Þjóðviljinn - 20.05.1978, Side 14

Þjóðviljinn - 20.05.1978, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. maí 1978 Islandsmótið í knattspyrnu: Umsjón: Stefán Kristjánsson 2. umferð um helgina Marglr spennandi leikir og ógjörn- ingur að spá um úrslit þeirra. Um helgina veröur leikin heil umferð í 1. deild is- landsmótsins í knatt- spyrnu. I dag verða leiknir þrfr leikir. FH-ingar fá KA-menn í heimsókn á Kaplakrikavöllinn og hefst sá leikur kl. 14. KA-menn # sem margir telja einna lík- legustu fallkandidatana, sýndu í fyrsta leik sínum í deildinni að þeir eru til alls Ifklegir og munu svo sann- arlega ekki gefa sæti sitt í 1. deild eftir baráttulaust. Liðið er skipað ungum og frískum strákum og þvf má búast við hörkuviður- eign í Kaplakrika. FH-ingar eru orönir nokkuö hagvanir i l.deildinni. Liö þeirra er skipaö nokkrum mjög sterkum einstaklingum en innan um og saman viö eru nokkrir óreyndir leikmenn sem eiga þaö til aö gera hinar og þessar skissur i hita leiksins. A hinum svo til ónýta grasvelli á Akranesi munu heimamenn reyna aö leika við Breiðablik. Sá leikur er að sjálfsögðu opinn i báða enda þó íslandsmeistararn- ir lifi á fornri frægð og séu sigur- stranglegri, þrátt fyrir aö leikur þeirra gegn Þrótti í vikunni hafi ekki gefið nein sérstök fyrirheit. Atli Eftvaldsson verður sviftsljósinu um helgina Stórleikur á sunnudagskvöldið ki. 20.00 milli Vals og Víkings Breiðablfksmenn sýndu heldur ekki neina snilldarknattspyrnu frekar en önnur lið i deildinni nema ef vera skildi Valsmenn. Sum sé hörkuleikur á Skipa- skaga. I Keflavik leika IB.K og ÍBV. Sú var tiðin hér áðurfyrr að Eyja- menn unnu Keflvikinga nær und- antekningarlaust en eitthvað mun það hafa breyst hin siðari ár. Þessi leikur verður ugglaust mjög jafn og tvisýnn. A sunnudaginn fer einn leikur fram. Vikingur mætir Val. Má vlst telja að sá leikur trekki i rik- um mæli enda bæði liðin sigur- strangleg i deildinni. Og á mánudaginn fer svo sið- asti leikur umferðarinnar fram. Fram og Þróttur leika á Laugar- dalsvellinum. Það er spá flestra að Framarar verði fyrir miðju i deildinni að þessu sinni en allt er óvistum framgang Þróttara, liðið er ungt og vaxandi. I 2. deild verður einnig leikinn heil umferð. Armann leikur við Þrótt á Melavellinum. A Akureyri leika Þór og Fylkir. A Hvaleyr- inni leika Haukar og IBÍ og á Sandgerðisvelli leika Reynis- menn viö Austra. Allir þessir leikir fara fram i dag og hefjast kl. 16 nema leikur Reynis og Austra en hann hefst kl. 17. Sið- asti leikur umferðarinnar er svo leikur KR og Völsunga á Mela- vellinum á sunnudaginn og hefst hann kl. 16. Faðirinn svarar fyrir sig og sína vegna skrifa um leik Víkings og ÍBV Svar við skrifum i Þjóðviljan- um og Visi um þátt linuvarðar i leik Vikings og IBV nefnist grein sem siðunni hefur borist. Er eng- in ástæða til annars en að birta hana og fer hún hér á eftir: Ég vil með nokkrum orðum svara niðskrifum i Visi og Þjóð- viljanum um linuvörslu mina i ieik IBV og Vikings sl. laugardag. Ég kom til Vestmannaeyja með það eitt i huga að gæta linu- varðarstöðunnar eins vel og mér væri unnt. 1 þessum skrifum er það seinna jnárk Vikings sem aðallega er til Jíguræðu mér til mikillar furðu. Ijm það hef ég það að segja, að mnræddur leikmaður var 1/2-1 jiietra fjær marki IBV en aftasti ygrnarmaður Vestmannaeyja, þegar hann fékk langa sendingu