Þjóðviljinn - 20.05.1978, Page 20

Þjóðviljinn - 20.05.1978, Page 20
DJOÐVIUINN Laugardagur 20. mal 1978 ABalsími Þjó&viljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum slmum: Ritstjóm 81382, 81527, 81257 og 81285, dtbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- slma starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Grín í borgarstjórn Samhentí meirihlutinn margklofinn í málum Albert sagöi af sér formennsku A fyrrihluta fundarins gekk allt eins og I sðgu og þremenningarn- íp lyftu höndum I takt. Þegar á leiö var hver höndin oröin upp á móti annarri I bókstaf- legri merkingu. Albert gegn Markúsi og Elin gegn Albert. Hinn /,samhenti" meirihiuti Sjálfstæöis- flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur klofnaði tví- vegis á sfðasta fundi borgarstjórnar á þessu kjörtímabili. Áður en til fundarins kom, var auðvitað búið að ákveða hvernig afgreiða skyldi ágreiningsmálin tvö með 9 manna eining- unni, en þegar á reyndi brást samstaðan alger- lega. Afleiöing þessa glundroöa varö sú aö frestaö var skipun vistunarráös aldröra, sem sam- þykkt haföi veriö I félags- og heilbrigöismálaráöi borgarinn- ar og aö ákveðið var aö grafa hestagöng undir Suðurlandsveg. Auövitaö var þaö sólóistinn Albert Guömundsson sem I báö- um tilfellunum kom upp um óeiningu borgarfulltrúa Sjálf- stæöisflokksins og tókst honum i báöum málunum aö breyta niðurstöðu meirihlutafundarins frá þvi deginum áður. Griniö hófst á umræöu um vistunarráð aldraðra. Albert lýsti þvi yf ir aö hann segöi af sér sem formaður byggingarnefnd- ar dvalarheimila aldraöra, og hann og Markús örn Antonsson, flokksbróðir hans fóru i hár saman út af skipun vistunar- ráösins. Albert sagði að hann heföi fal- iö tveimur embættismönnum, borgarlækni og félagsmála- stjóra að huga að reglum, sem setja þyrfti um vistun aldraöra á nýju heimilunum. Þessir emb- ættismenn hafa hins vegar fariö meö máliö inn i aörar nefndir borgarinnar, sagði Albert, og þar hefur veriö tekin ákvöröun um aö afhenda„sjúkrasektorn- umí’þessar nýbyggingar. Ég eyði ekki mínum tima og kröftum i að koma upp húsnæöi fyrir aldraöa Reykvikinga, sem læknar kasta út af sjúkrahúsun- um, ef siöan á aö afhenda þess- um sömu læknum húsin til ráö- stöfunar. Sjúkrahúsin eru fyrir alla aldursflokka og ég hef aldrei veriö aö byggja sjúkra- hús heldur heimili fyrir aldraöa. Ef gamla fólkiö veröur veikt á þessum heimilum, þá veröur bara náö I lækni, og ef hann álit- ur nauðsynlegt aö leggja sjúklinginn á sjúkrahús, þá veröur það bera gert. Ef farið verður út af þeirri braut sem viö mörkuöum okkur i upphafi og ef örlög þessara bygginga veröa þau aö vistunarráö, sem I er meirihluti frá„sjúkrasektornum" útbýtir plássi I þau, þá segi ég af mér. Auövitað varö uppi fótur og fit viö þessa yfirlýsingu sem flutt varaf miklum hita. Markús örn reyndi aö róa Albert og bauð honum upp á frestun málsins og aö þvi yröi visaö til borgarráös og bygginganefndar aldraöra. Allir borgarfulltrúar nema Al- bert greiddu frestuninni at- kvæöi, en hann tók fram að hann óskaði ekkert eftir þvl aö mál- inu yröi frestað. Vart höföu menn kælt sig niö- ur, þegar tillaga Kristjáns Benediktssonar um göng undir Suöurlaridsveg fyrir hestamenn kom til umræöu. Meirihlutinn haföi greinilega ákveöið að styöja Elinu Pálmadóttur og visa tillögunni til borgarráös með skirskotun til nýrrar grænnar byltingar, sem gera á i landi Rauöhóla — en Albert var nú ekki á þvi. Hófst nú mikið málþóf um göng undir og brú yfir veginn. Elin hélt fyrirlestur um reiðgöt- ur frá Reykjavik fyrr og nú, og menn hlógu óspart að