Þjóðviljinn - 18.03.1978, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 18.03.1978, Qupperneq 7
Laugardagur 18. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 JAlþýðubandalagið og verkalýðshreyfingin verða að geta boöið fram trúverðugt svar við efnahagsstefnu auðvaldsins, svar sem hefur þá yfirburði að vera rökstutt af skynsamlegu viti en ekki með ævintýrum Vésteinn olason Ævintýri eða skynsamleg stefna Eitt af meginviðhorfum sósialista er að samfélagið sé skiljanlegt að við getum skilið og ráðið við það sem gerist á ýmsum sviðum þess ekki sist þvi efnahagslega. Hér greinir sósialismann mjö'g á við borgaralega hugmyndafræði þar sem svo er litið á að efna- hagslifið stjórni sér að verulegu leyti sjálft samkvæmt lögmál- um sem séu hliðstæð náttóru- lögmálum. Þessi hugmynda- fræði kemur sér auðvitað vel fyrir rikjandi stétt þegar al- þýðan verður harðast úti. Þá er enginn sekur nema efnahags- lögmálin og alþýðan verður að bjargast sem best hún getur. Þegar'fólk hefur ánetjast borgaralegri hugmyndafræði taka viðburöir efnahagslifsins á sig þá mynd að þar sé á ferðinni örlagabundinn leikur goð- kenndra afla. Túlkun borgara- legra blaða á efnahagsmálum er i rauninni ekki annað en dul- búin goðsögn eöa ævintýri sem virðist endurtaka sig i sifellu. 1 upphafi ævintýrsins er einhvers konar jafnvægi rikjandi i Mann- heimum sem lýsir sér i þvi að kóngurinn i rikinu (Atvinnu- vegur) hefur hjá sér prinsinn (Rekstrargrundvöll) en þá kemur tröllskessan Verkalýðs- hreyfing með skálmina Verkfall i krumlu sinni, rænir Rekstrar- grundvelli frá Atvinnuvegi og flytur með sér i Jötunheima (botnlausa pyngju launafólks). Þá kemur til skjalanna vinkona Rekstrargrundvallar, Rikis- stjórn karlsdóttir (afkvæmi al- þýðunnar, kosin af henni) og leggur af stað til Jötunheima. Hún hefur i fórum sinum örvar sem eru mestu þarfaþing og nefnast Ráðstafanir. Þær eru allar þeirrar náttúru að koma aftur i örvamælinn þegar þær hafa hitt i mark. Ýmsum nöfn- um heita þær.en best dugir jafn- an sú sem mest er og glæstust, Gengisfelling. Með henni hæfir Rikisstjórn Verkalýðshreyfingu i augað og getur nú fært Rekstrargrundvöll prins heim til föður sins i Mannheimum. Hér lýkur ævintýrinu og borg- arabarnið sem vá hlýðir getur andað léttar i bili. Reyndar veit það að Verkalýðshreyfing mun gróa sára sinna og sagan endur- taka sig, en alltaf fer hún vel að lokum. Það er auðséö hvert er hlut- verk þessarar goðsögu: hún færir efnahagsmálin af sviði þess skiljanlega yfir á svið hins dularfulla og óviðráðanlega sem stöðugt endurtekur sig eins og árstiðirnar og festir þannig i sessi tvær áhrifamiklar bábilj- ur: 1) það er sama hver er i stjórn, arðurinn, rekstrar- grundvöllurinn verður að vera kyrr hjá eigendum framleiðslu- tækjanna ef ekki á illa að fara: 2) þetta bjargast allt einhvern veginn. Það er engin furða þótt þetta séu eftirlætiskenningar hægri flokkanna sem nú sitja i rikis- stjórn og samtaka atvinnurek- enda. Þær létta af þeim allri ábyrgð á herfilegri óstjórn i efnahagsmálum og stuðla að sinnuleysi og doða almennings sem nennir ekki að hugsa fyrir kosningar en venst þeim sárs- auka sem ráðstafanirnar valda og sættir sig við hann. Nú þarf auðvitað ekki að brýna pólitiskt vakandi vinstri menn i landinu að risa gegn efnahagsstefnu rikisstjórnar- innar i orði og verki. Þar á meðal i kjörklefanum. En það verður llka að leggja á ráöin um hyggileg og áhrifarik vinnu- brögð. Ein