Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. mars 1978 TILKYNNING um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta i Reykjavik aðstöðugjald á árinu 1978 samkvæmt heimild i V. kafla laga nr. 8/1972 um tekju- stofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald, sbr. lög nr. 104/1973. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi eins og hér segir: 0.20% Rekstur fiskiskipa. 0.33% Rekstur flugvéla. 0.50% Matvöruverslun i smásölu. Kaffi, sykur og kornvara til manneldis i heildsölu. Kjöt- og fiskiðnaður. End- urtryggingar. 0.65% Rekstur farþega- og farmskipa. 1.00% Sérleyfisbifreiðir. Matsala. Land- búnaður. Vátryggingar ót.a. Útgáfu- starfsemi. útgáfa dagblaða er þó undanþegin aðstöðugjaldi. Rakara- og hárgreiðslustofur. Verslun ót.a. Iðnaður ót.a. 1.30% Verslun með kvenhatta, sportvör- ur, hljóðfæri, snyrti- og hreinlætis- vörur. Lyfjaverslun. Kvikmynda- hús. Fjölritun. Skartgripa- og skrautmunaverslun. Tóbaks- og sælgætisverslun. Söluturnar. Blómaverslun. Umboðsverslun. Minjagripaverslun. Barar. Billjard- stofur. Persónuleg þjónusta. Hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ót.a. Með skirskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi: \ Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til * tekju- og eignarskatt, en eru aðstöðu- gjaldsskyldir, þurfa að senda skatt- stjóra sérstakt framtal til aðstöðu- gjalds, sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 2 Þeir, sem framtalsskyldir eru i * Reykjavik, en hafa með höndum að- stöðugjaldsskylda starfsemi I öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda skatt- stjóranum i Reykjavik sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 3 Þeir, sem framtalsskyldir eru utan * Reykjavikur, en hafa með höndum að- stöðugjaldsskylda starfsemi i Reykja- vik, þurfa að skila til skattstjórans i þvi umdæmi, þar sem þeir eru heimilisfastir, yfirliti um útgjöld sin vegna starfseminnar i Reykjavik. 4.Þeir, sem margþætta atvinnu reka, * þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks samkvæmt ofangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri hverjum einstök- um gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 81/1962. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 1. april n.k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipt- ing i gjaldflokka, áætlað eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Reykjavik, 8. mars 1978 Skattstjórmn í Reykjavík r— Kaupfélagss tj ór askipti í Hafnarfirdi Nú i aprilbyrjun verða kaupfé- lagsstjóraskipti hjá kaupfélag- inu i Hafnarfirði. Bogi Þórðar- son, sem gegnt hefur kaupfé- lagsstjórastarfinu um nokkurt skeið, lætur af þvi og hverfur aftur til fyrri starfa sinna hjá Sambandinu. Til kaupfélags- stjórastarfsins hefur i hans stað verið ráðinn örn Ingólfsson. örn Ingólfsson lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1959 en hef- ur samfellt siðan verið við verslunarstjórastörf hjá Kaup- félagi Reykjavikur og nágrenn- is. Hann varð verslunarstjóri hjá Kron við Dunhaga haustið 1959 og sumarið 1960 var hann við nám og störf hjá kaupfélag- inu i Kaupmannahöfn. Frá hausti 1961 stýrði hann mat- vöruverslun Kron við Skóla- vörðustig, en tók við stjórn verslunarinnar i Liverpool i nóv. 1963. Við opnun vöruhúss- ins Domus við Laugaveg i des. 1970 varð hann verslunarstjóri þar og hefur hann gegnt þvi starfi siðan þar til nú. Kona hans er Gerður Baldursdóttir, og eiga þau þrjú börn. (Heimild: Sambandsfréttir) —mhg Nýtt frystihús á Drangsnesi Þorsteinn Jónsson á Hólma- vik kom að máli við okkur fyrir eyrissjóði bænda Fyrir stuttu siðan kom út árs- skýrsla Lífeyrissjóðs bænda fyrir árið 1977. Þar kom fram, að iðgjöld til sjóðsins voru 359,3 milj. kr. árið 1976. A siðastliðnu ári voru iðgjöld sjóðsfélaga 1,03% af brúttóverðmæti land- bnaðarafurða, en heildariðgjöld munu nema 432 milj. kr. Á þessu ári verða iðgjöldin 1,22% af brúttóverðmæti