Þjóðviljinn - 02.08.1978, Page 4

Þjóðviljinn - 02.08.1978, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 2, ágúst 1978 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg- mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: GunnarSteinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Rökrétt framhald 1956-1958 var hér á landi vinstristjórn þriggja f lokka — Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknar- f lokksins. Sú stjórn náði margvíslegum árangri einkum í útfærslu landhelginnar og við uppbyggingu atvinnulífs- ins. Þátttaka Alþýðuf lokksins í þessari stjórn var með afar sérkennilegum hætti. Hef ur komið f ram á síðari ár- um að utanríkisráðherra Alþýðuflokksins fór í stjórn þessa fyrst og fremst til þess að koma í veg fyrir að stefna stjórnarsáttmálans í utanrikismálum næði fram að ganga. Þegar slitnaði upp úr þeirri stjórnarsamvinnu gekk Alþýðuflokkurinn til samstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn. Samvinna sú stóð til 1971. Hún hófst með stór- felldu kjararáni og samningum við útlendinga um að ís- lendingar afsöluðu sér rétti til útfærslu landhelginnar úr 12 sjómílum. Hún beitti sér fyrir kauplækkunum hvað eftir annað uns svo var komið að landf lótti brast á. Hún knúði fram atvinnuleysi og atvinnuvegir landsmanna sjálfra grotnuðu niður. Hún sneri sér þess í stað að er- lendri stóriðju. Alger stöðnun ríkti á flestum sviðum fé- lagsmála, og í kjaramálum aldraðra og öryrkja ríkti hreint neyðarástand. Með 11 ára stjórnarsamvinnu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins var efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar stef nt í bráðan voða um leið og erlend öfl léku hér lausum hala. Þannig var banda- rískt hermannasjónvarp daglegur gestur á öðru hverju heimili á þéttbýlasta svæði landsins. Kjósendur höfnuðu þessari íhaldsstjórn 1971 og þá tapaði Alþýðuflokkurinn svo miklu fylgi að hann fékk aðeins 6 þingmenn kjörna. Flokkarnir þrír sem þá hófu tilraun til myndunar vinstristjórnar reyndu að fá Alþýðuflokkinn með til samstarfs en þeir settu það óhjákvæmilega skilyrði að landhelgin yrði færð út í 50 sjómílur. Þessu hafnaði Al- þýðuflokkurinn, útfærsluna kallaði utanríkisráðherra f lokksins „siðlausa ævintýrapólitík". Vinstristjórnin hóf markvisst endurreisnarstarf úr rústum íhaldsstjórnar- innar. Atvinnulíf ið efldist, landhelgin var færð út, kana- sjónvarpinu lokað, kaupmáttur launa batnaði um 20% og elli- og örorkulífeyrir tvöfaldaðist. Vinstristjórnin sat að völdum í tæpþrjú ár, en á þeim tíma voru unnin stórvirki sem enn setja mark sitt á allt íslenskt þjóðlíf. Stjórnin missti meirihluta sinn er þrír þingmenn Samtaka f rjáls- lyndra og vinstri manna sneri baki við stjórninni. Þeir eru nú allir í Alþýðuf lokknum. Vinstristjórnarf lokkarn- ir þrír misstu meirihluta sinn í kosningunum 1974 og enn var reynt að fá Alþýðuflokkinn inn í vinstristjórn. Það tókst ekki vegna þess að þar á bæ var enginn áhugi og vegna stífni og áhugaleysis Ólafs Jóhannessonar sem leiddi viðræðurnar. Alþýðuf lokkurinn lenti nú í sömu af- stöðu til ríkisstjórnar og Alþýðubandalagið eftir 16 ára átök þessara flokka. Samstarfið í stjórnarandstöðunni gekk oft vel, einkum í verkalýðshreyfingunni. Alþýðu- flokkurinn tók undir kröfur Alþýðubandalagsins og verkalýðshreyf ingarinnar í verðbólgunefndinni á sínum tíma og undir kjörorð verkalýðssamtakanna fyrir kosn- ingarnar. Eftir kosningarnar hófust tilraunir til mynd- unar vinstristjórnar — tilraunir sem hafa nú mistekist. Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum sem eðlilegt er því mikið tækifæri hefur glatast vinstrimönnum og verka- lýðssinnum aðsinni. En afstaða Alþýðuf lokksins þarf þó ekki að vera mönnum undrunarefni eftir það sem á und- an er gengið. Það þarf ekki annað en að rifja upp óheilindi og andúð Alþýðuf lokksins í garð vinstra sam- starfs á undanförnum tveimur áratugum til þess að skilja hvers konar flokkur Alþýðuflokkurinn er. Þjóð- viljinn notaði um hann sæmdarheitið „verkalýðsflokk- ur" meðan á vinstristjórnarviðræðunum stóð. Eftir að þeim lauk er Ijóst að hann er í besta lagi milliflokkur, undarleg blanda kynborinna sósíaldemókrata, sem hafa fengið kommúnistahatrið með móðurmjólkinni, smágli- strupa, sem síðdegisblöðin hafa auglýst, og loks nokk- urra ágætra verkalýðssinna. Þeir síðastnefndu urðu undir í afstöðunni til myndunar vinstristjórnar — rétt eins og í prófkjörum Alþýðuf lokksins síðastliðinn vetur. Því fór sem fór. Það er slæmt frá sjónarmiði vinstri- manna, en það er rökrétt framhald af ferli Alþýðu- f lokksins undanfarna tvo áratugi. —s. I Ný kynslóð að \ glatast? Merkilegur flokkur Fram- m sóknarflokkurinn. Ungt fólk ■ gengur þar inn í bylgjum og * rekur sig á vegg. 1 grein sem > Gylfi Kristinsson skrifar i Tim- I ann s.l. fimmtudag minnir hann ■ á aö veturinn 1973 til 74 hafi I Framsóknarflokkurinn misst ■ , .kynslóöina sem nú er aö taka I viö i hinum flokkunum.” Eftir ■ sat flokksforystan óskeikul, | hlýönir skósveinar hennar auk J kraftaverkamanna og „Svörtu ■ Pétrar” flokksins. Forysta ungra Framsóknar- J manna sem þá sagöi skiliö viö I Framsóknarfiokkinn baröist ■ fyrir þvi aö flokkurinn tæki i 1 vaxandi mæli miö af upphafleg- ■ um stefnumálum sinum og skip- ■ aöi sér til vinstri i islenskum 2 stjórnmálum. Olafur Jóhannesson og sam- I verkamenn hans geröu sér hins- ■ vegar far um aö þróa miö- I flokkakenninguna og gera ■ Framsóknarflokkinn aö hægri I sinnuöum miöflokki. Afleiö- ■ ingarnar blasa viö eftir siöustu ■ kosningar. Nú er aftur komiö upp ungt ■ fólk I Framsóknarflokknum I sem vill þrýsta flokksforystunni ■ til vinstri og kveöa niöur þá for- | ystumenn ungra Framsóknar- ■ manna sem tekiö hafa upp I merki Finnska miöflokksins og m samstarf viö miöflokka annars- ■ staöar á Noröurlöndum. ,,Miö- * flokkur veröur alltaf henti- £ stefnuflokkur”, segir Gylfi I Kristinsson. ■ Að stanga ! Framsóknar ! vegginn m Alfreö Þorsteinsson ræöst I harkalega aö þessum nýju viö- * horfum í grein i þriöjudagsblaöi ■ Timans. Þykir honum meiri ■ nauösyn aö snúast gegn forvig- n ismönnum „vinstri” viöhorfa i I Framsóknarflokknum heldur en J aö elta ólar viö árásir Vilmund- | ar á sig. Kallar hann þetta fólk ■ „afturgöngur frá Mööruvöll- I um”, og telur hina nýju Mööru- ■ vellingasýnu verri en þá gömlu. ■ Hinir fyrri hafi þó starfaö nokk- J ur ár innan Framsóknarflokks- I ins áöur en þeir létu til skarar ■ skriöa. Blekiö hafi hinsvegar | varla þornaö á inntökubeiönum ■ Mööruvellinga hinna siöari ■ dagafyrren þeir taki aö reka og " hóta brottrekstri flokksmanna ■ sem „boriö hafa uppi flokks- I starfiö I tvo áratugi”. “ Framsóknarveggurinn stend- I ur sem fyrr og þaö er ekki ■ ósennilegt aö þegar þaö unga | fólk sem nú vill sveigja flokkinn ■ til vinstri á ný hefur stangaö ■ hann nógu oft átti þaö sig og * skipi sér þar I sveit sem þaö á g> heima. Baráttuvettvangur ' vinstri manna, félagshyggju- J fólks og sósialista er i verka- H lýöshreyfingunni og i Alþýöu- bandalaginu. Þaö á eftir aö | sannast æ betur á næstu árum. i „Breiðari” I íhaldsforysta | Forystuvandamál Sjálf- ■ stæöisflokksins eru mikil og | opinskátt er nú kvartaö um ■ sundurvirka forystu flokksins. B Þaö er almennt álit flokks- J manna aö þetta forystuvanda- m mái sé meöal annars orsök þess ■ nve Sjálfstæöisflokkurinn er I * dag stefnulaus og alls óviöbúinn I aö veita rikisstjórn forystu. ; Forystumenn flokksins hafitap- | aö áttunum i ráöherravafstrinu w og innbyröis átökum siöustu ár- in. Ungir Sjálfstæöismenn knýja nú fast á um breytingar I flokknum og vilja meöal annars hraöa landsfundi. Þeir gera sér þó ljóst aö engin skyndilausn er til á vandamálinu. Enginn einn pólitikus i Sjálfstæöisflokknum er þannig vaxinn I dag aö hann geti oröiö sameiningartákn flokksins. Hinsvegar gera margir sér vonir um aö dagar Gunnars Thoroddsens i stjórn- málunum séu nú senn taldir, enda „karlinn” kominn