Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Þór Vigfússon borgarfulltrúi spuröur
álits um hvernig fólk á að vera búið
í Keflavíkurgöngu
Þór Vigfússon borgarfulltrúi er
mikill göngugarpur og hefur ekki
aðeins tekið þátt i Keflavikur-
göngum heldur gengið um island
þvert og endilangt. Það þótti þvi
við hæfi að leita til hans og fá upp-
lýsingar um hvernig fólk ætti
helst að vera búið i Keflavikur-
gönguna á morgun. „Meginmálið
eru góðir skór”, svaraði Þór að
bragði.
er alltaf öðru hverju að sjá
ráðleggingar ferðamanna i blöð-
um hvernig fólk á að búa sig á
gönguferðum og er þar alltaf ein-
hver munur á skoðunum, sagði
Þór. Sjálfur er ég alltaf i ullar-
sokkum mér nær og oftasti
klossum með þykkum sólum.
Keflavikurvegurinn er harður og
þess vegna betra að hafa þykka
sóla undir. Fólká allsekkiað fara
inyjum skóm i svona langa göngu
heldur skóm sem það er vant.
Stundum geng ég i háum striga-
skóm með þykkum og góðum sól-
Þór Vigfússon borgarfulltrúi hef-
ur verið fánaberi i fyrri göngum
Hvilst I Kúagerði I Keflavikurgöngu 1976; fótabúnaður er mikilvægur
en sjálfsagt er að hafa nóg af plástrum með ef illa fer
um en sumir eru i stigvélum sem
geta gefið góða raun. Ef fólk er i
vandræðum er til i dæminu að
hafa varaskó með sér. Hægt er að
geyma þá i rútunni sem fylgir
göngunni eftir. Það getur verið
góð hvild i að skipta um skó.
Ef ekki er eindreginn þurrkur
þarf regnmussuog sjálfsagt er að
hafapeysu. Ef ekkierhlýtt iveðri
getur verið gott að vera i föður-
landsbuxum. Min reynsla er sú,
aðþærhitiekkisvomjögá göngu.
— Að lokum, Þór. Hvernig
leggst gangan i þig?
— Hún leggst vel i mig. Það
verður margt fólk þvi að það er
búið að átta sig á hvað er gaman i
svona göngum. —GFr.
Meginmálið eru
góðir skór
Deilur vegna nýbyggingar Listasafns
Kjallari L.I. er
fastur í kerfínu
Fjármálaráöherra sakar byggingar-
nefnd um lögbrot
Gamli Glaumbær, sem áður hét fshúsið Herðubreið, var byggöur árið
1912og þar geymt freðkjötog beitisild. Nú á að geyma þar i framtiðinni
iistaverk Listasafns Islands og byggja nýbyggingu fyrir safnið á lóð-
inni bak við húsið.
Verið er að vinna að endurbótum á loftinu í hinu nýja húsnæði Lista-
safns tslands.
,,Bygginganefnd safnsins er
einhuga um að það sé fráleitt að
nýta ekki þann möguleika að
byggja kjallara undir hina
væntanlegu nýbyggingu. Hins
vegar hefur málið staðið algjör-
lega fast I kerfinu á annað ár, þar
til nefndin tók ákvörðun um að
bjóða út jarðvinnuna fyrir kjall-
arann. Þá fékk ég bréf frá fjár-
málaráðherra, þar sem hann seg-
ir byggingarnefnd hafa framið
lögbrot með þessu og nú stendur
málið aftur fast”, sagði Guð-
mundur G. Þórarinsson, formað-
ur bygginganefndar Listasafns
islands, en i gær voru opnuð til-
boð i jarðvinnu við gerð kjallara
við nýbyggingu, sem réisa á bak
við Glaumbæ.
Hefur menntamálaráðherra
lýstsig samþykkanþvi að kjallari
verði i húsinu, en nefnd sú sem
fjallar um opinberar fram-
kvæmdir lýst sig mótfallna kjall-
aranum. Sagði Guðmundur, að
ekki hefði tekist að fá fjármála-
ráðherra til að gefa endanlegt
svar um þetta og þvi verið ákveð-
iðaðbjóða jarðvinnuna úttilað fá
einhver viðbrögð i málinu. Stóð
ekki á þeim, og sagði Guðmundur
að nú væri ekkert hægt að aðhaf-
ast frekar og væri bygginga-
nefndin forviða á framgangi
þessa máls.
Guðmundur sagði, að nauðsyn-
legt væri að gera ráð fyrir að
safnið stækkaði, en lóðarrýmið
bak við Glaumbæ er mjög tak-
markað. Er gert ráð fyrir að i
kjallaranum verði salur, þar sem
unnt verður að halda fyrirlestra
og kynna starfsemi safnsins, að-
staða til viðgerða á málverkum,
geymsla, o.fl. Endurbætur standa
ennfremur yfir á gamla húsinu,
en allt útlit er fyrir að enn verði
bið á þvi að unnt verði að hefjast
handa við nýbygginguna, þar til
úr þvi verður skorið, hvort leyfi
fæst fyrir kjallaranum.
þs
Frá Flensborgar skóla
Frestur til að skila umsóknum um skóla-
vist næsta vetur rennur út 10. júni næst-
komandi. 1 skólanum verða starfrækt eft-
irfarandi námssvið næsta skólaár:
1. Almennt bóknámssvið (menntaskóla-
nám).
2. Viðskiptasvið.
3. Heilsugæslusvið.
4. Uppeldissvið.
5. Fiskvinnslusvið.
6. Fornám.
Nemendur sem ekki hafa sótt um skóla-
vist i tæka tið eiga á hættu að fá ekki
skólavist á haustönn.
Skólameistari.
FRÁ
TIALDMIÐSTÖÐINNI
Á LAUGARVATNI
Tjaldmiðstöðin og tjaldsvæðin verða opn-
uðföstudaginn9. júni. Á boðstólum verður
allur venjulegur ferðavarningur. ÖLVUN
BÖNNUÐ.
Tjaldmiðstöðin Laugavatni.
BIFVÉLAVIRKIAR
Þjónustumiðstöð Sambandsins, Höfða-
bakka 9, óskar að ráða bifvélavirkja sem
fyrst.
Nánari upplýsingar gefur Jóhannes Jó-
hannesson, þjónustustjóri, á staðnum.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA
. phyT’ÍS snyrtivörurnar
1 verða _ sífellt vinsælli.
P phy^TÍS er húðsnyrting
' I og hörundsfegrun með hjálp » blóma og jurtaseyða
| ; r ' ^ phyTÍS f yrir viðkvsema húð
I phyrris fyrir al|ar húðgerðir
Fæst í heistu snyrtivöruversi- unum og apótekum.