Þjóðviljinn - 20.05.1978, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. maí 1978
DlODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: tJtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla auglýs-
ingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf.
Veröbólguhjóliö snýst
Það verður að draga úr verðbólguhraðnaum. Þess
vegna verðum við öll að fórna einhverju. Þess
vegna skömmtum við launafólki lægra kaup á
næstu mánuðum en það átti að hafa samkvæmt
samningum. Kaupmátturinn verður að visu minni á
næsta ársfjórðungi en hann var á þeim siðasta, en
það kemur til með að borga sig, þvi að verðbólgu-
hjólið snýst þá hægar.
Þetta er eins konar sýnishorn af einum þætti mál-
flutningsins hjá formælendum rikisstjórnarflokk-
anna i vetur, þegar þeir voru að knýja kjaraskerð-
ingarlögin i gegnum alþingi. Birtir voru „visinda-
legir” útreikningar þess efnis, að það hlyti að draga
úr verðbólgunni, ef svolitið væri klipið af umsömd-
um kaupmætti launa. Útbúin var sérkennileg kjara-
skerðingamylla sem átti á næstu mánuðum að
minnka kaupmátt launa i nokkru hlutfalli við hraða
verðbólgunnar. Ef það hægðist verulega á hraða
verðbólguhjólsins, mundi minnka sú skerðing launa
sem hver nýr ársfjórðungur hefði i för með sér. Ella
ykist skerðingin jafnt og þétt.
Nú er liðinn fyrsti ársfjóðrungurinn sem færir
reynslu af kjaraskerðingarlögunum. Komnar eru
niðurstöður af verðlagsmælingum timabilsins
febrúar—mai. Þær sýna meiri hækkun framfærslu-
kostnaðar heldur en á næsta timabili á undan, þegar
samningar verkalýðsfélaganna voru i gildi. Verð-
bólgan hefur aðeins tvisvar sinnum verið meiri á
3ja mánaða timabili og hún var nú, og það var á
fyrstu misserum þeirrar rikisstjórnar sem nú situr.
Það var á þeim timum þegar hún var að þrýsta nið-
ur þeim kaupmætti sem náðist á vinstristjómar
árunum.
Augljóslega er ekkert mark takandi á áróðri rik-
isstjórnarflokkanna um að kauphækkanir séu und-
irrót verðbólgunnar. Dæmið snýr þver öfugt: Verð-
bólgan er hagsstjórnartæki rikisvalds og samtaka
atvinnurekenda til að lækka kaupið, minnka kaup-
máttinn.
Undanhaldiö hafiö
Þess hefur gætt að undanförnu að einstakir at-
vinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur væru nú
orðnir þess mjög fýsandi að ganga til samninga við
verkalýðsfélögin. Ýmsir virða reyndar kjaraskeð-
ingarlögin að vettugi og greiða kaup i samræmi við
samningana frá þvi i fyrra. Bæði á Suðurnesjum og
á Vestfjörðum hafa atvinnurekendur sýnt vilja til
samninga, en hætt við öll tilboð á siðustu stundu.
Augljóst er að valdaklikán i Vinnuveitendasam-
bandinu i Reykjavik, studd af rikisstjórn Fram-
sóknar og Ihalds, óttast nú mjög að samstaðan
bresti hjá atvinnurekendum. Slikt væri pólitiskt á-
fall fyrir rikisstjórnarflokkana.
Af þessum sökum hafa Vinnuveitendasamband
íslands og rikisstjórnin hrakist i þá stöðu að ræða
um breytingar á ákvæðum kjaraskerðingarlaganna
frá þvi i vetur. 1 efnahagsmálum hafa engin skilyrði
breyst frá þvi lögin voru sett, en þrýstingsaðgerðir
verkalýðsfélaganna og óttinn við refsidóm kjósenda
hafa breytt stöðunni.
Óliklegt er að verkalýðssamtökin semji um neitt
minna en það, að siðustu samningar taki fullt gildi á
ný. Rikisstjórnin mun hins vegar vera að hugleiða
bráðabirgðalög sem dragi eitthvað úr skerðingar-
reglunum frá þvi i vetur.
Lið rikisstjórnarinnar og atvinnurekenda er kom-
ið á undanhald. Nú þarf að reka flóttann. Samning-
ana i gildi!
—h.
Hvað liður skoð-
anakönnun Visis?
Dagblaðið Visir hefur látið
gera könnun á fylgi flokkanna i
Reykjavik. Könnunin byggist á
400 manna handahófskenndu
úrtaki úr ibúaskrá borgarinnar
og telja Visismenn hana betur
unna og visindalegri en flestar
kannanir af þessu tagi sem
gerðar hafa verið til þessa.
