Þjóðviljinn - 01.04.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.04.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. aprH 1978 Húsnædismálalán hækka í 3,6 milj. 720 miljónir til lána vegna eldra húsnædis Húsnæðismálastofnunarlán hafa nú verið hækkuð í 3.6 miljón- ir króna.oger þá miðað við ibúðir sem verða fokheldar á þessu ári. Þessi hækkun er i samræmi við þá hækkun sem varð á vísitölu byggingarkostnaðar frá 1. okt. 1976 til 1. okt. 1977. A þessu tima- bili hækkaði visitalan um 33.6%. Lán til þeirra Ibúða, sem gerðar voru fokheldar I fyrra, voru 2.7 miljónir. Skúli Sigurðsson hjá lánadeild Húsnæðismálastofnunar sagði i gær, aðsú regla hefðiverið i gildi frá upphafi, að hækkun lánanna tæki mið af hækkun á visitölu byggingarkostnaðar næsta ár á undan. Þó var gerð sú breyting á lögum um lánveitingar Húsnæð- ismálastofnunar rikisins árið 1970, að upphæð lánanna yrði breyttátveggjaárafrestiogvoru lánin þvi óbreytt 1971 og 1972, en þá var lögunum breytt aftur, þannig að lánin hækka nii árlega. Húsnæðismálastofnun er heim- iltað ráðstafa tiltekinni fjárhæð á hverju ári til lánveitinga vegna kaupa á eldri ibúðum. Gert er ráð fyrir að veittverðium 720miljón- um á þessu ári i formi svonefndra G-lána i þessu skyni. Skúli sagði að fjárhæðir einstakra G-lána hlóti að ráðast af þvi, hversu langt þetta fé hrekkur. Hann sagði að þessi lán væru afskap- legamisjöfn að upphæð,enaldrei þó sérstaklega rifleg. Sömu vaxtakjör eru á öllum lánum Húsnæðismálastofnunar ogeru vextir 83/4á ári.ogþar við bætist 40% af hækkun byggingar- visitölu hverju sinni. Arsgreiðsla af hinu nýjaláni, 3.6 miljónum, er nú kr. 359.104, miðað við 40% visi- tölu og 8 3/4% vexti. Lánstimi á lánum til nýbygginga er 26 ár, og eru þau afborgunarlaus f yrsta ár- ið, en lánstimi G-lána er 15 ár. 1 vetur gerði Húsnæðismála- stjórn stefnumarkandi samþykkt varðandi lán'til endurbyggingar og endurhæfingar á eldra hús- næði. SkUli Sigurðsson sagði, að þar hef ði verið stigið fyrsta skref- iðá langribraut,Iþá átt að komið verði hér á skipulögðum lánveit- ingum til endurhæfingar á eldra húsnæði og eldri hverfum. Hús- næðismálastofnunin veitir engin slik lán i dag, nema hvað veitt eru lán til viðhalds og endurnýjunar á eldra húsnæði fyrir ellilífeyris- þega og öryrkja. Skúli sagði, að hér væri um að ræða viðamikið mál, sem miklu fé þyrfti að veita til. Húsnæðismálastofnunin er nú að gera kannanir á þróun lána til eldri Ibúða á undanförnum árum og sagðist Skúli gera ráð fyrir þvi, að áfram verði unnið að þess- Hitaveita Akureyrar Formlega tekin í notkun í gærdag Klukkan 2 I gær fór fram að Ytra-Laugalandi i Eyjafiröi vigsla Hitaveitu Akureyrar, en þá var hún formlega tekin I notkun. Vatnsöflun hefur ge,ngið vel upp á siðkastið og eru nú komnir um a.m.k.40sekl.úrþeirriholu, sem seinast hefur verið boruð á Ytri- Tjörnum. Má ætla, að heildar- vatnsmagnið sé nú orðið með dæl- ingu 180—200sekl., að þvi er Helgi Bergs bæjarstjóri tjáði blaðinu i gær. Búið er að tengja við hitaveit- una tæplega 300 húseiningar. Tenging hefur gengið fremur hægt vegna skorts á pipu- lagningarmönnum, en horfur munu nú á, að úr þvi rætist. Kostnaður við hitaveitufram- kvæmdirnar múri nú vera um það bil 2 miljarðar. A þessu ári er gert ráð fyrir að vinna fyrir um 1,5 miljarö og er þar um að ræða áframhaldandi borun, virkjun holanna, dælustöð, jöfnunar- geymi og dreifikerfi. Ætla