Þjóðviljinn - 18.03.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.03.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 BRIDGE Umsion: Olafur Larusson íslandsmótið í sveita- að hefjast« keppni Af BSÍ Þátturinn hefur fregnað út i bæ, að stjórn BSI hafi i hyggju að framhalda landsliðskeppni fyrstu helgi i april og siðan um 15 april. Þá hefjast sveitakeppnir i karla og unglingaflokki, spilaðar tvöfaldar umferðir. Ekki er ljóst hvar verður spilað. Og á miðvikudaginn kemur hefst svo undankeppni Islands- móts i sveitakeppni. Spilað er á Loftleiðum og hefst keppni kl. 20.00. Ekki hefur verið birt enn skipting i riðla og er það frábær- lega lélegt af stjdrn sambandsins. Eða eiga utanbæjarmenn ekki rétt á að vita i hvaða riðli þeir eru, eða hverjir mótherjarnir verða? Vonandi getur þátturinn bætt um betur.hver veit?. Frá Reykjanesi Reykjanesmótið i tvimenning hefst á morgun,sunnudag. Spilað er i Hamraborg i Kópavogi. Hús- ið er vestast á Alfhólsvegi, fyrsta hús á vinstri hönd, þegar ekið er inn i Kópavog. Gengið er inn vestan megin. Spilamennska hefst kl. 13.00. Spilað verður siöar um kvöldið og hefst spilamennska þá kl. 20.00 Undankeppninni lýkur semsagt um kvöldiö (2 umf.). 19 efstu pör samanlagt komast i úrslit, sem verða spiluð aöra helgi i april. Keppnisstjóri er Ólafur Lárusson. Skráningu er lokið i félögunum, og geta menn þvi ekki skráö sig á spilastað. Raðað verður i riöla fyrri umferðina, en dregið þvers- um siðari umferðina. Keppnis- gjald er kr. 3.000.00 pr. par. Frá Ásunum Nú erlokið 20 umferðum af 29 i barometers-keppni félagsins, og hafa þeir Hrólfur og Runólfur aukið forystuna heldur en hitt. Er frammistaða þeirra með afbrigðum góö. En staða efstu para er þessi: 1. Hrólfur Hjaltason — Runólfur Pálsson 2045 st. 2. Jón Páll Sigurj. — Guðbr. Sigurbergss. 1914 st. 3. Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 1862 st. 4. Asmundur Pálsson — Þórarinn Sigþórsson 1840 st. 5. Sævin Bjarnason — Óli Andreasson 1822 st. 6. Jón Hilmarsson — Oddur Hjaltason 1813 st. 7. Einar Þorfinnsson — SigtryggurSigurðsson 1806 st. 8. Armann J. Lárusson — Sverrir Armannsson 1801 st. Keppniveröur fram haldið nk. mánudag. Frá BR 1 meistaratvimenningskeppni félagsins er nú lokið 8 umferðum af 15. Ungu mennirnir Skúli og Sigurður hafa enn forystuna, nú þegar páskar nálgast og tslandsmótið fer i hönd. Staða efstu para er þessi: 1. Skúli Einarsson — Sigurður Sverrisson 609 st. 2. Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 585 st. 3. Jón Asbjörnsson — Simon Simonarson 584 st. 4. Jón Baldursson — Ólafur Lárusson 581 st. 5. Jóhann Jónsson — Stefán Guöjohnsen 577 st. 6. Einar Þorfinnsson — Asmundur Pálsson 575 st. 7, Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 571 st. 8. llörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson 567 st. Næst veröur spilað miðviku- daginn eftir páska. Frá Selfossi Orslit i Höskuldarmótinu sem lauk 9 mars sl. 1. Kristmann Guðmundsson — Þórður Sigurðsson 1289 st. 2. Guðmundur Sigurst.son — Gunnlaugur Karlss. 1251 st. 3. Sigurður Sighvatsson — Kristján Jónasson 1163 st. 4. Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þ. Pálsson 1146 st. 5. Hannes Ingvarsson — Gunnar Þórðarson 1126st. 6. Halldór Magnússon — Haraldur Gestsson 1095st. 7. Jónas Magnússon — Guömundur G. Óiafsson 1067 st. 8. Friðrik Larsen — Grimur Sigurðsson 1046st. 9. Leif österby — Þorvarður Hjaltason 1000 st. 10. Garðar Gestsson — Brynjólfur Gestsson 985st. 4 umferðum er lokið i meistaramóti i sveitakeppni og er staöa efstu sveita þessi: 1. Sveit Vilhjálms Pálssonar 80 st. 2. Sveit Jónasar Magnússonar 51 st, með yfirsetu. 3. Sveit Sigurðar S. Sigurös- sonar? (SÞ) Frá Breiðholti Síðasta umferöin i aðalsveita- keppni félagsins var spiluð sl. þriöjudag. Úrslit urðu þessi: Hreinn-Lárus: 19-1 Eiður-Ólafur: 20-0 Atli-Sigurbjörn: 13-7 Pálmi-Baldur: 2-18 Og úrslit urðu þessi i mótinu: 1. Sveit Eiðs Guðjohnsens 157 stig 2. Sveit Hreins Hjartarsonar 144 stig. 3. Sveit Sigurbjörns Armannssonar 143 stig 4. Sveit Heimis Tryggvasonar 114 stig. 1 sigursveitinni eru: Eiður Guðjohnsen Guðlaugur Karls- son, Kristinn Helgason og Óskar Þráinsson. Næsta keppni félagsins er Páska-tvim., tvö kvöld. Hvort kvöld er sjálfstæð keppni,ogveitt verða ein verðlaun hæsta ' pari bæði kvöld (i heild). Spilað er á þriðjudögum i húsi Kjöts og Fisks, og hefst kl. 20.00. Frá Akureyri Firmakeppni BA er nýlega lok- ið. Sigurvegari varö Efnagerðin Sjöfn með 123 stig. Spilari var Arnald Reykdal. Að öðru leyti urðu úrslit þessi: 2. Lögfr.stofa Steindórs Gunnarss. 122 stig.spilari Ingi- mundur Arnason. 3. Jón Bjarnason úrsmiöur. 188 stig,Jón Stefánsson. 4. Lögfr.stofa Asmundar Jóhannssonar. 115 stig, Þorvaldur Pálsson. 5. Drangur. 114 stig. Þormóður Einarsson. 6. Mjólkursamlag KEA 109 stig. Jóhann Helgason. 7. Olis 109 stig. Sveinbjörn Sigurðsson 8. Smári h/f.. 109 stig. Grettir Frimannsson Alls tóku 110 fyrirtæki þátt i keppninni. Félagiö þakkar öllum fyrirtækjunum veittan stuðning. Keppnin var jafnframt einmenningskeppni félagsins, og einmenningsmeistari varö Jón Stefánsson með 307 stig. Aö öðru leyti urðu úrslit þessi: 2. GrettirFrimannsson 304st. 3. Armann Helgason 300st. 4. Ingimundur Arnason 299 st. 5. Gylfi Pálsson 293st. 6. Arnald Reykdal 292 st. Frá bridgefélagi Kópavogs Nýlega lauk 2 kvölda einmenningskeppni BK, sem er einnig firmakeppni. Sigurvegari i firmakeppninni varð Húsgagna- verslunin Skeifan... Sigmundur Stefánsson. Röð efstu firma: 1. Skeifán 115 st. 2. Sparisjóður Kópav. 114 st. 3. Bilamálunin 107 st. 4. Toyotaumboðið 106 st. 5. Bialsala Matthiasar 105st. 6—7. Verkfr.st. Guömundar Magnússonar 103 st. 6—7. Blikkver 103st. 8. Neon-þjónustan 102 st. Frá Barðstrend- ingafélaginu Orslit i 6. umferð sveitakeppni félagsins: Baldur Guðm. — Sigurður Isakss: 20-0 Gisli Benjaminsson — Agústa Jónsdóttir: 20-0 Helgi Einarsson — Guðm. Guðveigsson 16-4 Ragnar Þorsteinsson — Guðbjartur Egilss. 20-0 Og röðin er þessi: 1. Sveit Helga Einarssonar 77 st. 2. Sveit Ragnars Þorsteinss. 70st. 3. Sveit Sigurðar Kristjánss. 