Þjóðviljinn - 11.06.1978, Síða 22

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Síða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. júni 1978 Guðbergur Framhald af 3. siöu. hálfhrá meö hugann örlitiö til vinstri, en meö hendur krepptar um sérréttindi sin og menntatil- gerö, fólk meðalmennsku og rosta. Milli þessara andstæðna- hliöstæðna er siðan almúginn. Sjálfstæöisflokkurinn hefur ekki gert sér grein fyrir raun- verulegu mannlifi borgarinnar, en mótsagnir samfélagsins hafa þrátt fyrir þaö læöst inn i hug- myndafræði flokksins. Hún er óljós, tengd persónum, oft afdönkuöum dugnaöarmönnum, einkum innan versiunarinnar. 1 flokknum eru frjálslyndir ein- staklingar, en sem heild er hann hálfstaönaður, þótt hann endur- nýist af mönnum i flokksstöð- um, kannski örar en i öörum flokkum, og ungt fólk „kemst að”-. Hann er fremur flokkur tregöu en ihalds, þar rikir enn sama umburðarlyndi og mannúö i garö getuleysingja og vonlausra braskara, vegna stéttvisi, og vinstrisinnar hafa sýnt litilmagn- anum, og jafnvel rónum og aum- ingjum, eða misheppnuöu fólki á „rangri hillu”. Þetta er einhver sérislensk mannúðarstefna, en blandin andlegri leti og öfund i garö getu, dulbúin sjálfsmeö- aumkun og ráðleysi nýienduhug- arfars. Skipting samfélags borgarinn- ar i handhafa auðvalds landsins, ævinlega á kúpunni með barlóm við dyr vinnandi stétta, og skóla- þjálfaös fólks i þjónustugreinum, endurspeglast i kjöroröi sjálf- stæðismanna: „Báknið burt”. Kjörorðiö á að hljóma eins og frjálslynd krafa framtaks ein- staklingsins, og ber undarlegan keim af stefnu stjórnleysingja, en i reynd er það hrein mótsögn, þvi annars vegar þykist stjórnar- flokkurinn risa gegn rikisvaldinu, en þegar handhöfum þess hentar, beita þeir „bákninu” gegn hags- munum almennings, ekki aðeins gegn verkalýðnum, heldur nú siö- ast gegn öllum vinnandi stéttum, einnig starfsmönnum rikis og bæja. Rikisvaldið getur ekki i senn barist gegn sjálfu sér og þegnunum, án þess að útkoman verði hringavitleysa. Stjórnarflokkarnir gengu fyrir kosningar i berhögg við kjörorö sitt i allra augsýn, og brutu frum- reglur stjórnmálarefja: að brjóta eigin reglur á bak við tjöldin. En svo blindaöir hafa flokkarnir ver- ið siðustu árin, og vaðið i svo ruglaöri stjórnmálastefnu, að þeir héldu kjósendur hafa glatað gersamlega öílu gildismati, lik- lega i trausti glymjandans um, að krónan sé einskis virði. Rikisstjórn getur svipt varnar- lausan almenning verðmæti kaups hans með gengisfellingum og verðbólgu, en sérhver launþegi snýst til varnar, og veit hvernig skal bregðast við, sé kaupið skert áður en þaö lendir i launaumslagi eða fer i umferð. Rikisstjórnin virðist ekki hafa neina hugmynd um sálræn viðbrögö mannsins. Enginn kaupandi skilur ágæti þess, að krónutalan sé lækkuð í veskinu hans, áöur en hann geng- ur i verslun. Hins vegar hafa kaupendur löngum sætt sig við þá staðreynd, eins og hörmuleg örlög, að þegar þeir komast að búðarborðinu, hefur varan hækk- að i verði, vegna dularfullra hækkana erlendis. Sú var tið, að útiönd áttu alla sökina, en ekki innlendir álagningarmeistarar. Þótt mikiö sé gert úr áhrifum kaupskerðingar rikisstjórnarinn- ar á úrslit kosninganna, hafa þær aögerðir báknsins ekki einar snú- iðkjósendum til vinstri. Hugarfar nýlendubúans fer þverrandi með þjóðinni. Hollusta okkar við hús- bændamenningu og minnimáttar- kennd gagnvart útlöndum fer þverrandi. Við erum ekki haldin eins rikri örlagatrú og afdalalegri ættjarðarást og áður. Við erum farin að meta og vega stöðu okkar i heiminum, ekki eins og hroka- fullt einstætt fyrirbrigði heldur sem þjóð fær um að standa undir raunverulegu sjálfstæöi. Óðar gerum við okkur ljóst, aö þaö er engin skylda „fátækrar þjóðar” að veltast I ólgusjó heims og heimsvelda. Almenningur er ekki lengur eins „gáttaður” á öllum