Þjóðviljinn - 20.05.1978, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 20.05.1978, Qupperneq 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. mal 1978 Laugardagur 20. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Það er alveg óumdeil- anlegt að allur fjöldi iðnverkafólks er tekjulægsta fólkið i þjóðfélaginu þó að mörg störf þess séu erfið og óþrifaleg og þeim fylgi mikill há- vaði. í Reykjavik er mikill meirihluti launþega og það er brýnt hags- munamál þeirra að i stjórn borgarinnar og rikisins sé fólk með jákvæð viðhorf til verkafólks. Verkamaður, sem fær eina og hálfa miljón króna i lifeyrissjóðs- lán til 15 ára, þarf að borga hálfar árstekjur sinar i vexti og af- borganir aðeins af þessu eina láni. Viðtal við Guðmund Þ. Jónsson formann Landssambands iðnaðverkafólks sem „Pólitísk og fagleg barátta fer alltaf saman” A vinnustööum iðnverkafölks I Reykjavfk þarf mörgu að sinna,og það Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambauds iðnverkafölks er I verkahring Guðmundar að greiða úr vandamálum sem þar koma upp. Hér er hann I Gráfeldi h.f.i<Ljósm. Leifur) Guðmundur Þ. Jónsson for- maöur Landssambands iðn- verkafólks er I 5, sæti á framboðslista Alþýðubandalags- ins til borgarstjórnarkosninga sunnudaginn 28. mai. Þjóðviljinn kom að máli við Guðmund um daginn til að grennslast svolitið um uppruna hans,störf og skoðan- ir. Strandamaður í húð og hár — Hvaðan ert þú upprunninn, Guðmundur? — Ég er Strandamaður i húö og hár, fæddur á Gjögri i Arnes- hreppi i Strandasýslu og alinn þar upp fram að fermingu. — Segðu mér svolitið frá for- eldrum þinum og fjölskyldu? — Ég er yngstur 12 systkina og missti föður minn þegar ég var 6 ára gamall. Hann hét Jón Magnússon og var sjómaður, að- allega togarasjómaður Móðir min, Bjarnveig Friðriksdóttir, átti áfram heima fyrir norðan þar til ég var 13 ára að við fluttum suður. — Þetta hefur verið mjög stórt heimili? — Þegar ég man eftir mér voru eldri systkinin orðin uppkomin og mörg farin aö heiman svo að hóp- urinn var farinn að þynnast. — Hvað um skólagöngu þina? — Ég átti góða æsku en það var ekki mikiö skólanám að ræða, að- eins barnaskólanám. Seinna þeg- ar ég var orðinn fullorðinn gafst mér svo kostur á að stunda tveggja ára nám i verkalýðs- málaskóla i Sovétrikjunum. Það var ákaflega gagnlegur og þrosk- andi timi. Björn Bjarnason haföi mikil áhrif á mig. — Þú hefur þá snemma byrjað að vinna fulla vinnu7 — Já.straxer ég kom suður fór ég aö vinna, fyrst i frystihúsi í Keflavik og siðan almenna verka- mannavinnu. — Hvenær byrjaðirðu aö hafa afskipti af félagsmálum? — Ætli ég hafi ekki verið svona 16-17 ára þegar ég gekk i Æsku- lýðsfylkinguna. — Þú ert kannski af róttæku heimili? — Nei, þar var engin róttækni. Framsóknarflokknum var fylgt að máli og fyrst og fremst Her- manni Jónassyni þingmanni kjör- dæmisins. — Hvað olli þvi þá að þú varðst sósialisti? — Þegar ég fór sem unglingur að vinna i byggingavinnu lenti ég þar með ungum mönnum sem voru i Æskulýðsfylkingunni og átti lika félagsskap með þeim ut- an vinnu. Þeir höfðu áhrif á mig. Tvitugur fór ég að vinna i sápu- gerðinni Frigg og þá kynntist ég Birni