Þjóðviljinn - 01.04.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. aprll 1978
Ríkisstjórnin ákvad að hækka húshitunartaxta Rarik:
Hækkunin eykur mismun
á orkuverdi
Sagdi Lúövík Jósepsson
Eins og greint var fré I blaoinu i
gær uröu nokkrar umræður á
Alþingi á fimmtudag um
fjárhagsvanda Rafmagnsveitna
rikisins, en þær hófust meö þvi ao
Lú&vik Jósepsson kvaddi sér
hljóos utan dagskrár til ao fá
upplýsingar frá rikisstjórninni
um stööu málsins. t máli Lú&vlks
kom m.a. fram að mikill munur
er á orkuveroi Rarik og t.d.
Rafmagnsveitu Reykjavikur, t.d.
er hinn svokalla&i heimilistaxti
Rarik 86% hærri en I Reykjavlk
og raforka til ljósa yfir 100% dýr-
ari hjá Rarik. Hér á eftir veröur
greint riokkuo frá þeim umræOum
sem ur&u um þessi mal.
Rikisstjórninni ber
að gefa skýrslu
Lú&vik Jósepsson sag&ist
kveöja sér hljóðs utan dagskrár
vegna umræ&na si&ustu daga um
fjárhagsvanda Rafmagnsveitna
rlkisins (Rarik) og alvarlegs
ástands hjá viöskiptamönnum
fyrirtækisins. Hér væri um aö
ræöa mál er snerti fjölda
landsmanna þar eð heilu lands-
hlutarnir fengju alla raforku frá
Rarik. Hætta væri á aö þýðingar-
mikil framleiðslufyrirtæki
stöðvuðust og að heil byggðarlög
yrðu rafmagnslaus. Þegar svona
alvarlegt ástand skapaðist þá
væri það skylda rikisstjórnarinn-
ar að gefa Alþingi og landsmönn-
um öllum skýrslu um málið.
Sagði Lúðvik að hér væri um
rikisstjórnarmál aö ræöa og þvi
færi hann fram á upplýsingar frá
forsætisráðherra um stööu máls-
ins og hvaða horfur væru & lausn
vandans.
Þvi næst ræddi Lúðvlk nokkuð
um vanda Rafmagnsveitnanna.
Hann minnti á. að meirihluti
stjórnar Rarik hefði sagt af sér
vegna ágreinings um fjárhags-
stöðu fyrirtækisins. Ljóst væri af
greinargerö meirihluta stjórnar-
innar að hún vildi vekja athygli á
alvarlegu fjármálaástandi fyrir-
tækisins. Þá virtist einnig sem
rafmagnsveitustjórinn hefði ætl-
að að segja af sér.
Skuldir Rarik
um 13,8 miljarðir
Lúðvik benti á að Rarik skorti
nú um 1200 miljónir til að geta
staðið við eðlilegan rekstur og
framkvæmdir á þessu ári. Þá
væru skuldir Rarik nú um 13.8
miljarðar króna og skuldbind-
ingar vegna vaxta og afborgana á
þessu ári næmu 1800 miljónum
króna. Ljóst væri að ríkisstjórnin
hefði vitað I langan tima um hið
slæma ástand fyrirtækisins.
Fyrirtækið hefði veriö rekið með
halla á slðasta ári sem nam um
300miljónum króna. Þá væri ljóst
að Rarik skuldaði Landsvirkjun
rúmar 700 miljónir króna auk
verulegra skulda gagnvart oliu-
félögunum. Fyrirtækið hefði lfka
oröið að taka á sig óvænt útgjöld
t.d. endurnýjun rafstrengsins til
Vestmannaeyja.
Ein meiriháttar framkvæmd
Rarik, Austurlinan, hefði
stöðvast vegna þess að ekki var
hægtað leysa út efni I linulögnina.
Þó hefði verið gert ráö f yrir þessu
I f járlögum og lánsfjáráætlun.
Um Vesturlinu sagði Lúðvlk að
fjárveiting Alþingis til hennar
væri skuldbindandi og væri vita-
vert ef ekki væri farið eftir
ákvörðun Aiþingis um lagningu
þessarar Hnu.
Rafmagnsverð Rarik
meir en 100% hærra
Þá ræddi Lú&vfk nokkuö verð-
mismun hjá Rarik og Rafmagns- -
veitum rikisins. Sagðist hann
hafa fengiö þær upplýsingar hjá
rafmagnsveitustjóra að ver& á
svoköllu&um heimilistaxta hjá
Rarik væri 86% hærra en hlift-
stæ&ur taxti hjá Rafmagnsveitu
Reykjavikur. Þá væri rafmagns-
taxti Rarik fyrir orkusölu til
stærri véla svo sem i frystihús
einnig 86% hærri en I Reykjavlk.
Húsahitunartaxti væri svo 84%
hærri hjá Rarik en I Reykjavfk.
og raforka til ljósa væri yfir 100%
dýrari hjá Rarik.