meginforsenda þess að átökin sem fram undan eru um þjóðfélagsmálin skili laun- þegum varanlegum árangri er miklu vandaðri málflutningur, rækilegriog betur rökstuddur, á sviði efnahagsmála af hálfu launþegahreyfingar og Alþýðu- bandalagsins. Það er ekki nóg að skipta um hlutverk 1 goðsögn ihaldsins, gera Verkalýðs- hreyfingu að þeirri hetju sem með verkfallsvopn i hönd færir Alþýðu Mannsæmandi lifskjör ósfrv. Hvaða sannleikskjarni sem kann aö vera i slikum goðsögnum og hvaða uppörvunargildi sem þær kunna að hafa i hita baráttunnar duga þær ekki i ,nútimanum. Ef vinstri hreyfingin beitir of mikl- um einföldunum i málflutningi sinum hefur hún i rauninni gengist inn á baráttuskilmála ihaldsins og afsalaö sér þeim vopnum sem best munu duga henni: þekkingu og skynsam- legu viti. Þegar helstu skýring- ar efnahagsmála eru móthverf- ar goðsagnir verður það endan- lega til þess einsað ýta undir til- hneigingu til að lita á umræðuna sem leik er lúti sinum eigin lög- málum án tengsla viö efnahags- legan veruleika sem á meðan þessileikur fer fram, stjórni sér sjálfur. Nú skal ég játa að ég er sjálfur farinn að einfalda hlut- ina. Mér dettur ekki i hug að neita þvi. að Þjóöviljinn og eins stakir forystumenn Alþýðu-’ bandalagsins eða launþegasam- taka hafiofthaft uppi tilburöi til skynsamlegrar umræðu um efnahagsmál. Mætti þar nefna sem dæmi framlag Ragnars Arnalds til umræðu um skatta- mál fyrirtækja. En við þurfum að fá miklu meiri og betri upp- lýsingar um þá hluti sem hrær- ast undir yfirborði efnahagslifs- ins, lika þegar niðurstöður at- hugana sýna fram á veikleika i opinberri vinstri stefnu. Það væri ekki ófróðlegt að fá t.d. vel unna athugun á eignamyndun i sjávarútvegi á siöasta áratug á fjárfestingarpólitik á tekju- skiptingu með sérstöku tilliti til láglaunavandamála osfrv., osfr. Og það má ekkihorfa iþað þótt niöurstöður hrófluðu stund- um við okkar eigin goðsögnum á vinstri vængnum. Verkefni eins og þau sem ég hef hér lýst eru fyrst og fremst verkefni fýrir sérfræðinga og blaðamenn, en til þess að þau skili árangri þurfa þau auðvitað að haldast i hendur við stefnu- mótun. Alþýðubandalagið og verkalýðshreyfingin verða að geta boðið fram trúverðugt svar við efnahagsstefnu auðvaldsins, svar sem hefur þá yfirburði að vera rökstutt af skynsamlegu viti en ekki með ævintýrum. Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri Samvinnuferöa ásamt T. Davies, einum af framkvæmdastjórum bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook. Samvinnuferöir Bætt þjónusta og fleiri feröamenn Samvinnuferðir hafa tekið að sér einkaumboö á tslandi fyrir, bresku ferðaskrifstofuna Thomas Cook. Þetta hefur það i för með sér, að Samvinnuferðir geta boðið islenzkum ferðamönnum bætta þjónustu I feröum til útlanda. ís- lendingum stendur nú til boða að notfæra sér trausta feröaþjónustu Thomas Cook, en fyrirtækið hefur 870 ferðaskrifstofur og umboðs- menn um allan heim. Ennfremur mun Thomas Cook eins og áður standa fyrir ferðum útlendinga til Islands. Innan- landsdeild Samvinnuferða mun skipuleggja dvöl erlendu ferða- mannanna hér á landi. Hefur Thomas Cook mikinn áhuga á þvi að auka verulega ferðir útlend- inga til landsins og þá fyrst og fremst Breta. Samvinnuferðir binda miklar vonir við þetta sam- starf og það er trú ferðaskrifstof- unnar, að samstarfið verði til þessaðauka feröamannastraum- inn til tslands. Thomas Cook var stofnað 1841 og er sem kunnugt er ein elsta