Þjóðviljinn - 18.03.1978, Qupperneq 1
MOÐVHMN
Laugardagur 18. mars 1978 — 43. árg. 57. tbl.
1 ‘M
• - 3U_
„Við vinnum ekki kauplaust fyrir atvinnurekandann”, sögfiu þessir tveir öldnu hafnarverkamenn i gær-
morgun. Ljósm. —eik.
Kristján Thorlacius, formadur BSRB:
„Þetta er
fjarstæðá
55
Þó hefur
ríkisstjórnin
heykst á því aö
draga frá tvöfalt
yfirvinnukaup
„Þetta þýðir að rikisstjórnin
hefur valiðþá leið að draga af
rikisstarfsmönnum, sem þátt
tóku i vcrkfallinu 1. og 2. mars
sem svarar y firvinnukaupi, en
ríkisstarfsmenn hafa f>0% álag
á dagvinnukaup fyrir yfir-
yinnu”, sagði Kristján Thor-
lacius, formaður BSRB i gær
um þá ákvörðun stjórnarinnar
að draga 8% af föstum launum
vegna eins dags fjarvistar og
16% fyrir báða dagana.
— Þetta þýðir ennfremur að
rikisstjórnin hefur heykst á
þeirri fyrirætlan að draga tvö-
falt yfirvinnukaup áf verk-
fallsfólkinu og tel ég það vera
vegna eindreginna mótmæla
samtaka launafólks, sagði>
Kristján.
— Ég tel það hins vegar
fjarstæðu að draga af fólki
meira en sem nemur dag-
vinnukaupi. Eins og margoft
hefur verið bent á eru öll for-
dæmi fyrir frádrætti vegna
skyndiverkfalla einstakra
starfsmannafélaga eða
stéttarfélaga rikisstarfs-
manna á þann veg að annaö-
hvort hefur ekki verið dregið
af starfsmönnum eða þá ein-
falt dagvinnukaup. —ekh
Hafnarverkfall í tvo tíma
Öll vinna lá niöri við höfnina i tvær klukku-
stundir í gærmorgun# þegar hafnarverka-
menn mótmæltu með verkfalli kjaraskerð-
ingarlögum ríkisstjórnarinnar.
Þessa mynd tók Ijósmyndari Þjóðviljans,—
eik,í Sundahöfn i gærmorgun/ þar sem menn
sátu í kaffistofunni í tvo tíma. Á borðum lá
dreifimiði sem á stóð:
//Hverju tapar þú?
Eins og atvinnurekendur greiða nú kaup,
færð þú 38 klst. laun fyrir 40 klst. dagvinnu á
viku.
Með öðrum orðum: Þú vinnur tvær klukku-
stundir á viku kauplaust fyrir atvinnurekand-
ann.
Þú vinnur 40 klst.
Færð borgaðar 38 klst.
Þetta er aðeins miðað við dagvinnu.
Hve margar yf irvinnustundir vinnur þú kaup-
laust fyrir atvinnurekandann?
Þetta gerist á sama tima og allt verðlag fer
daglega hækkandi."
Fleiri myndir og viðtöl eru á baksíðu
Stefán Jónsson um fullyröingar Ingvars Gíslasonar
Linka með skrekk
en ekki skortur á góöum vilja
A forsiðu Timans i gær heldur
Ingvar Gislason, alþm. þvi fram
að Stefán Jónsson, alþm. hafi
fariö með rangfærslur og ósann-
indi i sambandi við tregðu þing-
manna Noröurlandskjördæmis
eystra viðað bera fram frumvarp
um úrbætur i atvinnumálum
Þórshafnarbúa. Af þessu tilefni
innti Þjóðviljinn Stefán cftir þvi
hvort hann hefði komið i veg fyrir
að flutt yrði sameiginlegt frum-
varp allra þingmanna kjör-
dæmisins um kaup rikisins á
Þórshafnarverksmiðjunni.
Nei. Siður en svo. Og klauf mig
ekki út úr hópnum á þingmanna-
fundi kjördæmisins i neinu öðru
en þvi, aö segjast mundu flytja
frumvarpið einn, eins og Þórs-
hafnarbúar fóru fram á — ef þeir
hinir vildu ekki standa að frum-
varpinu með mér, sagði Stefán.
En þeir neituöu?
Nei. Þar skakkar i fyrirsögn
Þjóðviljans i gær. Þeir töldu bara
tormerki á þvi, að þeir gætu
staöið að sliku frumvarpi, — i
fyrsta lagi vegna þess að það
samrýmdist varla fyrri vinnu-
brögðum þeirra i sambandi við
' lausn á vandamálum Þórshafnar
og yrði málinu e.t.v. ekki til
framdráttar — og i öðru lagi
vegna þess að sjávarútvegs-
ráðherra yröi tæpast hrifinn af
slikum málatilbúnaði. Ég baö þá
meðþingmenn mina að leita álits
þingflokka sinna i málinu eigi að
siður, hvort þeir gætu ekki staöiö
að frumvarpinu ásamt mér, en
sagðist vilja leggja frumvarpiö
fram fyrir páskahlé.