fra_m völlinn sem endaði með 100% löglega skoruðu marki. Það var ánægjulegt fyrir mig að dómarinn var i mjög góðri að- stöðu til að sjá staðsetningu öft- ustu leikmanna við umrædda sendingu, hann þurfti þvi ekki einu sinni að lita út á linuna til min. Þá ætla ég að minnast á fyrra markið, sem ég aðstoðaði dómar- ann við að dæma réttilega. Þá fór knötturinn 2 til 3 boltalengdir inn fyrir marklinu. Það var þessi dómur sem var raunverulega stóra sprengjan á áhorfendur og sem allt snerist um þangað til að leikslokum að tveir varnarmenn IBV báru hversu langt boltinn hefði farið inn fyrir marklinu, en þá sneru áhorfendur sér að seinna markinu þvi að eitthvað varð það að vera. Þá fyrst fór ég að heyra háværar raddirum rangstöðu við markið. Ég tel mig hafa komið heilan frá þessum leik og frá lihu- vörslunni, en i framhaldi af þessu má segja, að umdeilanlegt er hvort rétt er að skipa i dómgæslu mann sem á son i öðru liðinu, sem um ræðir. Þar eru eflaust skiptar skoðanir og sjálfsagt að fjalia um það frá heilbrigðu sjónarmiði en ég vii taka fram að ég hefði ekki tekið að mér umrætt starf ef ég hefði ekki treyst mér fullkomlega til að framkvæma það hlutlaust og rétt. Það sama held ég að megi segja um linuvörðinn sem gegndi starfi á hinni linunni, en það hefur hvergi komið fram i greinum blaðanna að hann er fæddur og uppalinn Vestmanneyingur og gegndi starfi sem formaður knattspyrnudeildar ÍBV i ein- hvern tima en fluttist þaðan fyrir nokkrum árum. Með þessú er ég ekki að kasta rýrð á starf kollega mins á hinu linunni, siftur en svo, ég er aðeins að benda lesendum þessara sóðalegu skrifa I Visi og Þjóðviljanum á einstefnuskrif, sem stafa af múgæsingu. Það er annars merkilegt að hvergi í Vis- isgreininni er fjallað um óafsakanlega framkomu áhorf- enda, hún virðist fréttamanni veraafsakanleg vegna aðstæðna? Að lokum vil ég taka f ram að ég er reiðubúinn að láta réttsýna áhorfendurdæma um ágæti mitt i dómara- og linuvarðarstöðu. Eiftur Guðjohnsen Svar íþróttasíðunnar Vegna skrifa Eiðs Guðjohnsen Eins og sjá má hér að ofan er Eiöur Guðjohnsen, sá er var linu- vörður á leik ÍBV og Vfkings, ekki sáttur við skrif undirritaðs. Vegna þessa bréfs, sem hann hef- ur nú sent frá sér fylgja hér nokkrar svarlinur og vonast ég til að þær verði til að skýra minar skoðanir i málinu. Það er skoðun min aö þegar iinuvörður tekur að sér starf i 1. deildarleik eigi hann ekki að vera tengdur öðru hvoru liðinu á nokk- urn hátt. Þessu var þannig varið að Eiður var og er faöir eins af leikmönnum Vikins. Með þvl aö taka þátt i leiknum bauð hann heim allskonar skrifum og mátti vita aö ef hann geröi eitthvað vit- laust fengi hann alla upp á móti sér. Þessu hefur hann gert sér grein fyrir og þvi fór sem fór. En málið er að hann tók að sér starf sem hann átti alls ekki að gera. Eiður getur þess i bréfinu hér að ofan að hinn linuvörðurinn sem tók þátt i leiknum hafi eitt sinn haft aðsetur i Vestmannaeyjum og þvi hafi hann einnig haft hags- muna að gæta. Það eru vissulega einnig mistök að hann skyldi taka þátt I hinum umdeilda leik en það bætir á engan hátt upp mistök hans sjálfs það er Eiðs Guðjohn- sen. Ekki er það ætlun min að fara að lenda hér i neinum ritdeilum viö Eiö. Aö minu mati gerði hann mikla vitleysu sem hann hlýtur að skilja ef hann hugsar málið niður i kjölinn. Eiður talar um niðskrif i