Þjóðviljinn - 01.04.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.04.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. aprll 1978 ÞJ6DVILJINN — StDA S Á mánudaginn kemur, 3. apríl verður haldinn 1. ársf jórðungsfundur Rauðsokkahreyf ingar- innar á þessu ári. Hann verður í Sokkholti, Skóla- vörðustíg 12 og hefst kl. 20.30. Á fundinum verða tveir kosnir í miðstöð, en samkvæmt skipulagsskrá hreyfingarinnar skulu tveir ganga úr miðstöð á hverjum ársf jórðungs- fundi og aðrir valdir í staðinn. Þannig situr eng- inn lengur en eitt ár sam- fellt í miðstöð og með þessu fyrirkomulagi eru meiri möguleikar á að virkja fleiri félaga til starfs en venjulegast er í félögum eða hreyfingum af ýmsu tagi. Hef ur þetta lika gefist vel hingað til. Nú eru virkir félagar i Rauð- sokkahreyfingunni milli 50 og 60, þ.e. þeir sem eru i starfshóp- um. Þess utan eru fjölmargir styrktarfélagar (hátt i 200), sem leggja málstaðnum ' lið með fjárframlögum og eins eru þeir reiðubúnir til að gripa I verk þegar mikið liggur við, þó að þeir séu ekki starfandi i hópum. Nú eru starfandi sex hópar i hreyfingunni. Ætla að gefa út efnið Eins og komið hefur fram I fréttum hér i blaðinu tókst dag- skrá Rauðsokka, MFIK og Kvenfélags sósialista 8. mars fágæta vel, enda var vel til dag- skrárinnar vandað og geysi mikil vinna lá að baki henni og var það verkalýðsmálahópurinn sem þar var að verki. Nú hefur hópurinn ákveðið að gefa út allt efnið sem þá var flutt, auk ljós- mynda sem teknar voru á fund- inum. Er þetta hið þarfasta verk, þvi að þarna er að finna mjög mikilsverðar heimildir um Hf og kjör verkafólks, eink- um verkakvenna, bæði fyrr og nú. Ekki mun af veita að halda saman og koma á framfæri þeirri vitneskju, ekki er um svo auðugan garð að gresja i þeim Umsjón: 1 Dagný rvrisTiansaoTTir Elisabet Gunnarsdóttir Helga ólafsdóttir , Helga Sigurjónsdóttir / Silia Aðalsteinsdóttir / Þagað um kjör alþýðu í kennslubókum Arsfjórðungsfundur Rauðsokka á mánudaginn efnum. I kennslubókum sem börnum og unglingum eru fengnar i hendur i skólunum er af eðlilegum ástæðum þagað sem fastast um kjör alþýðunnar i landinu og grimmilega baráttu hennar við auðvaldið. Þess i stað haldið að ungmennunum glansmynd af „frjálsræðishetj- unum góðu" og „athafnamönn- unum" sem eru svo miklir velgerðamenn þjóðarinnar. Væri vonandi að útgáfa þessa efnis yrði notuð sem viðast, bæði i skólum, verkalýðsfélög- um og annars staðar þar sem menn vilja fræðast um kjör verkafólks. Fjölskyldan og hjóna- bandið 16. mars var annar f jölmenn- ur fundur haldinn á vegum Rauðsokkahreyfingarinnar. Hann var haldinn i Sokkholti og troðfylltist húsið svo að standa varð og sitja á hverjum lófa- stórum bletti. Ræðumað.ur kvöldsins var Inga Huld Hákon- ardóttir og flutti hún bráð- skemmtilegt og fróðlegt erindi um hjónabandið og fjölskylduna og hvernig yfirvöld bæði andleg og veraldleg móta og stýra einkalifi manna og hafa gert gegnum aldirnar. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á nýjum starfshópi hreyfingarinnar, en það er svo- kallaður Ráðgjafarhópur. Það virðist furðu algengt að fólk bæði konur og karlar viti ekki nógu mikið um réttindi sin eða réttleysi I þjóðfélaginu, Oft vakna menn upp við vondan draum þegar erfiðleikar af ýmsu tagi steðja að og vita þá ekki hvert vænlegast er að snúa sér til að afla sér upplýsinga. Afleiðingarnar þessa geta verið býsna afdrifarikar og hefur fólk, aðallega konur leitað nokk- uð til Rauðsokkahreyfingarinn- ar eftir leiðbeiningum og upp- lýsingum um ýmis mál. Helst er það varðandi hjónaskilnað og óæskilega þungun. Upplýsingar tiltækar í Sokkholti Ráðgjafahópurinn tekur þó alls ekki að sér hlutverk félags- ráðgjafa, sálfræðinga eða lög- fræðinga. heldur er hlutverk /aua- ó$ \ oðfiu. lagi tafue