Þjóðviljinn - 09.06.1978, Side 4

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Side 4
4 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 9. júní 1978 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Olafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl H'araldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. r Ihlutun Banda- ríkjastjórnar Leyniskýrslurnar sem Þjóðviljinn birti í fyrrad^g sýna Ijóslega samhengið í stefnu Bandaríkjanna gagn- vart íslandi allt frá stríðslokum. Skýrslurnar, komnar frá utanríkisráðherra Bandaríkjastjórnar, stílaðir til „þjóðaröryggisráðsins” vestur þar, eru einmitt frá ár- inu 1950, því millibilsástandi sem ríkti eftir að Island hafði tengst Atlantshafsbandalaginu en áður en her- sveitir Bandaríkjanna hreiðruðu um sig á Keflavíkur- flugvelli til þeirrar langdvalar sem enn stendur. Af skýrslunum er Ijóst, að Bandaríkjastjórn ætlaði aldrei að sleppa tökunum á íslandi, þeim tökum sem hún fékk á stríðsárunum þegar Bretar neyddust til að láta Bandaríkjamönnum eftir hluta af fyrra áhrifasvæði sinu á hafinu milli Evrópu og Ameriku. Fyrirvari íslenskra stjórnvalda við inngönguna í At- lantshafsbandalagið 1949, um að hér skyldi ekki vera er- lendur her á friðartímum, var ekki tekinn alvarlega af Bandaríkjastjórn. Þvert á móti skyldi unnið að því eftir samræmdri áætlun að koma íslenskum stjórnvöldum til að þiggja „hervernd” á ný. Af síðari framvindu mála hér á Islandi má ráða, að hinni leynilegu áætlun Bandaríkjastjórnar frá árunum 1949 og 1950 hef ur verið fylgt eftir í framkvæmd. Helstu þættir aðgerðanna voru: Að beita islenska stjórnmála- menn fortölum, að ná trúnaðarsambandi við embættis- menn, hvetja til baráttu „gegn kommúnismanum" innan verkalýðssamtaka, ráðstafa Marshall-fé á heppilegan hátt, beita markaðsaðstöðu til þvingunar í sambandi við íslenskan útflutning. Eða: „styrkja þá hluta þjóðar og stjórnar sem eru okkur vinsamlegir", eins og segir orð- rétt í skýrslunum. Skýrslur Bandaríkjastjórnar viðurkenna að áformin um langvarandi hersetu á Islandi rákust á andstöðu frá meirihluta fslendinga, en Bandaríkjamenn treystu leið- togum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks til að lúta vilja sinum. Þeir brugðust ekki því trausti, og því fór sem fór. —h. Lög Lánasjóðs gildi Dómsvaldið í landinu hef ur nýlega hrundið veigamiklu atriði i þeim úthlutunarreglum sem ríkisstjórnarfulltrú- arnir í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hafa mót- að og farið eftir s.l. hálft annað ár. Staðfestur var sá skilningur námsmanna og samtaka þeirra á lögum um Lánasjóðinn, að við lánveitingu skyldi tekið tillit til þess kostnaðar sem heimili námsmanns hefuraf framfærslu maka og barna. Samkvæmt þessu hefur Lánasjóður brotið lög á barnaf ólki við nám, og hann heldur áf ram að gera það nema þvi aðeins að úthlutunarreglum verði breytt i samræmi við dóminn. Nú bregður svo við að hinn löglausi „meirihluti" ríkis- stjórnarinnar í stjórn Lánasjóðs hyggst hafa dóminn að engu og halda sinni stefnu gagnvart þeim námsmönnum sem hafa framfærslubyrði af börnum. Það er augljós réttlætis- og raunar réttarfarskrafa að fulltrúar ríkis- stjórnarinnar víki úr stjórn Lánasjóðs, svo að rétt lög megi ná fram að ganga. Jafnframt