Þjóðviljinn - 31.03.1978, Page 10

Þjóðviljinn - 31.03.1978, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 31. mars 1978 Hffl Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar f DAGVISTUN BARNA’ F0RNHAGA 8 S1MI 27277 Lausar stöður forstöðumanna Laus er staða forstöðumanns Dagheimil- isins Hliðarenda og Dagheimilisins Völvu- borgar. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 15. april. Umsóknir skilist til skrifstofu Dagvistunar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. O ÚTBOÐ Tilboð óskast i byggingu heilsugæslu- stöðvar á Seltjarnarnesi. Verkið nær til uppsteypu og lokafrágangs utanhúss. Utboðsgögn eru afhent á skrif- stofu Seltjarnarnesbæjar, Mýrarhúsa- skóla eldri, gegn 50.000.- kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. april kl. 11. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi. Lögmenn! Munið aðalfund Lögmannafélags Islands að Hótel Loftleiðum, Leifsbúð, i dag kl. 14. Árshóf félagsins i kvöld kl. 19, i Lækjar- hvammi,Hótel Sögu. Stjórnin. SKRIFTAR- OG VÉLRITUNAR- KENNSLA Skriftar- og vélritunar-námskeið hefjast miðvikudaginn 5. april. Upplýsingar i sima: 12907 Ragnhildur Ásgeirsdóttir skriftar- og vélritunarkennari. Birgir Stefánsson skrifar: Fréttabréf frá Fáskrúðsfirði Fréttaritari Þjóöviljans á Fá- skrúðsfiröi, Birgir Stefánsson, skólastjóri Tunguholtsskóla, hefur sent Landpósti eftirfar- andi fréttabréf: Blómleg útgerð Útgerð hefur jafnan verið mikil og öflug frá Fáskrúðsfirði eða Búöum, eins og kauptúnið er nefnt í daglegu tali hér um slóðir. Atvinna fólks byggist lika fyrst og fremst á útgerðinni og sjávarafla. Sjómennirnir færa aflann að landi, fjöldi verkafólks hefur vinnu við vinnslu hans, margir iðnaðar- menn hafa vinnu við smiði og viðhald atvinnutækja og drjúg- ur hluti verslunar er tengdur út- gerðinni og fleira mætti til tina. Likt er þessu farið i öðrum sjávarkauptúnum viðsvegar um landið. Og hér heyrast ekki þær raddir, sem fordæma kaup á at- vinnutækjum, svo sem skuttog- urum og kalla það sóun fjár- muna og of mikla fjárfestingu i dreifbýli landsins. Á siðasta ári komu hinir tveir skuttogarar Fáskrúðsfiröinga með um 6.000 tonn af fiski að landi og var brúttóverðmæti þess afla um 550 milj. kr., sem einhverntima hefði þótt umtalsverður pening- ur. Umfangsmesta útgerðin á Búðum er i höndum Hraðfrysti- húss Fáskrúðsfirðinga, en Kaupfélagið er stærsti eignar- aðili þess. Það á og gerir út tvo skuttogara, Ljósafell og Hoffell. Afli þeirra var fremur tregur i janúar og fram i febrúar, en hefur glæðst siðan, og að undan- förnu hafa þeir landað 80—100 tonnum eftir veiðiferðina. Fjórir stjórir bátar eru gerðir út frá Búðum. Tveir þeirra, Hilmir og Guðmundur Kristinn eru á loðnuveiðum, en hinir tveir stunda linu- og netaveiðar héðan að heiman og leggja upp afla sinn hjá hraðfrystihúsi Pól- arsildar hf. Sólborg hefur stundað veiðar með linu og ver- iö á útilegu, og hefur afli veriö allgóður. Þorri stundaði dag- róðra með linu að heiman fram um miðjan febrúar, en skipti þá yfir á net. Auk þess eru gerðir út margir smærri bátar, bæði þilfarsbátar og trillur. Eins og menn vita er veiði ekki stunduö á þessum bátum yfir háveturinn en veiði- timi þilfarsbátanna fer að byrja. Næg atvinna A Búðum er næg atvinna fyrir alla og meira en það, i sum störf vantar fólk. Nokkuð er um það, að fólk úr sveitinni vinni i kauptúninu, og er þar aðallega um að ræða ungt fólk, sem ekki er sjálft búandi. En fólk kemur einnig til atvinnuleitar um lengri veg en af sveitabæjum innan fjallahringsins þvi að i janúar komu 15 stúlkur um hálf- an hnöttinn til að vinna i hrað- frystihúsi kaupfélagsins. Eru þær frá Astraliu, Nýja-Sjálandi og Suður-Afriku og voru ein- hverjar þeirra hér i fyrravetur lika. Þessar stúlkur eru ráðnar út mai. Þess má geta, að i febrúar var tekið upp ákvæðisvinnukerfi eða bónuskerfi i hraöfrystihúsi kaupfélagsins til reynslu. Er sá reynslutimi þrir mánuðir. Loönan A Búðum er fiskimjöls- og lýs- isverksmiðja i