Þjóðviljinn - 09.05.1978, Qupperneq 5
Þriðjudagur 9. mal 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5
Lúövík Jósepsson í umrœðum um Kröfluskýrslu:
Ríkisstjórnin ætlar aö hlaupast
frá framkvæmdum
eftir ad hafa lagt i þær um 8 miljarða
Umræður um skyrslu Gunnars
Thoroddsen, orkumálaráðherra,
um Kröfluframkvæmdir hófust á
Alþingi seint á föstudagskvöidi og
stóðu langt fram yfir miðnætti.
Eins og kunnugt er þá var um
tima talið ólíklegt aö skýrslan
yrði rædd á Alþingi vegna fjar-
veru ráðherrans. Mikill fjöldi
fólks fylgdist með umræðum
þessum á pöllum Alþingis.
Sighvatur vanbúinn aö
ræda skýrsluna
Gunnar Thoroddsen, tók fyrst-
ur til máls og geröi grein fyrir
efni skýrslunnar. Meginhluti
ræðu hans fór þó i það að svara
ummælum Sighvats Björgvins-
sonar utan dagskrár á Alþingi i
siðustu viku. Lagði orkumálaráð-
herra á það áherslu að skýrslunni
hefði ekki verið lokið fyrr en 20.
april og þvi hefðu ekki verið tök á
þvi að leggja hana fyrr fram á Al-
þingi. Um utanför sina sagði ráð-
herra, að hún hefði verið ákveðin
með löngum fyrirvara. Hann
heföi þurft að fara á aðalfund Is-
lenska járnblendifélagsins 26.
april og þvi hefði hann óskað eftir
þvi að skýrslan yrði sett á dag-
skrá þann 25. april svo hann gæti
mælt fyrir henni. Sighvatur
Björgvinsson hefði hins vegar tal-
iðsig vanbúinn aö ræða skýrsluna
og þvi óskað að hún yrði tekin af
dagskrá sem var og gert.
Július ekki
óhlutdrægur
Sighvatur Björgvinsson, tók
næstur til máls Hann rakti fyrsti
löngu máli forsögu Kröflufram-
kvæmda. Síöan fjallaði hann um
Kröfluskýrsluna og gagnrýndi
hana mjög. Hann benti á að Július
Sólnes, höfúndur skýrslunnar,
væri langt i frá að vera óhlut-
drægur aðili málsins. Július væri
sjálfur tengdur Kröflumálinu,
hann hefði starfað um tima sem
yfirverkfræöingur Kröflunefnd-
ar. Það væri áberandi i skýrsl-
unni að höfundur hennar vildi
skrifa öll mistökin viö Kröflu á
Orkustofnun, en bæri hins vegar
sérstaktlof á Kröflunefnd og verk
hennar.
Sighvatur sagði að sá sem
gengið hefði frá Kröfluskýrslu
hefði breytt álitsgerö Orkustofn-
unar á þann veg aö hlutur Orku-
stofnunar yrði sem verstur.
Þannig væru birtir þeir kaflar úr
áliti Orkustofnunar sem hentuðu
höfundi. Sagöi Sighvatur að sum-
ar orðalagsbreytingar jöðruðu
við falsanir.
þingsjá
Skýrslan rædd á
síöasta degi þings
Lúðvik Jósepsson tók til máls
að lokinni ræöu Sighvats. Lúðvik
gagnrýndi vinnubrögö i sambandi
við skýrsluna og benti á að nú
væru liðnir meir en 6 mánuðir sið-
an þingmenn heföu óskað eftir þvi
að skýrsla um Kröflu yrði lögð
fram. Jafnframt hefðu þingmenn
óskað eftir þvi að skýrslan yrði
lögð fram það timanlegaaðnægur
timi gæfist til að ræða hana, en nú
væri hún rædd á siðasta degi þings
ins.
Lúðvik minnti á aö vorið 1974
hefðu allir þingmenn verið sam-
mála um að heimila virkjun við
Kröflu, enda allt bent til að hér
væri um hagkvæma virkjun að
ræða. Hins vegar væri ljóst að
þær ákvarðanir sem teknar voru
snemma árs 1975 um að hraöa öll-
um framkvæmdum hefðu verið
hæpnar og menn treyst að lukkan
væri með þeim. Sagði Lúðvlk að
vart þyrfti um það aö deila að
mikið skipulagsleysi hefði rikt við
þessar framkvæmdir og væri það
að rekja fyrst og fremst til Iðnað-
arráðuneytisins.
Búiö ad verja 7-8
miljörðum
Lúðvik benti á að nú væri búiö
að verja milli 7—8 miljörðum
króna i Kröfluframkvæmdir og
talið væriaö Kröfluvirkjun myndi
kosta fullbúin yfir 11 miljaröa. Sú
upphæð væri þó verulega hærri á
G-listi á
30stöðum
r
A fimmtán stöðum á Alþýðubanda-
lagið ennfremur aðild að lista eða
veitir ákveðnum listaframboðum
stuðning
Við sveitarstjórnarkosningarn-
ar 28. mai er Alþýöubandalagið
með framboö á vegum flokksins
og hefur þvi G-lista á eftirtöldum
stöðum:
Reykjavik, Kópavogi, Garöabæ,
Hafnarfirði, Grindavik, Keflavik,
Njarðvik, Akranesi, Borgarnesi,
Hellissandi, Grundarfiröi,
Stykkishólmi, Suðureyrarhreppi,
Isafirði, Skagaströnd,
Sauðárkróki, Siglufiröi, Dalvik,
Akureyri, Raufarhöfn, Egilsstöð-
um, Seyðisfirði, Neskaupstað,
Eskifiröi, Reyðarfirði, Fáskrúðs-
firði, Höfn i Hornafirði,
Vestmannaeyjum, Selfossi,
Hverageröi.
verðlagi dagsins i dag. Um slö-
ustu áramót hefði rikisstjórnin á-
kveðið viö gerð fjárlaga að veita
ekki meira fjármagn til gufuöfl-
unar sem þýddi stöðvun fram-
kvæmda við Kröflu. En það væri
ekki aðeins veriö aö stöðva
Kröfluframkvæmdir, heldur llka
Orkustofnun. Rikisstjórnina hefði
nú ákveðið aö ráðstafa 180 miljón
um króna af framkvæmdafé
Orkustofnunar til að greiða ó-
reiðuskuldir vegna Kröflufram-
kvæmda.
