Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. mars 1978 Sverrir hefur 8 sinniim hærri laun en verslunarmaður Hvað skyldu þeir menn, sem settu lögin um skerta vísi- tölu til launþega hafa mikið kaup? Hvað skyldu laun þeirra manna vera, sem rökstyðja kjararánslögin með því, að ekki sé faert að greiða hærri bætur á 106 þúsund króna mánaðarlaun en 8.800 krónur? Hvaða bætur fá þessir sömu menn ofan á sín laun? Tökum dæmi af tveimur stjórn- arþingmönnum úr sama kjör- dæmi með sömu aukavinnu og sömu laun, dæmið af Tómasi Árnasyni og Sverri Hermanns- syni. Báðir eru þeir þingmenn Austurlands, báöir „kommisar- ar” hjá Framkværhdastofnun rikisins, annar „framsóknarmað- ur” hinn „sjálfstæðismaður,” báðir fylgjendur og eindregnir stuðningsmenn kjararánsfrum- varps rikisstjórnarinnar, og hvorugur hefur andmælt megin- rökunum fyrir þeirri ólagasetn- ingu: atvinnuvegirnir þola ekki hærra kaupgjald. Þingfarar kaupið Um siðustu mánaðarmót fengu þingmenn útborgað fyrir febrúar- vinnu sina, 328 þúsund krónur með lifeyrissjóði. Fyrir mars- mánuð ættu þeir þá að fá 5.32% hækkun vegna visitölubóta, skertra aðsjálfsögðu, og þá verða mánaðarlaunin 345.450 krónur, (hækka um 17.450 krónur). Þingmennirnir Tómas og Sverrir hafa frian sima svo að þeir geti útlátalaust haft sam- band viö kjósendur sina. Trúlega tala þeir ekki fyrir minna en 15 þúsund krónur á ársfjórðungi hvor, svo mánaðarlega reiknast þessi friðindi upp á 5 þúsund krónur og hækka sjálfkrafa meö hækkun simgjalda. Fótgönguliðsstyrkur, sem þing- menn nefna svo sjálfir, það er að segja peningar til þess að ferðast um borg og bi er á ári 375 þúsund, þaö er að segja i febrúar, eða 31.250 krónurá mánuði. Þar sem þeir kollegarnir eru „landsbyggðarþingmenn” en með búsetu i höfuðborginni fá þeir matar- og húsaleigupeninga þá mánuði sem þingið situr ekki yfir sumarið. Fá þeir helming af heildargreiðslum, og má ætla að þær greiðslur komi til fimm mán- uði á ári. Samkvæmt þvi ættu þeir að hafa 97.500 krónur i húsaleigu- styrk á ári og 221.250 krónur til matarkaupa. Samtals gerir þetta 318.750 krónur á ári eða 26.562.50 að meðaltali á mánuði. Samtals gerir þvi þingfarar- kaup, og þá er ekki reiknað með nefndarsetum þeirra kumpána, 407.952 krónur þegar reiknað er með skertri visitölu á fastalaunin en engum visitölubótum á frið- indin. Stofnunin blífur. Blaðamaður hafði tal af Sverri Hermannssyni og varð hann góð- fúslega við þeirri beiðni hans að veita upplýsingar um launakjör og fl. varðandi Framkvæmda- stofnunina til þess að draga úr fávisku hans, en eins og kunnugt er hefur Sverrir einmitt kvartað yfir fávisku og menntunarleysi blaðamanna i þingræðu. Sagði Sverrir, að hin þing- kjörna stjórn stofnunarinnar hefði ákveðið að kommisararnir og starfslið stofnunarinnar allt tæki laun samkvæmt launastiga sem gilti hjá rikisbönkunum, við- skiptabönkunum, og „kommisar- arnir” þá bankastjóralaun. Sendi hann blaðamanni samþykktir