Þjóðviljinn - 20.05.1978, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.05.1978, Síða 7
Laugardagur 20. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Græn bylting er i þágu allra: barna, unglinga, heimavinnandi t'ólks, gamalmenna, fólks meö - barnavagna, bæklaöra, blindra,öryrkja, sérviturra billeysingja, þeirra sem vilja spóka sig utan bila og malbiks. Hér er þörf á grænni byltingu 1 borgarstjórnarkosningunum 1974 var gerð bylting i Reykjavik; þá „komst til valda” sterkur meirihluti, sem lagði til atlögu fyrir gangendur og gróandi grund. Glöddumst vér yfir þvi að nú gætum vér innan tiu áru farið spássérandi óhrædd enda á milli i borginni undir vonda „aut.óbana”, milli grænna blómabala og notið „menningarlegra athafna” étandi „hunda” i sællegum lystigörðum. Og ekki er öll nótt úti enn. Margt getur gerst á sex árum og vist er um það að Róm var ekki byggð á einni nóttu. Þær urðu fleiri. Hverju var lofað? Fyrirheit grænu byltingar- innar voru falleg kosningaloforð og aldrei verður annað sagt, en að sjálfsagt sé fyrir stjórnendur að starfa samkvæmt áætlunum. A þvi er þó sá hængur, að áætlanir verða aldrei nema kosningaloforð séu þær ekki raunhæfar eða þá gerðar raun- hæfar. Litið var raunhæft við grænu áætlunina þvi mest var hún bollaleggingar og var- naglar. t raun lofaði hún ekki öðru næstu fjögur árin en þvi að (1) haldið yrði áfram að ganga frá ófrágengnum flögum, sem urðu útundan og fengu hvorki hús né götu yfir sig, (2) að steyptar yrðu nokkrar gang- stéttir meðfram götum og (3) sem er eitt stærsta loforðið, að lagðir yrðu stigar fyrir hjólandi og gangandi vitt og breitt um og út fyrir borgina og ennfremur (4) að Elliðaársvæði yrði full- gert. Við þessi atriði takmarkaði sérstök framkvæmdaáætlun grænu byltinguna. Um það þarf ekki að hafa mörg orð að þessi kosningaloforð voru gróflega svikin en mest eftirsjón er þó að stigunum. Og hvað skyldi hafa verið gert á Elliðaársvæðinu? Fyrst svo vel hefur miðað við Elliða- I ársvæðið sem raun ber vitni, megum við hin, sem ekki höfum efni á veiðileyfum eða gæðingum vænta þess á næstu sex árum >.að draumar okkar rætist. Hugmyndir grænbyltingar- höfundavoru góðra gjalda verð- ar, sérstaklega ef hér væri sumar og bliða mest allt árið og peningar nægir. Fyrir okkur hér og nú eru þær ekki annað en hugarfóstur. Þó einhver kunni að hafa fengið glýju i augun fyrir siðustu kosningar, þá væntir þess liklega enginn að Reykjavikursvæðið yrði einn allsherjar Edenslundur á 4 eða 10 árum. Menn hefðu orðið þakklátir fyrir einfaldar úr- bætur, sem ekki þyrftu að kosta nein firn. Það sem ef til vill hefur helst orðið grænu byltingunni að falli og valdið þvi að hún hefur gleymst þegjandi og hljóðalaust er að þeir hópar, sem hún kæmi helst til góða hafa litil pólitisk völd: börn, gamalmenni, bil- leysingjar og náttúrunnendur. Samkvæmt gamalli reynslu (t.d. úlfaþytinn sem varð vegna misheppnaðra ganga undir Miklubrautina,) vitum við að það þykir bruðl að kosta miklu upp á þessa hópa og hugmyndir grænbyltingarmannanna voru margar allkostnaðarsamar, eða öllu heldur sá framkvæmda- máti sem á þeim skyldi hafður. Það er makalaust, að aldrei virðist mega gera neinar úr- bætur, þó til bráðabirgða séu. Þegar loksins er ráðist i eitt- hvað verður það viðundur og peniningaskandall. Sem dæmi má nefna ófram- gengna hugmynd úr grænu byltingunni — göngubrú yfir Barónsstig. Hvers vegna ekki yfir Lokastig? Skyldu ekki hafa orðið tafir á göngu- og hjólreiðastigunum vegna þess að þeir urðu i upphafi að vera með varanlegu slitlagi? Og skyldi miðasalan i Laugunum vera búin að borga upp stúkuna? Og af hverju eru þær lokaðar á sunnudögum? Hvers vegna ekki að byrja á þvi