Bjarnasyni og þaö var fyrst og fremst vegna áhrifa frá honum að ég fór að skipta mér stéttarfé - lagi minu.Sfðan höfum við veriö samferða á þvi starfi alla tið siðan. Það hefur verið geysidýr- mætur skóli fyrir mig að starfa með Birni með alla sina þekkingu og reynslu. í vor fór það svo að ég tók við af honum sem formaður Landsambands iðnverkafóiks þegar hann ákvað að hætta. Ekki er hægt aö una viö hin lágu laun. — Hvenær byrjaðir þú að hafa afskipti af málefnum Iðju? — Þaö ar árið 1962 sem ég fór fyrsti framboð til stjórnar félags- ins á lista vinstri manna. Gisli Svanbergsson var formannsefni en ég varaformannsefni. Við náð- um ekki kjöri. Hins vegar hef ég verið varaformaður núna i 9 ár en hafði áður verið meðstjórnar- maður i 3 ár. — Hefur þér fundist brýnt að berjast fyrir málefnum iðnverka- fólks? — Ég hef frá fyrstu tið verið þannig að upplagi að ég hef viljað skipta rnér af hlutunum, ekki vera hlutlaus áhorfandi. Það er alveg óumdeilanlegt að allur fjöldi iðn- verkafólks er tekjulægsta fólkið i þjóðfélaginu þó að mörg störf þess séu erfið og óþrifaleg og þeim fylgi mikill hávaði. Til þess að þetta breytist þarf hugarfars- breytingu og brýnt er að hver ein- asti félagsmaður hafi afskipti af stéttarbaráttunni. Ekki er hægt að una við hin lágu laun. Ef ein- hver gróska á að vera i iðnaði verður að vera hægt að launa starfsmenn hans i samræmi við aðrar stéttir. Þar starfar mikiö af góðu fólki sem kann vel til verka og framleiðir góða vöru. Eftir því sem f leirí fulltrú- ar verkafólks sitjá á al- þingi og f sveitarstjórnum léttir þaö baráttuna. — Nú ert þú i framboði til stjórnar Reykjavikurborgar. Heldurðu að þú getir þokað þess- um málum eitthvað fram á veg á þeim vettvangi? — Alveg vafalaust. Pólitisk og fagleg barátta fara alltaf saman. Eftir þvi sem fleiri fulltrúar verkafólks sitja á alþingi og sveitarstjórnum léttir það barátt- una. Ef annar meirihluti væri i Reykjavik nú, þá hefði hann kannski staðið við samninga um fuilar visitölubætur. í staðinn ræður þessi fjandsamlegi meiri- hluti sem ætlaði að beita sér fyrir þvi að draga 32% af launum sem hefnd vegna verkfallsdaganna tveggja i byrjun mars en þorði að visu ekki að framkvæma það. 1 Borgarnesi og Neskaupstað hafa sveitarstjórnirnar ákveðið aö borga fullar visitölubætur. Hvers vegna er það ekki alveg eins hægt i Reykjavlk? Það er vafalaust að i Reykjavik er mikill meirihluti launþega og það er brýnt hags- munamál þeirra að i stjórn borg- arinnar og rikisins sé fólk með jákvæð viðhorf til verkafólks. Illgerlegt fyrir venjulegt launafólk að koma sér upp eigin húsnæði — Eru einhver sérstök áhuga- mál sem þú vildir beita þér fyrir I stjórn borgarinnar frekar en önnur? — Ef ég mundi eiga kost á að starfa i borgarst jórn — sem verð- ur kannski ekki að þessu sinni — mun ég fyrst og fremst lita á mig sem fulltrúa verkafólks en það eru sjálfsagt mjög mörg mál tek- in fyrir sem varða lif þess. Ég get nefnt húsnæöismálin sem eru orð- in þannig núna aö það er illger- legt fyrir venjulegt launafólk að koma sér upp eigin húsnæði Sem dæmi má taka að maður sem fær eina og hálfa miljón króna i lifeyrissjóöslán til 15 ára þarf að borga