Þjóðviljinn - 09.05.1978, Síða 8
►
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. mal 1978.
af erlendum veiivangi
Stjórnarbylting
í Afganistan
„I iran cr bvlting sjálfsögð. þvi
að þar er mikill auður og honum
herfilega misskipt. i Afganistan
væri bylting hins vegar
meiningarleysa, þvi að hér er
ekkert til skiptanna.”
Svo mælti lrani nokkur við
undirntaðan austur i umræddu
landi, Afganistan, fyrir sjö árum.
Einhverjir Afganar kunna að
hafa verið á öðru máli, þvi að
núna rétt fyrir mánaðamótin
komst þetta sárfátæka og af-
skekkta fjallaland aldrei þessu
vant i heimsfréttirnar. F'rétta-
stofur tilkynntu að stjórnar-
bylting hefði verið gerð i landinu,
og væru kommúnistar potturinn
og pannan i henni.
Miðdepill Asiu
Óneitanlega sætir þetta nokkr-
um tiðindum, þvi að allt frá
morgni skráðrar sögu hefur
Afganistan verið einskonar
miðdepill Asiu, á mörkum hinna
og þessara menningarsvæða og
stórvelda. I suðaustri frá þvi er
Indland, i austri og norðaustri
Kina og Mongólia, i norðri Rúss-
land, i vestri Iran og menningar-
löndin gömlu austan við
Miðjarðarhafið. Iranskar þjóðir
hafa byggt landið lengur en
nokkur veit og einna liklegast
hefur Saraþústra, spámaður
Persa og höfundur forntrúar-
bragða þeirra, verið þar í
heiminn borinn. Kýros mikli
Persakonungur lagði þetta svæði
undir sig, og siðar áttu Alexander
mikli, Gengiskan Mongólakeisari
og Ti'múrlenk þar ieið um. bar
rikti Muhameð konúngur i Gasni,
sáer segja máað lagt hafi grund-
völlinn að Pakistan með þvi að
snúa miklum hluta Punjábbúa til
Múhameðstrúar með báli og
brandi. Þaðan komu höfðingjar
þeir tyrkneskrar ættar, er stofn-
uðu soldánsdæmið i Delhi og siðar
indverska Mógúiarikið.
Konungsrikiö
Afganistan
Sem ríki í núverandi mynd
sinni kom Afganistan hinsvegar
ekki til sögunnar fyrr en um
miðja átjándu öld. Þá hafði það
um nokkurra alda skeið verið bit-
bein Mógúlarikisins á Indlandi o'g
Persaveldis, en ekki voru þau
yfirráð i föstum skorðum og
stundum riktu þar innlendir
höfðingjar. Skömmu fyrir miðja
átjándu öldina braut Nadir Sja
Persakeisari, siðasti verulegi
stórlaxinn i persneska hásætinu
þangað til núverandi keisari kom
til sögunnar, Afganistan undir
sig, en þegar hann var myrtur
1747 tók við i tran öld upplausnar
og borgarastriða. Þá var stofnað
rikið Afganistan og varð höfðingi
aðnafni Akmad Kan þjóðhöfðingi
þess. Afkomendur hans sátu
siðan að rikjum sem konungar
þangað til sumarið 1973, þegar
lýðveldi var stofnað með
stjórnarbyltingu og siðasti kon-
ungurinn, Mohammed Sahir Sja,
gerður útlægur. Fyrir
uppreisnarmönnum var mágur
og frændi konungs, Mohammed
Daúd, sem lengi hafði verið for-
sætisráðherra hans. t stjórnar-
byltingunni fyrir fáum dögum
missti sá bæði völdin og lifið.
í klemmu milli
Breta og Rússa
Um það leyti sem Afganistan
varð sjálfstætt konungsriki voru
Bretar að leggja undir sig Ind-
land og Rússar nálguðust að
norðan. Afganarkomust þvi fljótt
i klemmu milii þessara tveggja
Evrópuvelda, sem höfðu engan
óskapa áhuga á Afganistan
sjálfu, en voru hvort um sig stað-
ráðin i þvi', að það skyldi aldrei
falla i hlut hins. Afganistan varð
þvi einskonar stuðpúði á milli
Breta og Rússa, og ef afganskir
valdhafar voru nógu ógætnir til
þess að hleypa öðru stórveldinu
lengra inn fýrir dyr sinar, mátti
búast við þvi versta af hinu.
Bretar háðu gegn Afgönum þrjú
strið, það siðasta svo seint sem
1919, og tóku af þeim fjallahe'ruð
Afganistan á landamæri aö Iran,
Sovétrikjunum, Kina og Pakistan
og nær hvergi að sjó
þau.sem nú eru Norvesturfylkið i
Pakistan. Rússar kroppuðu og til
sin nokkra landskika að norðan. A
árabilinu 1879-1919 voru áhrif
Breta i landinu yfirgnæfandi og
fóru þeir þá með utanrikismál
Afgana.