sem bærilegra er, eins og td. að láta að svo sjálfsagðri kröfu að setja fláa á gang- stéttarbrúnir við gatnamót og sebrabrautir? Byggöastefna? Hugmyndir grænbyltingar- höfunda lúta gjarnan að þvi að beina fólki út úr byggð á sunnu- dögum (reyndar er orðið viðtekið að fólk flýr unnvörpum i bilum sinum út úr borginni þessa fáu góðviðrisdaga sem koma hér, svo er myndarskap borgaryfirvalda fyrir að þakka) en litt að þvi að gera almennum vegarendum og ibúum hverf- anna lifið bærilegra i byggð um helgar og rúmhelgar. Ekki er t. d. vafi á þvi að hjól- reiðar ykjust að mun, ef aðstæður væru bættar og réttur þeirra aukinn, sett t.d. upp ein- staka reiðhestagrind (þaö er engin i öllum miðbænum hvað þá skýli). Né heldur er vafi á þvi að ferðir gangandi yrðu mun skaplegri, sérstaklega utan vinnutima, ef strætisvagnarnir leggðu ekki af stað frá torginu allir i einu og ferðirnar væru tiðari (með minni vögnum á kvöldin). Unnt er að ganga enda á milli i borginni utan vinnu- tima án þess nokkurn tima að sjá vagn og standa vegalaus á Hlemmi i hálftima. Enginn er óhultur fyrir hraðbrautum Alvarlegust er þó sú stað- reynd að það er vart eftir það ibúðarhverfii Reykjavik sem er óhult fyrir hraðbrautum. Um allt liggja umferðarþungar götur þvers og kruss. Astæð- urnar eru fyrst og fremst þær, að á sinum tima var byggt þétt I Reykjavik, sbr. elsta hluta bæjarins, og ekki gert ráð fyrir þeirri ógurlegu bilaöldu, sem átti eftir að dembast yfir þessi hverfi úr öllum áttum frá öllum landsins hornum og sérstaklega úr nágrannabyggðarlögunum og úthverfum tvisvar á dag. Bróðurparturinn af þjónustu- starfsemi, skemmtanalifi, stjórnsýslu og atvinnurekstri Stór-Reykjavikurvæðisins er innan Fossvogs og Elliðaáa, þeas. dreifingin er allt of litil og kallar þvi á aukna umferð. Borgaryfirvöld hafa brugðið á það ráð að skera bæinn sundur hlifðarlitið með „gatnaljósa hraðbrautum” sem þó eru ekki almennilegir af- girtir „autobanar” sem gætu létt mikið á og þyrftu ekki að vera eins margir. (Varðandi Fossvogsbraut vil ég minna á að einu sinni var til vegur, sem hét Bústaðavegur. Hann er ekki fyrir neinum.) Útkoman er algjör ringulreið ekki bara fyrir bilaumferðina, heldur ekki siður fyrir alla aðra umferð og bilastæðahörgullinn er yfir- gengilegur. Af þessu ætti að sjást að nauðsyn þess að koma hinni ýmislegu starfsemi út úr miðbænum er mikil. Svo er þó ekki að sjá að það sé niðurstaða borgaryfirvalda. Enn skal höggva i sama knérunn og áætlanir um að gera miöbæ Reykjavikur að enn meiri - miðstöð með niðurrifi og kastalabyggingum eru stöðugt að koma fram. Yfirvöldum birðist gjörsamlega hafa gleymst að þau hafa nýjan miðbæ i smiðum. Hörmungar grænu bylt- ingarinnar eru miklar og vart gætum vér vænst að þeim linni meðan svo fer fram. Það ætti að vera ein af megin- kröfum verkalýðs þessarar borgar að lifsskilyrði fólks séu viðunandi i borginni sjálfri og aðstæður þess i fristundum góðar. Liggja má verkalýðsfor- ystunni á hálsi fyrir sinnuleysi i þeim efnum. Full þörf er orðin á grænni byltingu. Græn bylting er i þágu allra og þá sérstak- lega þess þorra borgarbúa sem eru börn og unglingar, heima- vinnendur, gamalmenni, fólk með barnavagna, bæklaðir, blindir og öryrkjar og ýmsir sérvitrir billeysingjar og þar fyrir utan allir þeir sem ein- hverja rænu hafa á að spóka sig utan bila og steypu án þess að þurfa að endasendast langt yfir skammt. Börnunum ofaukiö Sá hópurinn sem stærstur er, er börn og unglingar, og börn eigum við flest og börn höfum við öll verið. Börnum virðist þó heldur vera ofaukið i þjóðfélaginu. tbúðir eru ekki gerðar fyrir þau. Þau mega ekki vera i stofunni, þau gætu skemmtfineriið. Þau mega ekki vera i stigagöngum