veröhækkunum og hann var fyrir áratug. Fleiri skilja nú eðli auövaldsins en fáir útvaldir, þótt þeir hafi ekki gluggaö i marxisk fræði. Jafnvel verslunarmönnum þætti nú blekking orðalagsins „si- felldar verðhækkanir kaffis á er- lendum mörkuðum” hljóma eins og tal krambúðarkaupmanns viö kreppulýð. titlendir markaðir eru hættir að vera dularfullir og dyntóttir.. Þúsundir islendinga kynnast þeim árlega. Þeir vita að verðlag stendur þar nokkurn veginn i staö en gildi krónunnar hrapar. Svo mikill er menntunarmáttur sólar- landaferðanna. Og ferðamaður- inn veit að sólarlöndin eru ekki dæmigerð fyrir frjálslyndar stjórnir eða tryggan efnahag. Þá hvarflar að honum að lið inn- lendra dugleysingja og svindlara hafi tekiö við af dönsku kúgun- inni, sifellt með sjálfstæðisorð á vör. Hvers konar stjórn er heima ef kaupið þar er lægra og verö- bólgan meiri en hér? Þannig spurningar læðast inn i hugann á meðan - skrokkurinn verður brúnn. En það eru ekki bara sólar- landafarar sem vilja að gjald- miðill þjóöarinnar haldi viröingu sinni og komist á skrá með gjaid- miöli annarra þjóða heldur allir sem stefna að sjálfstæði landsins: traustum efnahag, traustri mynt, þjóð sem þekkir sitt eðli, hæfu starfsfólki og menningu á borð við menningu ann- arra þjóða. Almenningur veit einnig þótt aldrei hafi hann lesið verk Lenins að hentugasta leiðin til að koma á einræði er að vega að gjaldmiðli landsins. Aður létu sósialistar i veöri vaka að Lenin hafi séð fyrir i þessum orðum efnahagshrunið i Þýskalandi og uppgang nasismans. En hann var maður sem leit sér nær og jafnan af við- sýni. Hann hafði þá kosti vakandi almúgans. Verði vinstristjórn mynduð eftir alþingiskosningarnar sam- kvæmt ótviræðum vilja islensks almennings, þótt hann sé klofinn i ýmsa vinstriflokka verður sú stjórn að vara sig öðru fremur á vitahring herstöðvamálsins* á vissu bráðræði óþroskaðasta hluta vinstrafólks og á sjálfs- ánægju barnalega hugsjóna- mannsins. Guðbergur Bergsson Alþýðubandalagið i Reykjavik. — Fulltrúaráðs- fundur. Fyrsti fundur nýkjörins fulltrúaráðs Alþýðubandalagsins I Reykjavik veröur haldinn mánudaginn 12. júnin.k. og hefst hann kl. 20.30 á Hótel Sögu (hliðarsal við Súlnasalinn). Dagskrá: 1. Borgarmál. 2. Onnur mál. — Stjórnin. Kosningamiðstöðin Grensásvegi 16. Nú er starfið hafið á nýjan leik I kosningamiðstööinni á Grensásveg- inum. Þarer opið frá kl. 9 á morgnana til miðnættis. Litið við og leggiö hönd á plóginn. Simarnir eru 83281 og 83368. Alþýöubandaiagið I Reykjavík. Viðtalstimar borgarfulltrúa Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins I Reykjavik hafa viðtalstima kl. 17—18að Grettisgötu 3, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga. Slminn er 17500. Utanfundaratkvæðagreiðsla. Skrifstofa Alþýöubandalagsins, Grettisgötu 3, veitir upplýsingar og aðstoö við utankjörfundarkosningu um allt land og erlendis. Slminn er 1 75 00. Skák Framhald af bls 11 haldinu 9. — Rxd4 10. Dxd4 Be6r; EÐA 9. — d5 sem leiðir til skemmtilegrar taktiskrar bar- áttu.) 9. ...-Bd7 10. h4! (Kapphlaupið er hafið. Hvitur hefur aðgerðir á kóngsvæng en svartur leitast eftir gagnfærum á drottningarvængnum.) 10. ...-Hc8 11. Bb3-Re5 12. 0-0-0-RC4 13. Bxc4-Hxc4 14. h 5! (Fórnar peði en fær i staðinn sóknarfæri eftir h-linunni.) 14. ...-Rxh5 15. g4-Rf6 16. Rde2 (Valdar c3-reitinn sem iðulega er vettvangur mikilla átaka I þessu afbrigði.) 16. ...-Da5 (Spurningarmerkið má spara, jafnvel þó að þessi leikur virðist visa beinustu leið til taps. Þegar þessi skák var tefld var þessi leikur svo til sjálfsagður og viður- kenndur af byrjanafræðunum, en siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, og nú gefur hinn „hallærislegi” leikur 16.-He8 svörtum gott tafl, t.d. 17. Bh5 Bh8 (Hugmyndin með 16. — He8!) 18. e5! ? Rxg4! 19. Bxg4 Bxe5. Gott dæmi um hina öru þróun byrj- anafræðinnar.) 