landbúnaðaraf- urða. Ilá m a rk siðgja ld kvænts sjóðsfélaga var 67.877 kr. árið 1977, en verður á þessu ári 115.993 kr. Gert er ráð fyrir að svonefnt neytendagjald til lif- eyrissjóðsins verði um 278 milj. kr. fyrir siðastliðið ár. Á árinu fengu 1.329 aðilar lif- eyri frá Lifeyrissjóðnum, þar af 39 örorkulifeyrisþegar og 83 með milligöngu umsjónar- nefndar eftirlauna. Barnalifeyrir var greiddur með 99 börnum. Heildarupphæð lifeyris nam tæpum 322 milj. kr. t árslok 1977 voru lifeyrisþegar, sem fá greiðslur beint frá sjóðn- um, 1.214 talsins. Lifeyrissjóður bænda lánar ekki beint til sjóðsfélaga, heldur lánar hann ákveðnar upphæðir til vissra lánaflokka hjá Veð- deild Búnaðarbankans og Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Heildarupphæð lána var 538 milj. kr. Lán til Veðdeildarinnar var veitt með þvi skilyrði, að lán til jarðakaupa hækkuðu úr 1,6 milj. kr. i 2,0 milj. kr. Lán til ibúðabygginga voru að upphæð 1,0 milj. kr. til viðbótar lánum Stofnlánadeildar. Lánað var samtals 140 milj. kr. til stofnskaupa, 60 milj. kr ibúðabygginga og 100 milj til jarðakaupa. Höfuðstóll Lifeyrissjóðsins 1. janúar 1977 var 1.056 milj. kr. og tekjuafgangur ársins 1977 til ráðstöfunar var tæpar 591 milj. kr. (Heimild: Uppl. þjón. landb.). —mhg bú- til kr. fáum dögum og sagðist telja á- stæðu til að fram kæmi í blöðum hversu vel hefur tekist til með uppbygginguna á frystihúsinu á Drangsnesi, en það brann, sem kunnugt er, fyrir hálfu öðru ári. Það er Kaupfélag Steingrims- fjarðar, sem er eigandi frysti- hússins á Drangsnesi og kvaðst Þorsteinn telja, að kaupfélags- stjórinn, Jön ÁTfrebsson, eigi heiður skilið fyrir frammistöð- una við þetta erfiða verkefni, enduruppbyggingu frystihúss- ins, en Jón hefur séð bæði um stjórn verklegu framkvæmd- anna og fjárhagshliðina. Frá þvi að þessi eldsvoði varð þarna á Drangsnesi þá liðu eitt ár og þrir mánuðir þar til húsið var tekið i notkun. Og það má segja að það sé vel af sér vikið með svona miklar framkvæmd- ir á svo afskekktum stað, en þetta er um 200 milj. kr. fram- kvæmd. Aðrar fréttir Annars gengur hér allt saman vel, sagði Þorsteinn og rækju- vinnslan á Drangsnesi ágæt- lega. Einhverjir örðugleikar urðu fyrst vegna hitans, var ekki nógu heitt í vinnusal, en það rættist undireins úr þvi. Vinnan hefur gengið ágætlega siðan. Þarna vinna nú um 20 manns og það eru miklir mögu- leikar, sem þetta hús skapar. Það er allstórt og allur frágang- ur á þvi með mestum ágætum. Hér gerði dálitið hret um dag- inn, en annars er mjög snjólétt nú, þó að i útvarpinu væri sagt, að hér væru mikil snjóþyngsli um þessar mundir. Það er al- rangt að hér sé ófært innan sveitar, en Holtavörðuheiðin lokar okkur af. Rækjuveiði er góð og gæftir sömuleiðis. þj/mhg í tilefni morðdóma Einn af merkilegri viðburðum i lok síöasta árs var dómur i hin- um alþckktu morðmálum Guð- mundar og Geirfinns. Ekki er hægt að efast um að þeir séu sekir, sem þar eru dómfelldir. En þar fyrir utan er ekki hægt að komast hjá þvi að efast um að komist hafi verið fyrir allar rætur málsins. Það virðist svo ástæðu- og tilgangs- laust morðið á Geirfinni, eftir þeim rökum, sem fram hafa verið færð við lok málsins og þar virðist litið gert með það, sem kom fram við frumrann- sókn málsins i Keflavik. Það sem farið var að hillla undir i frumrannsókn i Geirfinnsmál- inu, virðist ekki koma til álita við siðari athugun. Og rannsókn i Geirfinnsmálinu er látin falla niður þar til Guðmundarmálið gerir nauðsynlegt að taka það upp. Heilbrigð skynsemi neitar hreinlega að taka það gilt, að það fari flokkur manna, sem reynir að leyna ferð sinni sem best hann getur, til þess eins að kaupa eina eða tvær flöskur af vini hjá einum manni og mis- sætti út af þvi einu leiði til morðs. Maður neyðist hreinlega til að álykta: Hér liggur eitt- hvað á bak við, sem ekki er hirt um að leita að eða það, sem ekki má koma fram. q jj -0- vnr Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.