Þjóðviljinn - 11.06.1978, Page 17

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Page 17
Sunnudagur 11. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 i næstu vei5fer6 á Júpiter kemur Þorbjörn meö hið nýja komma- blaö, Verkalýösblaðiö. Tryggvi fær fréttir af þvi, aö nú sé Þorbjörn ekki lengur meö Alþýðublaðið, heldur sé hann kominn með ennþá róttækara blað nokkurs konar Stalínsblað (Rússlandsblað). Það lá vel i ból- ið hjá skipstjóranum á Júpiter og gott veður. Hann var að fiska við hraunið á Selvogsbanka, en þar var Tryggvi manna kunnugastur. Tryggvi var að fylla dekk af fiski á Júpiter. Opinn var brúarglugg- inn á stjórnborða. Þá er það Tryggvi, sem hrópar til Þorbjörns og segir: „Þorbjörn, hver skapar alla þessa kommún- ista um borð i Júpiter? ” „Það eru menn eins og þú, faðir góður” svarar Þorbjörn um leið. Tryggvi var fljótur að láta aftur gluggann. Svona perlur, sem eru ekki á hvers manns vörum i dag, tel ég nauðsynlegt að lifi. Þorbjörn i Júpiter, sem gat beðið Tryggva um að hjálpa sér fyrir flösku, ef á þyrfti að halda, þvi Þorbjörn var ölkær stundum, en sóma dregur og greindur vel, og vikingur til allra verka. Blessuð sé minnig Þorbjörns heitins Friðrikssonar frá Gröf. Heimildarmaður minn fyrir þessum perlum er Ragnar, margra ára skipsfélagi Þor- björns, þvi þeir voru allan timann saman á Júpiter. Á Venusi Haustftf 1941 réðist Ragnar á togarann Venus, en þar var út- gerðarmaður Loftur Bjarnason ásamt hinum stórbrotna skip- stjóra Vilhjálmi Árnasyni, lands- frægum aflamanni, sem og hinir skipstjórarnir sem hér hafa verið nefndir á undan. Tryggvi Ófeigs- son og hinn mikli aflaskipstjóri Bjarni Ingimarsson voru sameignarmenn; það skal fram tekið, að eftir að Tryggvi hætti með Júpiter, þá var Ragnar i plássi hjá Bjarna, eftir að hann tók við skipinu. Ragnar var allt striðið sem kyndari á Venusi, og i afleysingum sem 2. vélstjóri. Hann endaði svo sitt kyndara- starf á Vénusi meö Þorsteini Eyjólfssyni, er hann tekur við skipinu af Vilhjálmi. Þorsteinn reyndist mikill aflamaður á sin- um starfsferli, sem skipstjóri. Þetta sýnir vel i hvaða skipsrúmi Ragnar var, þvi allir þessir skip- stjórar gerðu miklar kröfur til sjálfs sin, og ekki hvað sist undirmanna sinna. Þeir vissu hvað það gilti fyrir skipstjóra og útgerðina að hafa ávallt góða áhöfn á togurunum. Yfir öll striðsárin er Ragnar aðeins 2 túra i iandi, þvi ef hann fór ekki sem kyndari, þá var hann beðinn að sigla sem vélstjóri, enda alveg frágangssök að fá af- leysingamenn i vélarúm, þvi það var talin aðal dauðagryfjan á skipinu. Enda horfði Ragnar á mörg skip fara á botn með skot, sem hæfði vélarúm skipsins og .brú. Þetta voru aðal skotmörk er árás var gerð á skipin. Ég er nú rétt að byrja að skrá i handrit sögu hafnfirskra sjómanna, er sigldu yfir striðsárin, og ég er viss um að þar skipar Ragnar háan sess, ef hann er þá ekki i fyrsta sæti sem slikur, hvað túraf jölda varðar milli tslands og Englands yfir heimsstyrjöldina, sem stóð frá haustnóttum 1939 til vorkomu 1945. Þetta var mikið álag, sem hann lagði á sig, og átti þaö eftir að koma fram á honum siðar. Eftírköst stríðsins Þegar svo Ragnar fer i land, hóf hann vélgæslustörf I togurum hér i Hafnarfiröi i mörg ár, er þeir lágu i höfn við losun og til viðgerðar. Þvi er það eitt sinn er hann var um borð i b/v Júli, en þaö var árið 1957, að hann veiktist skyndilega. Hann er fluttur frá störfum úr vél og á sjúkrahús. Þessi veikindi stóðu yfir i 5 ár. Hann varð aldrei sá sami á heilsu. Snorri Hallgrimsson ann- aðist Ragnar i hans miklu veik indum. Hann fann ekki þennan sjúkdóm i skýrslum hérlendis. Það er ekki fyrr en Snorri leitar á náöir herlækna suöur á Keflavik- urflugvelli, að þeir komast að þvi hvaða sjúkdóm Ragnar gengur með. Þetta var þá sjúkdómur, sem algengur var að kæmi fram