68 st. 4-Sveit Guðbjartar Egilssonar 59 Or Rauðhettu.frá vinstri: Rauöhetta, mamman, amman ög skógar- vörðurinn. Litli leikklúbburinn á ísafiröi Mjög góð aðsókn að Rauðhettu Um þessar mundir sýnir Litli leikklútrburinn á ísafirði barna- leikritið „Rauöhettu” eftir Jevgeni Schwarz. Aðsókn að sýn- ingum hefur verið með mestu ágætum og viðtökur góöar. Næstu sýningar veröa föstudaginn og laugardaginn 17. og 18. mars, leikstjóri er Reynir Ingason. Leikritið var frumsýnt á tsa- firöi föstudaginn 10. þ.m., og hafa siðan verið fjórar sýningar, upp- selt á allar og afbragðsgóðar und- irtektir að sögn Ieikstjórans, Reynis Ingasonar. Þetta er fyrsta verkið sem Reynir leikstýrir en hann er einn af stofnendum Litla leikklúbbsins og hefur allar götur frá stofnun hans, áriö 1965, tekið virkan þátt i leikstarfseminni. Með aðalhlutverk i Rauðhettu fara Edda Pétursdóttir, sem leik- ur Rauðhettu, Kristín Sigurleifs- dóttir leikur ömmuna, Finnur Gunnlaugsson úlfinn og Helgi Björnsson leikur rebba. En auk þeirra koma fram ýmsir aðrir leikarar og nokkur börn sýna dansa. Leikmynd er eftir Margréti Öskarsdóttur. Það má geta þess að höfundur Rauðhettu er sá hinn sami og skrifað hefur barnaleikritin öskubusku, sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir, og Snæ- drottningarinnar sem bæði hefur verið sýnd á Akureyri og sunnan- lands. Næstu sýningar verða nú á föstudaginn 17. mars ki. 16:30 og á laugardaginn kl. 14:00. Fyrir- hugað er að einhverjar sýningar verði um páskana en það er ekki alveg ráðið þar sem ekki er vitað hvort eöa hversu margir af leik- urunum verða úr bænum i frii. —IGC Káta ekkjan í Þjóðleikhúsinu Hin vinsæla Vinaróperetta „Káta ekkjan” eftir Victor Léon og Leo Stein verður frumsýnd i Þjóðleikhúsinu n.k. miðvikudag. Þetta er mannmörg sýning, sem mikið hefur verið iagt i af hálfu Þjóðleikhússins, en i henni koma fram söngvarar, dansarar, leikarar og Þjóðleikhúskórinn. Leikstjóri sýningarinnar er Benedikt Arnason, en leikmynd og búninga hefur skoskur leik- myndateiknari Alistair Powell gert. Aðalhlutverk eru i höndum þeirra Sieglinde Kahmann og Sig- urðar Björnssonar, en Guðmund- ur Jónsson, Ólöf Haröardóttir, Magnús Jónsson og Arni Tryggvason fara einnig með stór hlutverk i leiknum. Sinfóniuhljómsveit Islands undir stjórn Páls P. Pálssonar sér um tónlistarflutning, en Chari Billich hefur æft og stjórnað kór og söngvurum. 11 dansarar úr Dansflokki Þjóðleikhússins koma fram i sýn- ingunni, en dansara hefur Yuri Chatal samið og æft. „Káta ekkjan” gerist i sam- kvæmislifi Parisarborgar árið 1905,en það ár varóperettan fyrst frumsýnd i Vinarborg. Efniviður leiksins er sóttur i gamanleik eft- ir Henri Meilhac og f jallar leikur- inn um auðuga ekkju, Hönnu Glawari, sem er eftirsótt sökum auðs sins. Þjóðleikhúsið sýndi „Kátu ekkjuna” áriö 1956 við miklar vinsældir, en þeirri sýn- ingu leikstýröi Sven Age Larsen og dr. Victor Urbancic stjórnaði hljómsveitarflutningi. „Káta ekkjan” veröur eins og fyrrsegir lrumsýnd n.k. miöviku- dag. önnur sýning verður á skir- dag og þriðja sýning á annan i páskum. —AI. 11 dansarar úr Dansflokki Þjóð- leikhússins koma fram I „Kátu ekkjunni”. Ljósm. á æfingu — eik. Sieglinde Kahmann fer með hlutverk ekkjunnar kátu sem allir sækjast eftir. Ljósm. á æfingu, — eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.