Miklar sögusagnir eru þegar á
kreiki um niðurstöður könn-
unarinnar. Heyrst hefur að
áhrifamenn i Sjálfstæðisflokkn-
um leggi hart að ritstjórum Vis-
is aö hætta við birtingu á niður-
stöðum eða að minnsta kosti
draga birtingu þeirra fram á
siðustu stundu.
Astæðan er sú að I ljós kemur
að meginniðurstöðurnar eru
tvær. Annarsvegar að thaldið
að takast að hreyfa við ýmsum
fyrrverandi kjósendum Sjálf-
stæöisflokksins i borgarstjórn.
Alþýðufólki sem látið hefur
véla sig til stuðnings við thaldið
vegna ofurþunga áróðurstækja
þess er að skiljast að átökin um
hvort félagslegt framtak eða
„frjálst framtak”til gróðasköp-
unar. örfárra einstaklinga skuli
vera ráðandi aflið I uppbygg-
ingu borgarinnar standa fyrst
og fremst milli Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðubandalags-
ins. t gegnum áróðursmoðreyk
thaldsins sjá æ fleiri hverjir það
raunverulega eru sem berjast
fyrir hagsmunum hins almenna
launamanns I Reykjavik.
Að hamla gegn
misnotkun
Varla mun það nægja til þess
að hnekkja veldi Sjálfstæöis-
þarf ekki að óttast um meiri-
hluta sinn i Reykjavik og hins-
vegar að mikill hluti kjósenda
er enn óráðinn. Ottast kosninga-
stjórar Sjálfstæðisflokksins að
þessar upplýsingar muni enn
auka á værukærð stuðnings-
manna og flokksmanna og þeir
muni ekki nenna á kjörstað úr
þvi að engin hætta er á ferðum.
Hinum óráðnu er einnig hættara
við aö leyfa sér dálitið „ábyrgð-
arleysi” og efla vinstri floldcana
i borgarstjórn með atkvæði sinu
úr þvi að fyrir liggur að thaldið
heldur velli. Það er eðlilegur
þankagangur út frá þeirri stað-
reynd að engum er hollt að hafa
of stóran meirihluta að baki sér
og enga marktæka minnihluta-
andstöðu. Svo lýðræðislega eru
kjósendur þenkjandi að i það
minnsta sumum þeirra hryllir
við fullkominni einstefnu í-
haldsins i borgarstjórn jafnvel
þótt þeir séu veikir fyrir gyll-
ingu Birgis og Olafs B. Thors á
„hinum samhenta meirihluta”
andspænis „glundroða minni-
hlutaflokkanna”.
Gamli vaninn og
leiðinn
Fjöldi Reykvikinga kýs thald-
ið i borgarstjórnarkosningunum
af gömlum vana. Núverandi
borgarstjórnarmeirihluti þykir
afskaplega litlaus og óspenn-
andi og enda þótt vaninn sé rfk-
ur i fólki getur hann verið leiði-
gjarn til lengdar. Viðjar vanans
geta snúist upp I hvimleiðan
ósið.
Dugir ekki til
Sjálfsagt hefur minnihluta-
flokkunum i heild ekki tekist að
nýta sér það til fullnustu hvað
fólk er i rauninni orðið leitt og
þreytt á stjórn íhaldsins á borg-
inni þótt það kjósi Sjálfstæðis-
flokkinn af gömlum vana. Þó
sjást þess merki nú upp á sið-
kastið að Alþýðubandalaginu sé
flokksins i Reykjavik sem um
leið er ein meginstöð valdastöðu
hans i landsmálunum. Auðstétt-
in á Islandi, sem hefur sitt höf-
uðvigi i Reykjavik, á ekki
minna undir borgarstjórn
Reykjavikur heldur en lands-
stjórninni. Og um langt skeið
hefur borgarvaldið alfar-
ið stjórnað i þágu einka-
brasks og eignasafnara.
En afleiðingar þessar-
ar stefnu fyrir þorra borgarbúa
eru þess eðlis að fleirum en
nokkru sinni fyrr er ljóst að
nauðsynlegt er að stórefla áhrif
sósialista I borgarstjórn til þess
að hamla gegn misnotkun
valdsins i þágu óprúttinna auð-
safnara og spilltra embættis-
manna sem hafa fyrir löngu
gleymt aö hlutverk þeirra er að
veita fólki þjónustu en ekki að
hlaöa undir sjálfa sig og flokks-
gæðinga.
