Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.03.1978, Blaðsíða 16
r DJOÐVIUINN Föstudagur 10. mars 1978 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Olía og bensín frá Portúgal fyrir 1,3 miljaröa króna til aö liöka fyrir saltfisksölu þangaö NU i vikunni var undirritaöur i Portúgal, samningur milli tslands og Portúgal um þaö aö tslendingar kaupi á þessu ári 35 þúsund tonn af gasoliu og 7 þúsund tonn af bensini frá Portúgal fyrir 5,1 miljón dollara eöa sem svarar 1,3 miljöröum Isienskra króna. Þaö var rikisfyr- irtækiö Petrogal sem samiö var viö ogeins og meö oliu og bensin- kaupin frá Sovétrikjunum er þaö isienska viöskiptaráöuneytiö sem er formlegur samningsaðili en framselur svo samninginn til oliufélaganna. Sveinn Björnsson I viöskipta- ráöuneytinu sagöi í gær aö ráöu- neytiö heföi gert allt sem i þess valdi stæöi til að hvetja íslend- ingatil viöskipta viö Portugal, til að liðka fyrir um sölu á saltfiski þangaö en það hefði gengiö illa að koma slikum viðskiptum á og ættu báðar þjóðirnar þar sök á. Þessi oliusamningur er þvi geröur til að liöka fyrir saltfisk- sölunni en halli hefur veriö á viö- skiptum landanna Portúgölum i óhag og eru þessi oliukaup þvi gerð til aö rétta hann viö. Um þaö hvort þetta væri nægj- anlegt til að liöka fyrir saltfisk- sölunni til Portúgal sagöist Sveinn ekki geta sagt um, þaö yrði að biöa með að segja til um þaö, þar til Þórhallur Asgeirsson ráðuneytisstjóri kæmi heim i næstu viku en hann undirritaði samninginn fyrir Isiands hönd. —S.dór f" i ■ Mfftí ■ an ■ i Úthlutun listamannalauna lokiö: Tryggvi F.milsson | fór beint í efri flokk Aldrei veriö tilnefndur áöur 1 gær voru blaöamenn kallaö- ir á fund úthlutunarnefndar listamannalauna og þeim skýrt frá niöurstööum hennar i ár. AA þessu sinni fengu 68 úthlutun i efri flokk en 64 i neöri flokk. Upphæöirnar eru 270 þús. og 135 þúsund. 1 efri flokk færöust nú 5 nýir. Þeir eru Benedikt Gunn- arsson listmálari, Oddur Björnsson leikskáld, Steinþór Sigurösson leiktjaldamálari, Tryggvi Emilsson rithöfundur og Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld. Þaö vekur sérstaka at- hygli aö Tryggvi Emilsson fer nú beint í efri flokk en hann hef- ur aldrei fengiö listamannalaun áöur og aldrei verið stungiö upp á honum til þeirra áöur. (Jthlutunarnefndin hélt nú 7 fundi en i henni eiga sæti Ólafur B. Thors formaður, Jón R. Hjálmarsson, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, Helgi Sæmundsson, Hjörtur Kristmundsson, Magnús Þórö- arson og Sverrir Hólmarsson. ólafur B. Thors skýröi frá störfum nefndarinnar en um 27 miljónum var úthlutaö aö þessu sinni. Þorsteinn Valdimarsson skáld, sem var i efri flokki I fyrra andaöist á siöasta ári og Maria Markan var flutt i heiö- urslaunaflokk sem Alþingi út- hlutar. 1 staöinn komu þeir 5 nýju sem áöur eru nefndir. Af þeim sem fengu úthlutun i neöri flokk eru 30 sem ekki fengu úthlutun i fyrra og a' þeim eru 15 sem aldrei hafa fengiö út- hlutun áöur. Þeir eru Auöur Bjarnadóttir dansari, Björg Þorsteinsdóttir myndlistarm., Guölaugur Arason rithöfundur, Guörún Tómasdóttir söngkona, Haukur Guölaugsson orgel- leikari, Kjartan Ragnarsson leikskáld, Kristin Magnús Guöbjartsdóttir leikari, óskar Magnússon vefari, Ragnheiöur Jónsdóttir myndlistarm., Ragn- hildur Steingrimsdóttir leikari, Steingrimur Sigurðsson mynd- listarm., Valgeir Guöjónsson hljómlistarm., og Þóra Jóns- dóttir rithöfundur. Skipting eftir listgreinum er þessi: 1 efri flokk eru 30 bók- menntamenn, 21 myndlistarm., 14 tónlistarm., og 3 leikarar. 1 neðri flokk eru 26 myndlistarm., 22 bókmenntamenn, 10 tónlist- arm., 5 leikarar og 1 dansari. Þess skal getiö aö atkvæöa- greiösla fór um 78 i efri flokk (68 hlutu) en 124 i neöri flokk (64 hlutu). —GFr FRYSTIHUSIN I YESTMANNAEYJUM: Lokun á rafmagni er frestaö til þriðjudags Skuld þeirra nemur 14,9 milj. kr. Loftleiða- flugmenn boða verkfaíl Ráðstefna um kosninga- undirbúninginn Hefst í kvöld i kvöld hefst á vegum Alþýöubandalagsins sam- ráösfundur um kosninga- starfiö sem framundan er. Verður fundurinn haldinn að Grettisgötu 3 Reykjavik og setur Ólafur Ragnar Grimsson fyrsta fundinn i kvöldkl. 