bókaöflunar og aðgang nemenda að Islenskum bókmenntum. Markmið safnanna Ragnhildur heldur þvi fram að ég nefni ekki kennslufræðileg markmið skólasafna og spyr hvort það sé af ásettu ráði eða hvort ég hafi ekki tekið eftir þeim. Ég nenni ekki að taka upp aftur þann kafla úr grein minni þarsemégfjallaðium markmið skólasafna dfe vitnaði m.a. i Grunnskólalögin. Fyrst formað- ur FÉS var ekki læs á þaö'fyir mánuði, er varla við þvi að bú- ast, að hann sé færari um það núna. Gleðileg sinnaskipti Eitt er það i grein Ragnhildar sem mér finnst sérlega athygl- isvert og mjög gleðilegt. Það eru þau sinnaskipti sem hún — og þá væntanlega FÉS, —hefur tekið i menntunarmálum skóla- safnvarða.A óformlegum fundi i októberbyrjun s.l. þar sem voru staddir 2 skólasafnverðir úr FÉS, 2 skólasafnverðir úr Félagi bókasafnsfræðinga, for- maöur Fél. bókasafnsfr., for- maöur SÍB og skólasafnafulltrúi Reykjavikurborgar, stakk ég upp á þvi sem umræðugrund- velli um menntunarkröfur til skólasafnvarða, aö bókasafns- fræöingar hefðu uppeldis- og kennslufræði en kennarar bættu við sig jafnlöngu námi i bóka- safnsfræði. Þessu tók Ragnhild- ur þá mjög fjarri; sagði að reyndar gætu bókasafnsfræð- ingar með kennsluréttindi á grunnskólastigi svo sem verið skólasafnverðir, en taldi alls enga ástæðu til að kennarar lærðu neina bókasafnsfræði til að starfa á skólasöfnum. Að þessu hef ég 3 vitni. Menntun skólasafn- varða Þvi miður eru þó sinnaskipti FÉS ekki alger. Félagið viður- kennir að visu nú rétt bóka- safnsfræðinga með uppeldis- fræðimenntun til skólasafn- starfa og æskilega framhalds- menntun kennara til starfa á skólasöfnum, en skv. áliti þess skal hún vera „liður i kennslu- fræðinámi kennaranema” og fara fram við KHI. Framhalds- menntun i bókasafnsfræði er sumsé ekki enn á dagskrá á bænum þeim. Við Háskóla tslands er kenncT bókasafnsfræði til BA prófs. Innan bókasafnsfræðinnar er nú gert ráð fyrir að nemendur geti valið á milli þriggja safnteg- unda, skólasafna, almennings- bókasafna og rannsóknar- og sérfræðisafna. Til starfa á skólasöfnum er ráðlagt að taka sem aukagrein einhverja af kennslugreinum á grunnskóla- stigi og uppeldisfræði til kennsluréttinda. Er nú ekki ráð- legra fyrir okkur Islendinga að hafa allt bókavarðanám á ein- um stað og sameinast um að það verði sem best og fjölbreyttast, en aöfaraað setja niður einhver sérstök skólasafnvarðanám- skeið innan Kennaraháskóla Islands? Stéttarlegir hagsmunir Til að fyrirbyggja misskilning er rétt aðtaka það fram að ég er kennari sem hef lært bókasafns- fræði ogstarfa á skólasafni. Hér er þvl ekki um að ræða persónu- legan rig milli okkar Ragnhild- ar sem kennara annars vegar og háskólamanns hins vegar, heldur eru það að minum dómi fyrst og fremst stéttarlegir hagsmunir kennara á grunn- skólastigi sem ráða stefnu Félags skólasafnvarða. Þeir vilja ekki láta taka skólasöfnin frá sér — en vinna þar getur verið þægileg, einkum þegar þjónustumiðstöð gerir öll ,,skit- verkin” fyrir þá. Og til þess að halda einkarétti sinum á skóla- safnastörfum, halda þeir beinu kennsluhlutverki safnsins (kennsla skv. stundaskrá) fram fyrir