17. Bh6-Bxh6 18. Dxh6-Hfc8 (Allt saman „teória”, en næsti leikur hvits er nýjung sem gerir út um taflmennsku svarts.) 19. IId3! (Hrifandi leikur sem valdar riddarann á c3 og býr i haginn fyrir framhaldinu : 20. g5 Rh5 21. Rf4 o.s.frv.) 19. .. H4c5 (Til að „hindra” 20. g5). 20. g5!! (Hindra hvað!) 20. ..-Hxg5 (Eða 20. — Rh5 21. Rf4 Hxg5 22. Rcd5 o.s.frv.) 21. Hd5! (Hver einasti leikur Karpovs hittir beint i mark.) 21. ..-Hxd5 22. Rxd5-He8 23. Ref4 (Með hótuninni 24. Rxf6+ exf6 25. Rd5 o.s.frv.) 23. ..-Bc6 (Ekki gekk 23. — Be6 vegna 24. Rxe6 fxe6 25. Rxf6+ exf6 26. Dxh7+ 27. Dd7! og vinnur.) (STÖÐUMYND) 24. e5!! (Toppurinn á snilldinni.) 24. ..-Bxd5 (24. — dxe5 stoöar litt vegna 25. Rxf6+ exf6 26. Rh5!! gxh5 27. Hgl+ Kh8 28. Dg7 mát!) 25. exf6-exf6 26. Dxh7 + -Kf8 27. Dh8+ — Kortsnoj gafstupþ. Eftir 27. — Ke7 28. Rxd5+ Dxd5 29. Hel + er öllu lokiö. Svona til að klykkja út notum Við ummæli Bent Lar- sens: „Glæsileg sóknarskák — en liklega hefur þetta alit verið soöið saman á verkstæði Furmans”. Met Framhald af 24 siðu. Jón hefur getið hárfétt upp á kjörsókn. Aðrir kosningastjórar fóru fyrir ofan garð og neðan eins og þar segir. Sá sem næstur komst var alls 160 atkvæðum frá réttum úr- slitum. 1 stuttuspjalli við Jón var hann spurður, hvort menn vildu ekki fá hann til að spá fyrir úrslitum i al- þingiskosningum. Hann kvaðst ekki leggja út i það, nema hvað hann ætlaði að velta fyrir sér Reykjaneskjördæmi. En kannski ætti ég að láta það alveg vera, sagði hann, ég get úr þessu ekki annað en spillt fyrir spámanns- orðsti minum. #ÞJÓDLEIKHÚSIfl LAUGARDAGUR, SUNNU- DAGUR, MANUDAGUR I kvöld kl. 20 Fáar sýningar eftir KATA EKKJAN fimmtudag kl. 20 Fáar sýningar eftir. Litla sviðið: MÆÐUR OG SYNIR sunnudag kl. 20.30 Næst siðasta sinn Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. I.KIKKf'lAC RKYKIAVÍKIJR Slðasta sýning L.R á þessu leikári Leikfélag Akureyrar sýnir I Iðnó GALDRALAND eftir Baldur Georgs i dag kl. 15 Miðvikudag kl. 17 HUNANGSILMUR eftir Sheiagh Delaney Þriðjudag kl. 20,30 Miðvikudag kl. 20,30 Fimmtudag kl. 20,30 Miðasala i Iðnó kl. 14—20,30 Simi 16620. LAUGARDAGUR, SUNNUDÁGUR, MANUDAGUR i kvöld kl. 20 fimmtudag kl. 20 Siöasta sinn. KATA EKKJAN föstudag kl. 20 Fáar sýningar eftir Miðasala 13.15—20. Simi 11200. ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ_ Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför, Páls Þóroddssonar Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar E 6 Borgarspitalanum fyrir góða umönnun i veikindum hans. Einnig þökkum við stjórn Verkamannafélagsins Dags- brúnar fyrir virðingu honum sýnda Elin Björnsdóttir Hallgerður Páisdóttir Páll Halldórsson Asta Halldórsdóttir Elin Ýr Halldórsdóttir Halldór B. Stefánson Sólveig Asgrimsdóttir Einar Erlendsson ÓlöfEir Haildórsdóttir og barnabarnabörn. Kjarabarátta dag hvern Þjóöviljinn berst einn íslenskra dagblaða við hlið verkalýðshreyfing- arinnar. Þjóðviljinn mætti vera betri og stærri og útbreiddari en hann er. En því aðeins verður Þjóðviljinn betri, stærri og útbreiddari að hver stéttvís launamaður geri sér Ijóst að Þjóðvilj- inn er eina dagblaðið og þar með eina vopnið sem launamenn geta treyst gegn sameinuðum blaðakosti kaup- ránsf lokkanna. Fyrir hvert eitt eintak af Þjóðviljanum gefa kaupránsflokk- arnir út 10 eintök. Sá verkamaður sem vill treysta hag verkalýðshreyf ingarinnar og þar með eigin hag kaupir Þjóðviljann og vinnur að útbreiðslu hans. Þjóðviljinn og verkalýðshreyfingin eiga samleið. Verkalýðshreyfing sem ekki á aðgang að traustu dagblaði gæti lent undir í áróðursstríði auðstéttar- innar. Fram til sigurs i kjarabaráttunni! Fram til sigurs í stjórnmálabarátt- unni! Gerstu áskrifandi í dag! DiomiuiNN SÍÐUMÚLA 6 REYKJAVlK SÍMI 81333

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.