Daúd andæfði
Sovétmönnum
Eftir að valdatið Breta i Ind-
landi lauk fóru Bandarikjamenn
að keppa i þeirra stað um áhrif i
Afganistan við Sovétmenn. Hafa
Afganar siðan samkvæmt göml-
um vana, leitast við að fara bil
beggja I utanrikismálum, og
þegið ýmiskonar efnahags- og
hernaðaraðstoð bæði frá Banda-
rikjunum og Sovétrikjunum.
Siðustu áratugina virðast áhrif
siðarnefnda risaveldisins hafa
farið jafnt og þétt vaxandi, enda
er það nálægara vettvangi.
Þannig fær afganski herinn nú að
sögn öll sin vopn frá Sovét-
mönnum og einnig oliu, sem er
frumskilyrði þess að herinn sé
brúkhæfur.
Margt er á huldu um aðdrag-
andann að stjórnarbyltingunni i
s.l. mánuði, en vera kann að sitt-
hvað fleira liggi að baki en ein
saman umhyggja byltingar-
manna fyrir snauðri alþýðu
landsins. Svo er að sjá að Mo-
hammed Daúd hafi leitast við að
draga úr áhrifum Sovétmanna,
en fyrir utan vopnin handa hern-
um eru Afganar mjög upp á þá
komnir efnahagslega. Þannig var
Daúd ekki fyrr kominn til valda
en aö hann tók að þrengja kosti
yfirmannanna i hernum, sem
flestir hafa þjálfast i Sovét- •
rlkjunum og margir meðtekið
þar um leið eitthvað af marxism-
anum, eins og Rússartúlka hann.
Daúd lækkaði suma þá foringja,
sem hann taldi vinsamlegasta
Sovétmönnum, i tign og fang-
elsaði aðra.
Ofsóknir gegn
vinstri mönnum
Snemma siðastliðið ár kallaði
Daúd til þjóðarsamkundu, lét
kjósa sjálfan sig forseta til sex
ára og samþykkja lýðveldis-
stjórnarskrá. Frjálsræði varð þó
ekki meira en verið hafði i tið
konungsins frænda hans, þvi að
Daúd leyfði ekki nema einn flokk,
sinn eigin. Hann lofaði þó að gefa
fleiri flokkum lausan taum í ár —
að undanskiidum svokölluðum
Kalk (Alþýðu)flokki, sem er
sagður kommúniskur og hlynntur
Sovétrikjunum. Ofan á þetta
bættust vaxandi ofsóknir gegn
félögum fiokks þessa. Verkalýðs-
foringi úr röðum hans, Amir
Akbar Kaiber að nafni, var
myrtur 17. april s.l. Vakti morðið
mikla reiði i Kabúl, höfuðborg
landsins, fólk safnaðist á fundi við
jarðarför Kaibers og sakaði
Bandarikin og CIA um að hafa
ráðið honum bana. Daúd svaraði
þeim mótmælum með þvi að láta
handtaka sjö foringja Alþýðu-
flokksins og kallaði rikisstjórnina
til fundar fimmtudaginn 27.,apríl,
i þeim tilgangi að sögn að ákveða
þá frekari ráðstafanir gegn
vinstrimönnum.
Bandalagsdraumur
íranskeisara
En vinstrimenn urðu fyrri til og
hófu uppreisn þennan sama dag.
Sýndi sig þá að Daúd hafði hvergi
nærri tekist að bæla þá niður i
hernum, þvi að það var fylgi hans
við uppreisnarmenn, sem úr-
slitum réði. Sérstaklega var flug-
herinn eindregið á bandi þeirra —
striðsþoturnar eru smiðaðar í
Sovétrikjunum og flugmennirnir
hafa lært að fljúga þar.
Þótt ekkert sé um það vitað
með vissu, er trúlegt að Sovét-
menn hafi haft einhverja hönd i
bagga með uppreisnarmönnum
eða að minnsta kosti gefið þeim
grænt ljós fyrir sitt leyti. Andóf
Daúds heitins við sovésk áhrif
hefur ekki verið sovéskum ráða-
mönnum að skapi, og eitt atriði i
þvi sambandi er liklegt til að hafa
hleypt i þá sérlega illu blóði.
Daúd sýndi i stjórnartið sinni
mikinn áhuga á nánari samskipt-
um við tran, á sama tima og Iran
varð mikið fjármálaveldi i krafti
oliu sinnar. Mohammed Resa
Pahlavi Iranskeisari, sem langar
ákaflega til að verða höfðingi á
borð við þá Kýros og Darios, hef-
ur verið með fyrirætlanir um
rikjabandalag Irans, Afganist-
ans, Pakistans og Indlands, og á
grundvelli oliuauðsins vonaðist
hann tii að verða mestur valda-
maður þess bandalags. Þær fyr-
irætlanir hafa ekki verið Sovét-
mönnum að skapi, sist þegar
stjórn Desais i Indlandi er ivið
Þrjár af fáum kvenstúdentum við háskólann f Kabúl. Giskað er á að
ólæsið I iandinu sé um 90%.
kuldalegri i viðmóti við þá en
Indiru-stjórnin var, og
hægrisinnaðir herforingjar hafa
steypt „múhameðska sósíalistan-
um” Bhutto af stóli i Pakistan.