tillögu- flóöinu sem yfir forseta helltist. Endaði grin nr. 2 á þvi aö Albert gerðist meðflutningsmaður Kristjáns aö tillögunni gegn harðri andstööu Elinar. Tillag- an var samþykkt og er þaö I annað sinn i vetur að undirrituö hefur séb tillögu frá minni- hlutanum samþykkta. Hún fékk 11 atkvæöi, en tillaga Elinar var felld með 7 atkvæöum gegn 6. — ÁI. Verðbætur 6,4% fyrir 12,8% vísitölulækkunn Eru bráðabirgðalög í aðsigi? Veröbótahækkun launa frá og með næstu mánaða- mótum nemur 6,4% á núverandi laun. Verðbóta- vísitalan hækkar um 12,8%, en samkvæmt ákvæðum kjara- skerðingarlaganna frá þvi í vetur á ekki að hækka laun um nema helming vísitölunnar. t fréttatilkynningunni er ekki minnst á þaö verkefni kauplags- nefndar aö reikna út svokallaöan veröbótaviöauka á láglaun, og riiá etv. túlka þaö sem vls- bendingu um aö væntanleg séu bráðabirgöalög um breytingu á þvi fyrirkomulagi veröbóta, sem kjaraskerðingarlögin frá þvi i febrúar kváöu á um. —h. Hækkun framfærslukostnaðar: Nær 12% á 3 mánuðum Verðbólgan eykst þrátt fyrir kjaraskerðingalögin Vlsitala framfærslukostnaöar samkvæmt verölagi nú I mal er 1.044 stig, 108 stigum hærri en i febrúar sl. Hækkun framfærslu- kostnaöar á þriggja mánaör tlmabili nemur 11.6%. Þarf aö fara tvö ár aftur I tfmann til aö finna jafn mikla hækkun á jafn skömmu tímabili. Verðbólgan nú á siöasta þriggja mánaða tímabili er um fjóröungi meiri en efnahagssérfræöingar stjórnvalda geröu ráö fyrir. 1 fjöl- riti Þjóðhagsstofnunar, ,,0r þjóöarbúskapnum” dags. 20. mars 1978 segir: „Samkvæmt lauslegri áætlun gæti hækkun framfærsluvisitölu frá 1. febrúar til 1. mai nk. oröið um 9%, og yröi framfærsluvisitalan þá um 40% hærri en I mai 1977”. Þessar spár hafa brugöist. 1 stað 9% hækk- unar kemur 11.6% og framfærslu- kostnaður er nú 43% meiri en I maí i fyrra. í vetur, frá nóvember og fram I febrúar, nam hækkun fram- færsluvisitölu 11.4% á þrem mán- uðum. Sú hækkun þótti ofboð mik- i), enda var hún sú mesta sem orðið hafði á einum ársfjórðungi siðan á timabilinu febrúar-mai 1976þegar hækkunin nam 11.6%. 1 þeim yfirlýsta tilgangi aö draga úr verðbólguhraðanum greip rikisstjórnin til þess ráös að setja lög um skertar verölagsbætur til launþega. Viö þau lög, sem komu til framkvæmda 1. mars sl., hafa laun raunverulega lækkað aö kaupmætti, en allt kemur fyrir ekki: Verölagið þýtur upp. Hefur nú enn einu sinni sannast, að það er ekki kaupgjaldið sem hækkar verðlagiö. —h Guörún Helgadóttir dreifir borgarmálastefnuskrá Alþýðubandaiagsins I anddyriHagkaups I gær. Frambjóðendur Alþýðubandalagsins i borgarstjórnarkosningum: Dreifðu upplýsingum við verslanir í gær Kaupmenn ömuðust helst við þessu framtaki Þegar blaöamaöur Þjóöviljans kom I ösinni viö Hagkaup siödegis I gær stóöu þær Adda Bára Sig- fúsdóttir og Guörún Heigadóttir frambjóöendur Alþýðubanda- lagsins I borgarstjórnarkosning- unum og fleiri og dreiföu stefnu- skrá Alþýöubandalagsins og öör- uni upplýsingum til vegfarenda. Þessu var mjög vel tekið og þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem ömuðust eitthvaö viö þessu. Aörir frambjóðendur og stuön- ingsmenn Alþýöubandalagsins stóöu i sömu erindagjörðum við KRON iNorðurfelli, Austurver og I Austurstræti. A siöastnefnda staönum ávarpaði Sigurjón Pétursson fótgangandi fólk i gjallarhorn til aö vekja athygli á þvi um hvað kosningarnar sner- ust að þessu sinni. Þeir einu sem ekki virtust ánægðir meö þetta framtak voru kaupmenn og kom til nokkurra stympinga i Glæsibæ sem varö til þess að hætt var viö að dreifa upplýsingum þar. —GFi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.