Þjóðviljinn - 29.03.1978, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 29.03.1978, Qupperneq 1
MOÐVIUINN Miðvikudagur 29. mars 1978 — 43. árg. 62. tbl. Þorsk veiðibannið: Athuga þarf afla fiölmargra skipa og það verk mun taka langan tima Nokkuð langur timi mun liöa þar tiljjóst verður hvernig þorsk- veiðibannið um páskana hefur til tekist. Mjög margir bátar og tog- arar hafa verið á veiðum meðan á þorskveiðibanninu stóð og hafa skipsstjórnarmenn þá sagst vera að veiða annað en þorsk. t ljós hcfur þó komið hjá 5 Vcstmanna- cyjabátum að samsetning aflans var óiögleg, þegar landhelgis- gæslumenn fóru um borð i þá sl. laugardag til að skoða aflasam- setninguna. Að sögn Jóns Arnalds ráðuneytisstjóra i sjávarútvegs- ráðuneytinu verður að skoða afla- samsetningu hvers einasta skips, sem til veiða fór meðan á banninu stóð. Þaðer þvi ljóst að eftirlitsmenn ráðuneytisins eiga mjög mikið verkfyrir höndum. Til að mynda verður að skoða afla hvers ein- asta togara, sem var á veiðum meðan á þorskveiðibanninu stóð, en nær allir stóru togararnir voru á karfaveiöum þann tima. Þá er augljóst af því sem gerð- ist með Vestmannaeyjabátana að viöa er pottur brotinn. Hjá þeim var um 50% aflans þorskur þegar skoðað var sl. laugardag, en aðeins var leyfilegt að 15% afl- ans væri þorskur meöan á bann- inu stóö. Mál Eyjabátanna, eða skip- stjóra þeirra, verður tekið fyrir nú i vikunni, þegar þeir koma af sjó, aðsögn Júliusar Björnssonar fulltrúa bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum. —S.dór Loðnuvertíðin: Gæti teygst eitthvað ennþá á milli 30 og 40 skip komin á miðin eftir páskafrí Nær allur loðnuskipaflotinn var i höfn um páskana, enda mun sjó- mönnum ekki hafa veitt af eftir nær 3ja mánaða úthald við loðnu- veiðarnar.Ognúeru menn að spá því að loönuvertiðin sé að verða búin að þessu sinni. Við spuröum Andrés Finnbogason hjá Loðnu- nefnd um álit hans á þvi, en hann er sennilega öllum mönnum kunnugastur þvi sem að loðnu- veiöunum lýtur hjá okkur. ..Þaöferekkertá millimála að „Hörmu- legt að gabba fólk” — segir landlæknir um andalækningar á Filipseyjum Sjá síðu 3 ólafur ólafsson. það er farið að styttast i þessu, en ég hygg að vertiöin sé ekki búin i orðsins fyllstu merkingu; ég á von á þvi að það komi á land nokkrir farmar i viðbót”, sagði Andrés. Heildar loðnuaflinn er nú um 470 þúsund lestir og sagði Andrés að það kæmi sér ekki á óvart þótt heildaraflinn færi yfir hálfa mil- jón tonna ef veður hamlar ekki veiðum, en það gerði það i gær- dag, en þá voru á milli 30 og 40 skip komin á miðin. —S.dór Karfa landað úr Ingólfi Arnarsyni I gær. Ljósm. eik. Karfaveiðarnar gengu misjafnlega þó fékk Ingólfur Arnarson RE 270 tonn á 14 dögum Flestir islensku togaranna héldu til karfaveiða á Jökul- tungunni eða á Eldeyjarbanka meðan á þorskveiðibanninu stóð, en þvi lauk i gær sem kunnugt er. Þessir togarar áttu misjöfnu gengi að fagna, eins og gengur, allt frá mjög góðum afla og niður i heldur litla veiði. fgær var byrjað aö landa karfa úr Ingólfi Arnarsyni RE i Reykja- vikurhöfn, en togarinn fékk 270 lestir af karfa á aðeins 14 dögum, sem er mjög góður afli. Að sögn Einars Sveinssonar forstjóra BOR, fóru allir togarar Bæjarútgerðar Reykjavikur á karfaveiðar meðan á þorskveiði- banninu stóð og gekk þeim