hálfar árstekjur sinar i af- borganir og vexti aðeins af þessu eina láni. Húsnæðisvandamálið verður að leysa á félagslegum grundvelli og þá með byggingu leiguibúða sem borgin byggir og efla mjög byggingu verkamanna- bústaða. Gera þarf stórátak í fegrun og hreinlæti á vinnustöðum. í framhaldi af þessu vil ég nefna annað. Þótt við leggjum auðvitað mikla áherslu á þokka- legt húsnæði, sem er brýnt fyrir hverja fjölskyldu að hafa, verð- um við lika að hafa góða vinnu- staöi þar sem menn eyða meiri- hluta vökutima sins. Við viljum hafa allt fint og fágað heima hjá okkur en á mörgum vinnustööum _er ekki sinnt að hafa þá eins og íög og reglugerðir segja til um. Þarna þarf að gera stórátak bæði i fegrun og hreinlæti. — Er ástandið almennt mjög slæmt? — Mörg fyrirtæki eru i gömlu húsnæði sem alls ekki er byggt yf- ir þá starfsemi sem nú er I þvi og oft er það mjög slæmt, En það er ástæðulaust að gleyma þvi sem vel er gert. Ýmis fyrirtæki hafa byggt yfir sig og þar hefur i mörgum tilfellum verið tekið myndarlega á öllum aðbúnaðar- málum. — Hvernig gæti borgin gripið þarna inn i? — Hún gæti gert stórátak bæði með þvi að ganga á undan með góðu fordærm eins og með þvi að efla heilbrigðiseftirlitið. Þar held ég að starfi nú aðeins 2 menn og hafi eftirlit með öllum vinnustöð- um i borginni fyrir utan matvæla- framleiðsluna. Ef maður biður um að fyrirtæki sé skoðað vill heilbrigðiseftirlitið stundum verða. ærið seinvirkt. Þeir sem þar starfa hafa ekki nógu góöar aðstæöur og þeir eru ekki nógu margir I 10 mannanefndinni. — tJr þvi að þú minnist á þetta. I hverju er starf þitt fólgið sem starfsmaður Iðju? — Það er mjög fjölbreytt og margt sem kemur upp i dagleg- um önnum félagsins. Ég þarf að fara á vinnustaði, gefa upplýs- ingar og margt, margt fleira. Núna þessa daga starfa ég i 10 manna nefnd ASI i samningavið- ræðum en það fylgir formennsku i landsambandinu að sitja i þeirri •nefnd. — Hvernig leggjast samning- arnir i þig? — Það er erfitt að segja. Ekki er hægt að búast við miklu af mönnum sem gera samninga og svikja þá siðan. Og eiber vist. Ef styrkur stjórnarflokkanna verður sá sami eftir kosningar láta þeir ekki við svo búið sitja i kaupráns- stefnu sinni. Þá fylgir annað verra. Ég er bjartsýnn. — Að lokum. Hvernig býstu viö að úrslit borgarstjórnarkosning- anna verði? — Eg er bjartsýnn. öll skilyrði ættu að vera til þess að Alþýöu- bandalagið geti bætt við sig manni. Við bjóðum uppá mjög vinsæla og ágæta manneskju i fjórða sæti, en það er Guörún Helgadóttir sem hefur getið sér hið besta orð i tryggingamálum. Eg er bjartsýnn — kannski barnalega bjartsýnn. —GFr. skipar 5. sæti á lista Alþýðubandalagsins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík Ef styrkur stjómar- flokkanna verður sá sami eftir kosningar láta þeir ekki við svo búið sitja i kaupráns- stefnu sinni. Þá fylgir annað og verra. Húsnæðismálin eru orðin þannig núna að það er illgerlegt fyrir venjulegtlaunafólk að koma sér upp húsnæði. Lýðræðis- ást meiri- hlutans í verki \ Svipmynd frá borgarstjórnarfundinum: þarna sjást 7 af Öhöndum meirihlutans á lofti. Tillagan er felld. Felldu tillögu um lýðræðislegra og