Þjóðviljinn - 09.05.1978, Síða 7

Þjóðviljinn - 09.05.1978, Síða 7
ÞriOjudagur 9. mai 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 JÞeir sem standa í efstu þrepum mannfélagsstigans, hafa mestar tekjur og mest umsvif, bera sig verst og berja sér mest. En hinir sem standa í neðstu þrepunum, öryrkjar og gamalmenni, æmta ekki. Skuli Guójonsson, Ljótunnarstööum: Allir þykjast frómir, þá lokið er ketti mímim Frá þvi er greint i gamalli þjóðsögn, að á heimili einu ónefndu, hafi hjúin stundum átt það til að laumast i búrið og hnupla mat. Þá er frá þvi sagt að hús- freyja hafi brugðið á það ráð, að drepa kött, sjóða og setja möt- una af honum i trog, sem hún setti á hillu i búrinu. En það fer með kattarketið eins og annan mat. Það hverfur úr troginu. Fer húsfreyja þá að grennsl- ast eftir þvi hjá hjúum sinum hvort þau viti nokkuð um, hvað orðið hafi af kjötinu. En ekkert þeirra þóttist geta gefið upplýs- ingar um hvað orðið hafi af inni- haldi trogsins. Hrekkur þá upp úr húsfreyju, það sem siöan hefir verið haft að orðtaki, þegar eitthvað hefir horfið eða gufað upp, með dularfullum hætti: Allir þykjast frómir, þá lokið er ketti minum. Margir undarlegir atburðir gerast nú með þjóðinni næstum dularfullir og minna okkur oft og einatt á kattarketið sem hvarf. Okkur er sagt, að svo- nefnd viöskiftakjör út á við séu hagstæð og fari jafnvel batn- andi. Framleiðsla landsmanna er mikil og vaxandi, jafnvel of- mikil á sumum sviðum. Samt er eitthvað ööruvisi en það á að vera. Allir berja sér og kvarta um kröpp kjör, bæði einstaklingar og jafnvel heilar stéttir. En undarlegast er þó, að barlóm- urinn stendur I öfugu hlutfalli við það, sem maður i einfeldni sinni, að hann eigi að vera. Þeir sem standa i efstu þrepum mannfélagsstigans, hafa mestar tekjur og mest umsvif, bera sig verst og berja sér mest. En hinir sem standa i neðstu þrepunum, svo sem öryrkjar og gamalmenni, æmta hvorki né skræmta. Þeir boða ekki til ólöglegra verkfalla og þeir safnast ekki saman á strætum og torgum með lúðrablæstri og ræðu- höldum til viðréttingar á sinum högum. Sagan er þó ekki nema hálf- sögðog tæplega það. Þrátt fyrir allan barlóminn og harmagrát- inn, sem berst til okkar úr öllum áttum, litur út fyrir að yfir- gnæfandi meiri hluti fólks geti veitt sér flest er hugur þess girnist og hægt er aö kaupa fyrir peninga. Af auglýsingum, sem heyrast i útvarpi, er þvi likast, að hér sé upprunnin eilif og endalaus jólavertið. Bilainnflutningur er i hámarki og litasjónvarpstækin flæða inn i landið i striðum straumum. Raunar finnst okkur, að mikill hluti þess sem auglýst er sé þarflaust drasl, sem menn geta verið án, sér að meinalausu. Aldrei hafa ferðaskrifstof- urnar auglýst þjónustu sina af meiri grimmd en i ár og oftast fylgir það með i auglýsingunni, að það sé fullbókað i þessa ferð- ina eða hina. Ein skrifstofan gekk meira að segja svo langt, nú um páskana, að auglýsa ferð til Paradisar og hefði þótt tiðindum sæta hér á árum áöur og sú spurning vaknað: Hverjir hafa efni á þvi, að leggja i slik ferðalög á þess- um þrengingartimum? Varla verkafólkið sem hann Guð- mundur J. er að rétta sinar sterku hjálparhendur og skipu- leggja fyrir það útskipunar- bannið. Sem sagt: Telji maður sig hafa ráð á, að eyða sumarleyfi sinu einhvers staöar liggjandi á meltunni undir suðrænni sól, kaupa sér litsjónvarpstæki með afborgunum, aö maður ekki nefni nýjan bil, þá á hann að þegja og ekki að vera með neitt múður, þótt rikisstjórnin hafi stolið af honum visitölubótun- um. Hinum sem ekki telja sig hafa ráð á sliku er ekki láandi þótt þeir neyti allra bragða til þess að ná þvi sem af þeim hefir verið tekið. Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði, það dugir jafnvel ekki, þótt hann hafi til viðbótar litsjónvarp, nýjan bil og sumar- leyfi i Paradis. Hann vill lika fylgjast með menningunni hér heima þótt smá sé I sniðum, sé hún borin saman við það sem fyrirfinnst i útlandinu. En menningin kostar peninga. Við heyrum það i útvarpinu, að aldrei hafa leikhús, mynd- sýningar og hverskyns önnur listræn fyrirbæri, verið jafn vel sótt og á nýliðnum vetri. Við spyrjum enn i einfeldni: Hverjir hafa ráð á aö kaupa alla þessa menningu. Varla skjólstæð- ingarnir hans Guðmundar J. Nú verður ekki lengur undan þvi vikist, að minnast á sjálft vandræðabarnið á þjóðar- heimilinu, þennan mikla hús- kross sem nefnist landbúnaður. Við munum að þessu sinni sleppa öllu orðaskaki við mis- vitra menn um það, hvernig eigi að reka landbúnað á Islandi, eða hvort hér eigi yfirleitt aö reka nokkurn landbúnað. I þessu landi fyrirfinnst naumast nokkur sá afglapi, utan bænda- stéttarinnar, aö hann telji sig ekki vita betur en bændur, hvernig eigi að reka landbúnað á Islandi. Það er aöeins eitt sem tekið skal til athugunar. Þvi er haldið fram og hefir svo verið lengi, að hér hafi verið og sé rekin vitlaus stefna i landbún- aði. Við höfum heyrt og heyrum næstum daglega tölur og út- reikninga þessu til sönnunar. Málið er þó miklu einfaldara en þessir reiknimeistarar telja, og skal þeim virt það til vorkunnar sökum þess að þeir vita ekki hvað þeir eru að segja. Hér hefir aldrei veriö til nein stefna i landbúnaðarmálum, hvorki rétt né röng. Hver einstakur bóndi rekur sina eigin stefnu. Takmark bóndans og verkamannsins er i raun hið sama, að fá sem mest- ar tekjur sér og sínum til lifsins viöurhalds. En leiðir þeirra að takmarkinu eru næsta ólikar. Verkamaðurinn reynir aö ná sem hæstum kauptaxta og hann vinnur lika oft og einatt mikla aukavinnu, eigi hann þess kost. Bóndinn hyggst ná sinu tak- marki með þrennu móti. I fyrsta lagi að stækka bústofninn, i öðru lagi að kynbæta hann og i þriðja lagi, að fóðra þennan bústofn svo vel að hann skili fullum af- urðum. Þetta er sú landbúnaðar- stefna sem hver einasti bóndi á islandi reynir reka eftir þvi sem hann er maður til. Svo geta þeir fyrir sunnan sett upp spekingssvip og sagt: Þetta er vitlaus stefna, svona á ekki að reka landbúnað á íslandi. Innviktunargjald Þetta er meinleysislegt orð. En raunveruleg merking þess er allt önnur en maður gæti imyndað sér eftir orðsins hljóð- an. Þetta gjald verður notað til að greiða með útflutningsuppbætur á búvöru að ivo miklu leyti sem lögboðnar uppbætur ríkisins hrökkva ekki til. Á launa- mannaislensku myndi þetta hinsvegar heita hrikaleg kjara- skerðing. Sú kjaraskerðing sem launa- menn eru nú að kveinka sér undan er hreinasti barnaleikur og smámunir hjá þeim skakka- föllum sem bændur verða fyrir af þessum sökum. Nú mun ein- hver launamaðuref til vill segja sem svo: Þetta er ykkur fjand- ans mátulegt. Þið þurftuö ekki að vera svona duglegir. Það er þægilegt að verða vitur eftir á. En bændum er nokkur vork- unn. Hagfræöingar þeirra hafa reiknað út að búvöru fram- leiðslan mætti aukast svo eða svo mikið vegna eðlilegrar fjölgunar þjóðarinnar. En þeim sást yfir tvennt og er þeim raun- ar nokkur vorkunn. Hið fyrra er, að þjóðinni virðist ekki