Þjóðviljinn - 01.04.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. aprll 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Finnsk átján skáldsagna móðir:
Hnullungar á
grýttum vegi
rithöfundar
f dag kl. 16 heldur finnski rit-
höfundurinn Eeva Joenpelto
fyrirlestur I Norræna húsinu.
Hún fjallar þar um grýttan veg
rithöfundarins, um það, ao á
þeim vegi er ekki unnt að stytta
sér leið, jafnvel þótt mörgum
finnist sem þeir eigi alis kostar
við bókmenntirnar.
Þetta verður fyrirlestur sem
byggir á persónulegri reynslu,
segir Eeva Jöenpelto á blaða-
mannafundi, en húnhefursamið
átján skáldsögur. Ekki vildi hUn
beinlínis játa, að fyrirlesturinn
yrði einskonar málsvörn at-
vinnurithöfundar, en þó mátti
heyra, að henni finnst nóg um
ritgleði áhugamanna í Finn-
landi, en þar er það mjög i tlsku
að menn skrifi og gefi út sjálfir
— án þess að brýn ástæ&a sé
sannanleg.
Eeva Joenpelto hefur verið
þýdd á sænsku, norsku, dönsku,
tékknesku og pólsku — og nú
siðast er verið að þýða bækur
hennar á eistnesku.Ein bók eftir
hana hefur komið út á islensku,
það var árið 1962. Bókin heitir
Mæring gengur á vatninu, þýð-
andinn var Njörður P. Njarðvlk,
og Kristin Mantyl'á er að þýða
aðra skáldsögu Eevu á islensku.
Sjálf kveðst hún vera ánægð
með þrjár eða fjórar þessara
bóka. Hitt eru svona „millibæk-
ur" (eða „meðalbækur"). Mað-
ur verur Hka að hafa leyfi til að
skrifa þær, segir hún.
Eeva Joenpelto kveðst eink-
um hafa lagt sig eftir þriðja
áratugnum í skáldsögum sln-
um. Sér hefði verið sagt, að sá
timi væri lltt freistandi, þá hefði
mikil óreiða og ringulreið verið
á öllum hlutum i Finnlandi, en
þeim mun frekar hefði hUn látið
freistast af honum. Um þennan
tima fjalla ég i Mærin gengur á
vatninu. Þar byggi ég á þvi,
sem ég hefi heyrt, en núna er ég
að skrifa sagnafíokk um sama
tima og reyni þá að stúdera
tlmann sem best til að geta bor-
ið fulla ábyrgð á öllum stað-
reyndum. Rithöfundur verður
aðkunna aðlæra, lesa sem allra
mest um þann tlma og það um-
hverfi sem hann beinir athygl-
inni að — og gleyma siðan 90%
af þvi. En andblær timans verð-
ur að sitja eftir. Og nauðsynleg
smáatriði; það þýðir ekki að
lyfta simtóli I sögu frá fyrr-
greindum tima og biða eftir sóni
— það var annað sem gerðist I
fjarskiptum i þá daga.
Af hverju ég skrifa um þenn-
an tlma? Land mitt hefur þekkt
hörmungaskeið borgararstyrj-
aldar og heimsstyrjaldar. Ég
hefi meiri áhuga á þeim tima
sem á eftir kemur sögulegum
stórslysum, .þegar menn þurfa
að gera ýmsa hluti upp við sig,
hvernig byggja skal upp á nýtt.
Núna eru komnar út tvær
bækur af þrem I þessum flokki.
Ég vil helst ekki lýsa þeim sjálf,
en einn gagnrýnandi segir á þá
leið, að ég reyni að sjá vitt yfir,
Eeva Joenpelto; þaft skiptir
miklu að höfundur geti rannsak-
að sögusvið sitt og tima — án
þess að láta þann fróðleik
flækjast um of fyrir sér. (ljósm.
eik)
gefa breiða lýsingu, þar sem fók
úr mismunandi stéttum, mis-
munandi umhverfi tekst á. Ég
lýsi kaupmönnum, og bændum
og verkamönnum. Og satt að
segja á ég erfiðast með að lýsa
verkamanni, ég þekki minna til
lifs hans en gott er. Sumir höf-
undar vilja bæta Ur þeim vanda
með þvi til dæmis að ráða sig I
verksmiðju I eitt ár eða svo. En
það getur samt aldrei komið I
staðinn fyrir reynslu þess
verkamanns, sem getur ekki
hlaupið á brott hvenær sem er —
eins og rithöfundurinn I efnis-
leit, — heldur á alla sina ævi á
þessum stað. Ég reyni þvl að
nálgast þann vanda að lýsa
verksmiðju og hugsunarhætti
verkamanns með öðrum hætti.
Það er mér hinsvegar miklu
auðveldara að lýsa t.d. bónda
eða kaupsýslumanni, ég held ég
þekki það fólk nægilega vel til
að geta leyft mér að fara með
háð I lýsingu á þvi.
Eeva Joenpelto er gestur
Norræna hússins og er hér til
mánudags. Sem fyrr segir
heldur hún fyrirlestur i dag kl.
4. — og lætur þess getið I leið-
inni, að hún sé á móti fyrirlestr-
um og fari aldrei á sllkar sam-
komur sjálf.
Þetta gæti orðið fróðleg
blanda af áætlun og fram-
kvæmd...
Kjartan Gudjónsson að Kjarvalsstödum
AFSTRAKT MEÐ
STURLUNGU
Kjartan Guðjónsson opnar I dag
stóra sýningu á Kjarvalsstöðum.
