Þjóðviljinn - 29.03.1978, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlftvlkudagur 29. mars 1978
MINNING
Gudrún Finnsdóttir
— Dáin 16. 3. 1978
Fædd 23. 4. 1892
Guðrún Finnsdóttir, fyrrum
formaður A.S.B. féíags af-
greiðslustúlkna i brauð og mjólk-
urbúðum, andaðist að Vifilsstöð-
um 16. þ.m. eftir langvarandi
veikindi.
Meðhenni er fallin i valinn ein
úr hópi fyrstu leiðtoga verkalýðs-
hreyfingarinnar. Á þriðja og
fjórða tug þessarrar aldar voru
erfið lífskjör hjá verkafólki.
Stúlkur sem unnu i brauð og
mjólkurbúðum, bjuggu við sér-
lega slæm kjör.enda fór það eftir
geðþótta atvinnurekandans
hvaða kaup var greitt.
Að frumkvæði Laufeyjar Valdi-
marsd. og Guðrúnar Finnsdótt-
ur var hafist handa um stofnun
stéttarfélags þessarra stúlkna og
var stofnfundurinn haldinn þann
15. febrúar 1933. Laufey Valdi-
marsdóttir var kosin formaður
félagsins en Guörún Finnsdóttir
varaformaður.
Það var enginn barnaleikur að
stofna stéttarfélag á þessum ár-
um og fá það viöurkennt sem
samningsaðila um kaup og kjör
umbjóðenda sinna. Það var ekki
aðeins atvinnurekandinn sem
þurfti að glfma við, heldur einnig
fólkið sjálft sem hrætt var um aö
missa atvinnuna ef það færi að
ganga i stéttarfélag. Forustukoh-
urnar þurftu þvi framsýnijkjark
og félagsþroska til að ráöast i
slíkt fyrirtæki, enda áttu þær
þessa eðliskosti i rikum mæli.
Guðrún var varaformaður
fyrstu árin en tók við formennsku
félagsins af Laufeyju Valdimars-
dóttur árið 1943 og var formaður
þess um 14 ára skeið, en lét þá af
þvi starfi að eigin ósk.
Það var mikil gæfa fyrir okkur
konurnar i A.S.B. að njóta starfs
og f orustu Guðrúnar Finnsdóttur.
Framlag hennar verður seint
fullþakkað.
Oft urðu hörð átök i baráttu
verkalýðsfélaganna á þessum ár-
um. Félögin sömdu hvert fyrir
sig, ólíkt þvi sem nú tiðkast er
stór samninganefnd gerir
rammasamning fyrir allt landið.
Mikið var því undir hæfni for-
manns og samninganefndar
félagsins komið, að ná fram þeim
hagstæðustu samningum sem
kostur var á hverju sinni
Ég dáðist oft að skapstyrk og
festu Guðrúnar, enda var hún
mjög vel gefin kona, sem ávann
sér traust og virðingu þeirra sem
henni kynntust.
Guðrún Finnsdóttir vann hjá
Mjólkursamsölunni frá þvl það
fyrirtæki hóf starfsemi sina hinn
15. janúar 1935, fyrst mörg ár i
mjólkurbúðinni á Njálsgötu 65 og
siðan I mjólkurbúðinni á Berg-
þórugötu 23 o.fl. búðum. Hún
vann hjá þvi fyrirtæki þar til hún
lét af störfum sökum aldurs.
Guðrún var ekki heilsuhraust
kona, hafði orðið fyrir miklum
veikindum á unga aldri og bar
þess aldrei bætur. Siðustu æfiárin
dvaidi hún á sjúkrahúsum.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Guðrúnu áratuga órjúfandi vin-
áttu og samstarf sem mér var
ómetanlegt. Ég vil einnig þakka
allt hennar starf i þágu þess
félags sem hún helgaði svo mjög
krafta sina og ég veit að ég mæli
einnig fýrir munn þeirra ótal
mörgu kvenna sem fyrr eöa siðar
nutu góðs af starfi hennar.
Birgitta Guðmundsdóttir
•
Þau falla nú óðum I valinn, sem
brautina ruddu og baráttuna háðu
þegar hún var hörðust og grimm-
ust um brauð og lif alþýðunnar, i
trúnni á frelsi hennar og sigur i
framtiðinni.
