Þjóðviljinn - 02.08.1978, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 02.08.1978, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. ágúst 1978 7 SKÁK Umsjón Helgi Ólafsson Hart barist í Baguio: Karpov med væn- legri stöðu Sjöunda einvígisskák Kortsnojs og Karpovs fór í bið í gær eftir 41. leik. Sérfræðingar eru á einu máli um að Karpov hafi alla vinningsmöguleik- ana þó ekki sé örgrannt á möguleikum Kortsnojs til að halda jafntefli. Það er einkum opin kóngsstaða Karpovs sem Kortsnoj gæti hugsanlega notfært sér til að þvinga fram skiptan hlut. Skákin í gær var æsispennandi frá upphafi til enda. Kortsnoj brá þegar í 6. leik út frá alfaraslóðum og uppfrá því logaði allt í ófriði. 1 15. leik afréö Karpov aö fórna skiptamun en sem bætur fékk hann mjög sterka aöstööu á miðboröinu og virka stööu manna sinna. Undir lok setunn- ar komust keppendur i mikiö timahrak og var þá tafl- mennskan ekki sem nákvæm- ust. Kortsnoj virtist missa öll tök á stööunni en i 40. leik fórn- aði hann manni öllum á óvart og vjrbist sú fórn eftir á aö hyggja hafa verið eini möguleikinn til að halda jöfnu. Heimsmeistaraeinvígið I skák Kortsnoj og Karpov í Baguio Kortsnoj telur sig beittan gerningum. Fyrir utan viðureign þeirra félaga i gær vakti kæra Kortsnoj til dómarans Schmid, þess efnis að sovéskur dulsálfræöingur væri kominn til Baguio ein- göngu til að trufla einbeitni hans, mikla athygli. Reyndar eru ásakanir af þessu tagi ekki nýjar af nálinni þvi Kortsnoj hélt þessu einnig fram er hann tefldi gegn Spasski i Júgóslaviu i vetur. Hvað sem öllu liöur þá er þaö staðreynd að á fremsta bekk hefur setið sovéskur dul- sálfræðingur, Dr. Zukhar aö nafni. Hann ku hafa setið fyrir á fremsta bekk og starað á Kortsnoj alla sjöttu skákina en i gær var hann vinsamlegast beðinn að færa sig á 2. bekk. Kortsnoj notaði mikið klefa þann sem keppendur hafa til afnota. Hann kom aðeins útúr klefanum er Karpov hafði leikið. Þá bar hann einnig hin frægu spegil- gleraugu til að forðast augnaráð Doktorsins. Þegar kæra Kortsnoj var borin undir Batur- inski, formann sendinefndar Sovétmannanna sagði hann: „Þetta minnir mann aðeins á þá tima er Kortsnoj ásakaði fólk si og æ um að trufla einbeitni sina. Þessi kæra ber greinileg merki taugaveiklunar.” Guðmundur Sigurjónsson. Hann teflir á tveimur mótum i Noregi á næstunni. Guðmundur teflir á tveim mótum í Noregi Jón L., Margeir Pétursson og Jón Kristinsson meðal þátttakenda " á öðru mótinu Guðmundur Sigurjónsson teflir á tveimur skákmótum i Noregi nú I ágústbyrjun. Fyrra mótiðsem fram fer I Skien sem er smábær I Noregi hefst 4. ágúst en hitt mótið sem hefst stuttu siðar fer fram i Gausdal en á þvi móti verða Margeir Pétursson og Jón L. Árnason einnig meðal þátttakenda. Jón Kristinsson teflir hins vegar I fyrra mótinu sem fram fer í Skien. Jón sem er einn af þekkt- ustu skákmönnum