20.30, annar fundur- inn veröur á laugardag kl. 10.00 og lokafundurinn verö- ur á sunnudag kl. 13.30. Framsögumenn veröa Kjartan Ólafsson, Ingi R. Helgason, Siguröur Magnús- son, Vilborg Harðardóttir, Ólafur Jónsson, Baldur Óskarsson og Ragnar Arn- alds. Lokun á rafmagni til frystihús- anna var frestaö fram á þriöju- dag, sagöi Garðar Sigurjónsson rafveitustjóri i Vestmannaeyjum i samtali viö blaöamann Þjóövilj- ans i gær. Garöar sagöi aö Raf- veitan i Eyjum haföi skuldaö RARIK um 90 miljónir sl. ára- mót. Samiö heföi veriö um 70 milj. kr. framlag frá Vestmanna- eyjabæ. Þá væri eftir 20 milj. króna skuld ásamt greiðslum fyr- ir orkukaup um 10 milj. á mánuði. Skuldina lofuðum við aö greiða Listi vinstrimanna vann yfir- buröasigur f kosningum i Háskól- anum i gær. Kosnir voru 13. full- trúar i Stúdentaráð og 2 i Há- skólaráö. Listi vinstrimanna fékk 815 atkvæði (57.64%) og 8 menn meö jöfnum afborgunum á fyrstu 4 mánuðum ársins en höföum ekki fé til þess, sagði Garðar. Þá höfum við ekki getaö greitt orkukaupin i janúar sem átti aö greiða í febrúar. Frystihúsin áttu aö leggja peninga inn á sérstakan reikning til greiðslu á þessari skuld en við höfum ekki fengið febrúarreikninga greidda frá nokkrum fyrirtækjum ásamt uppgjöri fyrir sl. ár. kjörna i Stúdentaráð og einn mann kjörinn i .Háskólaráö. Vökumenn fengu 599 atkvæði, (42.36%) og 5 menn kjörna i Stú- dentaráö og einn mann í Háskóla- ráð. Samtals greiddu 1509 stúdentar Þessiskuld frystihúsanna nem- ur samtals 14.9 milj. Frystihúsin hafa ekki getað greitt febrú- arreikningana vegna rekstrarerf- iðleika, sagði Garöar, en frysti- húsamenn töldu sig sjá fram á lausn mála i gær. Garðar tók fram aö ráöherrar og stjórnmála- menn hefðu óskað eftir þessum viðbótarfresti. Hvernig þeir ætla að leysa vandann? Þaö veit ég ekki, sagði Garöar Sigurjónsson rafveitustjóri. atkvæöi sem er mun betri kjör- sókn en i fyrra. Þessi mikli sigur vinstrimanna vekur sérstaka at- hygli vegna klofningsbrölts Maóista sem skoruöu á fólk aö skila auðu. Félag Loftleiöaflugmanna hef- ur boöað verkfall hjá Flugleiöum frá og meö 16. mars nk. og er ástæöan fyrst og fremst sú, aö flugmenn telja aö samningar sem þeir hafa gert viö Flugleiöir h.f. hafi veriö mistúlkaöir, en þess má geta, aö samningar Flugleiöa h.f. og flugmanna hafa veriö lausir siöan i október sl. en flugmenn hjá Loftleiðum tóku sig útúr félagi atvinnuflugmanna á sinum tima og stofnuðu sitt eigiö félag sem er samningsaöili fyrir þeirra hönd. Inni deiluna fléttast einnig, að flugmenn Loftleiða vilja fá aö fljúga vélum Air Bahama, sem er i eigu Flugleiða, en á vélum þess flugfélags fljúga aðeins Banda- rikja- og Bahamamenn. Þá má loks geta þess aö FÍA á i viöræöum við Flugleiðir um nýj- an kjarasamning, en viðræöur hafa verið stopular og litiö veriö ræðst viö undanfarnar vikur. Þ.M. Reykvískur endurskoðandi keypti Skáleyjarnar Tæpur helmingur jaröarinnar Skáleyja á Breiöafiröi hefur veriö seldur fyrir 15 miljónir króna. i Skáleyjum búa nú bræðurnir Jóhannes Eysteinn Gislasynir. «g Þjóöviljinn náði i gær sam- bandi viö einn kaupenda Skáleyja, Simon Kjærnested, löggiltan endurskoöanda i Reykjavík, en hann sagöi að ótfmabært væri að tala um aö gengið hefði veriö frá sölunni, þvi jaröakaup væri ekki hægt aö framkvæma á einum degi. Hreppsnefnd Flateyjarhrepps hefur forkaupsrétt að jörðinni, en hreppstjórinn, Hafsteinn Guðmundsson, sagöi i gær i samtali viö Þjóöviljann aö ólik- legt væri aö hreppurinn hefbi bolmagn til aö kaupa jöröina á 15 miljónir. Simon sagðist ekki hafa I hyggju að opna endurskoöenda- skrifstofu i Skáleyjum. ,,Mein- ingin er að halda jöröinni i byggö allt árið og nytja hana, þ.e. dún, sel, egg og fugl. Aö fjárbúskap hefur ekki verið hugaö enn”. Kaupendur ásamt Simoni eru nokkrir, allir Reykvikingar. 1 Þjóðviljanum á morgun verður nánar fjallaö um kaup og sölur Breiðfjarðareyja og áhrif þess á þróun byggöar þar. — AI. —eös Stórsigur vinstrimanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.