Þjóðviljinn - 21.07.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.07.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA * ' r. — ÞJ( a D ÖÐVILJ & NN Föstudagur 21. jú i 1978 ID7 ' >"o' CD D & CrD“ Ctl> 1 lo >: a D - , r , | Drátturinn í undanúrslitum Bikarkeppninnar h ■ % ■ Allt stefnir í úrslita- viðureign Vals og Akraness Valsmeiui drógust gegn Þrótti og ÍA gegn UBK Þaö er nú Ijóst eftir aö Valur lenti gegn Þrótti óg IA gegn Breiöablik að allt stefnir í úrslitaviöureign milli rísanna í islenskri kanttspyrnu, Vals og Akra- ness. Dregið var í undanúr- slitin i gærkvöldi, og þá varö Ijóst hvaða lið myndu leika saman. Engann veginn er þó hægt að útiloka möguleika „litlu liöanna" aö þessu sinni,en þessi lið eru fræg fyrir aö standa sig best þegar mest á reynir. Eins og flestir eflaust muna sló Þróttur KR út úr keppninni i fyrradag. Akurnesingar léku gegn Einherja frá Vopnafirói og Valur sló Vestmannaeyinga út úr keppninni. Blikarnir gengu aö Frömurum i Kópavogí og sign- uðu 2:0. Það má þvi segja aö Valsmenn hafi unnið mest allra til að leika i undanúrslitunum. Það biða margir spenntir eftir þvi að sjá hvort Skagamenn kom- ast i úrslit sem allar likur viröast vera á. Þeir hafa nefnilega lent i úrslitum keppninnar átta sinnum en aldrei hefur þeim tekist aö sigra. Finnst mörgum sem timi sé kominn til. En eins og áður sagði er alltof snemmt að fara að bóka Vals- menn og IA sem þátttakendur i úrslitaleiknum. Það getur allt skeð i knattspyrnu. Hreint mark í 630 mínútur Sigurður Haraldsson markvöröur Vals i knatt- spyrnu og starfsmaður á auglýsingadeild Þjóðvilj- ans hefur nú eftir leikinn gegn ÍBV haldið marki sínu hreinu í sjö leikjum og geri aðrir betur. Alls eru þetta 630 minútur eða 10 og hálfur klukkutími. Sigurður hefur verið i stöðugri sókn i markinu og eins hefur hann þegið góðar upplýsingar frá okk- ur hér á Þjóðviljanum og árang- urinn ekki látið á sér standa. Ástæðan fyrir þvi er einfaldlega sú að Sigurður tekur tilsögn betur en flestir aðrir. SK. „Ætii maður dragi ekki Þróttarana” mætti halda að Gunnar Sigurðs- son formaður knattspyrnuráðs Akraness segi um ieiö og hann dró I gærkvöldi fyrir ÍA. Gott starf hiá fötluðum Arnór Pétursson hlaut afreksbikarinn á innanfélagsmótinu. — Hann var endurkjörinn formaður félagsins Aðalfundur Iþróttafélags fatlaðra í Reykjavik var haldinn nýlega. Þann 30. maí s.l. varð félagið f jögurra ára. Félagar eru nú um 160 og eru um 50% þeirra virkir félagar. Félagið hefur notið stuðnings margra góðra manna, einstaklinga, félagasamtaka og klúbba sem hefur verið félaginu mikil hvatning til meiri dáða og öflugra starfs. Mikið hefur verið gert til að kynna félagið, var farið á um 40 staði og kvikmyndin Toronto Olipyed sýnd. Sendir hafa verið keppendur á mót erlendis svo sem til Þránd- heims i Noregi (norðurlandameistaramót í sundi), til Roskilde í Danmörku (norðurlandameistaramót i borðtennis) og á Stoke Mandeville leikana (alheimsleikar) í Englandi. Árangur Islendinganna var góður og var komiö heim með nokkur silfur- og bronz verölaun. Haldið var fyrsta Þjálfarar íþróttafélags fatlaðra i Reykjavlk. Frá vinstri. Sveinn Aki Lúöviksson, Kristjana Jónsdóttir, Júifus Arnarsson. Islandsméistaramót i lyft- ingum, var það haldið i sjón- varpssal^auk þesssem borð- tennis var kynntur við sama tækifæri. 1 mai s.l. var svo haldið i Reykjavik norður- landameistaramót i lyft- ingum og opið mót i boccia. 1 marz s.l. fóru um 20 manna hópur i heimsókn til fþrótta- félags fatlaðra á Akureyri og var heimsókn sú i alla staði hin ánægjulegasta. Væri mjög æskilegt að gera sllkar heimsóknir (með keppni i huga) milli félaganna að árlegum viðburði. Á s.l. sumri dvöldu 5 félagsmenn i Heiðarskóla i Leirársveit á 10 daga námskeiði. Félagið safnar notuðum frimerkjum og eru þvi frimerki vel þegin. Teiknað hefur veriö merki félagsins, það gerði Ein- varöur Jósefsson. Til aö byrja með hafa verið búnar til oddveifur og merki til aö sauma á iþr.búninga, eru merki þessi til sölu. Æfingar hafa veriö i Hátúni 12 (lyftingar, borötennis, curl- ing, boccia) sund i skólalaug Arbæjar og bogfimi I anddyri Laugardalshallarinnar. Þjálfarar félagsins eru Kristjana Jónsdóttir, sund, Sveinn Aki Lúðviksson, borðtennis og Július Arnar- son, aðrar greinar. Eftir- farandi innanfélagsmót hafa veriö haldin. Curlmg, keppt var I A og B fl. Nr. 1 i A fl. varð Sævar Guöjónsson og nr. 1 i B fl. Kristin Halidórs- íóttir.l sveitakeppni varð nr. 1 sveit Sævars Guðjónssonar og með honum voru Ingi- björg ólafsdóttir og Þórhalla Guðmundsdóttir. Lyftingar: Keppt var i tveimur fl. og miðað við 67,5 kg. I léttari fl. varð nr. 1 Arnór Pétursson, lyfti 87,5 kg islm. I þyngri fl. varð nr. 1 Sigmar Ó. Marias- son, lyfti 107,5 kg islm. Borð- tennis. I kvennafl. varð nr. 1 Guðný Guðnadóttir. 1 karla- fl. varð nr. 1 Sævar Guðjóns- son. Einnig var keppni i borðtennis milli ófatlaðra félagsmanna og nr. 1 varð Guðni Þór Arnórsson. Sund: Nr. 1 með forgjöf varð Birna Kr. Hallgrimsdóttir og nr. 1 án forgjafar varð Óskar Konráðsson. Afreksbikarinn hlaut að bessu sinni Arnór Pétursson. Allir þeir sem áhuga hafa á iþróttum fatlaðra geta gerst félagar. Stjórn félagsins skipa.* For- maður Arnór Pétursson, s. 71367, varaform., Jón Eiriksson, s. 35907, ritari Elsa Stefánsdóttir, s. 66570, gjaldkeri Vigfús Gunn- arsson, s. 21529, meðstjórn- andi Halldór S. Rafnar, s. 84824. Mynd af 1. verölaunahöfunum. Sitjandi frá v. Sævar Guöjónsson, Arnór Pétursson, Guðný Guðna- dóttir. Standandi frá v. Sigmar ó Mariasson. Guðni Þór Arnórsson, Ingibjörg ólafsdóttir, Kristin Halldórsdóttir, Þórhalla Guðmunds- dóttir, Birna Hallgrimsdóttir og óskar Konráösson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.