Þjóðviljinn - 21.07.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.07.1978, Blaðsíða 9
Köstudagur 21. júli 197« l>JOUVII.JINN — SIDA 9 Listasafn Islands sýnir bandaríska grafik: Louise Nevelson 1953—1975 Nokkrar myndir sýningarinnar. Listasafn Islands opnaöi sýningu á grafíkverkum bandaríska listamannsins Louise Nevelson. Þarna er um að ræöa sýningu á æt- ingurri/ steinprenti/ grafik, blý-intaglio, akvatintu, klippimyndum, lágmyndum i pappírs- massa og plakötum. Nevelson fæddist i Kiev i Rúss- landi árið 1900. Hún fluttist ung að aldri til Bandarikjanna með foreldrum sinum. og beindist áhugi hennar snemma að listum. Ariö 1920 lærði hún málun og teikningu hjá Theresa Bernstein og William Meyerwitz, en sam- hliða þvi námi lagði hún einnig stund á óperusöng, Ieiklist og ballett. Siðar nam hún við Art Students Leagse hjá Kenneth Hayes Miller og Kimon Nicolaides. Hún ferðaðist einnig til Evrópu og lærði hjá Hans Hoffman i Míinchen. Hún hefur tekið þátt i ýmsum samsýningum og haldið fjölmargar einkasýn- ingar og hafði um tima umsjón með Atelier 17 i New York ásamt Stanley William Hayter. Arið 1962 var hún fulltrúi Bandarikjanna á Biannale Internationale D’Arte i Feneyjum. Hún starfaði við Tamarind-verkstæðið i Los Angeles árið 1963 og ’67 og hefur haldið stórar yfirlitssýningar viðs vegar um Bandaríkin. A árunum 1973-74 hélt hún tvær stórar far- andsýningar um Evrópu og Bandarikin. Nevelson hefur hlotið mörg verðlaun um ævina og á verk i öllum stærri söfnum Bandarikjanna. Sýning þessi er einnig farandsýning, og er ný- komin frá Lissabon, en Reykjavik er siöasti viðkomustaöurinn. 1 sýningarskrá segir um Louise Nevélson: „Fljótt á litið kann grafik Louise Nevelson að virðast eins konar fylgifé með höggmyndum hennar. A löngum listferli hefur hún að visu ekki lagt stund á grafik nema öðru hverju. En þó grafisk verk hennar séu litil að vöxtum miðaö við þau kynstur sem hún hefur afkastað i högg- myndalistinni, eru þau órofa þáttur af skapandi hugsun henn- ar, tæki til að kanna og fullvinna atriði sem skipta meginmáli. Þar að auki eru grafisk verk hennar sem heild veigamikil og ágæt af sjálfum sér... Fyrstu grafisku verk Nevelson sem nokkuð kveöur að, ætingar hennar frá 1953-55, endurspegla greinilega það sem er að þróast með henni i höggmyndalistinni... Þessar snilldarlegu ætingar sýna óafmarkað rými þar sem verur eöa önnur myndræn atriði eru sýnileg, en myndefnið sem aö baki liggur virðist vera drama- tisk spenna rúmsins, heildar- áhrifin af þvi séða en ekki einstök atriði sem fyrir augun ber... Þau tuttugu og sex steinprent sem Nevelson fullgerði i Tamarind-verkstæðinu 1963 end- .urspegla langþróuð markmið hennar i höggmyndalistinni. Aö undirstöðu til eru steinprentin myndrænt séð byggð á sömu þessum einingum eru sérþrykktir kaflar sem eru skeyttir saman eftir á. Samt sem áður er þessi seria grafiskt hefðbundnari og byggist á stórum og tiltölulega afmörkuð- um litflötum. Leikur linanna er einkar finlegur og áhrifamikill, þar sem þær virðast svifa i sér- stökum fieti fyrir framan sjálfan myndflötinn. Þetta á ef til vill skylt við þann áhuga á loftverki sem gætir i kniplinga- og dúksá- ferð þeirri sem Nevelson beitti áöur i ætingum sinum til að ná fram rýmisverkun. 1971 byrjaði Nevelson að vinna að blý-intaglio-myndum i sam- vinnu við Tosi-verkstæðið i Milanó. Sex þessara mynda voru gerðar á næstu tveimur árum. Þessar intaglio-myndir likja eftir formum og atriðum i kassahögg- myndum hennar og sýna fyrri á- huga hennar á lágmyndum. Þess- ar myndir eru ósamhverfar, ým- ist með ellefu eða sextán blýein- ingum.Efnisáferð og litir eru not- uð til að leggja áherslu á þri- viddaráhrif i þessum merkilegu myndum. Nýjustu grafikverk Nevelsons marka meiri háttar þróunará- fanga. Það eru sex akvatintur með collage, þrykktar i ýmsum sterkum litum sem er teflt gegn svörtu og silfruðu sem segja má að séu einkennandi fyrir lita- spjald hennar. Þessi verk. seilast inn á nýtt svið skynjana þar sem litblænum er teflt gegn andstæð- um sem eru i þvi fólgnar að myndflöturinn ýmist drekkur i sig ljósið eða endurvarpar þvi. Þannig er náð samspili lita og blæbrigða....” Jóhannes Jóhannesson hefur séð um uppsetningu sýningar- innar, en Menningarstofnun Bandarikjanna á Islandi hefur veitt alla þá fyrirgreiðslu, sem gerði kleift að fá sýninguna hing- að til lands. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 13.30 til kl. 16.30 og mun standa i þrjár vikur. A sýningunni eru m.a. lágmyndir úr pannlrtrv.-..-- •Mynd eftir Louise N'evelson kenndu steinprentum að efnis- kenndari kassalaga formum. Lin- urnar sem koma fyrir i þessum ætingum, grannar eöa gildar, má túlka sem átta- eða orkutákn... kassaformum og myndveggir hennar, fremur sem sjónskynjan- ir en hlutstætt samsafn forma. Mýkt steinprentsins féll vel að lýsingum á rými sem var i sjálfu sér m júkt, viðkvæmt og loftkennt, frásögn i tveim viddum um þvi- vitt rými. Steinprentin frá 1963 eru útsmognari og fáguð á með- vitaðri hátt en eldri ætingar... Þegar Nevelson fór aftur aö fást við ætingar 1965—66, i sam- vinnu við Irwin Hollander, hvarf hún frá hinum rýmis- og loft- Næsta meiriháttar grafikseria Neveisons var enn á ný stein- prent; einnig unnin á Tamarind- verkstæðinu. Þessi verk endur- spegla frekari fullkomnun á þvi sem hún var að fást við i högg- myndalistinni... Hinar sextán myndiri þessari seriu, Tvöfaldar myndir, eru i senn einfaldari og flóknari en eldri steinprentin sem gerð voru i samvinnu við Tamar- ind. 1 þessum seinni myndum koma fyrir óregluleg flipótt myndblöð, þar sem auðir og þrykktir fletir skiptast á, tæknin er grisja vætt i bleki. Þrettán af —IM Louise Nevelson að vinnu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.