mis- jafnlega. Ingólfur var með besta aflann, en nú i vikunni eru Hjör- leifur og Snorri Sturluson vænt- anlegir af karfamiöunum og Bjarni Benediktsson kemur i næstu viku. Siðan munu aliir tog- ararnir halda til þorskveiða á nýjan leik eftir þetta eina karfa- úthald. —S.dór. Tveir piltar farast r • r pm r i snj ofloði Á páskadag átti sér stað sá hörmungaratburður, að tveir 18 ára gamlir piltar frá Norðfirði létu lifið i snjóflóði. Voru þeir á leiðinni frá Norðfirði yfir i Mjóafjörð er snjóflóðið féll á þá i svonefndu Gunnólfsskarði. Piltarnir tveir, Sævar As- geirsson og Hólmsteinn Þórar- insson, sem báðir voru vanir Skákþing íslands Helgi og Haukur efstir Sjá sídu 14 íþróttir Sjá síður 8, 9, 10 og 11 Arafat samþykkir vopnahlé Yfir 200.000 flóttamenn frá bardagasvædunum 28/3 —Kurt Waldheiin, fram- kvæmdastjóri Samcinuöu þjóð- anna, tilkynnti 1 dag að Jasser Arafat, leiðtogi aöalsamtaka Palestinumanna (PLO), hefði orðið við þeim tilmælum Wald- heims að Palestfnumenn hættu árásum á innrásarliö Israels I Libanon. lsraelar lýstu einhliða yfir vopnahléi fyrir viku, en Palestinumenn hafa til þessa lýst þvi yfir, að þeir muni hafa það að engu og haldið áfram árásum á tsraela. Samkvæmt þessu er þess væntanlega von, aö stríöi Isra- ela og Palsetinumanna l Liban- on sé lokið I bráð. Aður hafði verið haft eftir Ezer Weisman, varnarmálaráöherra Israels, að Israelar myndu á ný hefja stór- felldar hernaöaraðgeröir gegn Palestinumönnúm, ef þeir létu ekki af árásum sinum á lsraela innan 48 klukkustunda. Giskað er á að yfir 200.000 manns, — álika margir og Islendingar eru allir — hafi orð- ið forflótta vegna bardaganna, og liður þetta fólk eins og nærri má geta sára nauð. Gifurlegt manntjón hefur og oröiö meðal óbreyttra borgara, bæði pal- estinskra og libanskra, og er ekkert vitað um það með vissu hve margir hafa verið drepnir og særðir i stórskotahriöum og loftárásum Israela. 1 s.l. viku sögðu menn i þorpinu Abbasiy- eh skammt norðaustur af Týr- us, að 150 þorpsbúar að minnsta kosti heföu látið lifið i árásum stórskotaliðs og flugvéla. fjallgöngum og björgunaræfing- um, höfðu hugsað sér að kanna nýja leið yfir i Mjóafjörð. Þeir lögðu af stað frá Þrastalundi i Norðfirði um kl. 2 á páskadag, i góðu veðri, og ætluðu aö ná að Reykjum i Mjóafirði. Ekki er þessi leið ýkja löng, en nokkuö erfið, einkum er bratt að sunn- anverðu. Ætla mátti, að ferðin tæki um 4 klst., en þó valt það á færðinni. Töluverö fönn var á fjallinu og hafði snjóaö nokkuð uppi án þess aö menn hefðu veitt þvi sérstaka eftirtekt. Er piltarnir höfðu ekki komið fram um kl. 8 var haft samband við Hrólf Hraundal hjá Björgun- arsveitinni og var þá strax haf- ist handa um leit. Fóru 4 menn þegar af stað og tókst þeim að . rekja slóð piltanna, þótt hún væri nokkuð slitrótt, vegna skafrennings. Slóðin var rakin að snjóflóði, 60—70m. breiðu, en 'ekki var auðvelt að gera sér grein fyrir þvi hvort þaö var nýtt eða gamalt, þvi snjóflóð hafði fállið þarna fyrirnokkrum dögum. Við svo búið snéru þeir félagar við og sóttu liðsauka. Urðu leitarmenn u.þ.b. 60 tals- ins. Leitað var með stöngum i snjóflóðinu og fundust lik pilt- anna um 10-leytið á mánudags- morguninn, nálægt miðju flóðs- ins á um 2ja m. dýpi. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.