öll önnur hlutverk. Þróun i nágrannalönd- um Ragnhildur minnist á þróun skólasafnamála á Norðurlönd- um. I þvi sambandi vil ég aðeins benda á, að hún segir: „Siðast liðiö sumar var haldin norræn ráöstefna kennara semstarfaá skólasöfnum”. Að lokum ætla ég að gera sið- ustu orð Ragnhildar Helga- dóttur og FÉS að minum: Ég mun ekki oftar elta ólar viö skrif af þessu tagi. Portúgal — frelsi hverra til hvers? Soares: hann vildi bcita frumkvæði alþýðu „I réttan farveg”. Þann 7. febrúar s.l. birtist i blaðinu grcin um ástand mála i Fortúgal, eftir Halldór Sigurðs- son.Hún var i marga staði fróð- leg, en i niðuriagi hennar voru settar fram fullyrðingar, sem valda þvi, að ég tek mér penna i hönd. Þar segir: „Fyrir aðeins tveimur árum hlupu leiðtogar og þingmenn Vesturlanda hver fram fyrir annan til þess að fullvissa lýðræðissinnuð öfl i Portúgal um að þau ættu visan frá Vesturlönd- um þann stuðning, sem þyrfti til þess að koma FRELSI LANDSINS ÖRUGGU í HÖFN. Þegar Portúgalar reyndust færir um að AFGREIÐA HINA PÓLI- TÍSKU HLIÐ MALANNA, létu Vesturlönd þá sigla sinn sjó”. (Leturbreytingar minar). þarna er tvennt að athuga. Hvaða „lýðræðissinnuðu öfl” eru það sem minnst er á, hvers konar frelsi var það sem rikisstjórnir borgaralegra verkalýðsflokka og flokka burgeisastéttarinnar á Vesturlöndum ætluðu að styðja? I hverju var fólgin afgreiðsla á hinni „pólitisku hlið málanna”? Við skulum fyrst athuga hvaða frelsi var barist um i Portúgal á „sumrinu heita” 1975 og i kjölfar þess. Eitt helsta vigorð byltingar- aflanna var þá „poder popular”, alþýðuvald. Með þvl var átt við þann mikla fjölda verkamanna- nefnda og hverfanefnda sem sprottið hafði fram, og var farinn að gripa verulega inn i gangverk þjóðfélagsins; stjórnunar á fyrir- tækjum.lausnar á húsnæðisvand- ræðum, bóta á heilbrigðismálum o.sv.frv. Auk fyrrnefndra nefnda flokkuðust undir alþýðuvald her- mannanefndirnar (SUV — sam- einaðir hermenn sigra) og sá mikli fjöldi bænda sem hafði tekið yfirgefnar lendur fyrri stórjarð- eigenda, sérstaklega i Suður- Portúgal. Hinn mikli viðgangur alþýðuvaldsins leiddi til þess að þróunin stefndi i átt til tviveldis; annars vegar valdatækjum alþýð- unnar, sem beindist að afnámi auðvaldsskipulagsins, og hins vegar hinu veika borgaralega rikisvaldi, sem ekki hafði náð að festa sig i sessi eftir byltinguna. Þannig stóð vigreifasti hluti verkalýðsstéttarinnar og banda- menn hennar annars vegar, sem vildi dýpka þær þjóðfélagsbreyt- ingar sem átt höfðu sér stað og stefna að sósialisma og hins vegar burgeisastéttin og hægfara kratar sem börðust fyrir þvi að sveigja stefnuna á ný inn á braut- ir kapitalismans. Borgaralegu öflin börðust þvi gegn raunveru- legu valdi nefndanna og vildu veita þeim i sér hættulausan far- veg. Þannig sagði Mario Soares i viötaliviðLe Monde haustiö 1975: „okkur ber aö fagna og hvetja hið sjálfsprottna frumkvæði fjöldans. En það verður að veita þvi i rétt- an farveg. Ekki getur orðið um tviveldi að ræða. Takmark okkar er að stöðva ekki áhuga fjöldans og um leið að eyðileggja ekki lýð- ræðið”. En áhugi fjöldans byggðist ein- mitt á þvi að þetta var