stofnunarstjórnarinnar þessu til sannindamerkis. „Kommisarinn” lét þess getið, að þeir Tómas tækju 60% af laun- um, svo sem aðrir opinberir starfsmenn, sem sætu á alþingi. Játti Sverrir þvi, að meðan þing sæti ynnu þeir kommisarar kannski ekki ákveðnar vinnu- stundir á kontórnum, heldur þeg- ar þurfa þætti, og svo mikiö sem þurfa þætti. Eins og menn rekur minni til er Framkvæmdastofnunin eitt af af- kvæmum siðustu vinstri stjórnar. Við fæðingu þessa afkvæmis ráku „sjálfstæðismenn” upp rama- kvein og hæst lét þá i Sverri Her- mannssyni, sem taldi stofnun þessa hið mesta óbermi, óferj- andi og óalandi, og skyldi að hon- um heilum og lifandi aldrei þrif- ast fengi hann nokkru um ráðið. Svo fékk Sverrir nokkru um ráðið. Enn er hann heill og lif- andi. Enn blifur stofnunin og Sverrir orðinn kommisar i þessu „óbermi”. Blaðamaður spurði Sverri að þvi hvort hann hygðist eftir kynni sin af Framkvæmda- stofnun berjast fyrir þvi aö hún yrði aflögð. Aftók hann það með öllu, og bætti við: ,,Sú stofnun sem Sjálfstæðisflokkurinn óttað- ist að vinstri stjórnin ætlaði að setja á stofn varð aldrei til. Ekki i tið vinstri stjórnarinnar, og alls ekki i tið þessarar rikisstjórnar.” En nóg um það. Kommisaralaunin 1 samþykkt stjórnar Fram- kvæmdastofnunar frá 21. jan. 1972 segir svo m.a.: „Stjórn Framkvæmdastofn- unarinnar samþykkir að laun framkvæmdaráðsmanna skuli vera hin sömu og hjá aðalbanka- stjórum rikisbankanna. Sam- þykkt er að greiða þeim fyrir setu á stjórnarfundum stofnunarinnar til jafns á við bankaráðsiaun bankastjóranna". Þann 9. mai 1972 samþykkir stjórnin, að „framkvæmdaráös- mönnum skuli greiddar sem svarar 67% af öðrum þeim hlunn- indum, sem bankastjórar hafa”. Rétt er að taka fram, að með framkvæmdaráðsmönnum á stjórnin við framkvæmdastjór- ana eða„kommisarana.” 60% af fastalaunum banka- stjóra gerir svo mikið sem 344.400 krónur á mánuði frá og með mars og launin greidd fyrirfram. Greitt er fyrir hvern stjórnar- fund, samkv. stjórnarsamþykkt., 22.900 krónur. „Kommisar” Sverrir sagði aö þessir fundir væru svo sem 20 sinnum á ári og gefa þvi i aðra hönd 458.000.- krónur, eða 38.167,- krónur á mánuði til jafnaöar. 67% af öðrum hlunnindum, eins og þar stendur, reiknast undirrit- uðum til að sé svo, það sem á ann- að borð er á hans færi að reikna út: Simi, fastagjald, 1.394 kr. á mánuði. Risna, 134 þús. á ári, 11.167.- kr. á mánuði. Rekstrarkostnaður bils. Þarna gæti skeikað verulegum upphæð- um i útreikningi, eftir þvi hvort reiknað væri með rekstri á Blazer eða Skóda.. Til þess að finna ein- hvern milliveg er reiknað með rekstri á Cortinu, og byggt á töl- um frá FíB, þar sem reiknað er með að kosti 1.076.908 krónur að reka Cortinu, sem kostar 2,6milj- ónir út úr búð. En Cortina kostar meira en 2,6 miljónir. Samkvæmt upplýsingum frá umboðinu kost- ar Cortina i dag um 3.5 miljónir. Rekstrarkostnaöur yrði þvl sam- kvæmt einfaldasta hlutfallsreikn- ingi 1.449.684 krónur á ári. Mánaðarleg búbót af þessari klá- súlu yrði þvi, og þá að sjálfsögðu með „skertum” launum kommi- sara miðað við bankastjóra, krónur 80.941.