Þjóðviljinn - 09.05.1978, Page 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. mai 1978.
íslandsmótið í fimleikum:
Siguröur T. igurðs^op sést hér i
uppáhaldsæfingunní sinni,
hringjunum. Hann sigraöi meö
yfirburöum i karlaflokki og hefur
verið i sérflokki hér um langt
skeiö. Hann er þó aðeins 21 árs.
Segir Sigurður T. Sigurðsson
skemmtilegastir af öllum grein-
unum.”
Og þú heldur áfram I fimleikun-
um?
„Já það er alveg öruggt. Ég er
ekki nema 21 árs og á meðan ég
hef gaman af þessu sé ég ekki
ástæðu til að hætta” sagði Sigurð-
ur. Hann vildi að lokum geta þess
að þetta íslandsmót hefði verið
erfiðara og strangara en önnur
mót sem hann hefði tekið þátt i
enda hefði nú verið keppt eftir
alþjóðareglum i fyrsta sinn.
SK
„Ég þakka aðeins einum
manni, Inga Sigurðssyni þjálfar-
anum minum, þennan góða
árangur sem ég náði á þessu
íslandsmóti”, sagði tslands-
meistarinn i karlaflokki eftir að
hann hafði hoppað á verðlauna-
pall i sex skipti og sótt gull i öllum
tilfellum.
„Ég hef oft æft betur en fyrir
þetta íslandsmót. Ég byrjaði að
æfa tveimur mánuðum fyrir mót-
ið og er þetta þar af leiðandi
nokkuð góður árangur að þessu
sinni þrátt fyrir það að betur hefði
mátt gera.”
Nú sigrar þú I öllum grein-
unum. Hver þeirra finnst þér
vera skemmtilegust?
„Mér finnast hringirnir lang-
,,Ég hef æft mjög vel að undan-
förnu og á hverjum degi siðast-
liðna 14 daga. Þetta hefur verið
gifurlega erfitt en með iafn
frábærum þjálfurum og þær
Margrét Bjarnadóttir og Dana
Jónsson eru, verður þetta allt
auðvelt og skemmtilegt.”
Og hér sjáiö þiö íslands-
meistarann i kvennaflokki
Berglindi Pétursdóttur. Þessi
mynd var tekin af henni i gólfæf-
ingunum.
„Jú. Ég sigraði á Meistaramót-
inu '75 og ’77 og svo núna i ár.
Nú ert þú fjölhæf fimleikakona.
Hvaða grein fimleikanna finnst
þér skemmtilegust? /
„Það er mér gersamlega
ómögulegt að gera upp á milli
einstakra greina. Þetta er allt
jafn skemmtilegt” sagöi Berglind
Pétursdóttir að lokum.
SK
er hættur
Cruyff
Einn mesti snillingur
knattspyrnunnar, Johan
Cruyff,gaf um helgina út þá
yfirlýsingu að hann væri
hættur að ieika knattspyrnu.
„Ég mun hvorki leika i
Argentinu, Bandarikjunum,
Hollandi né neins staðar
annarsstaðar, sagði Gruyff
að leik Barcelona, spænska
liðsins sem hann ieikur mefy
og Valencia loknum. Leikn-
um lauk með sigri Barcelona
1:0. Johan Cruyff hefur um
nokkurra ára skeið verið
viöurkenndur sem mesti
knattspyrnumaður sam-
timans. Frægð hans og snilli
reis hvað hæst i
Heimsmeistarakeppninni i
Þýskalandi er hann sýndi
hluti sem aldrei áður höfðu
sést á knattspyrnuvellinum.
Ýmsirvilja þó halda fram að
þessi yfirlýsing Cruyffs sé
einungis auglýsingabrella af
hans hálfu. Piltur þykir ansi
klókur i peningamálunum og
svifst oft einskis til að ná þvi
fram sem hann viU. Ekki er
óliklegt að frægustu og
rikustu knattspyrnulið heims
geri 'nú tilboð i hollenska
goðiö.
Berglind og
Slgurður T.
meistarar
islandsmótið i Fimleikum var
luiö um helgina. Mótiö fór fram i
íþróttahúsi Kennaraskólans og
fór þaö vel fram i aUa staði. Var
keppt samkvæmt alþjóðareglum i
tyrsta skipti.
íslandsmeistarar uröu þau
Berglind Pétursdóttir úr Gerplu
og Sigurður T. Sigurösson úr KR.
Þaö var greinilegtá þessu móti
aö fimleikafólk okkar er i mikilli
framför. Flestar eru stúlkurnar
ungaraöárum en eiga framtiðina
fyrir sér.
Annað verður þó aö segja um
drengina. Margir þeirra eru þó
elnilegir en það sem háir þeim
mest, er hversu fáir þeir eru, til
að mynda voru aðeins fimm
drengir sem tóku þátt i íslands-
mótinu að þessu sinni.
