Þjóðviljinn - 20.05.1978, Síða 15

Þjóðviljinn - 20.05.1978, Síða 15
Laugardagur 20. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Tiðindalaust á Bridge vigstöðunum...? Það er orðin hefð hjá niíver- andi stjórn BSÍ, að hunsa Bridge-áhugamenn i landinu, meðþögn ogaðgerðaleysi, bæði hvað varðar framkvæmd móta og fréttaflutning af ýmsum málum. Hefur Landsambands- stjórn ef til vill hvorki getu, Hvað er framundan.. BRIDGE Umsjón: Ólafur Lárusson viljané áhuga á að sinna sinum skyldum? Sem umsjónarmaður Bridge- málefna i dagblaði verð ég að játa, að ég hef ekki i eitt einasta skipti notið þess, að fá fréttir frá BSÍ. Þess i stað hef ég þurft að „toga tiðindi” upp tir einstaka manni, og hygg ég, að svo sé um fleiri Bridge fréttamenn. Þessu verður að kippa i lag, rjúfa einangrunina, að öðrum kosti virðistsýnt,aðstjórnin sé I hers höndum. Stjórn BSÍ, hefur haldið illa á málum i ár. Ýmsum mótum hefur verið frestað, eða svo hef- ur maður heyrt utan úr bæ. Er ekki kominn timi til, að stjórnin geri hreint fyrir sinum dyrum, útskýri gang mála og afhendi þá um leið verðlaun fyrir þau mót, sem búið er að spila i. Um leið væri ekki úr vegi að kynna landslið okkar i ár. Um bikarkeppni BSt i sveita- keppni er það að segja, að frest- ur til skráningar i mótið hefur verið framlengdur til 25. mai. Er vonandi að menn láti skrá sig hið fyrsta. Landsliö íslands... Þá er ljóst, hvernig landslið tslands eru skipuð á Norður- landamótinu, sem hefst i júni. I karlaflokki eru eftirtaldir: Guðlaugur R. Jóhannsson, örn Arnþórsson, Guðmundur Pétursson, Karl Sigurhjartar- son, Jón Asbjörnsson og Simon Simonarson. í kvennaflokki eru: Halla Bergþórsdóttir, Kristjana Steingr imsdóttir, Esther Jakobsdóttir, Ragna ólafsdótt- ir, Guðriður Guðmundsdóttir og Kristin Þórðardóttir. I ungl.flokki eru: Guðmundur Páll Arnarson, Egill Guðjohn- sen, Haukur Ingason, Þorlákur Jónsson, Sigurður Sverrisson og Skúli Einarsson. Þessir eru fyrirliðar: Jón Hjaltason I karlafl., Vilhjálmur Sigurðsson i kvennafl., og Sverrir Armannsson I ungl.flokki. Einsog fyrr segir, hefst mótið i júni, nánar til tekið 10. júni og verður spilað á Loftleiðum. Frá BR... Sl. miðvikudag, var spiluð 4. umferð i sveitakeppni félagsins. Orslit urðu þessi: Jón Hjaltason — Eirikur Helgason: 20-3 Sigurður B. Þorsteinsson — Steingrímur Jónasson: 20-0 Hjalti Eliasson — Guðmundur T. Gislason: 18-2 Stefán Guðjohnsen — Ólafur H. Ólafsson: 17-3 Og staða efstu sveita er nú þessi: 1. HjaltiEliasson 69stig 2. JónHjaltason 59stig 3. Stefán Guðjohnsen 55 stig 4. Sigurður B. Þorsteinsson 48 stig Vakiner athygli á þvi, að næst er spilað á þriðjudaginn nk. Siglfirðingar á höfuðborgarsvæðinu Jón Kjartansson, sem gegnt hefur formennskn I Siglfirðlngafélaginu f 15 ár, tekur við heiðursskjali frá núverandi formanni félagsins, óiafi Ragnarssyni. Minnast 60 ára afmælis Siglfirðingar á höfuöborgar- svæðinu minnast þess i dag að 60 ár eru liðin frá þvi að Siglu- fjörður hlaut kaupstaðarréttindi og 160 ár frá þvi að staöurinn var löggiltur verslunarstaður. Afmælisdagurinn er i dag, 20. maí, en þann dag er árlegur fjölskyldudagur Siglfirðingafé- lagsins i Reykjavik og nágrenni. Þá munu Siglfirðingar hittast i Kristalssal Hótels Loftleiða, þar sem siglfirskar konur munu selja kaffi og kökur og stutt á- vörp verða flutt. Þá mun verða kvikmyndasýning fyrir börnin 1 kvikmyndasal