opnara stjórnkerfi borgarinnar Meirihluti Sjálfstæðisflokksins i borgarstjórn sýndi lýöræðisást sina i verki á sfðasta fundi borgarstjórnar á þessu kjörtima- biíi. Þeir vlsuðu frá tillögu frá Þorbirni Broddasyni um leiðir til þess að örva þátttöku og áhuga Reykvikinga á stjórnun borg- arinnar. Ekki er að efa aö 4rði liður til- lögunnar hefur stungið þá sárast, en hann fjallaöi um að banna skyldi lokaða fundi meirihluta borgarfulltrúa, en silka fundi halda borgarfulltrúar Sjálf- stæðisf lokksins fyrir hvern borgarstjórnarfund og ákveða þar hvernig málum skuli ráðið i krafti atkvæöanna 9. Tillaga Þorbjörns var svo- hljóöandi: Til þess að örva áhuga og þátt- töku Reykvikinga i störfum kjörinna fulltrúa sinna og embættismanna sinna gerir borg- arstjórn eftirfarandi samþykkt: 1. Borgarstjórn Reykjavikur þiggur vald sitt frá Reyk- vikingum og starfar eingöngu I þágu borgarbúa. Til að tryggja þetta meginsjónarmið er nauðsynlegt, að borgarstjórn starfi fyrir opnum tjöldum og taki ákvarðanir og ihugi mál, er almenning varöar, fyrir opnum tjöldum. Þess vegna skulu fundir hennar, stjórna, nefnda og ráða borgarinnar og embættisrnanna hennar vera opnir almenningi og fjöl- miðlum. 2. Fundi borgarstjórnar skal ávallt auglýsa rækilega með minnst tveggja daga fyrirvara i fjölmiðlum, þar meö taldir rikisfjölmiölar. Almenningi skal gefinn kostur á áskrift aö fundargerðum nefnda og ráða borgarinnar. 3. Akvæöi 1. mg. 10. gr. Samþykktar um stjórn Reykja- vikurborgar skulu endurskoðuð með þeim hætti, að þar verði að finna tæmandi upptalningu. Skulu ákvæði greinarinnar einnig taka til kjörinna stjórna, nefnda og ráða borgarinnar eftir þvi sem við á. 4. Óheimilt skal að halda lokaða meirihlutafundi fulltrúa i borgarstjórn eða kjörnum stjórnum, nefndum og ráðum borgarstjórnar, þar sem mál, er varða aimenning, eru rædd og ákvarðanir kunna að vera teknar. 5. Allir fundir, sem haldnir eru og brjóta i bága við 1.-4. liö þess- arar samþykktar, skulu ómerktir og ógildir. 6. Borgarstjórn beinir þeim til- mælum til Alþingis, aö sveitar- stjórnarlögum verði breytt til samræmis við samþykkt þessa og að tryggt verði að almenningur geti ieitaö til dómstóla til að koma i veg fyrir leynd, ef nauðsyn krefur. I framsöguræöu sinni fyrir tíl- lögunni sagði Þorbjörn að sér hefði einkum lærst tvennt á setu sinni i borgarstjórn s.l. 4 ár.: Hið fyrra er að borgarstjórn hefur ætið til meðferðar mál af þvi tagi, að þau varða allan alinenning mjög miklu, mál sem fjöldi fólks hefur gildar ástæður tilað fylgjast með og hafa áhrif á. Hitt^em ég lærði, var að starfs- hættir á borgarstjórnarfundum miðuðust ekki viö það að taka málefni borgarbúa til efnislegrar ihugunar og meöferðar, heldur varþað hlutverk þeirra að lcggja formlega blessun yfir ákvaröanir sem þegar höfðu verið teknar á öðrum vettvangi og af aöila, sem hvergi er að finna i samþykktum um stjórn Reykjavlkur, og er þvi ekki til frá laga- eða stjórnsýslu- sjónarmiði. Þessi aðili lætur sig þó ekki muna um að afgreiða öll málsem minnihlutaflokkarnir bera fram i borgarstjórnjog senda ákvarðanir sinar nánast i formi tilkynninga inn á fundi borgartjórnar. Rökstuðningur sem