En áður en lengra er haldið,
skulum við fara yfir úrslitin i
kvennaflokknum:
1 stökki yfir hest sigraði Berg-
lind Pétursdóttir og hlaut fyrir
það 18.10 stig. önnur varð Gunn-
hildur úlfarsdóttir með 16.30 stig
og þriðja Gyða Tryggvadóttir
með 16.15 stig.
Berglind Pétursdóttir hafði
mikla yfirburði á tvislánni og
sigraði með 15.55 stig. önnur varð
Björk ólafsdóttir og hlaut hún
13.60 stig. Systir Berglindar, Jó-
dis Pétursdóttir, hafnaði siðan i
þriðja sæti með 13.05 stig.Ein var
sú grein, sem Berglind Péturs-
dóttur tókst ekki að sigra i og það
var á jafnvægisslánni. Þar sigr-
aði hin bráðefnilega Karólina
Valtýsdóttir og hlaust fyrir það
17.45 stig. Islandsmeistarinn i
samanlögðu, það er Bergþnd Pét-
Gullkóngur og Gulldrottning
sannarlega ástæðu til þess.
ursdóttir, kom þó ekki langt á eft-
ir með 14.40 stig. 1 þriðja sæti
hafnaði Vilborg Nielsen með 14.90
stig.
I gólfæfingunum var Berglind
sigurvegari og hlaut einkunnina
18.50 fyrir. í öðru sæti varð Karó-
lina Valtýsdóttir með 17.80 stig og
þriðja Þóra Guðiónsen. sem að-
islandsmótsins sjást hér kyssast skrautlega. Þau höfðu svo
„Allt jafn skemmtilegt”
Segir Berglind Pétursdóttir
Islandsmeistarinn i kvenna-
flokknum er Berglind Péturs-
dóttir úr Gerplu. Eftir að hún
hafði ásamt Sigurði tekið við öll-
um sinum verðlaunum teymdum
við hana varlega út i horn og
gættum þess að ekkert af gullinu
félli i gólfið. Varð hún góðfúslega
við þvi að svara nokkrum spurn-
ingum.
Við spurðum hana fyrst að þvi
hverju hún vildi þakka þennan
mikla árangur sem hún náði á
þessu móti?
Þetta er ekki i fyrsta skipti áem
þú sigrar á móti i fimleikum, er
það ekki rétt?
eins er 10 ára gömul, og hlaut hún
16.75 stig.
Berglind Pétursdóttir er þvi ís-
landsmeistari i fimleikum 1978
með samanlagt 69.55 stig i öðru
sæti varð Vilborg Nielsen með
59.50 stig og þriðja Karólina Val-
týsdóttir með 59.05 stig.
Það vareins og áður segir gam-
an að fylgjast með mótinu að
þessu sinni. Greinilegt er að fim-
leikastelpurnar eru i mikilli
framför og stærsti kostur þeirra
er hversu ungar þær eru.
Það er mikil ábyrgð sem á
Fimleikasambandi Islands hvilir.
Nú má engan veginn láta staðar
numið heldur halda áfram á
þeirri traustu braut sem farin
hefur verið að undanförnu.
En vindum okkur þá i karla-
greinarnar. Þar voru aðeins
fimm keppendur. Meiri uppgang-
ur virðist vera hjá stelpunum i
fimleikunum en þó er engin á-
stæða til svartsýni hjá drengjun-
um, þrátt fyrir fæðina.
Sigurður T. Sigurðsson var i al-
gjörum sérflokki. Hann sigraði i
öllum atriðum sem drengirnir
tóku þátt i. Og þrátt fyrir það að
honum mistækist i tveimur þeirra
og þó aðallega á tvislánni, þar
sem hann varð að byrja aftur á
æfingunnienkomst þó frá henni á
sómasamlegan hátt.
Sá er veitti Sigurði mesta
keppni var Jónas Tryggvason.
Hanner greinilega sá,er við veldi
Sigurðar tekur. Það er einnig
greinilegt að hann hefur mikið
lært af góðri vinkonu sinni, sem
er enginn önnur en Berglind Pét-
ursdóttir Islandsmeistari.
Sigurður T. Sigurðsson KR
hlaut samanlagt 101.85 stig og
Jónas Tryggvason Ármanni i
öðru sæti með91.55 stig og Heimir
Gunnarsson Armanni varð þriðji
með 87.90 stig.
Að loknum öllum greinum
mótsins voru verðlaun afhent og
var ekki laust við að þau Sigurður
og Berglind væru gulli likust er
verðlaunaafhendingu lauk.
Mótinu var siðan slitið af Ast-
björgu Gunnarsdóttur formanni
Fimleikasambands íslands.
SK.
»fitt mÁt??
viV13°8 ei iiii mui