má að i haust verði búið að tengja um 60% af öllu húsnæði I bænum. Helgi Bergs sagði að Akureyr- ingargerðu sér vonir um að nægjanlegt vatn fengist til upp- hitunar á bænum og góður árang- ur af borunum nú upp á siðkastið eykur þá bjartsýni. Nánar verður sagt frá vigslu- hátiðinni eftir helgina. —mhg Sinfónían spaugar í tilefni dagsins meö aðstoð fjögurra erlendra listamanna Sinfóniuhljómsveit fslands bregður á leik i kvöld i tilefni dagsins og heldur tónleika með allnýstárlegu sniði. Aukatónleik- ar þessir eru miðnæturtónleikar, og hefjast i Háskólabiói kl. 23.30 i kvöld. Viða um heim er venja að halda tónleika þennan dag og hafa þeir verið nefndir „Aprilgabb". Sinfóniuhljómsveitin hefur fengið fjóra erlenda listamenn til að stjórna og taka þátt I þessum tónleikum. Fyrstan skal frægan telja háðfuglinn og tónlistargagn- rýnandarin Denby Richards, en hann hefur sviðsett svipaða tón- leika og þessa þennan dag 12 sinnum i London við mikla hrifn- ingu. Frá London kemur einnig tónskáldið og stjórnandinn Jo- seph Horovits og stjórnar hann hér tveimur verkum eftir sjálfan sig, m.a. hinum fræga Jazz- kon- sert fyrir piano og hljómsveit. Einleikari i þessu verki verður Rhonda Gillespie frá Astraliu. Hún er mjög frægur pianisti og hefur haldið tónleika viða um heim. Þá kemur hingað enska tón- skáldið Paul Patterson og stjórn- ar hann verki eftir sjálfan sig er hann nefnir Rebeca. Að öðru leyti er efnisskráin mjög létt, en auk ofantaldra listamanna munu nokkrir Islenskir einsöngvarar taka þátt I spauginu. —eös. um málum i samráði við Sam- band islenskra sveitarfélaga og aðra aðila. Hér væri um slikan þátt i húsnæðismálalánum að ræða, aðútilokað væriað vinna að honum nema i nánu samstarfi við sveitarfélögin, svosem gerthefur verið annars staðar á Norður- löndum. —eös Norrænir málmiðnaðar- menn þinga i Reykjavik Arið 1976 gekk Málm- og skipa- smiðasamband tsiands i Samband norrænna málm- og skipasmiða og er nú i fyrsta sinn haldinn stjórnarfundur þess i Reykjavik. Ljósmyndari Þjóðviljans — eik — tók myndina þar I gær. Núverandi formaður sambandsins, Sviinn Bent Lund- in, situr fyrir enda til hægri. Fjölmenn rádstefna um Heilbrigðisþj ónustu fyrir aldraða i gær hófst ráðstefna um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða og er hún haldin á vegum lækna- ráða Borgarspitalans, Landakots- og Landsspítalans og h'eilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Tilgangur ráðstefnunnar er að fá fram sem gleggstar uplýsingar um uppbyggingu og skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða á íslandi i dag og kanna mögu- leika á sameiginlegri stefnu- mörkun hinna fjölmörgu aðila, sem að þessum málum vinna. Dr. med. Gunnlaugur Snædal setti ráðstefnuna og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Matthias Bjarnason ávarpaði gesti. Ráðstefnan hófst kl. 9.30 I gærmorgun og samkvæmt dagskrá var I gær fyrirhugað að flutt yrðu 18 erindi um hina ýmsu þættiþessa viðamikla máls. 1 dag verður svo opiri mælendaskrá, málþing og umsógn lækna- ráðanna briggia. Um 170 manns höfðu tilkynnt um þátttöku i ráðstefnunni, lækn- ar, hjúkrunarfræðingar, félags- ráðgjafar, stjórnendur sjúkra- húsa og dvalarheimila, og aðrir sem hafa einhver afskipti af málefnum aldraðra. Ráðstefnunni lýkur i dag. „Allir byrja smátt" „Allir byrja smátt". Þetta spakmæli stendur I inngangi að söluskrá, sem Þjóðviljan- um barst fyrir skemmstu frá fasteignasölu i borginni. 