A henni eru 112 „númer", en
myndirnar verða fleiri, þvi teikn-
ingar Kjartans við þýðingu Krist-
jáns Eldjárns á Norðurlands-
trómeti eru allar undir einum
hatti.
Stærsti hluti sýningarinnar eru
að eigin frumkvæði og ætla mér
að hald áfram hvað sem tautar og
raular.
Og ég vona að ég komist út úr
Sturlungu,—Sverrir Kirstjánsson
sagði einhverju sinni að hver sem
byrjar að sökkva sér I hana sé
glataður maður, og ég er farinn
að skilja hvað hann meinti.
sýni, vandlætingu og hreinum
huga.
— Finnst þér að abstraktmál-
verkið hafi haggast eitthvað I al-
menningsáliti upp á siðkastið?
— Ég er orðinn 57 ára og það er
fyrstnúna að ég heyri talað um að
þetta sé fallegt. Annað mál er, að
það myndaðist snemma nokkuð
Kjartan Guðjónsson á milli falls Odds Þórarinssonar og Hornstrendinga aö verja skip sfn fyrir
Asbirni Guðmundssyni. (ljósm. eik)
oliumálverk, i annan stað er
flokkur vatnslitamynda, og i
þriðja lagi geta gestir skoðað 35
teikningar um Sturlungu og eru
sumar þeirra stækkaðar upp með
ljósmy ndagöldrum.
— Ég hefi satt að segja lengi
undrast það, hve lltið menn hafa
gert af þvi að teikna við fornsögur
— mér finnst myndefni blasa við
á hverri slðu, segir Kjartan ( og
við minnum á að eitt sinn birtum
við hér i blaðinu Harajdar sögu
harðráða með myhdum Kjart-
ans). Ég hefi alltaf beðið eftir þvi
að vera beðinn um sllkt verk, en
það hefur ekki orðið af þvi,
kannski af þvi að eins og allir vita
kunna afstraktmálarar ekki að
teikna. Ég hefi þvi hafist iianda
Ég hefi fengið tvö almennileg
verkefni um dagana — að gera
myndir viðNorðurlandstrómet og
Limrur Þorsteins Valdimars-
sonar. En það er búið að leggja
drög að þvl að ég myndskreyti
Þorpið eftir Jón úr Vör, og ég
hlakka mikið til þess.
— Já, þetta eru allt abstrakt-
málverk, engin konsept á gægj-
um. Það er ekki mitt mál heldur
þeirra ungu mannanna.
— Hvernig finnst þér að heyra
ungu mennina kalla þína kynslóð
akademlskalistamennogannað I
þeim dUr?
— Mér finnst það mjög elsku-
legt af þeim. Þeir eru nákvæm-
lega eins og við vorum á þeirra
aldri. Fullir af pislarvætti, bjart-
harður kjarni fólks sem hafði
gaman af myndum þessarar ætt-
ar og vildi eiga þær. Sumir þeirra
eru reyndar sárir, þegar þeir
heyra þetta kallaða stofulist, þeg-
ar talað er um að þeir séu kapital-
istar sem hafa fundið eitthvað
sem passar við teppin þeirra.
Minir kaupendur hafa verið af
öllum hugsanlegum stéttum og
starfsgreinum, þeir hafa ekki átt
annað sameiginlegt en að hafa
ánægju af myndum.
Myndirnar á sýningu Kjartans
eru allar frá síðastliðnum þrem
árum. Sýningin er opin kl. 2—10
um helgar, en 4—10 virka daga.
Úrtak Ur sýningunni verður sýnt I
Galleri Háhól á Akureyri,og verð-
ur sU sýning opnuð 22. april.
—áb.
Næstsíöasta sýning
í Leikbrúðulandi
Sunnudaginn 2. april kl. 3 verð-
ur næstsiðasta sýning i Leik-
brúðulandi á þessu vori. Verið er
að sýna 4 leikþætti. Vökudraum,
Litlu Gunnu og litla Jón, Drek-
ann og ævintýrið um Eineygu,
Tvíeygu og Þrieygu. Ennfremur
kemur gíraffinn Girfinnur Gir-
undarson skapinu I lag meðan
verið er að skipta um leiktjöld.
Texti giraffans er eftir Guðninu
Helgadóttur.
Sýningarnar eru I kjallaranum
á Frikirkjuvegi 11 og hefjast kl. 3.
Miðasalan er opnuð kl. 1 á sunnu-
dögum og er tekið á móti pöntun-
um i bima Æskulýðsráðs, 1 59 37
frá kl. 1 sýningardagana.
Sýðasta sýning verður sunnu-
daginn 9. april.
Sýning að
Reykja-
lundi
1 dymbilviku opnaði Benedikt
Gunnarsson listmálari mál-
verkasýningu i sölum Vinnu-
heimilisins að Reykjalundi. Sýnir
hannþar 21 mynd, flestar málað-
ar á s.l. ári. Myndirnar eru til
sölu.
Sýningin verðuropin til 8. april.
Aformað er að halda þessari ný-
breytni áfram á Reykjalundi og
hvetja listamenn til sýningar-
halds i vistlegum salarkynnum
stofnunarinnar.
Hefur þessi nýbreytni verið
vistfólki, starfsfólki og gestum til
mikillar ánaagju.
Verk eftir Benedikt Gunnarsson
eru nú til sýnis að Reykjalundi.