- Siðan eru önnur hlunnindi, sem erfiðara er að reikna til tekna, t.d. þau að fá að kaupa sér bil á ráðherrakjörum, sem þýðir, svo að við höldum okkur enn við Cort- inuna, að þegar allt launafólk með skerta kaupgjaldsvisitölu of- an á launin, þarf að borga fyrir hana 3,5 miljónir, borga kommisarar Tómas og Sverrir 1.8 miljón fyrir hana. Á sama tima og almúginn væri að öngla saman Sverrir Hermannsson, kommiss- ar og alþingismaður, I ræðustól á alþingi. fyrir bilnum, ýmist með margra ára ráðdeild og siðan lánatöku i banka þar sem vextir eru frá 24%-34%, fá kommisararnir lán- aðan stærstan hluta þeirra 1800 þúsund sem þeir þurfa að greiða fyrir sams konar bil, átta ára lán og greiða af þvi 6% vexti,og geta siðan skipt um bil á 3-4 ára fresti upp á sömu biti. Ekki kann fáfróður blaðamaður að reikna þessi friðindi til teljan- legra króna á mánuði hverjum, og leggur þvi til að þetta heiti lág- launauppbót til þjóðhollra em- bættismanna farsældarrikisins og nokkur verðlaun fyrir framúr- skarandi stjórnun efnahagsmála sama rikis. Fleiri eru friðindin ekki i sjón- máli, og þvi ekki meira upp að telja að sinni. Mánaðarlaun þeirra kumpána, Tómasar og Sverris, eru þvi, að viðbættum þeim friðindum, sem tekist hefur að breyta i peninga, samtals 476.069, sem útborguð eru hjá F'ramkvæmdastofnun. Heildarlaun og vísitölu- bætur F'rá og með marsmánuði lengu þessir tveir alþingismenn þvi i laun frá hinu opinbera, sem vel að merkja getur ekki greitt fullar visitölubætur á láglaun, krónur 884.021.-þegar allt er talið, skert visitölubót, friðindi og hlunninda- greiðslur. Visitölubætur sem þeir tvi- menningarnir hlutu úr rikissjóði fyrir þingmennsku og fram- kvæmdastjórastúss eru á mars- laun ekki 8.800 krónur eins og hjá verkafólkinu i Iðju eða hjá þeim sem taka laun samkvæmt taxta Landssambands verslunar- manna, en formaður þeirra sam- taka um áraraðir var einmitt „kommisarinn” og alþingis- maðurinn Sverrir Hermannsson. Þeirra visitölubætur voru meira að segja ekki helmingi hærri, heldur 4.5 sinnum hærri. Tómas og Sverrir fengu og eða fá með einum og öðrum hætti 39.904 krónur i verðbætur fyrir mars- mánuð, meðan þeir skammta öðrum hámarksbætur 8.800 krón- ur, eða 30.904 krónum meira á mánuði hverjum en almúginn. Á ári fá þeir kommisararnir 476.448krónur i verðbætur miðað við verðbótina 1. mars, en fyrr- verandi skjólstæðingar Sverris Hermannssonar i verslunar- mannafélögunum fá á sama ári með sömu verðbótum 105.600 krónur. Á ári hafa þeir kumpánar þvi 370.848 krónum meira i verö- bætur en verkafólkiö í landinu. Þetta þykir þeim sanngjarnt. Um það vitna lögin þeirra og rikisstjórnarinnar. Undirstrikun fyrir úrslit Það er rétt að taka það fram enn og aftur að inni i þessum launum þeirra Tómasar og Sverris eru ekki laun fyrir setu i nefndum og ráðum á vegum al- þingis