Guðrún Finnsdótir kvaddi þann
16. mars sl. með fjögra áratuga
baráttu að baki i röðum sósialist-
isku verklýðshreyfingarinnar i
Reykjavfk. Mér og fjölskyldu
minni veittist sú ánægja að kynn-
ast þessari ljúfu og tryggu konu
strax 1936 er hún vann i mjólkur-
og brauðsölubúðinni á horni
Njálsgötu og Barónsstigs, er við
fluttum á Njálsgötuna, og eignast
hana siðan að ógleymanlegum fé-
laga i Sósialistafiokknum.
Guðrún var ein þeirra af-
greiðsiustúikna, sem stofnaði
A.S.B. 1938 ásamt Laufeyju
Valdimarsdóttur, þeim merka og
mikla brautryðjanda, og fleiri
. ágætum félögum, og var i stjórn
félagsins frá fyrstu tið. 1 þeim
hörðu sviptingum, sem áttu sér
stað i verkalýðshreyfingunni og
utan hennar þann áratug og þá
næstu, stóð félag þeirra A.S.B.
ætið öruggt vinstra megin í átök-
unum.
Guðrún Finnsdóttir var einn af
stofnendum Sósialistaflokksins,
einn fulltrúi vinstra arms Alþýðu-
flokksins á stofnþinginu 24. októ-
ber 1938, þegar besta baráttulið
Alþýðuflokksins undir forustu
þeirra Héðins og Sigfúsar tók
höndum saman við Kommúnista-
flokkinn um myndun Samein-
ingarflokks alþýðu^-sóslalista-
flokksins. Það var aídrei bilbug
að f inna hjá Guðrúnu og félögum
hennar i þeim hörðu átökum
stéttabaráttunnar, er þá fóru i
hönd næstu árin. Og 1943 tók Guð-
rún við formennsku A.S.B. af
Laufeyju, sem andaðist tveim ár-
um siðar, og stýrði Guðrún þvi
félagi næstu 14 ár af þeirri festu,
tryggð og forsjá, sem henni var
lagin.
Við islenskir sósialistar kveðj-
um i dag Guðrúnú Finnsdóttur og
þökkum henni samstarfið öll
þessi mörgu ár. Hún helgaöi allt
lif sitt baráttunni fyrir rétti
þeirra smáu I þjóðfélaginu. Minn-
ingin um þennan ljúfa, góða og
trygga félaga mun þvi lifa i hjört-
um okkar samferðamanna henn-
ar, uns þau hætta að slá.
Einar Olgcirsson
Við fráfall vinkonu minnar,
Guðrúnar Finnsdóttur, er að lfta
yfir'langan dag liðinn og langan
veg genginn, þvi að hún lé?t 86
ára að aldri, hinn 16. marz s.l. á
Vífilsstöðum.
Guðrún Finnsdóttir var fædd
23. april 1892 að Hlið i Fellssókn i
Strandasýslu. Foreldrar hennar
voruSigriður Guðmundsdóttir og
Finnur Jónsson bóndi. Ung flutt-
ist hún með foreldrum sinum til
Isafjárðar, en siðar til
Reykjavlkur og vann þar eftir
það alla sina starfstið, að mestu
leyti við afgreiðslustörf.
Eftir komuna til Reykjavikur,
varð Guðrún fyrir veikindum,
sem lömuðu mjög starfsþrek
hennar, svo að upp frá þvl mun
hún aldrei hafa gengið heil til
skógar. A ytra borði lét Guðrún
litið bera á erfiðleikum sinum og
vann mikil og merkiieg störf utan
hins venjulegs vinnudags.
Laufey Valdimarsdóttir, er
vann mikið að félagsmálum,
gekkst fyrir þvi, ásamt Guðrúnu
Finnsdóttur og fleirum að stofnað
var Félag afgreiðslustúlkna i
mjólkur- og brauðabúðum —
A.S.B. — hinn 15. febrúar 1933.
Laufey var fyrsti formaður
félagsins, en Guðrún Finnsdóttir
varaformaður. Þegar Laufey lét
af störfum, tók Guðrún viö for-
mennsku f félaginu. Hún reyndist
árvökul og örugg i öllum
athöfnum og traust i samningum.
Félagsstofnunin varð til þess að
gjörbreyta og bæta kjör stéttar-
innar.
Félagskonur sýndu Guðrúnu
margvislegan sóma á merkis-
dögum i lifi hennar, meö gjöfum
og annarri viðurkenningu og átti
hún margar ánægjustundir I hópi
þeirra.
Við Guðrún vorum báðar i
fyrstu stjórn A.S.B. og bar
fundum okkar oft saman á þeim
dögum og upp frá þvi varð til sú
vinátta milli okkar, sem aldrei
bar skugga á, meðan báðar lifðu.