hlýtur menntamála- ráðherra að telja sig skyldan til að fara að lögum og dómi við staðfestingu á úthlutunarreglum. Námstækifæri barnafólks mega ekki velta á stuðningi foreldra sem eru misjafnlega efnum búin. Ef svo verð- ur, er verið að stuðla að því að langskólanám verði f or- réttindi efnaðri hluta þjóðfélagsþegnanna. Opinber stefna í þessum málum er frá misrétti til jafnréttis, og sú stefna ein á rétt á sér, bæði siðferðilega og lagalega. —h. Sjálfstœðis- flokkurinn er margklofinn Sjálfstæðisflokkurinn er margklofinn i hermálinu. Væringar þar innanflokks i þvi máli hafa komið æ betur i ljós allt frá árinu 1975 þegar hald- leysi „verndaranna” kom i ljós i landhelgisstriöinu við Breta. Dagblaöiðhefur veriö iðiö viö aö taka upp hanskann fyrir þá Sjálfstæðismenn sem vilja meiri gjaldtökur af Bandarikja- mönnum fyrir setu hersins hér. En íslendingar leggja sig i mikla hættu vegna setu hersins hér. Herstöðin er forgangsskot- mark i kjarnorkuátökum og niður sett i mesta þéttbýli landsins þar sem tveir þriðju landsmanna búa. Um þetta segir Jónas i for- ystugrein i gær: „tslendingar lögöu sig I mikla hættu, þegar- þeir leyfðu her- stöðina á Keflavikurflugvelli í nágrenni tveggja af hverjum þremur islendingum. Sennilcga hefur engin þjóö lagt sig i jafn- mikla útrýmingarhættu i þágu sameiginlegra varna Vestur- landa.” Dauöa- og geislunargeiri einnar megatonna kjarnorkusprengju á Keflavikurflugvöll. Innan innsta hringsins færust allir. Geislavirkt úrfelli bærist yfir mesta þéttbýlissvæöi landsins. Dagblaöið krefst þess af Geir Hallgrimssyni að hann viður- kenni skilyröislaust að herinn sé ekki hér vegna hagsmuna Is- lendinga, heldur einvörðungu vegna Bandarikjastjórnar. I samræmi við það eigi að krefj- ast meira fjár af Bandarikjaher fyrir aðstööuna. Um leið eigi forysta Sjálf- stæðisflokksins að viðurkenna aö aronskan sé rökrétt fram- hald af fyrri mútum sem hún hafi þegiöfrá Bandarikjastjórn. Geir heldur þvi enn fram að Bandarikjaher sé hér vegna Is- lendinga sjálfra og þeir eigi að láta aðstööu hér i té i þágu sam- eiginlegra varna hins „frjálsa” auðvaldsheims. Það er að segja okkar heimshluta. Djúp gjá hefur myndast innan Sjálfstœðis - flokksins Hér er um slikan grundvallar- ágreining aö ræöa að nærri stappar aö bilið milli andstæðra fylkinga i Sjálfstæöisflokknum i þessu máli sé jafnstórt og milli herstöðvaandstæðinga og her- stöðvasinna almennt. Þaö er nefnilega mikill munur á þvi hvort menn telja þjóðvörn i her- stöðinni eða einvörðungu hald í henni sem féþúfu. Þarna er um hugmyndalegan ágreining aö ræða, enda þótt augljóst sé af skrifum Dag- blaðs-Jónasar að hann telur hagsmunalega ágreininginn minni en Geir Hallgrimsson vill vera láta. Og Gunnar Thoroddsen hefúr ekki látiðaf þeim vanasinum aö vera á móti Geir og biðlar til aronskumanna i sinum mál- flutningi. Geir reynir hinsvegar að kveða aronskuna niður útá- við. Engin þjóð í meiri útrýmingarhœttu Og s vo hatrömm eru átökin aö stofnaður hefur verið „heill Stjórnmálaflokkur” sem hefur það að meginstefnumáli að mjólka Bandarikjaher meira en oröiö er. Hvorn kostinn velur þú? Þórbergur Þórðarson hefur meöeinni samlikingu sem hann hefur eftir gáfaðri frú lýst þeim vanda sem herstöðvasinnar eru inú.Hanaerað finna i „A