og hins opinbera, ekki Tómas Árnason, kommissar og alþingismaöur, I ræöustóli á al- þingi. krónutala bilakaupsfriðinda og ekki laun eða tekjur af einka- rekstri, en eins og kunnugt er fékk fyrirtæki Sverris Hermanns- sonar, Ogurvik h.f., riflega fyrir- greiðslu hjá hinu opinbera á sin- um tima til þess að kaupa togar- ana Ogra og Vigra, sem allar göt- ur frá þvi þeir komu til landsins hafa verið happafleytur og skilað hundraða miljóna afrakstri. Og enn ætti að vera kunnugt að ögur- vik og Sverrir eru eigendur að hraðfrystihúsinu á Kirkjusandi. Sem sagt: Með i framanskráð- um tölum er ekkert annað en það sem flýtur ofan á og tilheyrir fastastörfum. Kommísar og þingmaöur í 1 ár — Verslunarmaður í átta ár! Árslaun þeirra Tómasar og Sverris eru samkvæmt framan- skráðu með einnig framanskráð- um fyrirvara, krónur 10.608.252.9«, sem lesist: tiumilj- ónir, sexhundruð og áttaþúsund, tvöhundruð fimmtiu og tvær krónur! Fyrrverandi skjólstæðingar Sverris Hermannssonar, fyrrv. form. Landssambands islenskra verslunarmanna, hafa nú, eftir marsbæturnar, sem Sverrir skammtaði þeim, 111.475 þúsund krónur i laun á mánuði, sam- kvæmt útsendum launataxta frá Verslunarmannafélagi Reykja- vikur, þar sem annar „verkalýðs- leiðtogi” og blaðafulltrúi og al- þingismaður, Guðmundur H. Garðarsson, ræður rikjum með svo sem 800 þúsund króna mánað- arlaun. Og vel að merkja: Leiðtoginn Guðmundur H. Garðarsson, form. VR greiddi einnig atkvæði á sama hátt og þeir Tómas og Sverrir, það er að segja að 8.800 krónur væri nægar bætur handa verkafólki, svo að lægsti taxti VR skilar þeim, sem eftir honum vinna 111.475 króna mánaðar- launum. Atvinnuvegirnir, rikissjóður og „allt þetta fina”, þolir ekki meira. En litum i lokin aðeins á aðra reikningsaðferð: Hversu lengi er verslunarmaður á lægsta taxta að vinna fyrir árslaunum Tómasar og Sverris (og Guðmundar H. Garðarssonar einnig)? Mánaðarlaun: 111.475 krónur. Árslaun: 1.337.700 krónur. Laun fyrir 7 ára, 11 mánaða og 5 daga starf: 10.608.262 krónur. Árslaun Sverris, árslaun Tómasar (og árslaun Guðmundar II. ) hvers um sig: 10.608.262 krónur. Versiunarmaður i95mán uði og 5daga hefur jafnhá laun og fyrrv. form LtV hefur á 12 mánuðum. Verslunarmaður, sem tekur laun samkvæmt lægsta taxta hjá Guðmundi H. Garðarssyni er 2895 daga að vinna fyrir þeirri upphæð sem Tómas og Sverrir vinna fyrir á 1 ári! Það er ekki von að forystumenn Verslunarmannafélags Reykja- vikur vilji hvetja félagsmenn þar til stórræða til þess að verja kaup sitt og kjör sin fyrir árásum for- ystumanna VR og rikisstjórnar- innar, árásum þeirra Tómasar, Sverris og Guðmundar. Forystu- mönnunum þykja lögin réttlát. Annars hefðu þeir ekki sam- þykkt að setja þau, og heldur ekki latt launafólk til að verjast þeim. Einmitt svona er þeirra rétt- læti. —úþ Þannig eru launþeirra manna sem á alþingi sam- þykktu kjaraskerðingarlög rikisstjórnarinnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.