og virtasta ferðaskrifstofa i heimi. Þrátt fyrir háan aldur er þetta si- ungt fyrirtæki, og meðal við- skiptavina fyrirtækisins eru Sam- einuðu Þjóöirnar og stórfyrirtæk- in Ford og IBM. Auk starfsem- innar i Bretlandi eru rekin fyrir- tæki með sama nafni i Bandaríkj- unum, Afriku, Astraliu og viðar. Á siöustu árum hafa verið gerðar miklar skipulagsbreytingar á fyrirtækinu. Aöalstöövar þess voru nýlega fluttar út fyrir Lon- don og starfa þar um 1500 manns. Auk ferðaskrifstofurekstur(s annast fyrirtækiö viðamiklá ferðatékkaútgáfu og eru þessir feröatékkar álitnir meö þeim traustustu sinnar tegundar i heiminum i dag. Er áformað aö aö sala á feröatékkum frá Cook hefjist hérlendis innan skamms til hagræöis fyrir islenska ferða- menn. 1 tilefni af þessu nýja samstarfi Samvinnuferða og Thomas Cook er einn af framkvæmdastjórum hins breska fyrirtækis, Mr. T. Davies, kominn hingað til lands. Mun hann eiga viðræður viö for- ráöamenn Samvinnuferöa og framámenn I Islenskum feröa- málum. Ráöstefna Alþýðubandalagsins um skólamál: Hvada erindi eiga iðnnemar þangað? Stutt spjall við Jónas Sigurðsson starfsmann INSl Dagana 31. mars til 2. april n.k. efnir Alþýðubandalagið til ráöstefnu um skólamál I Þing- hól i Kópavogi og er hún opin öllum. Þjóðviljinn átti stutt spjall við Jónas Sigurðsson starfsmanna Iðnnemasam- bands tslands og innti hann eftir þvi hvaða erindi iðnnemar ættu á ráðstefnuna. Mitt álit á þessari ráðstefnu, sagði Jónas, er að þar verði tek- in fyrir hin ýmsu grundvallar- atriði I skólamálum sem ekki eru mikið við höfð i almennri umræðu um þau þannig að i raun og veru eigi hún erindi til allra i þjóðfélaginu. Ráðstefnan er áhugaverð A haustmánuðum 1976 fiutti einn af þingmönnum Alþýöu- flokksins, Sighvatur Björgvins- son, fyrrv. ritstjóri Alþýðublaðs- ins, þingsálytkunartillögu sem fól það i sér ma. að þingmenn mættu ekki þliggja gjafir eða þekkjast boð hagsmunaaðilja. Tillagan var send i nefnd og sofnaði þar og hefur enn ekki verið uppvakin. gagnvart iönnemum sjálfum vegna þess að það er baráttu- mál þeirra að litiö verði á iðn- nám sem hluta hins almenna skólakerfis og þá sjálfa sem hvert annað skólafólk. Þarna verða tekin fyrir undirstööuatr- iði hvaða skóla sem er, svo sem eðli kennslu og náms og staða nemandans i skólakerfinu hvort sem um er að ræða langskóla- nám eða styttra nám. Miklar breytingar eru fyrir- hugaðar á framhaldskólakerf- inu almennt og þ.á.m. iönnámi með færslu verklegs náms inn I skólana. Þess vegna þarf um- ræða og skoðanaskipti um hin ýmsu grundvallaratriöi skólans að tengjast einstökum náms- greinum eöa námsbrautum. Til þess að frétta af þessari þingsályktunartillögu reyndi bíaðið að ná tali af alþingismann- inum. Tókst það ekki. Hann var staddur erlendis, og samkvæmt upplýsingum formanns þing- flokks Alþl., Gylfa Þ. Gislasonar, mun Sighvatur vera i Bandarikj- unum, i boði einhverra, en hverra vissi Gylfi ekki. —úþ Jónas Sigurðsson Dagskrá Föstudagur 31. mars. Kl. 20:30 Framlag hópa og einstaklinga sem f jallað hafa um viðfangsefni ráöstefn- unnar. Laugardagur 1. april Kl. 9:30-15:00 Hópumræður. Kl. 15:00-17:00 Framhald á framlögum hópa og ein- staklinga og niðurstöður hópumræðna eftir þvi sem tilefni gefst. Sunnudagur 2. aprfl. Kl. 13:30. Almennar um- ræður. Niðurstöður hópum- ræðna dregnar saman. —GFr Hvað líður samþykkt tillögu um að þingmenn megi ekki þiggja gjafír?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.