þeirra tjáningarform, þeirra málgagn, þeirra frelsi — þetta form hins beina lýðræðis hlaut þvi að rekast á tilraunir borgaralegu aflanna við að endurreisa rikisvald sitt. Þau öfl settu traust sitt á efna- hagslega hjálp frá Vestur- Evrópu, en hún var bundin þvi,að alþýðuvaldið yrði brotið á bak aftur og gangverk kapitalismans starfaði eðlilega. Einangruð upp- reisn vinstri sinnaðra hermanna 25. nóvember 1975 var tylliástæð- an sem borgaralegu öflin notuðu fyrir árás sinni. Herinn var „hreinsaður” af vinstrimönnum og sókn hafin gegn landvinning- um byltingarinnar, þjóðnýttum fyrirtækjum og samvinnubúum. Byltingaröflin biðu ósigur, sem þau hafa ekki náð sér eftir siðan. Það frelsi sem Halldór Sigurðs- son talar um i grein sinni, er þvi ekki frelsi fólksins, alþýðuvalds- ins. Burgeisastéttir V-Evrópu hefðu seint lagt fram fé þvi til efl- ingar. Það frelsi sem þær vildu efla og koma i örugga höfn, var fólgið i þvi að athafnafrelsi burg- ‘eisanna yrði aukið og valda- tækjum verkalýðsins rutt úr vegi. Spurningin stóð um eflingu öreigalýðræðis eða að festa hið borgaraiega rikisvald i sessi. Ekki verður annað séð en að orð Halldórs „þegar Portúgalar reyndust færir um að afgreiða hina pólitisku hlið málanna”, eigi við um gagnbyltingu burgeisaafl- anna og hjálparkokka þeirra, sem fylgdi i kjölfar 25. nóvember 1975. Slikt orðalag um ósigur verkalýðsstéttarinnar og banda- manna hennar hefði ég fremur bú- ist við að sjá i öðrum dagblöðum hérlendis. 1 fyrrnefndri grein er minnst á hættuna á uppgangi fasiskra afla. 'Ekki skal úr henni dregið, og reyndar er sá flokkur sem þeim stendur næst, miðdemókratar, orðinn aðili að stjórnarsamstarfi. En jafnt reynsla siðustu ára i Portúgal, jafnt sem á Spáni, hefur sannað að það er ekki nema eitt afl sem einangrað getur fas- isk öfl og hrakið þau i varnar- stöðu; það afl sem felst i ákveð- inni baráttu verkalýðsstéttar- innar og bandamanna hennar gegn fasismanum. Þannig var það f jöldabarátta spánskra verkamanna sem átti stærstan þátt i hruni frankóismans, en ekki samningamakk forystumanna stærstu verkalýðsflokkanna við „frjálslynda” burgeisa. Ekkert er fjær þvi að berjast gegn fasisma i Portú- gal, en sú stefna sem meirihluti Sósialistaflokksins boðar nú. Stjórnarsamvinna við miðdemó- krata, fyrrum þjóna þeirra Salaz- ars og Caetanos, sannar það. Sú stjórn hvetur nú portúgalska alþýðu til að taka á sig verulegar kjaraskerðingar, til þess að „koma efnahagslifi landsins á réttan kjöl”, þ.e. til styrkingar kapitalismanum. En portúgalskir verkamenn hafa þegar sýnt að þeir munu ekki hopa undan árás burgeisaaflanna, heldur berjast á móti. Það er baráttustyrkur verkalýðshreyfingarinnar sem skiptir sköpum i baráttunni gegn fasismanum. Sé hann litill og sé látið undan kjaraskerðingartil- raunum burgeisanna, er það hvatning til fasistanna. Það velt- ur þvi á pólitiskum þroska portú- galskrar alþýðu hvort hin fasisku öfl munu vaða uppi, eða hvort hún eflir vald sitt að nýju og „af- greiðir pólitisku hlið málanna” á sinn hátt og kemur sinu frelsi I örugga höfn. Témas Einarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.