og görðum sem yfirleitt eru aldrei ætlaðir börnum, jafnvel ekki utan við blokkir. Börn mega ekki vera á götunni og eina ráðið til þess að „losna við” þau eru nokkrir ódásamlegir gæsluvellir og róló ásamt lengingu á skóla- skyldunni. Það hefur orðið æ sjaldgæfara að börn séu send i sveit og taki þátt i atvinnulifinu. Við þaö er mikils misst, en ástæðan er siaukin borgarmyndun og vax- andi framleiðni og sérhæfing i landbúnaðinum. Það er þvi skylda borgaryfirvalda aö reyna að bæta skaðann. Náttúrulegt umhverfi er börnum mikils virði og það er foreldrum' einnig mikils virði að þurfa ekki að vera sihrædd um börn sin vegan umferðarþunga i hverfinu. Þeim möguleikum til larid- könnunar sem fyrir nokkrum árum voru enn i Reykjavik hefur stórlega fækkað. Dæmi um það eru Vatnagarðar og ýmis óbyggð svæöi. Möguleikum barna til athafna eins og bryggjudorgs, sunds i sjó, gamlársbrennu o.fl. o.fl. hefur einnig fækkað. Græn bylting á erfitt upp- dráttar, þegar aðrir þættir aðal- skipulagsins fara hamförum. Menn þurfa orðið að setja sig i sérstakar stellingar til að komast i snertingu við náttúruna, taka sér ferð á hendur og skoða hana eins og i dýragarði. Rekist menn á óbyggðan blett sem ekki hefur verið spillt innan borgarmarkanna rekur þá i rogastans. Virðingarleysið fyrir óbeislaðri náttúru er algjört og vist vita menn að lóðir eru dýrar og litlir hagvaxtarmöguleikar i gisinni byggð. Þó hygg ég að ögn meiri stilling i þessum efnum sé ódýrasta græna byltingin sem borgarstjórnin getur gert. Hjalti Þórisson / Aðalfundur Ibúasamtaka Vesturbæjar: Brýn þörf fyrir græn svæöi IBUASAMTÖK VESTURBÆJAR G Aðalfundur ibúasamtaka Vesturbæjar var haldinn 8. þ.m. i Iðnó uppi. Stjórn samtakanna skipa nú: Anna Kristjánsdóttir, Gyða Jónsdóttir, Hafnhildur Schram, Magnús Skúlason og Pétur Pétursson. A fundinum urðu miklar umræður m.a. um skólamál, hús- verndunarmál, um skerðingu grænna svæða og gróðurs og umferðarmál. I framhaldi af umræðunum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir.: „Aðalfundur tbúasamtaka Vesturbæjar samþykkir að beina þvi til stjórnar, að hún beiti sér fyrir þvi að hafnar verði nú þegar umræður við skólayfirvöld Vest- urbæjarskóla og Landakotsskóla um stofnun foreldrafélags við skólana.” „Aöalfundur Ibúasamtaka Vesturbæjar mótmælir eindregið fyrirætlun borgaryfirvalda um úýbyggingar og bilastæði á Landakotstúni. Varar fundurinn viö öllum áformum um að skerða græna reiti, er lengi hafa verið borgarprýði.” „Aðalfundur Ibúasamtaka Vesturbæjar mótmælir harðlega þeim ráðagerðum borgaryfir- valda aö leggja garöinn á horni Túngötu og Garöastræti undir bilastæði. Benda samtökin á hina phyris snyrtivörurnar verða sífellt vinsælli. phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyða D/lVT'/S fyrir viðkvæma r húð phyris fyrir allar húðgerðir Fæst í helstu snyrtivöruversl- unum og apótekum. brýnu þörf fyrir græn svæði i Vesturbænum og leggja þvi áherslu á að umræddur garður verði útbúinn sem útivistarsvæði fyrir unga og aldraða.” „Aðalfundur Ibúasamtaka Vesturbæjar skorar á borgaryfir- völd að leggja sitt af mörkum til aö Fjalakettinum gamla i Grjótaþorpi verði bjargað frá niðurrifi og honum fundið verðugt verkefni i þágu almennings.” Samtökin hafa nýlega látið gera veggspjald, sem selt veröur á eftirtöldum stöðum: Sögufélag- inu við Fischersund, bókaútgáf- unni Iðunni við Bræðraborgar- stig, ritfangaverslun VBK viö Vesturgötu, bókaversluninni Orn og Orlygur og viðar. Hiö nýja plakat ibúasamtaka Vesturbæjar fæst m.a. i Sögu- féiaginu við Fischersund, Iðunni við Bræöraborgarstig, VBK viö Vesturgötu og hjá Erni og örlygi, Vesturgötu. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.