Þjóðviljinn - 18.03.1978, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 18.03.1978, Qupperneq 8
á 8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. mars 1978 AUGLYSING um styrk til framhaldsnáms i hjúkrunar- fræði Alþjóöaheilbrigöismálastofnunin (WHO) býöur fram stvrk handa Islenskum hjúkrunarfræöingi til aö ljúka M.Sc. gráöu I hjúkrunarfræöi viö erlendan háskóla. Styrk- urinn er veittur til tveggja ára frá haustinu 1978. Umsóknareyöublöö og nánari upplvsingar fást I mennta- málaráöuneytinu. Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavlk fvrir 14. aprll n.k. Menntamálaráðuneytinu, 15. mars 1978. w Félag járniðnaðarmanna FEL AG SFUNDUR verður haldinn þriðjúdaginn 21. mars 1978 kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs, uppi. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. önnur mál Mætið vel og stundvislega. Stjórn félags járniðnaðarmanna • Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ Onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboö SÍMI53468 Blaðberabló Hafnarbió. Laugardaginn 18. mars kl. 13.00 Gullfjallið „vestri” aðalhlutverk: Lex Barker. Hafið samband við afgreiðsluna, ef þið hafið ekki fengið miða. Þjóðviljinn Sími 8 13 33 Blaðburdarfólk óskast Vesturborg: Austurborg: Melhagi Sogamýri Háteigshverfi (afl.) Seltjarnarnes: vogar Tún Skólabraut Skúlagata Miðsvæðis: DIOBVIUINN Siðumúla 6 simi 8 13 33 Grettisgata Bækfingur um akstur í hálku Félag islenskra bifreiðaeig- enda hefur gefið Ut 28 siðna bækling um akstur I hálku. Bæklingurinn er skemmtilega upp settur með fjörlegum texta og gamansömum teikningum. Honum er ætlað það hlutverk að gefa hugmyndir um hvernig haga skuli akstri á hálum vegi. Hússtjórnarnámskeid vinsæl Hinn 11. mars var haldinn að Hótel Esju stjórnarfundur Kennarafélags Hússtjórnar með skólastjórum hússtjórnar- skólanna, fulltrúum hússtjórn- arkennara i framhaldsskólum og fleirum til að ræða hUsstjórn- arfræðslu á framhaldsskóla- stigum. I ræðu Vigdisar Jónsdóttur, skólastjóra HUsstjórnarkenn- araskólans, kom fram að fyrir- sjáanlegur er skortur á hús- stjórnarkennurum við grunn- skóla og framhaldsskóla. Hús- stjórnarnám er nú valgrein við Kennaraháskóla Islands. 1 umræðum á fundinum kom fram, að aðsókn aö starfarrii hUsstjórnarskólum er viöast meiri en þeir geta annað siðan þeir breyttu um starfshætti og löguðu sig að aöstæöum á hverj- um stað. 1 fjölbrautaskóla er höfuð-vandamálið að finna vinnustaði fyrir verkþjálfun nemenda við tækninám i með- ferð mætvæia, ræstingum og hússtjórn. Alyktanir vinnuhópa á fundinum verða lagðar fyrir aðalfund Hússtjórnar sem haldinn verður að Hvanneyri 8. og 9. júni n.k. Sigga Vigga á bók BókaUtgáfan BROS hefur gef- ið Ut fyrsta islenska mynda- sögusafnið. Það heitir „Sigga Vigga og tilveran” og er eftir Gisla J. Astþórsson. Sigga Vigga er þegar landskunn af teikningum G JA og hefur hún að baksviði höfuðatvinnuveg Islendinga. Skopið er efst á baugi hjá höfundi,en „ekki þarf að kafa djUpt á stundum til þess að finna þar lúmskan „brodd” eða jafnvel ádeilu”, segja Utgef- endur. Sögurnar af Siggu Viggu eru að auki stundum samfelld- ar, samanber prófkjörsraunir Gvendar forstjóra í bókinni. „Sigga Vigga og tilveran” kost- ar aðeins kr.l20ó. Fleiri bækur um Siggu Viggu eru væntanlegar, ef vel tekst með þessa útgáfutilraun. Rally um helgina BifreiðaiþróttaklUbbur Reykjavíkur