meðal orrustuflugmanna i bandariska hernum, eftir 6,8 og 10 ára dvöl i landi frá styrjaldar- lokum. Þá var að koma fram sú áreynsla og spenna, er þessir aðilar höfðu lifað við með þvi að vera i fremstu viglinu alla heims- styrjöldina og lifað hana af. Sjómannafélagið Þvi þarf engan aö undra þó vin- ur minn Ragnar skipaði sér undir baráttumerki þjóðar vorrar, „Island herlaust land um aldur og ævi, annað sæmir ekki vopnlausri þjóð”. Þetta var kjörorð Ragnars til fósturjarðarinnar. Ragnari var lika oft hugsað til þeirra aðila, karla og kvenna, og hinna vantrúuðu Nató-dýrkenda, sem nú grafa um sig á sama hátt og þeir aðilar, sem voru uppi hið mikla söguár i minningu þjóðar, árið 1262, og kostaöi þjóðina sex aldir að öðlast sjálfstæði að nýju. Þvi sú þjóð sem gengur með betlistaf i hendi á sviði fjármála, sem Island gerir i dag um allan heim, á ekki langt til þeirrar stundar að missa sjálfstæði sitt. Hér taldi hann einnig, að nefndir aðilar væru með tilkomu hersins á Miðnesheiði að búa þjóðinni þá hættu að reisa hér tortimingar- hreiður i föðurlandi sinu um ósjáanlega framtið, sem gæti leitt siöar til tortimingar alþjóðar, ef styrjöld brytist út i heiminum. Hér hugsar og talar maður með staðgóða þekkingu og lifs- reynslu að baki. Hann sigldi i heimsstyrjöldinni sem einlægur og sannur sonur sinnar þjóðar, og dró hvergi af sér. Hann vildi einn- ig hverfa héðan til móður jarðar. Honum varð að ósk sinni. Þegar Ragnar gerðist starfs- maður Hafnarfjarðar var þess óskað, að hann segöi sig úr Sjómannafélagi Hafnarfjarðar, þvi að á meðan hann væri meðlimur i þvi nyti hann ekki sama kaups og sá maður, sem starfaði á móti honum, þrátt fyrir að Ragnar ætti þar lengri starfs- dag; og það er ekki fyrr en ég fer til Vilhjálms Skúlasonar bæjar- fulltrúa og greini honum frá þvi, hvernig komið er fram við Ragnar i kaupgjaldsmálum, og var Einar Þorsteinsson starfs- maður á móti Ragnari honum hjálpsamur i þessu atriði, þvi svo vel fór á milli þeirra i samstarfi. Hér sést best hugur sá er Ragnar bas til sins gamla upprunafélags, Sjómannafélags Hafnarfjarðar. Hann sagði mér sjálfur, að heldur yrði hann á lægra kaupi en að verða að yfirgefa félag sitt, sem var stór hluti af hans stórmerka starfi, sem hann vann á hafinu meðan þar var hans aðalstarfs- dagur. En hann var hálfa öld i sjómannafélaginu. Að leiðarlokum 13. desember 1941 verða þátta- skil i lifi Ragnars. Þvi þann dag gengur hann að eiga Ingibjörgu Jósefsdóttur frá Atlastööum i Norður-lsafjarðarsýslu. Þetta taldi hann mikinn gæfudag i lifi sinu, aö fá að njóta lifsins með afmælisgjöfinni er hann fékk á afmælisdaginn sinn 4. september 1915, en þann dag fæddist eigin- konan. Hún var draumakona, að hann sagði mér sjálfur. Þaö voru mörg ár frá þvi að látinn leikbróðir og æskufélagi kom til Ragnars og færði honum mynd af konuefninu, en hún var mjög ung á myndinni, og þvi erfiðara að átta sig við konuleitina, sagði hann mér. Inn i þessa gæfuleit hafa siðan komið einn sonur og þrjár dætur, og lit ég nú orðið á börn þeirra Ragnars og Ingu sem miri systkini, svo kær er mér samferð þeirra á heimili þeirra hjóna. Hér lýk ég svo kveðjuorð um minum til vinar mins. Hér eru að enda 55 ára vinatengsli milli, sem rikt hafa á milli foreldra minna og látins vinar. Þvi var mér kær sú ósk er eiginkona og börn Ragnars færðu fram þá ósk, að svo lengi sem leiðir okkar fara saman hér á jörðu, að þá mætti standa sú' vinátta, sem á milli okkar var. Ég svaraði þvi til, að ég teldi mig bregðast minum kæra vini, ef ég tæki ekki við ósk þessari. Markús B.