Ég man glöggt eftir þvi, að fyrst
er ég sá Guðrúnu. vakti það eftir-
tekt mina, hve frið hún var sýn-
um, en alvörugefin og hæglát i
framkomu. Fljótt fann ég, hve
gáfuð hún var og vel til forustu
fallin. Ég eins og sjálfsagt fleiri
af þessum ófélagsvönu stúlkum
sátum á fundum félagsins og
undruðumst, hve velhún var máli
farin og hugsun hennar rökföst og
frábærlega skýr.
Guðrún var mikill sósialisti og
mun hafa starfað að málefnum
þeirra og hugsjón, eftir þvi sem
kraftar leyfðu. Hún átti lika rika
réttlætiskennd og hjartahlýju. Má
i þvf sambandi geta þess, að eftir-
látnar eigur sinar ánafnaði hún
liknarfélögum hér i borg.
Oft fann ég það, þegar við
Guðrýn ræddum saman, hve
henni þótti vænt um fólkið sitt,
systkini sin og börn þeirra. Hún
bar hag þeirra mjög fyrir brjósti
og hún gladdist lika með þeim á
gleðistundum og hryggðist, ef á
móti blés. Systir Guðrúnar, Björg
óg börn hennar, reyndust henni
mikil stoð og þá best, er sjúk-
dómur og elli lögðust að og ganga
lifsins varð þungbærari.
Að leiðarlokum þakka ég
Guðrúnu hjartanlega einlæga
góðvildog mikla tryggð frá fyrstu
kynnum og bið henni blessunar
guðs á brautum eilifðarinnar.
Kristin Guðmundsdóttir
Frá Landssambandi
framhaldsskóla -
kennara
Skrifstofan er flutt að Grettisgötu 89,
Keykjavik. Opin alla virka daga frá kl.
14.30—17.30. Simi 12259.
L.S.F.K.
Menningartengsl íslands
og Rádstjórnarríkjanna:
Fyrirlestrar
haidnir á vegum MIR i mars- og aprilmánuðum 1978 í
MÍR-salnum, Laugavegi 178.
1. Fimmtudaginn 30. mars kl. 20.30:
Vladimir K. Vlassof, verslunarfulltrúi, ræðir um: Vift-
skipti tslands og Sovétrikjanna. Kvikmynd.
2. LAUGARDAGINN 1. APRIL KL. 15:
Mikhai! M. Bobrof.Iþróttaþjálfari, ræðir um: Likamsrækt
I Sovétrikjunum og undirbúning 22. Olympiuleikanna I
Moiskvu l980.Kvikmynd.
3. FIMMTUDAGINN 6. APRIL KL. 20.30:
ólafur Ag. örnólfsson.loftskeytamaður, spjallar um: Sí-
beriu fyrr og nú.Kvikmynd.
4. LAUGARDAGINN 8. APRIL KL. 15:
Ragnar Björnsson.organisti og hljómsveitarstjóri, ræðir
um: Tónleikaferöir til Sovétrlkjanna og kynni af sovésku
tónlistariifi. Kvikmynd.
5. LAUGARDAGINN 15. APRIL KL. 15:
Alexander M. Jakovléf.dr. juris, ræðir um: Stjórnarskrá
Sovétrikjanna. Kvikmynd.
Aðganguraðfyrirlestrunum og kvikmyndasýningunum er
öllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Stjórn MÍR.
Tökum að okkur
smíði á eldhúsinnréttingum og skápum,
bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur
um breytingar á innréttingum. Við önn-
umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og
inni. Verkið unnið af meisturum og vönum
mönnum.
Trésmíðaverkstæðið
Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613
r
Herstöðvaandstæðingar á Isafirði:
Kvöldvaka
30. mars
Herstöðvaandstæðingar á ísafirði efna til
kvöldvöku i kjallara Alþýðuhússins fimmtu-
daginn 30. mars n.k. kl. 20.30.
Dagskrá kvöldvökunnar verður með eftirfarandi hætti:
1. Samantekin dagskrá um hersetu, I söngvum, ljóðum og
óbundnu máli.
2. Leikþáttur. Kafli úr Æskuvinum eftir Svövu Jakobsdóttur.
3. Hlé. Kaffi og kökur.
4. Samlestur. Geturöu verið þekktur fyrir að ganga uppréttur?
eftir Dag Sigurðarson.
5. Kvikmynd sem tekin var af atburðunum 30. mars 1949.
Kvöldvakan er öllum opin.