Lúövik sagöi að Austfirðingar
sem eingöngu skiptu við Rarik,
notuðu talsvert raforku til húsa-
hitunar, en flestir þyrftu þó að
nota oliu. Þeir sem hituðu með
rafmagni yrðu að borga margfalt
meira en t.d. Reykvikingar sem
gætu notað hitaveitutaxta. Þaö
væri þvi fráleitt aO hækka húshit-
unartaxtann.
Lúövik sagði að vandi Rarik
virtist ekki aðeins vera f járhags-
legs eðlis, heldur benti margt til
þess, að vandinn ætti rætur að
rekja til miskliöar stjórnarflokk-
anna og baráttu innan rikis-
stjórnarinnar. 1 leiðara VIsis s.l.
miðvikudag hefði verið fullyrt að
mikill ágreiningur væri innan
rlkisstjórnarinnar um raforku-
mál.
Fyrirspurnir Lúðvíks
Þvl næst beindi Lúðvik fyrir-
spúrnum til forsætisráðherra i 6
liðum:
1) Hvað hefur rikisstjórnin gert
til að leysa f járhagsvanda Rarik?
2) Hvað ráðgerir rikisstjórnin
að gera I fjárhagsvandamálum
Rarik á þessu ári I heild?
3) Er ekki ætlunin að
framkvæma þá ákvörðun að ljúka
framkvæmdum við Austurlinu og
tengja hana á þessu ári, og hefur
fjármagn til þeirra framkvæmda
verið tryggt?
4) Verður ekki staðið við þegar
ákveðna fjárveitingu til
Vesturlinu?
5) Hefur rikisstjórnin hugsaö
sér að gera ráðstafanir til að
jafna raforkuverð Rarik til sam-
ræmis við raforkuverð t.d. Raf-
magnsveitu Reykjavikur?
6) Vill rikisstjórnin ekki lýsa
yfir aðhún muni tryggja aö Rarik
geti annast eðlilega orkusölu til
sinna viðskiptaaðila?
Lúðvik sagðist beina þessum
fyrirspurnum til rikisstjórnarinn-
ar sem heildar, en vildi bó llka fá
fram afstöðu beggja stjórnar-
flokkanna.
Fjárhagsvandi Rarik
Geir Hallgrimsson, forsætis-
rá&herra, tók næst til máls og
ræddi hvers e&lis fjárhagsvandi
Rarik væri.
í fyrsta lagi heföi veriö um að
ræða 140 miljón króna rekstrar-
halla á siðasta ári.
í öðru lagi væri áætlaður
rekstrarhalli þessa árs 285
miljónir króna.
t þriðja lagi hefði
framkvæmdakostnaður slðasta
árs fariö fram úr áætlun og væri
mismunurinn 446 miljónir króna.
1 fjórða lagi myndi
framkvæmdakostnaður þessa árs
fara fram úr áætlun um 325
miljónir króna.
1 heild væri fjárhagsvandi
Rarik um 1100 miljónir króna.
Tillögur til lausnar
Forsætisráðherra sag&i a&
rikisstjórnin hefði fyrir nokkru
skipað nefnd til að gera tillögur
um lausn f járhagsvanda Rarik og
hefðu tillögur nefndarinnar verið
Lúftvlk Jósepsson.
þingsjá
ræddar á fundi rikisstjórnarinnar
21. mars s.l. og i morgun. Tillögur
nefndarinnar væru eftirfarandi:
1) Hækka hitunartaxta um 25%
frá 1. mai. Þessi hækkun gæfi 110
miljón króna tekjuauka á þessu
ári. Rikisstjórnin hefði fallist á
þessa tillögu I morgun.
2) Veröjöfnunargjald raforku
yrði hækkaö úr 13% i 20% frá 1.
mai. Þetta myndi þý&a 235 miljón
króna tekjuaukningu á þessu ári.
Rikisstjórnin heföi ekki fallist á
þessa hugmynd. Rikisstjórnin
teldi hins vegar rétt aö taka alla
taxta Rarik til endurskoðunar I
þvi skyni að auka tekjur fyrir-
tækisins.
Þá sagði forsætisráðherra að
fjármagn yrði tryggt til Austur-
og Vesturlinu. Sú raforka er færi
um þessar linur yrði seld hærra
verði.
3) Rekstrarlán yrðu framlengd
fram á næsta ár. Þetta hefði verið
samþykkt.
4) Frestað yrði Vesturlinu og
nokkrum öðrum framkvæmdum,
eða lánsfjár aflað. Rikisstjórnin
hefði ekki talið unnt að fresta
Vesturlinu og þvl yrði að afla
lánsfjár að upphæð 450-520
miljónir króna.
Svör við
fyrirspurnum
Lúðviks
1 samræmi við það sem hér
hefði komið fram sagðist
forsætisráðherra vilja svara
fyrirspurn Lúöviks á eftirfarandi
hátt:
a) Rikisstjórnin hefur að hluta
til samþykkt tillögur um aukna
tekjuöflun Rarik og hefur I huga
frekari tekjuöflun til handa fyrir-
tækinu.
b) Ji þessu ári verði að taka
fjármálalega uppbyggingu
rafmagnskerfisins I heild til
athugunar.
c) Lokið verður við Austurlinu
á þessu ári.
d) Hafnar verða framkvæmdir
við Vesturlínu á bessu ári.
e) Jöfnun raforkuverðs er ekki
hægt að framkvæma, ef menn
vilja ekki hækka raforkuverð.
f) Ekki væri um miskllö að
ræða innan rikisstjórnarinnar um
lausn vanda Rarik.