Þorgeirsson. Leonfd Brésjnéf ásamt vopna- bróður 1943: þýskt tundurdufl þeytti honum fyrir borð.... Brésjnéf skrifar endur- minningar um stríðið Brésjnéf, forseti Sovét- ríkjanna, hefur gert nokk- uð sem er sjaldgæft meðal sovéskra leiðtoga. Hann hefur skrifað endurminn- ingar sínar. Kaflar úr þessum endurminningum hafa verið að birtast að undanförnu í sovéksum blöðum, m.a. Pravda, mál- gagni Kommúnistaflokks- ins, og Literatúrnaja gaz- éta. Nú siðast hafa birst kaílar þar sem Brésjnéf segir frá þvi er hann var út gerður af flokki sin- um til að stjórna endurreisn orku- versins mikla við Dnépr og stál- bræðslu á úkrainu eftir strið. Þar áður höfðu birst styrjaldarendur- minningar Brésjnéfs. Blöðum viða um heim hefur þótt nokkur fengur að frásögn forsetans, sem nú er, af lifsháska sem hann lenti i voriö 1943. Brésj- néf var þá ofursti i átjánda hern- um sovéska og yfirmaður póli- tisku deildarinnar. Hann er þá sendur með liðstyrk frá bænum Gelendsjik við Svartahaf til skaga nokkurs norðar sem sovéski herinn hafði náð fótfestu á og kallaður var „Litlaland”. Hersveitirnar fóru að næturlagi á fiskibátum, en þýskir fallbyssu- bátar urðu þeirra varir og hófu á þá skothrið. Nokkru siðar rakst bárurinn sem Brésjnéf var á á tundurdufl og þeyttist hann fyrir borðásamt nokkrum félögum sin- um. Svömluðu þeir um stund i köldum aprilsjónum þar til þeim tókst að komast um borö i annan bát. Siðan segir: „Þá fyrst byrjaöi ég að skjálfa úr kulda. Jafnvel i Svarta hafinu er april ekki heppilegasti mánuð- urinn til sjóbaða. Ekki sást tang- ur né tetur af fiskibátnum okkar. Mennirnir undu úr fötum sinum og bölvuðu i hálfum hljóðum: Þessir andskotans Fritzar! Smám saman færðist ró yfir þá og þeir lögðust fyrir á kistum og böl- um. Þeir drógu hnén upp aö höku rétt eins og sú stelling væri þeim vernd gegn kulda og striði. 1 þessu ömurlega ástandi byrjuöu hermennirnir allt i einu að syngja. Það var sjóliði einn sem byrjaði, risi aö vexti að þvi mig minnir. Ég þekkti þennan söng. En samt fannst mér sem ég væri að heyra það i fyrsta sinn. Ég man vel stefið: „A þessum litlu skeljum sigla járnharöir menn yfir flóann”. Smám saman lyftu menn höföi. Þeir sem höföu lagst út af risu upp og tóku undir. Þessari stund gleymi ég aldrei. Söngurinn hressti okkur við. Við fundum aft- ur til sjálfstrausts. Og við litum aftur út eins og hermenn”. OPINBERT UPPBOÐ Eftir beiðni Innkaupastofnunar Reykja- vikurborgar f.h. Vélamiðstöðvar Reykja- vikurborgar fer fram opinbert uppboð i geymslu Vélamiðstöðvar Reykjavikur- borgar að Baldurshaga við Suðurlands- veg þriðjudaginn 13. júni 1978 kl. 17.15. Söluhlutir verða til sýnis á staðnum frá kl. 15.00 sama dag. Selt verður m.a. Vélar og varahlutir i ýmsar gerðir bifreiða m.a. Volvo, Scania og Ford Trader. Oliuverk i ýmsar gerðir dieselvéla. Margs konar áhöld fyrir viðgerðarverk- stæði. Nýir hjólbarðar fyrir lyftara Rafmótorar, ýmsar stærðir. Snjósleði. Notaðar mótordrifnar garðsláttuvélar ásamt ýmsu öðru. Ávisanir ekki teknar gildar sem greiðsla, nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn i Reykjavik. LÍV Aísláttur á sumarferðum Stjórnir Verzlunarmannafélags Reykja- vikur og Landssambands islenzkra verzl- unarmanna, hafa samið við ferðaskrif- stofurnar Samvinnuferðir og Landsýn um 10.000 kr. afslátt, fyrir félagsmenn og fjöl- skyldur þeirra i sumarleyfisferðir, 5.000 kr. afsláttur er veittur fyrir börn 2-15 ára. Farið verður til: COSTADELSOL 22/6 7/7 3/8 8/9 JÚGÓSLAVIA 27/6 12/9 20/9 ÍRLAND 17/8 7/9 Allar nánari upplýsingar veita ferðaskrif- stofurnar Samvinnuferðir i sima 27077, Landsýn i sima 28899. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Landssamband Islenzkra verzlunarmanna Skrifstofufólk óskast Óskum að ráða á næstunni eftirtalið starfsfólk. Laun eru samkvæmt launa- kerfi rikisstarfsmanna: * 1. Skrifstofumann. Laun samkv. launafl. B-9. 2. Simavörð. Laun samkv. launafl. B-7. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá undirrituðum, þurfa að berast fyrir 5. júli n.k. Vegagerð rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.