ætla að fjölga eins mikiö og þeir gerðu ráð fyrir sökum tækni- legra nýjunga i samskiftum kynjanna... Hið siðara og veiga- meira er þó sá hatramlegi árdð- ur, sem uppi hefir verið hafður gegn neyslu búvara. Það er hrein firra, sem stundum er haldið fram, aö minnkandi bú- vöruneysla stafi af skertum kaupmætti fólks. Það er hrein firra að þjóð, sem hefir efni á þvi að senda fjórða hvern borg- ara til útlanda einu sinni og stundum oft á ári, hafi ekki efni á þvi að kaupa kjöt og mjólk, og i ofanálag kaupir glingur og hverskonar innfluttan óþarfa, hafi ekki ráð á þvi að eta kjöt og smjör og drekka mjólk. Mikil fundahöld hafa verið um land allt meðal bænda i tilefni af hinum breyttu viðhorfum. Eftirtektarvert er það að hinir óbreyttu liðsmenn eru venju- lega á öndverðum meiði við hið svonefnda forystulið, það er að segja Stéttarsamband bænda og Búnaðarþing. Má þar sem dæmi nefna fóðurbætiskattinn. Gagnstætt öðrum stéttum og starfshópum sem hafa uppi linnulausar kröfur um fyrir- greiðslu á öllum sviðum held ég að bændur geri fyrst og fremst kröfur til sjálfs sin, þó aö þá greini á um leiðir. Eina undan- tekningin er sú að þeir óska eftir að rikið greiði þeim lögbundnar útflutningsbætur. Rottuholur Nú erum við komnir hringinn og förum að nálgast kattarketið sem við minntumst á i upphafi. Þegar kom fram i febrúar, fór stjórnarliðið að ympra á þvi að mál væri komið til þess að gera einhverjar ráðstafanir til þess að rétta við atvinnulifið og draga úr verðbólgunni. Þá hélt maður aö nú myndi Ólafur Jó- hannesson draga fram hið heilaga guðspjall framsóknar- manna og dusta af þvi rykiö. Þetta gamla framsóknarguð- spjall heitir svo sem kunnugt er niðurfærsluleið. Maður lét sér einnig detta i hug að nú myndi Geir Hallgrimsson taka á sig rögg og efna hið gamla loforð Ólafs Thors um að sækja pen- ingana inn i rottuholurnar. Nú er það eins og að nefna snöru i hengds manns húsi aö nefna niðurfærsluleið við fram- sóknarmenn. Enn siður þora menn að nefna rottuholur þvi nú á enginn neitt til að fela i slikum holum. Svo var hafist handa. Gengið var fellt og vextir hækkaðir. Er ákaflega erfitt að skilja hvernig slikar athafnir mega verða til þess aö draga úr veröbólgunni. Hins vegar er það fræðilega rétt að afnám visitölubóta gæti orðiö til þess að draga eitthvað úr vexti verðbólgu, ef ekki kæmi annað til greina. Þegar þetta er ritað veit enginn hvernig yfir- standandi visitölustriöi lyktar. Ýmsir munu efast um, að rök forsætisráðherrans fyrir marg- nefndum efnahagsráðstöfunum séu pottheld, eða prentuö með Hólaprenti. Hins vegar hafa fullyrðingar hans um að launa- misréttið hérlendis sé sök launamanna sjálfra, mikið til sins máls. Skal ekki farið frekar út i þá sálma, enda hefir þetta verið hálfgert feimnismál verkalýðshreyfingarinnar og rikisstarfsmanna mörg undan- farin ár, og sýnir að engin er annars bróðir i leik og ekki eru allar syndir guöi að kenna. Dansinn heldur svo áfram, eins og i Hruna forðum. Hið eina, sem menn verða sammála um, er að fara einn hring enn. Þetta gerist þrátt fyrir þaö að enginn hefir nóga peninga og enginn veit hver hefir stolið frá hverjum. En við stöndum við þetta allt saman þökkum fyrir meðan við höfum i okkur og á, erum alveg gáttuð og grallara- laus. Við getum ekkert annað, en að minnast orða húsfreyj- unnar sem kynnt voru i upphafi þessa spjalls. Allir þykjast frómir, þá lokiö er ketti minum. Skúli Guöjónsson Ljótunnarstöðum april 197t Mimiing um niikiö skáld Fræöslurit