Þjóðviljinn - 18.03.1978, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. mars 1978
AF ENDURSKOÐUN
Fyrir ef ri deild Alþingis liggur nú frumvarp
til laga um Rikisendurskoðun. Hvernig sem nú
á því stendur, hefur áhugi á endurskoðun al-
mennt aukist til muna hérlendis uppá síðkast-
ið, og ber að fagna því. Til að tollaí tískunni
hefur undirritaður að sjálfsögðu að undan-
förnu gert sér far um að kynna sér og kanna
leyndardóma endurskoðunar yfirleitt, og hef
ég einskis látið óf reistað að sökkva mér niður í
þessi dulrænu og heillandi fræði að undan-
förnu. Frumvarpið til laga um Ríkisendur-
skoðun hef ég þvi drukkið í mig eins og brjóst-
mylkingur móðurmjólkina og það af svo mik-
illi áfergju að líklega væri ráðlegast að gera
það sama við mig og gert er við brjóstabörnin,
leggja mig uppá öxlina, slá mig í bossann og
láta mig ropa.
Frumvarpið er langt, og fylgir því ýtarleg
greinargerð og fer ekki milli mála að það hef-
ur verið unnið af stakri alúð, svo vandað sem
það er í alla staði. Persónulega f innst mér það
þó of langt og viðamikið, og leyfi ég mér því
að setja f rumvarpið f ram eins og ég hefði lagt
það f yrir ef ri deild Alþingis. í mínum tillögum
er frumvarpið stytt til muna, orðalag nær
óbreytt, en setningum stundum hnikað ögn.
I. Kafli
Skipulag og stjórnun
1. gr.
Ríkisendurskoðun framkvæmir endurskoðun.
2. gr.
Rikisendurskoðandi og vararíkisendurskoð-
andi hafa ekki rétt til setu á stjórnarfundum
ef veriðer að f jalla um misferli þeirra í starfi
svo sem fjárdrátt, skjalafals, stuld úr eigin
hendi, eða þjófnað, sem kann að hafa hent þá í
starfi. Gerir því frumvarpið ráð fyrir að
stofnað verði nýtt embætti „AAisferlisríkis-
endurskoðandaendurskoðandi". Reynslan
sýnir raunar, að til öryggis væri rétt að hafa
þá tvo, endurskoðanda og endur-
endurskoðanda. Á Ríkisendurskoðandaráð-
stefnunni í Tókío árið 1968 var það samþykkt,
að með hliðsjón af mannlegu eðli nægði ekki
minna, til dæmis í bönkum, en að hafa endur-
skoðun þrí- til fjórskipta, svo að endurskoð-
endum gæfist jafnan kostur á að endurskoða
aðra endurskoðendur, en á (slandi er misferli í
bókhaldi svo miklu fátíðara en í Tókíó, að
nægja þykir að hafa aðeins endur-endurskoð-
anda eða í mesta lagi endurendur-endurskoð-
anda.
3. gr.
Stjórn Rikisendurskoðunar skal halda fundi
II. kafli
Umfang og tilgangur endurskoðunar
4. gr.
a) Ríkisendurskoðun skal annast endurskoðun
bókhalds Alþingis.
b) Endurskoðun skal einkum beinast að eftir-
farandi? Hvort skjöl séu fölsuð og faktúrur,
og ef um tvöfalt bókhald er að ræða, sem nú er
mjög tíðkað hérlendis, til glöggvunar fyrir þá
sem stunda tvöföld viðskipti, hvort báðum
bókhöldunum beri þá saman.
c) Hvort um of grófar bókhaldsfalsanir sé að
ræða.
d) Að öðru leyti skal endurskoðunin fram-
kvæmd samkv. góðum endurskoðunarvilja á
hverjum tíma.
5. gr.
Ríkisendurskoðandi hef ur heimild til að rann-
saka öll fölsuð skjöl og reikninga, nema sér-
staklega standi á.
6. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1979. Jafn-
framt falla úr gildi ákvæði annarra laga um
endurskoðun, sem stangast á við lög þessi.
Greinargerð
Endurskoðunarstörfum hérlendis hefur í
stórum dráttum verið hagað þannig, að beðið
hef ur verið með endurskoðun þar til bókhaldið
er brunnið. Frumvarpið gerir ráð f yrir því, að
framvegis verði reynt að framkvæma endur-
skoðun áður en bókhaldsbruninn á sér stað,
nema sérstakar rökstuddar ástæður séu til
annars.
Góður ásetningur er alltaf mikils virði. Til
dæmis voru fyrir nokkrum árum sett lög, sem
höfðu meðal annars í för með sér endurskoðun
á ríkisendurskoðuninni, og var þar i raun og
veru stigið fyrsta skrefið i áttina að endur-
endur-endurskoðunarstef nunni, sem síðan var
kynnt fullmótuð í Tókíó 1968.
Hér hef ur að f raman verið stiklað á stóru og
því ekki farið útí smáatriði fremur en áður
þegar stiklað er á stóru. Að síðustu má geta
þess, að gert er ráð fyrir að yfirskoðunar-
menn endurskoðenda ríkisreikninga starfi
áfram, en þó þykir flutningsmanni frum-
varpsins æskilegra að leggja starf þeirra nið-
ur, því í raun og veru er lausnalls þessa máls
fólgin í þessari gömiu vísu:
Hallist þjóðar hagurinn
heill sé stefnt i voða
þá er að ná í Fugla-Finn,
fara og endur skoða.