Nú hafði ég ekki frétt neitt frá
þeim félögum á miövikudags-
kvöld og lagöi þvi frumvarpiö
fram. A fimmtudagsmorgun hitti
Stefán Jónsson, alþingismaður.
ég Ingvar Gislason af tilviljun og
sagði honum frá þvi,að nú væri ég
búinn að leggja fram frumvarpið
einn. Hann óskaði þess aö ég
drægi það til baka og að hægt yrði
að ná samstöðu um sameiginlegt
Framhald á 18. siðu
Hrafn ráðinn
leiklistar-
ráðunautur
sjónvarpsins
Á fundi útvarpsráðs i gær var
samþykkt með fjórum atkvæðum
gegn þremur að mæla með ráön-
ingu Hrafns Gunnlaugssonar i
starf „dramatúrgs”, leiklistar-
ráðunautar, við sjónvarpið.
Leynileg atkvæðagreiðsla var
höfð um málið en leiöa má likur
að þvi að það hafi veriö fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins. og Stefán
Júliusson, fuiltrúi Alþýðuflokks-
ins, sem mynduðu meirihiutann.
Framhald á 18. siöu
Réttí listmn verdi birtur
Hafa upplýsingar um reikningseigendur verið notaöar til fjárkúgunar!
Ljóst er aö listi sá sem dreift
hefur verið, og er meö nöfnum 51
reikningseiganda i Finansbank-
en, af um það bil 70, hefur valdiö
gifurlegu fjaörafoki i stjórnkerf-
inu. Viðuriög við birtingu
trúnaðarmála er að finna I 136.
gr. aim. hegningarlaga og eru 1-
3ja ára fangelsi, cftir starfi þess
sem trúnað brýtur.
Rannsóknarlögreglan hefur
enn ekki komist að þvi hvaöan
listinn er né heldur hver gerði
það. Ekki er ljóst hvers vegna
ekki voru birt nöfn allra 70
reikningseigendanna, en svo
virðist sem nöfnin sem birt hafa
veriö séu ekki valin af handahófi.
Dagblaöið birti i gær nöfn
flestra þeirra, sem eru á lista
þeim sem nú er I umferð og hefur
viðtöl við allmarga reikningseig-
endur sem misjafnlega vel gera
grein fyrir máli sinu Einn þeirra
sem ekki er rætt við i Dagbl. kom
að máli við Þjóðviljann og bað um
að blaðið kæmi þeirri kröfu á
framfæri að Seðlabankinn.gjald-
eyrisdeild, birti alla nafnarununa
vegna þess sem orðið er. Þá taldi
hann að þeir reikningseigendur
sem á lista þeim erusem dreift
hefur verið ættu að snúa sér til
yfirvalda með kröfu um birtingu
nafna allra reikningseigenda
upphæða á reikningum hvers og
eins og þeirra skýringa sem gefn-
ar hafa verið á inneigninni.
Þórir Oddsson hjá rannsóknar-
lögrl. rikisins sagði að lögreglan
gæti ekki og mundi ekki svara
nemum spurnmgum vegna rann-
sóknar á þvi hvers vegna og
hvernig umræddur listi hefði
komist i umferð,fyrr en rannsókn
væri lengra komin.
Er það rétt að rúm vika sé siöan
rannsóknar hafi verið krafist á
málinu?
Er það rétt að Seðlabankinn
hafi krafist þeirrar rannsóknar
vegna gruns um aö vitneskja um
það, hverjir reikningseigendur
væru, væri notuö til fjárkúgunar?
Hafa einhverjir þeir embættis-
menn, sem um listann hafa farið
höndum, verið hreinsaöir af öll-
um grun um aö hafa valið nöfn til
dreifingar?
Er ekki fyllsta sanngirni I þvi
fólgin að birta réttan lista með
ýtarlegum upplýsingum, þegar
hluta upplýsinga um reiknings-
eigendur hefur veriö dreift og
ekki er i raun og veru vitað hvort
þau nöfn eru þeirra,sem reikning
eiga eða hafa átt i Finansbanken
og fjöidi alnafna þeirra sem á
listanum er liggja að ósekju undir
grun um lagabrot? \\/_______úþ
FELAGSFUNDUR í Alþýðubandalaginu á þnðjudag
Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur félagsfund
þriðjudaginn 21. mars kl. 20:30 i Tjarnarbúð niðri.
Dagskrá: 1. Ákvörðun um framboðslista til
borgarstjórnar Reykjavíkur 2. Umræða um bar-
áttumál kosninganna i vor. Nánar auglýst í þriðju-
dagsblaði. Kaffiveitingar — Stjórnin.