fylgir þessum tilkynningum er oft slikt sam- bland af valdahroka og virðingar- leysi fyrir málefnalegum vinnu- brögðum að maður hefði frekar óskað þess að honum hefði verið sleppt með öllu. Ákvarðanir teknar á lokuðum meirihlutafundi Þvi skal ekki neitað að form- legum kröfum um lýðræðisleg vinnubrögö hefur verið fullnægt. Sveitarstjórnarlögin leggja þá eina skyldu á heröar borgar- stjórnar Reykjavlkur aö fundir hennar séu haldnir i heyrenda hljóði. Sjáifstæðisflokknum hefur hins vegar tekist að afskræma Meiri- hlutinn vill fá að halda áfram sínum lok- uðufundum og ráða málum borgarbúa á þeim þessa sjálfsögðu reglu I skjóli áratuga meirihlutavalds sins. Umræður og efnisleg afgreiðsla mála er tekin úr þessari lýðræðislegu opnu málstofu inn á lokaðan klikufund sem almenn- ingur fær engan aðgang að. Arangurinn er sá aö Reykavik- ingar eru lögnu afvanir þvi að fylgjast með umræðum i borgar- stjórn. Um þaö vitna tómar bekkjaraðir yfir þessum sal, sem glotta við fundarstjóra og ræðumanni, idag sem endranær. Ég er ekki i neinum vafa um að Sjálfstæðisflokksmenn eru mjög sáttir við afskipta- og áhugaleysi alnennings. A fjögurra ára festi er kjósendum siðan hótað óút- skýrðum, en þó skelfilegum hrellingum ef þeir standi ekki vörð um gamla meirihlutann. Litilsviröing Sjálfstæöisflokks- manna á þessari málstofu sem við sitjum nú I er að minu viti einn ljótasti bletturinn á flokknum. En afnám ákvarðandi klikufunda meirihlutans myndi eitt sér ekki ráða málum endanlega til betri vegar. Mjög mikil málefnaleg umræða fer fram I hinum ýmsu stjórnum, nefndum og ráðum borgarinnar. En störf þessara nefnda eru hulin sjónum almennings nema þaö sem fram kemur i fundargerðum þeirra sem er næsta snubbótt, eins og kunnugt er. Hvaö tryggir lýðræðisleg vinnubrögð Þegar allt kemur til alls eru það þó ekki formsatriðin sem tryggja lýðræðið heldur pólitiskur þroski þeirra sem settir eru til að fram- fylgja þvi. Samþykkt þessarar tillögu myndi skapa grundvöll sem byggja má á ný og lýðræðis- leg vinnubrögð. Davið Oddsson mælti gegn til- lögunni af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins. Þvi miður var ræða Daviös þvilikt saman- safn skætings og hroka að hún er ekki eftir hafandi. Hann klykkti út með að lýsa tillögu Þorbjörns óraunsæislega, ólýöræðislega og út i bláinn og vildi þvi visa henni frá. Framhald á 18. siðu. Kristján Guömundsson við verk sem er gert með sjálfblekungi á þerripappir. (Ljósm. Leifur). Gallerí SÚM: Kristján Gudmundsson opnar sýningu í dag 1 dag opnar Kristján Guöntundsson mynd- listarsýningu iGalleriiSGMen sú sýning var á tsafirði um hvitasunnuhelgina. A henni eru 9 verk unnin á árunum 1972-77, ijóð, teikningar og bækur. Þetta er 15. einkasýning Kristjáns, en þar af sú sjöunda hér á landi, og auk þess hefur hann tekið þátt i fjölda samsýninga á Islandi og erlendis. Kristján hefur undanfarin ár verið á föstum launum hjá riki og bæ i Hol- landi gegn þvi að láta af hendi verk sin til að setja upp á opinberum stöðum. Sýningin in i Galleri SÚM er opin daglega frá kl. 4 til 8 og stendur til 1. júni n.k. Aðgangur er ókeypis. —GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.