tslendinga hefur iitið getað teflt vegna starfa sins en hann er banka- stjóri Búnaðarbankans á Hólmavik þar sem iitið er um góða skákmenn. Guðmundur Sigurjónsson sagði i spjalli við Þjóðv. í gær að hann hefði upphaflega aðeins ætlað sér að taka þátt I mótinu i Skien enþesshefði verið farið á leit, aðhann myndieinnig tefla i Gausdal i nafni Norrænnar samvinnu. Kortsnoj eygir jafnteflismöguleika Vafasöm tafimennska Viktors Kortsnojs i 7. einvigisskákinni við Karpov virðist ætla að koma honum á kaldan klaka. Kortsnoj sem hafði hvítt beitti mjög ó- venjulegu afbrigði I Nimzoind- versku — vörninni. Strax i 6. leik kom hann fram með nýjung sem gerði það að verkum að Karpov eyddi miklum tima tii að finna besta framhaldið fyrir svartan. Hann fann aö flestra á- liti bestu leiðina en á kostnað peðs og það er nokkuð sem hann er ekki sérlega hrifinn af.^ í framhaldinu kom i ljos að umframpeö Kortsnojs vó litið. Karpov hafði mjög sterk tök á miðborðinu og jafnvel þó hann ynniskiptamun til viðbótar i 16. leik var þaö sem vatn á myllu heimsmeistarans. Hann fékk mjög ógnvekjandi miðborðspeð og undir lok setunnar ruddust þau áfram. Kortsnoj sá sitt ó- vænna fórnaöi manni og satt að segja er ekki ljóst um úrslit og Karpov kann að þurfa aö taka mikla áhættu til að forðast þrá- skák. Hressileg skák: 7. einvigisskák: Hvltt: Viktor Kortsnoj Svart: Anatoly Karpov Nimzindversk-vörn 1. d 4! (Strax iupphafi kemur Kortsnoj á óvart. Hinn hefðbundni upp- hafsleikur hans 1. c4 er lagður til hliðar. Þetta hefur þó ekki mikil áhrif þegar líða tekur á þvi mjög oft leiðir drottingar- peðsbyrjunog enski leikurinn til sömu byrjana.) 1. ..Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 (Enn er Nimzoindverska — vörnin til umræðu.) 4. e3 0-0 (Hér bregður Karpov út af tafl- mennskusinni.I 3ju og 5tu skák lék hann 4. - c5 sem Kortsnoj svaraði með 5.Re2.) 5. Bd3 (Til greina kom 5. Re2 og reyna þannig að leiða skákina inná brautir fyrri taflmennsku. Hætt er þó við að Karpovhefði eitthvað „lúsugt” á takteinun- um.) 5. ..c5 6. d5! ? (Satt að segja minnist ég ekki að hafa séð þennan leik áöur i viðureign tveggja stórmeistara. Leiknum er oft beitt i öðru af- brigði Nimzoindversku - varn- arinnar nefnilegat 1. d4Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Bg5 h6 5. Bh4 c5 6. d5. Þá er talið gott að leika 6. - b5 og jafnvel þó svartreiti bisk- upinn standi enn á cl afræður Karpov þeim leik einnig hér.) 6. ..bá (Liklega besti leikurinn. Með honum eftirlætur Karpov Kort- snoj heilt peð en fær öflugt mið- borö I staðinn. Eins og fram- haldið leiðir i ljós reynist mið- borðið þyngra á metunum. A- stæða er til að benda á að 6. -exd5 7. cxd5 Rxd5 gekk ekki vegna 8. Bxh7+ ásamt 9. Dxd5 og hvitur hefur yfirburðastööu.) 7. dxe6 fxe6 8. cxb5 Bb7 (Hvitur hefur unnið peö en það veldur svörtum varla miklum áhyggjum. Miðborðiö og virk staösetning mannanna vega liðsmuninn fyllilega upp.) 9. Rf3 d5 10. 