hótelsins. Siglfirðingafélagið i Reykja- vik og nágrenni hefur um árabil verið meðal öflugustu og fjöl- mennustu átthagafélaga á höf- uðborgarsvæðinu. Jón Kjart- ansson, forstjóri ATVR, hefur nú látið af formennsku 1 félag- inu að eigin ósk, og var hann ný- lega kosinn fyrsti heiðursfélagi þess. Núverandi formaður Sigl- firðingafélagsins, Ólafur Ragn- arsson, ritstjóri VIsis, afhenti Jóni skrautskrifað heiðursskjal af þessu tilefni og þakkaði hon- um mikil og giftudrjúg störf I þágu Siglufjarðar og Siglfirð- inga. Jón hafði gegnt for- mennsku I Siglfirðingafélaginu I 15 ár, en hann var ein niu ár bæjarstjóri á Siglufirði. Samkoma Siglfirðinga á Loft- leiðahótelinu stendur frá klukk- an 15 til 18 I dag. Baráttuskemmtun i Vestmannaeyjum W Kjörfundur vegna borgarstjórnarkosninga i Reykja- vik sunnudaginn 28. mai n.k., hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 23.00 þann dag. Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur i Austurbæjarskólanum, og þar hefst talning atkvæða þegar að loknum kjörfundi. Yfirkjörstjórn vekur athygli kjósenda á eftirfarandi ákvæði laga nr. 6/1966: „Áður en kjósandi fær afhentan kjörseðil, skal hann, ef kjörstjórn óskar þess, sanna hver hann er, með þvi að framvisa nafnskirteini eða á annan fullnægjandi hátt.” Yfirkjörstjórnin i Reykjavik, 18. mai 1978. Björgvin Sigurðsson. Ingi R. Helgason. Guðmundur Vignir Jósefsson. Kosningaskrifstofa Alþýðu- bandalagsins í Stykkishóimi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar verður opin þriðjudag, miðvikudag, föstudag og laugardag. Skrifstofan er i Verkalýðshús- inu. Alþýðubandalagið. F ramkvæmdast j óri flugrekstrarsviðs Félagið vill ráða framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs frá 1. júli n.k. Starf framkvæmdastjórans felst i yfirstjórn á rekstri flugvéla félagsins, viðhalds- og tæknideilda þess heima og erlendis og rekstri flugafgreiðslanna á Keflavikur- flugvelli, J.F. Kennedy-flugvelli og Findel-flugvelli. Flugrekstrarsviðið skipt- ist i þrjár deildir, flugdeild, viðhalds- og tæknideild og flugstöðvadeild. Starfið ger- ir kröfur til stjórnunarreynslu og stjórn- unarþekkingar. Tæknimenntun á háskóla- stigi og/eða veruleg reynsla af eða þekk- ing á flugrekstri er nauðsynleg Umsóknir um starfið óskast sendar til starfsmannahalds Flugleiða hf Reykja- vikurflugvelli og berist þangað ekki siðar en 5. júni n.k. Þeim fylgi ýtarlegt yfirlit yfir náms- og starfsferil umsækjenda. FLUGLEIÐIR H F G-listinn í Vestmannaeyjum ef nir til baráttuskemmtunar í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 21. maí kl. 9 um kvöldið. Stutt ávörp flytja Hjálmfríður Sveinsdóttir, formaður Alþýðubanda- lagsins í Vestmannaeyjum, ólafur Hreinn Sigurjónsson kennari og Garð- ar Sigurðsson, alþingismaður. Auk þess koma fram Jónas Árna- son, Bergþóra Árnadóttir, Björn Bergsson og Hallgrímur Guðfinnsson. Sungnir verða baráttusöngvar og m.a. skemmtir frambjóðendakvartettinn skipaður tveimur efstu mönnum G- listans í Vestmannaeyjum og tveimur efstu mönnum þinglistans á Suður- landi. Allir velkomnir. Fjölmennið. Sjúkraliðar Landakotsspitali óskar eftir sjúkraliðum i fast starf frá 1. júni eða siðar og einnig i sumarafleysingar 1. júni eða siðar. Hjúkrunarfræðingar óskast i sumar- afleysingar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 19600.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.