Lúðvik sagði að þeir sem töl-
uðu mest um Kröflu reyndu að
finna einn sekan aðila og vildu
hengja hann sem fyrst, og oftast
væri sökudólgurinn orkumála-
ráðherra. Hann áliti hins vegar
að málið væri miklu stærri en svo
að hann treysti sér til aö sakfella
einn aðila. I reynd væri þaö öll
rikisstjórnin sem bæri ábyrgð á
Kröflumálinu.
Rikisstjórninni bæri skylda til
að halda áfram að leita gufu og
fráleitt væri að hlaupa nú frá
verkinu, sagði Lúövik aö lokum.
Engin gagnrýni frá
Alþýduflokknum 1974
Jón G. Sólnes ræddi þá bjart-
sýni sem rlkti um Kröflufram-
kvæmdir vorið 1974 og minnti á að
engin gagnrýni heföi komiö fram
á það að hefja virkjun við Kröflu,
ekki heldur frá Alþýðuflokknum.
Síðan svaraði Jón gagnrýni sem
komiö hafði fram á Kröflunefnd i
ræðu Sighvats.
Lærum af mistökum
Steingrimur Hermannsson,
sagöist hafa fagnað þvi að ráöist
var I Kröfluvirkjun 1974 og hann
fagnaöi þvi enn. Varðandi Kröflu-
skýrslu sagðist hann hafa orðið
fyrir vonbrigðum með skýrsluna
sem væri hlutdræg. Steingrimur
sagði að menn yröu aö læra af
þeim mistökum, sem gerð voru
við Kröflu t.d. það aö ráðast
aldrei i framkvæmdir fyrr en
endanlegum rannsóknum sé lok-
ið.
Orkustofnun ber
ábyrgö á mistökunum
Ingvar Gislason sagði að
Kröfluskýrslan væri góð og hefði
hatin engu við hana aö bæta.
Sagöist hann vilja leggja áherslu
á að mistökin við Kröflu yrðu aö
skrifast fyrst og fremst á ábyrgð
Orkustofnunar, sem hefði ekki
ráöiö við verkefni sitt. Sagðist
hann ásaka sjálfan sig fyrir að
hafa treyst skýrslum Orkustofn-
unar i blindni.
I öðrum sveitarfélögum á
Alþýðubandalagiö aðild að
eöa styður eftirtalda lista:
Seltjarnarnesi
H-listann vinstri menn
Gerðahreppi
I-listann/iháðir borgarar
Mosfellshreppi
H-listann,óháöir borgarar
Ólafsvik
H-listann,almennir borgarar
Patreksfirði
I-listann, framfarasinnaðir
kjósendur
Suðurfjaröarheppi
K-listann,óháðir kjósendur
Þingeyri
V-listann,vinstri menn
Framhald á 18. siöu
CITROÉNA'
TÆKNILEG FULLKOMNUN
CITROÉN^CX
LUXUSBÍLL
SÉRFLOKKI
CITROÉN^GS
DRAUMABILL
FJÖLSKYLDUNNAR
ÞEGAR ÁKVEÐIN ERU BÍLAKAUP
ER NAUÐSYNLEGT AÐ VITA HVAÐ FÆST FYRIR PENINGANA
------HVAÐ BÝÐUR CITROÉN^ YÐUR?--------
1.
2.
3.
5.
Báðir bílarnir hafa verið valdir bílar ársins.
Fullkomið straumlínulag gerir bílinn stöðugri
og minnkar bensíneyðslu.
Framhjóladrifið, sem CITROÉN byrjaði
fyrstur með skapar öryggi í akstri við allar að-
stæður.
Vökvastýri, (CX) með þeim eiginleikum að
átakið þyngist, því hraðar sem er ekið.
Vökvafjöðrun (aðeins á CITROÉN) skaþar
eiginleika og öryggi sem enginn annar bíll get-
ur boðið upp á. T.d. hvellspringi á miklum
hraða er það hættulaust, enda má keyra bílinn
á þrem hjólum.
6. Vökvahemlar sem vinna þannig að hemlunin
færist jafnt á hjólin eftir hleðslu.
7. Þrjár mismunandi hæðarstillingar, með einu
handtaki, gerir bilinn sérstaklega hentugan við
íslenskar aðstæður, t.d. i snjó og öðrum tor-
færum.
8. Samkvæmt sænskum skýrslum reyndist
CITROÉN einn af fjórum endingarbestu bílum
þar í landi.
9. CITROÉN er sérstaklega sparneytinn.
10. Miðað við allan tæknibúnað er verðið á
CITROÉN mjög hagkvæmt.
SAMA HÆÐ ÓHÁÐ HLEÐSLU
SAMA STAÐA ÓHÁÐ ÓJÖFNUM
G/obus?
LAGMULI 5. SIMIÖ1555
J