1 söluskránni getur aö Hta hvernig hægt er að byrja smátt i fasteignabraskinu og látum við tvö dæmi fylgja með til gamans. Til sölu er: 11 fermetra herbergi I risi við Miklubraut. Verð 1,2-1,5 miljónir. 18 fermetra herbergi á 5tu hæð við Hjarðarhaga ásamt aðgangi að eldhúsi og hlut- deild i snyrtiherbergi og geymslu. Verð 2,9 miljónir. Útborgun 1,8 miljónir. Fundur um skipulag gamla Vesturbæjarins Almennur fundur verður hald- inn I Ibúasamtökum Vesturbæjar i Tjarnarbúð uppi, mánudaginn 3. april kl. 20.30. Á fundinum verða kynntar til- lögur að deiliskipulagi i gamla Vesturbænum. Forstöðumaður Þróunarstofrtunar Reykjavikur- borgar kemur á fundinn og kynnir tillögurnar. Þeir sem hafa áhuga á skipu- lags- og umhverfismálum I Vesturbænum eru hvattir til að mæta. Jón Ásgdr Sigurösson: Vilja menn leigja? ? Hugmyndir og þarfir fólks miðast æði oft við rikjandi ástand.ogá þaoekki sist við um húsnæðismál hér á landi. Ef menneruspurðir hvortþeir geti hugsað sér að búa i ieiguhiis- næði, svara iangflestir neitandi. Nokkrar félagsfræðilegar kannanir sem gerðar hafa veriö vegna prófritgerða við Háskóla falands staðfesta að langflestir t viljabúa i eigin htísnæði. Könn- un sem Þorbjörn Broddason gerði á Akureyri fyrir nokkrum árum sýndi að innan við 5% að- spurðra kærðu sig um að bua i leiguhúsnæði. Baldur Krist- jánsson kannaði Urtak ibúa i Fossvogshverfi i Reykjavik, og aðeins 1 af 156 manns vildi bua við núverandi leigukjör. 1 báðum þessum könnunum var hinsvegar ekki látið við það sitja að skoða hugi manna hvað snertir rikjandiástand. t báðum tilfellum var bent á þann mögu- leika að búa i leiguhúsnæði með öruggum samningi, leigjandinn gæti búið á sama stað eins lengi og hann óskaði. 1 könnun Bald- urs kváðust þá 7,5% telja leigu- húsnæði heppilegasta ibúðar- formið' fyrir sig. Hjá Þorbirni kom fram að 29% þáverandi Jón AsgeirSigurðBson. leígjenda vildu búa áfram i leiguhúsnæði méðöruggrileigu. Fossvogsbúum var alls ekki bent á þann möguleika að leigu- htisnæðið fengist við sanngjarn- ari eða verðbundinni leiguupp- hæð, eða að það væri bundið ö:ðrum skilmálum (utan þeim, aðmennfengju etv. að ráða inn- réftingu ibiiðarinnar). Fyrir hálfum mánuði var á • það bent hér I Þjóðviljanum að fram til 1968 giltu lög um hiisa- leigu, sem I helstu atriðum jafn- ast á við það sem best gerist I nágrannalöndum okkar. 1 þess- um lögum var tekið fyrir geðþóttauppsagnir, leiguupp- hæð var bundin vísitöluákvæð- um, og barnafjölskyldum veitt- ur viss forgangsréttur. Nii kemur i Ijós að ef þessi lög væru enn i gidli og ef tækist að frámfylgja þeim, þá mundi stór hópur fólks fremur kjósa að bua I leíguhiisnæði en að steypa sér út i það skuldafen sem fylgir fjárfestingu i eigin húsnæði. Eflaust mundu fjölmenn leigjendasamtök ekki einungis tryggja rétt þeirra 10.000 heim- ila sera mi böa r leiguhúsnæði, heldur einnig hvetja menn til að lita á það sem valkost að búa i öruggu leiguhúsnæði Við sann- gjarnri leigu. Enda er raunin sú i td. Vestur-Þýskalandi sem oft er bent á sem dæmi' um al- menna efnahagslega velmegun, að 35% heimila búa i eigin hiis- næði, en 61% heimila eru leigj- endur. Hér & landi búa hinsvegar riimlega 20% heimila i leiguhús- næði, og liklega i mörgum til- fellum af illri nauðsyn, miðað við þau kjör sem mönnum eru nú boðin. jas.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.