eigu Hraöfrysti- húss Fáskrúðsfirðinga. Fyrsta loðnan á þessari vertið barst til hennar 9. febrúar og bræðsla hófst 14. fefer. Nú hefur verk- smiðjan tekið á móti um 8.000 tn. en hún bræðir um 250 tn. á sólarhring með meðalafköstum. Allmargir bátar hafa landað hér i það heila og i landlegu fyr- ir nokkru lágu margir bátar hér við bryggjur, og minnti það ó- neitanlega á þá gömlu, góðu daga, er bátafloti landsmanna var hér við Austurland, eins og hann lagði sig. Af framkvæmdum A vegum Búðarhrepps og rikisins er unnið að ýmsum framkvæmdum, þó að nokkurt hlé sé reyndar um þessar mundir, en áætlaðar eru þó nokkrar framkvæmdir á árinu við skólabyggingu og hafnar- gerð, sem hvorttveggja var i gangi i fyrra einnig. Skólinn hefur verið lengi i byggingu og þykir mörgum heldur slælega hafa verið unniö af hálfu hreppsnefndarmeiri- hlutans. En fyrir dyrum stendur nú vinna við innréttingar, og ætlunin er að taka hluta hússins i notkun I haust, en það er mjög brýnt fyrir skólahald á staðnum. 1 fyrrahaust var lokið við fyrsta áfanga nýrrar hafnar- uppfyllingar og i ár er fyrir- hugað að ljúka öðrum áfanga þessa mannvirkis og verður þá komin góð höfn fyrir smábáta, en i þriðja og siðasta áfanga verður dýpkað við þessa nýju uppfyllingu. Viðlegukantur verður 60 m. A þessu ári er einnig ætlunin að halda áfram gerð iþrótta- vallar, sem er við aðalveginn inn úr kauptúninu. Birglr BtefáBMoa. Nokkurra ára gamall læknis- bústaöur er á Búðum. Hefur neðri hæö hans staðið ófullgerö og ónotuð til þessa, en að undan- förnu hefur verið unnið viö að ganga þar frá ibúö fyrir hjúkr- unarfræöing, i þeirri von, að þá fengist einhver slikur á staðinn. Framlag til byggingar heilsu- gæslustöðvar er loksins komið á fjárlög, svo um sé hægt að tala, 10 milj. en ekki hillir undir neinar framkvæmdir á þessu ári. Einnig mun stefnt að þvi að hefja byggingu 12 ibúða fjöl- býlishúss, eftir lögunum um leigu- og söluibúðir sveitar- félaga. Geta má þess að lokum, að á sl. hausti var lögð oliumöl á nokkurnhluta Skólavegar, en sú framkvæmd tókst svo óhöndug- lega, að heita má aö öll oliu- mölin sé ónýt. Astæðan er fyrst og fremst sú, að unnið var að þessari framkvæmd i rigninga- tið. Frh. Birgir Stefánsson Leikfélag Laxdæla sýnir Skjaldhamra Hinn 22. mars s.l. frumsýndi Leikklúbbur Laxdæla Skjald- hamra eftir Jónas Arnason i Búðardal. Húsfyllir var og leik- stjóranum Guðmundi Magnús- syni og höfundinum, sem var viöstaddur, var ákaft fagnað. önnur sýning var á laugardag- inn fyrir páska og nú eru fleiri fyrirhugaðar. Leikfélag Laxdæla starfar af miklum krafti og færir upp 1 eða 2 verk á hverju ári. Leikendur i Skjaldhömrum eru þeir Benóný Pétursson, sem leikur vita- vörðinn, Asa Jónsdóttir sem leikur Katrinu Stonton, Jón Pétursson i hlutverki Stone majors, Magnús Guðmundsson sem korpórallinn, Svavar Garðarsson sem Pa'll Daniel Nielsen og Sigrún Sigurðar- dóttir i hlutverki Birnu. For- maður Leikklúbbs Laxdæla er nú Ester Axelsdóttir. —GFr Vélaeign bænda Ekki mun vera til nákvæm skrá um fjölda búvinnuvéla i eigu bænda. En eftir þvi sem Haraldur Arnason, verkfæraráðunautur Búnaðarfélags tslands hefur komist næst álitur hann vélaeign bænda i ársbyrjun 1978 vera nálægt þvi, sem hér greinir: Hjóladráttarvélar ............................. 12.000 Jarðvegstætarar .................................. 150 Mykjudreifarar ................................. 2.600 Aburðardreifarar ............................... 2.600 Sláttuvélar .................................... 4.800 Sláttutætarar ................................. 300 Múga-og hjólarakstrarvélar...................... 2.000 Snúningsvélar .................................. 4.500 Heybindivélar .................................. 1.280 Heyhleðsluvagnar ............................. 1.300 Mjaltavélar .................................... 1.050 Mjólkurtankar eru nú á flestum býlum sem framleiða sölumjólk. —mhg VOf Umsjón: Magnús H. Gfslason

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.