Þjóð- viijanum um hann. Það er ekki rétt. Að visu voru Þjóðviljinn og Visir harðastir I að gagnrýna hann en til hvers var hann þá að senda þessa rullu sina i Morgun- blaöið og Timann. Við hér á Þjóð- viljanum þökkum að sjálfsögðu þá auglýsingu en engu aðsiður er þessi ákvörðun hans óskiljanleg. Hitt skal svo tekið fram hér einu sinni enn að engin ástæða er til að draga taum áhorfendanna i Eyjum. Skrilslæti sem þessi eru sem betur fer óalgeng hjá fullorðnu fólki. Þau voru ekki manneskju- leg og eiga eflaust eftir að koma Eyjamönnum i koll. Vona ég að þetta nægi. Málinu er lokið af minni hálfu. SK. Meistaramót í frjálsum Meistaramót Islands I frjálsiþróttum fyrri hluti fer fram á Laugar- dalsvellinum 3. og 4. júni n.k. Keppnisgreinar eru: Fyrri dagur: Tugþraut fyrri hluti, 4x800 m boðhlaup karla og 3000 m hlaup kvenna. Seinni dagur: Tugþraut siðari hluti, 10000 m hlaup og fimmtarþraut kvenna. Keppnin hefst kl. 14 báöa dagana. Þátttökutilkynningar þurfa að berast i siðasta lagi miðvikudaginn 31. mai til skrifstofu FRI eða i pósthóif 1099 ásamt þátttökugjaldi 200 kr. fyrir hverja einstaklingsgrein og 400 fyrir boðhlaupssveit. Tropicana-júdó Siðasta stórðmót þessa starfsárs i judo verður haldið i iþróttahúsi Kennaraháskólans sunnudaginn 21. mai og hefst kl. 2 s.d. en það er Trop icana-keppnin. ATropicana-mótinu er keppt i opnum flokki þeirra judomanna sem eru léttari en 71 kg. Þegar keppt er i opnum flokki án nokkurra þyngdartakmarkana, eiga hinir léttari menn litla möguleika gegn þeim þungu, og þess vegna hefur opinn flokkur af þessari tegund öðlast miklar vinsældir. Hér keppa sem sagt þeir sem eru i þremur léttustu þyngdarflokkunum i judo. A þessu móti er keppt um veglegan silfurbikar sem framleiöendur hins vinsæla Tropicana-drykkjar hafa gefiö. Þetta er i þriðja sinn sem keppt er um bikarinn. Handhafi hans er nú Gunnar Guðmundsson, UMFK. V orsýning Vorsýning Fimleikasambands Islands verður i íþróttahúsi Kennaraháskóla Islands i dag. Þar eð FSI á 10 ára afmæli er þess vænst, að þátttaka i sýningu þessari verði góð. öli félög, sem hafa fimleika á stefnuskrá sinni, eiga þess kost að senda fámenna eða fjölmenna sýningarhópa. Æskilegt er að æfingaval sé annað en keppnisgreinarnar ná yfir, þar eð vorsýningu FSÍ er ætlað það hiut- verk að sýna aðra þætti fimleikastarfs félaga en þá, sem að keppni lýtur og lofa þeim, sem utan keppni standa en æfa vel að sýna hvað þeir fást við. Námskeið FSI á sumri komanda Nú eru tvö námskeið á vegum FSI ákveðin. Þau eru þessi: 1. Jazzleikfimi: I samvinnu við lþróttaskóla Siguröar R. Guðmundssonar verður námskeið i jazzleikfimi haldið að Heiða- skóla, Borgarfirði, dagana 27. mai — 1. júni. Kennarar: Monica Beckmann og dóttir hennar Pia Beckmann. Námskeiöið er ætlað kennurum og áhugafólki, körlum og konum. Þátttökugjald er kjr. 35.000,- auk ferða. Aðeins 40 þátttakendur komast á námskeið þetta, sem skiptist i A og B flokk. Innritun fer fram á skrifstofu FSI eða Heiðaskóla fyrir 20. mai n.k. 2. Fimleikastiginn: Námskeið i 1.-3. þrepi fimleikastigans verður i íþróttamiðstöðinni, Laugarvatni, 30. júni — 7. júli n.k. Nám- skeiðið er fyrir stúlkur og drengi frá 9 ára aldri. Uhí 40 þátttakendur komast að á þessu námskeiði. Nánari upplýsingar um þetta námskeið veröa á skrifst. FSl frá 16. mai n.k.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.