„Hvað er miljón
milli vina?”
Eftirfarandi grein um fjár-
málahneyksli á Seltjarnarnesi,
þar sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ráðið lofum og lögum,
birtist I blaði vinstri manna og
óháðra borgara á Seltjarnarnesi
sem bjóða fram H-listann til
bæjarstjórnar. Hún er ljóst
dæmi um það hvaða hagsmun-
um og hverra hagsmunum
Sjálfstæðisflokkurinn þjónar.
„Hver vill kaupa hús?
Þriggja hæða steinhús á einum
besta stað i Reykjavik til sölu.
Fasteignamat hússins er kr.
21.772.000.00 — tuttugu og ein
miljón sjö hundruð sjötiu og
tvær krónur. Kauptilboð barst i
eignina 27. mai 1977 og var þvi
tekið. Húsið er selt með mjög
góöum kjörum, á kr. 12 miljón-
ir, 6 miljónir greiðist við undir-
skrift samnings og eftirstöðvar
greiðist á 10 árum!!
Ekki virðist öllum borgurum
þessa lands standa slik kaup til
boða, en sumir eru út valdir.
Fyrirtæki að nafni Bjarni P.
Halldórsson sf. Rvk., eigendur
uppgefnir I firmaskrá eru
Bjarni P. Halldórsson og
tengdasonur hans Guðmar
Magnússon, 5. maður á lista
Sjálfstæðismanna til bæjar-
stjórnar á Seltjarnarnesi og
skipar þvi baráttusæti hans.
Það sakar ekki að geta þess,
að sjóðsstjórnin, sem annaðist
söluna á Vesturgötu 28, eign
Gjafasjóðs Sigurgeirs Einars-
sonar er ekki af verri endanum.
Magnús Erlendsson, forseti
bæjarstjórnar er formaður
hennar. Svo segja má með sanni
„Hvað er miljón milli vina?”
Sjóður til að
lána vinum ár
Árið 1964 þegar Rikisendur-
skoðun tók að hefja eftirlit með
slikum sjóðum var lausafé
sjóðsins tæpar 2 miljónir króna.
Lánað hefur verið úr sjóðnum
en ekki er vitað hverjir hafa
ifengið lánin og erfiðlega hefur
gengið að fá að sjá gerðabók
hans. Allir gamlir Seltirningar
vita að nefndur sjóður hefur
verið notaður af forkólfum
sjálfstæðismanna til einkalána.
Karl B. Guðmundsson var for-
maður sjóðsstjórnar á undan
Magnúsi Erlendssyni. Þvi er
hér lika komið á framfæri eftir
samtal við Rikisendurskoðun,
að sjóðsstjórninni hefur láðst að
senda reikningsuppgjör sjóðsins
til þeirra, ár hvert frá árinu
1964, eins og þeim ber að gera,
Gjafasjóður Sigurgeirs
Einarssonar var stofnaður n.
ágúst 1952. Sigurgeir Einarsson,
kaupmaður, Vesturgötu 28,
Reykjavik arfleiddi Seltjarnar-
nesbæ að mestöllum eignum
sinum til stofnunar þessa sjóðs
og var hlutverk sjóðsins að
byggja sjúkrahús á Seltjarnar-
nesi til minningar um Bjarna
Pálsson landlækni, er bjó i Nesi
við Seltjörn. Eignir sjóðsins
voru húseignin Vesturgata 28,
ásamt verðbréfum og allhárri
peningaupphæð, kr. 2 miljónir,
árið 1964. Sjóðinn átti að ávaxta
með hæstu leyfilegum vöxtum
og rikistryggðum skuldabréfum
svo að sjóðurinn stæði undir
ætlunarverki sinu.
Ekki hefur varðveisla sjóðs-
ins tekist sem skyldi hjá þeim
fjármálaspekingum, sem höfðu
með höndum varðveislu sjóðs-
ins. I dag þegar lána á þessa
peninga til Heilsugæslustöðvar-
innar á Seltjarnarnesi nemur
lausaféeign sjóðsins tæplega 10
miljónum króna, þar með
reiknuð útborgunin af Vestur-
götu 28, 6 miljónir.
Hefði sjóðurinn verið I góðra
manna höndum og ávaxtaður
sem skyldi mætti áætla eign
hans ná um 90 miljónir króna.”
—«.k.h.
jsturgoto 28: Oott húl O sjaft'orúl fyrlr gúúai
Veiturgata M: Gott hái á gjaf-
verði fyrir góðan vin!