Framsóknarmenn
þögulir
Gylfi Þ. Gfslason tók næstur til
máls og ræddi þáð sem hann taldi
ranga og arðlausa fjárfestingu I
orkumálum á undanförnum ár-
um. Taldi hann timabært að
koma á fót sérstöku orkumála-
ráöuneyti.
Þá benti Gylfi á að ekki hefði
heyrst neitt frá Framsóknar-
mönnum um þessi mál. Væri timi
til kominn að ráðherrar
framsóknar létu i sér heyra og
skýrðu frá þvi hver hefði verið
þáttur þeirra I mótun orkumála-
stefnu rikisstjórnarinnar.
Þvl næst ræddi Gylfi það sem
hann taldi mistök I orkumálum I
tlö rlkisstjórnarinnar og tók sem
dæmi lagningu rafstrengs til
Vestmannaeyja. Sagði Gylfi að
hér væri um að ræða 250 miljón
króna framkvæmd sem ekki fæli I
sér neinn fjárhagslegan hagnað
fyrir Rarik og þessi ákvörðun
hefði verið tekin án vitundar
Alþingis. Spurði hann hver bæri
ábyrgð á þessari ákvörðun.
Rarik er ekki
gjaldþrota
Gunnar Thoroddsen, iðnaöar-
ráöherra.sagðist harma stóryrði
Gylfa. Hann hefði gagnrýnt rikis-
stjórnina án þess að geta bent á
nein úrræði. Varðandi rafstreng-
inn til Vestmannaeyja, sagði
ráðherra, að ákvörðun um hann
hefði verið tekin af rlkisstjórn-
inni. Þá sagðist hann harma þau
ummæli Gylfa að Rarik væri
gjaldþrota fyrirtæki. Þetta væru
staðlausir stafir, þvi eignir fyrir-
tækisins væru miklu meiri en
skuldir.
Iðnaðarráðherra sagði að fjár-
hagsvandi Rarik snerti fyrirtækið
aðeins að nokkru leyti sem slikt,
heldur væri um að ræða f járvönt-
un vegna verka sem rikið hefur
falið Rarik, svo sem Austurlina.
Vandi Rarik stafaði lika af þvi.að
fyrirtækið væri að öðrum þræði
félagsleg stofnun sem væri falin
ýmsar óarðbærar félagslegar
framkvæmdir.
Þá sagðist hann vilja benda á
aðhitunarraforka væri um 50% af
raforkusölu Rarik, en tekjurnar
af þessu væru aðeins 25% af
heildartekjum fyrirtækisins.
Einnig benti hann á, að
framkvæmdakostnaður Rarik
væri áætlaður langt fram I
timann, t.d. hefði framkvæmda-
kostnaðaráætlun fyrir þetta ár
verið gerð I mai 1977. Við
afgreiðslu fjárlaga hefði þvi
vandamálum Rarik ekki veriö
gerð viðhlitandi skil.
Vandi Rarik hefur
ekki verið leystur
til frambúðar
Pálmi Jónsson, einn stjórnar-
manna Rarik, ságðist hafa verið
, staddur úti á landi er meirihluti
stjórnar Rarik hefði sagt af sér.
Hann hefði er hann frétti um at-
burðinn ákveðið að segja ekki af
sér, heldur vinna að þvi að knýja
á rikisstjórnina um lausn fjár-
hagsvanda Rarik.
Pálmi sagði að nú þegar hefðu
verið teknar ákvarðanir um lausn
vandans. Eftir væri þó að taka
ákvörðun um 235 miljón króna
fjáröflun til Rarik, en vonandi
yrði það gert á næstunni. Með
sliku væri búið að leysa vandamál
Rarik varðandi rekstur og
framkvæmdir, en hins vegar
hefði vandi Rarik ekki verið
leystur til frambúðar.
Karvel Pálmason lýsti ánægju
með þá ákvörðun iðnaðarráð-
herra að fyrirskipa tækjapöntun
vegna framkvæmda við
Vesturlinu. Þá ræddi hann einnig
nokkuð vanda Rarik og benti á, að
hann hefði legið fyrir þegar við
gerð fjárlaga.
wöö \ 1 Blaðburðaríólk 1 óskast
Vesturborg: J Melhagi Háskólahverfi Miðsvæðis: Grettisgata Seltjarnarnes: Skólabraut
1 UÚOVIUINN m Siðumúla 6 simi 8 13 33
Tökum að okkur
smiði á eldhúsinnréttingum og skápum,
bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur
um breytingar á innréttingum. Við önn-
umst hvers konar húsaviðgerðir, Uti og
inni. Verkið unnið af meisturum og vönum
mönnum.
Trésmíðaverkstæðið
Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613