frá umferðarráði Jökull skáld Jakobsson er allur. Þannig sannast enn, að enginn, hvorki ungur né gamall veit hvenær kallið kemur. Það átti fyrir mér að liggja, að eiga samleið með honum um ára- bil, þegar hann var blaðamaður og rithöfundur, þá er vikublaðið Fálkinn var og hét, undir ritstjórn Magnúsar Bjarnfreðssonar, sem einnig var gott að vinna fyrir, en ég haföi það starf með höndum, að ganga frá umbroti Fálkans, sem út kom þá vikulega. Ég þarf ekki að orðlengja það, sem aðrir eru mér sammála um, að fljótari og orðheppnari blaða- manni var vart betra aö vinna með en Jökli Jakobssyni. Skal ég þó skjóta þvi hér inn i. að ég hafði nokkrum árum áöur unnið með samskonar snillingi viö ritstjórn og blaöamennsku, en það var með vini minum Jónasi Arnasyni al- þingismann og skáldi við blað sem kom reglulega út hjá ungum sósialistum. Báðir þeir Jökull og Jónas kunna hvor á sinn sérstaka hátt, að setja á leiksvið lifiö eins og það getur gengið fyrir sig með skemmtilegum tilbrigðum eða al- varlegri ihugun, ef þannig ber að sýna þaö áheyrendum. Má með sanni segja að höfundar þurfa mikla skáldlega hæfileika til að hitta svo vel i miðjan punktinn með hverju nýju leikriti, aö það er sýnt leikárið út i gegn og dugar ekki til, heldur árið þar á eftir og svoútum landsbyggðina, já langt út fyrir 200 sjómilur, sem sagt i leikhús annarra landa. Mér verður alltaf minnisstæð kimnigáfa Jökuls, ekki sist þegar hann gaf sér tima frá amstri hversdagsleikans, þá var engin hálfvelgja aö flækjast fyrir skáld- inu til að skyggja á gleöina, sem breiddi út faðminn meö tilbreyt- ingu, sem hægt var að tala um, þegar tilveran bauð upp i dans frá hverskonar áhyggjum, Ég treysti mér ekki til að dæma um tilfinningar Jökuls Jakobs- sonar, þær þekktu aðrir betur en ég. Þó vissi ég af okkar kynnum, að hann eins og mörg góð skáld, var viðkvæmur eins og hann var nákvæmur i ritverkum sinum. Ég kveð hann þvi með trega, eins og fleiri, þvi fyrirfram getum við hvert okkar sagt, aö mörg ný leikrit eftir hann hefðu haslað sér völl á sviðum leikhúsanna, ef svo væri ekki komið sem komið er. Ég votta skyldmennum hins látna og öðrum aðstandenum samúö mina og lýk þessum kveðjuorðum með ljóöi, sem ég tileinkaði honum fyrir all löngu, gerði ég einnig lag við það og unglingakór hefur sungið i út- varpinu, en ljóðiö heitir sama og eitt leikritiö hans: Kertalog. Jökull Jakobsson Kertalog Kertalog mér iýstu, liöa dagur fer. Birtu hjá mér hýstu, hverful veröld er. Guð mig ætið geymi þá gangan létt er min. Draum mig væran dreymi til dags sem aftur skin. Eftir hvern vetur er vor á ný, þá vermir sólin oss björt og hlý. Kristinn Magnússoi Umferðarráð hefur nýlega gefiö út tvö fræðslurit um umferðe'i- mál, stöðvunarvegalengdin 12 siður og framúrakstur 24 siður. Bæði þessi rit fjalla um vanda- málið ökuhraðann og nokkur þau veigamiklu atriði sem hafa þarf i huga þegar ökumenn byggja upp hraða — lifandi kraft — sem oft þarf að minnka á örstuttri vega- lengd, þegar óvænt atvik bera fyrir. Fræðslurit þessi verða notuð við umferðarfræöslu á bifreiöar- námskeiðum — meira prófsnám- skeiðum. Ritin verða til sölu fyrir almenning fyrst um sinn á skrif- stofu Umferðarráðs, Lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu, gegn vægu gjaldi. 1 ritunum eru mikilsverðar töflur um hraða og mismunandi viðnám (færð), sem telja má lærdómsrikt fyrir ökumenn og aðra þá sem um umferðarmál fjalla.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.