tólfu stundu”, frá 1945. Þegar spurt er um það hvort menn vilji leggja sig i útrýmingarhættu fyrir meiri peninga eða búa áfram viö útrýmingarhættu fyrir sömu peninga eða enga, hvorn kostinn vilja menn taka? „En Amerikumenn taka okk- ur hvort sem er og þá er betra að semja við þá og hafa eitthvað upp úr þvi,” segja larvarnir. Þessari ómagaheimspeki þykir mér hæfilegast að svara með likingu sem gáfuð frú mælti I min eyru um þessa smá- afstöðu. I umfjöllun um hana hafa hin pólitisku átök sem fram fara i landinu speglast mjög rækilega. Morgunblaðið drattaöist seint og um siðir á vettvang. Það rasddi við fulltrúa fyrirtækisins og reyndi að sá sundrungu meðal verkafólksins meö þvi að ræða við skólafólk sem er að koma til sumarvinnu i frysti- húsinu. Þá var látið að þvi liggja að verkalýðsfélögin i Hafnarfirði hefðu æst verkafólkið til vinnu- stöðvunarinnar. Þetta er al- rangt. Þjóöviljinn hefur fylgst með deilunum i BOH frá þvi i haust. Þegar verið var að koma á bónuskerfi i frystihúsinu, endurbæta véla- og húsakost.og vikja frá starfi gamalreyndum og vinsælum verkstjóra var mikill urgur i starfsfólkinu. Oft lá við aö upp úr syði. Þjóðviljinn fór á vettvang og ætlaði að segja fréttir af deilu- málum i Hafnarfiröi. Þá var það sem trúnaöarmenn verka- fólksins, forystumenn Hlifar og Framtiðarinnar, svo og bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins báðu blaðið að gera ekki úlfaþyt úr málum, þvi hugsanlega væri hægt að lægja deilurnar þannig að allir mættu vel við una. Vafalaust má flokka þetta undir linkind og ef til vill hefði verið skynsamlegra að ræða málin strax opinberlega i haust. Að hinu leytinu mætti flokka þetta undir ábyrga afstöðu og nauðsynlega varkárni. A engan hátt er þvi hægt að halda þvi fram að verkalýðsfélögin i Hafnarfirði hafi æst til átaka. íhaldið œtlar að þreyta fólkið Það er ljóst að þeir ungu menn sem tóku að sér aö koma nútimasniði á Fiskiðjuver BÚH hafa gert mistök og ekki gætt þess að koma fram viö verka- fólk eins og þeim ber skylda til. Tækniblinda hefur e.t.v. slegiö þá. Vonandi læra þeir af þessum mistökum og reynast nýtir menn i öðrum fiskiðjuverum siðar meir. Þaö er engin ástæöa til þess að ætla að þeim verði ekki falin ábyrgöarstörf i fisk- vinnslustöðvum annarsstaðar nú þegar þeir eru reynslunni rikari. ■ I ____ ! „Verkalýdsforystan j æsir fólkidtjlaðgerda’ - segir sumt starfsfólk BXJH- lýðsforystan virðist ekki bakka eftir að þetta hefur I mennsku: „Ef þú ert giftur maður og ert neyddur til að velja um það tvennt að selja konuna þina dóna eða að henni verði nauögað af dóna — hvorn kostinn myndirðu heldur kjósa?” Afstaða til r BUH-deilunnar t deilunni sem nú stendur hjá Fiskiöjuveri Bæjarútgeröar Hafnarfjarðar verður að taka 1 upphafi var rætt um aö menn yröu aö taka afstööu til þessarardeilu. Þaö hafa nú full- trúar verkalýðsflokkanna i bæjarst jórn Hafnarf jarðar gert. Alþýðubandalagið og Alþýöu- flokkurinn hafa lagt fram til- lögu um nýja verkstjóra og að deilan veröi leyst meö manna- skiptum aö kröfu verkafólksins. Ihaldsstjórnin I Hafnarfirði felldi þessa tillögu og samþykkti aðra sem ekki fullnægir óskum verkafólksins. thaldið ætlar að þreyta fólkið til hlýðni. —ekh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.