þií mifc/it bdea /ag & k-éókkujHi JL hans að hafa tiltækar margs lags upplýsingar um það hvað . unnt sé og æskilegast að gera i hverju tilviki og til hvaða aðila réttast er að leita og hvar i „kerfinu" þá er að finna, Hefur hópurinn nú safnað saman upp- lýsingum um þetta og eru þær tiltækar i Sokkholti á venjuleg- um opnunartima þar kl. 5-6.30 daglega. Dagvistarmálin eru stööugt á dagskrá hjá Rauðsokkahreyf- ingunni og hafa verið frá upp- hafi. Sérstakur hópur um þau mál starfaði mjög kröftulega i fyrra og það var fyrir atbeina hans að verkalýðshreyfingin tók kröfuna um dagvistun fyrir öll börn upp i kröfur sinar á sl. vori. Sá hópur lauk störfum upp úr áramótum i fyrra en nú hefur nýr hópur verið myndaður og starfar hann af krafti. Hann er þó fremur mannfár eins og er og veitir ekki af liðsauka. Þessum málaflokki þarf stöðugt að fylgja eftir, ráðamönnum ætlar seint að skiljast að öll börn eiga að hafa þau sjálfsögðu mann- réttindi að eiga kost a góðri dag- vistun um lengri eða skemmri tima, annað er ekki sæmandi i nútimaþjóðfélagi. Hópurinn byrjaði á að safna gögnum um skólaheimilis- og dagheimilismál og sendi auk þess frá sér pistil i dagskrána 8. mars. Upp á siðkastið hefur hópurinn hins vegar meira fjall- að um innri gerð barnaheimila og hélt nýlega opinn fund með Guðnýju Guðbjörnsdóttur upp- eldisfræðingi og nokkrum fóstr- um til að ræða þau mál. Nýir hópar — nýtt fólk A hinum stóru fundum Rauð- sokkahreyfingarinnar undan- farið hafa margir sýnt starf- seminni mikinn áhuga og marg- ir nýir komið til starfa. Er það venja að nýju fólki sé leiðbeint sérstaklega og frætt um hreyf- inguna i sérstökum hópum sem nefnast nýliðahópar. Einn slik- ur er nú nýtekinn til starfa undir . leiðsögn Guðrúnar Agústsdótt- ur. A ársfjórðungsfundinum á mánudaginn munu eflaust verða myndaðir enn fleiri hóp- ar. Vitað er t.d. að áhugi er fyrir að koma af stað leshring um kvennabaráttuna og hvaða hræringar eru efst á baugi i heiminum. Einnig að reyna að fá þýddar á islensku bækur um þau mál, á því er geysimikil þörf vegna þess að nánast ekk- ert er til um efnið á islensku. Og þó margir lesi amk. Norður- landamálin þokkaléga er sá hópur þó fjölmennur sem getur ekki lesið sér til gagns neitt á erlendum málum. Þann hóp má ekki vænrækja. Framhald á 18. siðu. Skjaldhamrar á Bíldudal Leikfélagið Baldur á Bildudal frumsýndi Skjaldhamra Jónasarr Amasonar fyrir skömmu fyrir fullu húsi og komust færri að en vildu. Leikendum og leikstjóra, Kristinu önnu Þórarinsdóttur var mjög vel fagnað I leikslok og virt- ust áhorfendur hafa skemmt sér hio besta. Hlutverkin skipa: Hannes Frið- riksson, Margrét Friðriksdóttir, örn Gislason, Eyjólfur Ellerts- son, Sævar Guðjónsson og Asa Garðarsdóttir. öll skiluðu þau hlutverkum sinum méð hinni mestu prýöi, enda flest með all- langan feril að baki sem áhuga- leikarar. Búninga saumaði Helga Sveinbjörnsdóttir af hinni mestu natni og gerði það ágæta hand- verk sitt til að setja skemmtileg- an svip á sýninguna. Undirritaður málaði leiktjöld ásamt Viktoriu Jónsdóttur kennara, en fjölda- margir lögðu hönd á plóginn til að gera sýninguna sem best úr garði. Formaður leikfélagsins Baldurs er Jón Ingimarsson. Sýnt hefir verið tvisvar á Bíldu- dal og áformað er að fara með leikritið á Patreksfjörð og Barða- strönd um páskana. Siðan mun vera meiningin að brjótast ein- hvernveginn norðureftir og sýna á hinum Vestfjörðunum. Hafi hin ágæta listakona Kristin Anna, höfundur og áhuga- leikarar i leikféiaginu Baldri þökk fyrir skemmtilega sýningu. Hún var þeim öllum til sóma. Bildudal, 22. mars 1978 Haflioi Magnússon Frá vinstri: Hannes Fri&riksson, Margrét Friðriksdóttir, Asa Garoars- dóttir, örn Gislason og Kvjölfur Ellertsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.