0-0 Rbd7 11. Re2 De8 12. Rg3 e5 13. Bf5! g6 14. Bh3 (Þarna getur biskupinn gripið inní baráttuna hvenær sem er.) 14. ,.a6 15. Rg5 (Hótar aö vinna skiptamun með 16. Re6...) 15. ..axb5! (En Karpov kærir sig kollótt- ann. Hann leggur allt upp úr öfl- ugu miðborði og virkri stöðu. Auk þess vinnur hann hið tap- aða peð til baka.) 16. Re6 c4 17. Bd2 Bc5 (Biskupakaup eru hvitum i hag.) 18. Rc7 (Þaðer að sjálfsögðu smekksat-' riði hvor hrókurinn er tekinn.) 18. ..De7 19. Rxa8 Hxa8 20. a3 Rb6 21. Dc2 Bc8 22. Bxc8 Hxc8 23. Ba5 Rbd7 24. Dd2 Bd6 25. Bb4 Rc5 26. Bxc5 (Uppskipti er venjulega þeim I hag sem meira lið hefur. Hér á Kortsnoj hinsvegar mjög litla möguleika áað finna höggstað á stööu svarts.) 26. ..Bxc5 27. Khl Dd6 28. Hadi Kh8 29. Dc2 De6! (Hvitur hótaði 30. a4 b4 31. c4! o.s.frv. þegar hér 'var komið sögu áttu báðir keppendur u.þ.b. 20 mínútur eftir af um- hugsunartima sinum.) 30. Re2 Dc6 31. h3 (Liklega sýnir þessi veiklulegi leikur best hversu Kortsnoj er gersneyddur einhverju sem heitir mótspil. Hann getur lftið annað en beðið eftir að Karpov reyni framrás á miðborðinu.) 31*. . .He8 32. b4 Bb6 33. Db2 Kg8 (Kóngurinn telur það öruggast að standa ekki á skáklínunni al-h8.) 34. Hfel Kf7 (Þegar hér var komið sögu átti Kortsnoj 10 minútur efúr af um- hugsunartima sinum og Karpov átti litlu meiri tima. Spenning- urinn i hámarki.) 35. Dc2? (Hér verða Kortsnoj á slæm mistök. Hin stöðuga spenna og afar erfið staða hefur ugglaust haft einhver áhrif. Karpov er fljótur aðnotfæra sér mistökin.) á tima gefst ekki upp og finnur eina framhaldið sem gefur ein- hverja von.) 39. Dh6 c3 (?) (Hugsanlegt er aö hér hafi Karpov gerst einum of veiði- bráður og talið allt viðnám úr stöðu hvits. Eins og Kortsnoj sýnir framá eygir hann enn björgunarmöguleika. Erfitt reynist þó að betrumbæta tafl- mennskuna t.d. 39. -Bxf2 40. Hfl Bxg3 41. Dxh7+ o.s.frv.) 40. Re4!! (Siðasti leikurinn i æðisgengnu timahraki og sá eini sem gefur einhverju von. Hvitur hótar 40. Rg5+ svo ekki sé minns á 40. Rxf6.) 40. ..Rxe4 (Hvað annað.40. -c2 strandaði á 41. Rxf6! o.s.frv.) 41. Dxh7+ Kf8 35. ..d4! (Afar erfiður leikur að svara i timahraki.) 36. Rg3 (En ekki 36. exd4 exd4 37. Rxd4 Hxel+ 38. Hxel Bxd4 og vinn- ur.) 36. ..Hd8 (Karpov fer sér að engu óðslega frekar en fyrri daginn 36. -d3 var ekki mögulegt vegna 37. Hxd3! o.s.frv.) 37. exd4 exd4 38. Dd2 d3 (Hvita staðan er að sjá gjörtöp- uð, en Kortsnoj þótt naumur sé Hér fór skákin í bið. Ljóst er að Kortsnoj berst fyrir lifi sinu og satt að segja er mér það ekki ljóst hvernig Karpov sleppur úr skákunum nema þá að taka á sig verulega áhættu. Ég eftirlæt lesendum að spreyta sig á þvl aö finna vinningsleið fyrir Karpov ogeitter vistaðþaðer ekkiauð- velt verkefni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.