Landamæradeilur
við Pakistan
Ailt er enn á huldu um
fyrirætlanir hinnar nýtilkomnu
rikisstjórnar, sem að mestu er
skipuð félögum Kalk-flokksins.
Um landið er það að segja að það
er meðal þeirra vanþróuðustu i
heimi og vita menn ekki einu
sinni með vissu hve margir lands-
menn eru. Agiskanir um það
velta á tölum frá 13 miljónum upp
i 20. Landið er á stærð við Spán og
mestanpart fjalllendi. Helstu
tungumál eru irönsk. Púktú eða
pústú er talað af rúmum
helmingi landsmanna, og
telja þeir, sem þá tungu
mæla, sig hina eiginlegu
Afgana. Það tungumál er einnig
talað í Norðvesturfylkinu i
Pakistan, sem Afganar gera til-
kall til á þeim forsendum, og 1955
lá við striði milli þeirra og
Pakistans út af þessu. Norðan og
vorðvestanvert er töluð
persneska eða afbrigði af henni;
sama mál er þjóðtunga sovét-
lýðveldissins Tadsjikistans við
norðurlandamærin. Tyrkneskar
mállýskur eru sumsstaðar i norð-
urhlutanum.
Lénsöld og
holdsveiki
Landbúnaður er atvinnuvegur
þorra landsmanna og mestanpart
ennþá á lénsaldarstiginu. Daúd
gaf að visu út lög um skiptingu
stórjarða, en þeim hefur enn ekki
verið framfylgt. Landbúnaður-
inn, tíiuryrkja og kvikfjárrækt,
er enn að mestu rekinn með
frumstæðum verkfærum. Um
iðnað er vart að ræða nema
handiðju með gamla laginu. Um
helmingur landsmanna á að giska
lifir stöðugt á hungurmörkunum
og þarf ekki til nema minniháttar
uppskerubrest til að sultur verði.
Astandið i mennta - og heilbrigðis-
málum er eftir þvi bágborið.
Betlarar setja áberandi mikinn
svip á borgir landsins, og i Kabúl
vekur það athygli að margir
þeirra eru afmyndaðir af holds-
veiki.
Tii þessa hafa öll völd i
Afganistan verið i höndum
nokkurra höfðingjaf jölskyldna að
ógleymdum klerkum Múhameðs-
trúar af Súnna-greininni, sem
þarna er með sterkasta móti. Það
sýndi sig eftirminnilega 1929,
þegar steypt var af stóli
Amanúlla konungi, vegna þess að
hann reyndi að innleiða ýmsar
vestrænar nýjungar og skerða
áhrif Múhameðsklerkanna (múll-
anna). Nú blasir það við að til
valda er kominn stjórn-
málaflokkur, sem þar til fyrir fá-
um dögum var bannaður og
ofsóttur. Hvað sú stjórn tekur sér
fyrir hendur, inn á við sem út á
við^og hvernig henni farnast, er
enn að mestu óráðin gáta.
dþ.
Framboðslisti Alþýðu-
bandalagsins á Höfn
Birtur hefur verið framboðslisti
Alþýðubandalagsins fyrir
hreppsnefndakosningarnar á
Höfn f Hornafirði. Listinn er
skipaður eftirtöldum einstakling-
uin:
1. Þorsteinn Þorsteinsson form.
verkalýðsfél. Jökuls.
2. Sigurður Geirsson trésmiður.
3. Haukur Þorvaldsson neta-
gerðarmaður
4. Viðar Þorbjörnsson veitinga-
maður
5. Sigurður Hannesson tré-
smiður
6. Björn Júliusson sfmritari
7. Auður Jónasdóttir kennari
8. Sigriður Helgadóttir húsmóðir
9. Ingvar Þórðarson trésmiður
Þorsteinn Þorsteinsson
10. Olafur Ingimundarson tré-
smiður
11. Kristinn Guðmundsson skip-
stjóri
12. Alfheiður Magnúsdóttir hús-
móðir
13. Guðrún Sigriður Gísladóttir
húsmóðir.
14. Benedikt Þorsteinsson verk-
stjóri.
Alþýðubandaiagið og Fram-
sóknarflokkurinn bjóða saman
fram t il sýslunefndarkosning-
anna. Aðalmaður er Hermann
Hansson kauplélagsstjóri og til
vara Benedikt Þorsteinsson verk-
stjóri.
I siðustu s vei tars t jórnar -
kosningum 1974 fékk Alþýðu-
bandalagið 1 mann kjörinn i
hreppsnefnd, Sjálfstæðisflokkur-
inn fékk 3 menn og Framsóknar-
flokkurinn fékk einnig 3.
—ÞIG