gengst fyrir rallykeppni isamvinnu við bila- söluna Skeifuna i dag og á morgun. Fyrsti keppandinn verður ræstur kl. 23 i kvöld i Skeifunni 11, en þar verða bilar til sýnis frá kl. 10 um morgunin, auk þess sem ekinn verður hringakstur um Arbæ, Breið- holt, BUstaðahverfi, miðbæinn og Voga um tvöleytið. Rallyleiðin er samtals 587 km. löng. Keppendur koma til Reykjavíkur á ný um tvö-leytið ámorgun, sunnudag. Um kvöld- ið verður Rallyball að Hótel Loftleiðum og verðlaun veitt fyrir frammistöðu i keppninni. Keppendur verða 28. (“ f-- — ~'"í> >?-* B'LísíUa ’Fos%*j£St‘! • oSJa. _ o<> jo Suw-vuOúMo&eru/M Oji'n.LíUrtÚHHj Hettu MvJuCi OQSS _ Su«WL>Ö.MofcCrUKJ ."1 Mótmæla glerhölfinni Islendingar i Þrándheimi hafa sent blaðinu eftirfarandi ályktun sem gerð var á fundi þeirra 28. febrUar: „Við lýsum furðu okkar á tillögunni um „Glerhöllina” stóru á Hallæris- planinu. Enn furðulegra teljum við að slik tillaga hljóti sam- þykkt skipulagsnefndar. Að okkar mati gereyðileggst svipur miðbæjarins, . ef af þessum breytingum verður, og mótmæl- um við þeim harðlega. Við vonumst til að sjá bæ með svip Reykjavikur, en ekki háhýsaborg við heimkomu okk- ar”. Baháí- tónleikar A morgun, sunnudaginn 19. mars, heldur fransk-kanadiski pianóleikarinn Francoise Rouleau Smith hljómieika i Norræna hUsinu í Reykjavik. Frú Smith hefur m.a. á ferli sinum leikið undir hjá þekktum alþjóðlegum listamönnum, svo sem sópransöngkonunni Lois Marchall og Constance Lambert, sem nú syngur við Metrópólitan-óperuna i New York, svo og fiðluleikaranum Arthur Leblanc. Frú Smith er þó kunnust i Kanada fyrir fjölmarga Ut- varps- og sjónvarpstónleika. Þar sem hún játar Bahái-trú, hefur frú Smith á efnisskrá sinni verk, sem endurspegla Bahá’i hugsjónir. Aætlað er að frU Smith leiki einnig á Neskaupsstað á meðan á heimsókn hennar til tslands stendur. Safnaöar- heimilivígt í Árbæ Safnaðarheimili Arbæjar- sóknar verður vigt og tekið i notkun á morgun, pálmasunnu- dag. Athöfnin hefst kl. 14. Safn- aðarheimiliðsem erfyrri áfangi kirkjubyggingarinnar og safn- aðarheimilisins i Arbæjar- prestakalli, er jarðhæð undir kirkjuskipinu sjálfu, sem siðar er áformað að reisa. Stærð þess er um 370 fermetrar að flatar- máli. I þvl er stór samkomusal- ur, tvö litil herbergi fyrir sókn- arfélög, eldhús, skirfstofa sókn- arprests, snyrtiherbergi, fata- geymslur og rúmgott andyri. Bygging safnaðarheimilisins hefur tekið fjögur ár. Arkitektar eru þeir Manfreö Vilhjálmsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Sýning á ,ysmávefnaöi” Þriðja alþjóðlega sýningin á smávefnaði „Miniature Textiles” verður haldin í Lundúnum i ágúst-september 1978. Breska listiðnaöarmið- stöðin gengst fyrir sýningunni. Alþjóðleg dómnefnd starfar á sýningunni sem er á opnum samkeppnisgrundvelli. Stærö verka má vera mest 20 cm á hvern veg, en efnisvalið er frjálst. Senda skal til vals sýn- ingarmuna 8 litskyggnur (35 mm) af fjórum verkum mest. Spurningalisti i tvlriti með upplýsingum um höfund þarf að fylgja skyggnunum. Uppsetning á meðferð sýningarinnar er á vegum BBC i LundUnum og hjá fulltrúum þess i öðrurn löndum þar sem ráðgert er að sýningin verði einnig haldinn, þeas. Portdgal, Austurriki, Sviss, Noregi, tslandi og Sviþjóð. Heimilisiðnaöarfélag Islands og Listiön veita nánari upplýsingar um sýningu þessa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.