Flosi
Fulltrúar þingsins á eynni Mön
Vilja læra af reynslu
íslendinga í hátíðahaldi
en þeir ætla á næsta ári að halda upp
á a.m.k. 1000 ára afmæli þings sins
Sendinefndin frá vinstri, R.B.M. Quayle, þingritari, E. Lowey, þingmaöur, frú B.Q. Hanson, þingmaöur
og Hon H.C. Kerruish formaöur þingsins.
Hér á landi er þessa dagana
stödd sendinefnd frá þinginu á
eynni Mön, sem er i irska hafinu
milii irlands og Bretlands. Erindi
nefndarinnar er aö kynna sér
þjóöhátiðarhöld islendinga, þvi á
næsta ári ætla íbúar eyjarinnar
aö halda upp á a.m.k. 1000 ára af-
mæli þings sins, eins og þeir
segja. Við vitum ekki nákvæm-
lega hvaö þingiö okkar, sem nefn-
ist Tynwald (sbr. Þingvaliir) er
gamaiken það er alveg áreiöan-
lega 1000 ára og liklega þó nokkuð
eldra, jafnvel eldra en ykkar
þing, islendinga, sögöu nefndar-
menn.
Þegar farið var að huga að
þessum hátíðahöldum hvarflaði
hugurinn strax til islands,þvi hér
hafa menn heilmikla reynslu i
sliku, bæði frá Alþingishátiðinni
1930 og þjóðhátiðinni 1974, sögðu
sendinefndarfulltrúarnir, sem
allir eru fulltrúar i þinginu á Mön.
Við vildum lika bjóða Islending-
um að taka þátt i okkar hátið eins
og þeir buðu okkur að vera með á
Alþingishátiðinni 1930.
Þessi hátið okkar virðist ætla
að verða með mjög svipuðu sniði
og þjóðhátiðin á Þingvöllum 1974.
Eins og áður segir er eyjan Mön
i irska hafinu. Hún er 5—600 fer-
kilómetrar að stærð og ibúar eru
um 60.000. Flestir þeirra eru af
keltneskum uppruna og nefnast
Manx. Þeir halda enn i marga
gamla siði og venjur þótt tunga
þeirra hafi orðið að vikja fyrir
enskri tungu og margt annað hafi
breyst. Stærsti bærinn heitir
Douglas og þar búa rúmlega
20.000 manns.
Aðalatvinnuvegir landsmanna
eru landbúnaður, fiskveiðar og
ferðamannaþjónusta. Arlega
koma til landsins um hálf miljón
ferðamanna og einnig hefur
nokkuð borið á þvi að fólk leiti til
eyjarinnar til að flýja skatta, sem
þar eru mjög lágir, og til að eyða
ævikvöldinu.
Eyjarskeggjar eru algerlega
óháðir Bretum fjárhagslega og
hafa heimastjórn. Að sögn sendi-
nefndarinnar búa þeir við sams
konar félagslega þjónustu og
Bretar og aðrir ibúar Vestur-
Evrópu og einnig er menntakerfi
þeirra mjög gotl. Skólaskylda er
frá 4—5 ára aldri til 15 ára aldurs
en flestir eru hvattir til að halda
A Mön er enn háð þing undir berum himni, en aö vlsu aðeins einu sinni
ár ári.
áfram námi a.m.k. til 18 ára ald-
urs.og þeim sem sækja háskóla-
nám til Bretlands er veittur til
þess styrkur af stjórnvöldum.
Þinginu er skipt i tvær deildir
og eru 23 þingmenn i efri deild og
10 i neðri deild. Þar er ékki um
að ræða neina stjórnarandstööu
þvi á Mön eru flokkar ekki ráð-
andi afl. Kosningaaldur er bund-
inn við 18 ár og einu sinni á ári
Framhald á 18. siðu
Almenna Bókafélagið
Tvær nýjar bækur
Almenna bókafélagið hefur
sent frá sér tvær bækur nýlega,
aðra nýja en hina endurútgefna.
Hér er um að ræða 2. útgáfu af
Fiskabók AB eftir Preben Dahl-
ström og Bent J. Muus þýdda og
staðfærða af Jóni Jónssyni fiski-
fræðingi. Fyrsta útgáfa bókarinn-
ar kom hér út 1968 og segir Jón
Jónsson i formála þeirrar útgáfu:
„Bókin er miðuð við fiskveiðar
undan ströndum Norðvestur-
Evrópu og helstu tegundir fiska á
þvi hafsvæði. Þótt hér sé þvi getið
allra þeirra tegunda, sem mesta
þýðingu hafa i veiðum Islendinga,
þótti mér ekki fært annað en bæta
inn í textann ýnsum frekari upp-
lýsingum um lifnaðarhætti helstu
nytjafiska okkar, svo og þær veið-
ar, er á þeim byggjast.”
Texta fyrstu útgáfu hefur i
þessari útgáfu verið breytt i
samræmi við þá þróun sem orðið
hefur i fiskveiðimálum, siðan
fýrsta útgáfa kom út. Að öðru
leyti er önnur útgáfa óbreytt frá
þeirri fyrri, að þvi er Jón Jónsson
segir i formála.
Fiskabókin er 240 bls. að stærð
auk skrár yfir islensk og latnesk
heiti þeirra fiska,sem lýst er i
bókinni.
Þá hefur Almenna bókafélagið
sent fá sér kennslubókina Bók-
færsla 2. stig. Bókfærsla 1. stig
kom út i fyrra.
liókfærsla 2. stig er 243 bls. að
stærð — pappirskilja. Bókin er
unnin i Prentstofu G. Benedikts-
sonar, Offsetmyndum og Félags-
bókbandinu.