á eftir- launaaldurinn. Margir gera sig breiða Einn upprennandi stjórn- málamaöur ihaldsins tjáöi klippara aö ungir Sjálfstæöis- menn geröu sér engar vonir um skjóta lausn á forystuvanda- málinu. Þeir hygöust halda málum I gerjun og þróun fram eftir vetri. Hugmynd þeirra væri aö knýja á um aö forystan yröi breikkuö — vonandi þó aö Gunnari frágengnum — á svipaöan hátt og gert heföi veriö i Alþýöubandalaginu. Hann benti á aö meö þvi aö velja rétta menn mætti gera mikiö úr embættum sem valda- litil heföu veriö áöur. 1 þvi sam- bandi taldi hann aö manna- breytingari forystustööum i Al- þýöubandalaginu á sl. vetri væru einmitt dæmi um slika þróun. Mjög liklegt er að þróunin i Sjálfstæöisflokknum veröi e-ö á þessa leiö, er ljóst er aö margir telja sig kallaöa til „hinnar breiðari forystu”. Samkeppnin ágreinilega eftir aö veröa hörð og óvægin. Og ekki er endilega talið víst aö Birgir Isleifur veröi útvalinn i hópi hinna breiöari Sjálfstæöismanna þótt hanp sé duglegur aö skrifa i Moggann þessa dagana. „Fulltrúi ísals” skrifar bréf Þaö er alltaf gaman aö verða góðum dreng aö liöi og vænt þykir okkur um ef Klippt og skoriö hefur bætt einum lög- fræöingnum viö i þingliö Sjálf- stæöisflokksins meö þvi aö auka vinsældir Friöriks Sophussonar. Vegna plássleysis veröa ónot i eftirmála að biöa. „Reykjavik, 31. júli 1978. Kæru klipparar. A undanförnum mánuðum hafið þiö I málefnalegum og Friörik Sophusson uppbyggjandi dálki ykkar fjall- að um menn og málefni af ein- stakri skarpskyggni. Þannig hefur verið sýnt fram á þaö meö óbifanlegum rökum, aö undirritaöur sé fulltrúi ál- versins i Straumsvlk á Alþingi. Rökin eru þau, aö ég hafi veriö starfsmaöur Stjórnunarfélags- ins i 6 ár og síðustu fjögur ár þess timabils hefur Ragnar S. Halldórsson veriö formaöur þess félags, en hann er eins og allir vita forstjóri Isals, Þar sem ég taki laun mln hjá Stjórnunar- félaginu hljóti ég aö vera full- trúi Isals, þótt þar hafi ég aldrei starfaö. Þessi tenging og þetta samband er aö sjálfsögöu auð- skiliö lesendum Þjóöviljans, enda hafa þeir mikla og langa reynslu I slikri rökfimi. Meö þessu var auövitaö veriö að gefa I skyn, aö ég væri óþjóö- hollur og hættulegur erindreki erlendra auöhringa á tslandi. (Magnús Kjartansson fulltrúi UNION CARBIDE mætti jafn- vel fara aö vara sig). Fyrir mig var þaö hins vegar persónuleg- ur heiður, enda hefur skitkast Þjóöviljans oft aflað ýmsum talsveröra vinsælda og I annan staö fæst ekki séö aö ísal sé verra fýrirtæki en mörg önnur hér á landi. ísal fœrir út kviarnar Tilgangur þessa bréfs var annars að vekja athygli ykkar á þeim hræöilegu atburöum, sem gerst heföu i þessum efnum, þvi að nú hefur Alusuisse heldur betur fært út kviarnar. Þaö hættuástand hefur skapast, að fulltrúar Alusuisse hafa lagt undir sig Alþýöusamband ís- lands og Reykjavikurborg. Þrengist nú heldur hagur þjóð- hollra íslendingá, þvi aö As- mundur Stefánsson hagfræöing- ur ASI var um skeiö fræðslu- stjóri Stjórnunarfélagsins og situr nú I fræösluráöi félagsins, en nýskipaður borgarstjóri i Reykjavik, Egill Skúli Ingi- bergsson verkfræöingur hefur um langt skeiö verið kennari og leiðbeinandi á námskeiðum félagsins. Þeir hafa reyndar aldrei fremur en ég unniö hjá tsal, en það gerir þá miklu hættulegri, þvi aö þeir eru meö þvi aö sjálfsögðu aö villa á sér heimildir. Staðan er semsagt sú, aö Alusuisse á orðið fulltrúa á Al- þingi hjá ASI og i Reykjavikur- borg og guö einn veit hvaöa vigi fellur næst. Þiö skuluö þess vegna vera varkárir, þvl aö hver veit nema aö auöhringur- inn komi sér upp fulltrúa á Þjóöviljanum innan skamms. (Hvernig væri aö loka gluggum, þvi að mér skilst, aö tvær rit- stjórastööur séu lausar I augna- blikinu.) Til aðvörunar fýrir lesendur Þjóöviljans væri rétt aö birta myndiraf þessum óvinum sam- félagsins meö viöeigandi myndatextum, þannig aö les- endur hafi þetta allt á kláru. Ef þiö sjáiö ykkur fært aö birta þessar linur, þætti mér vænt um aö þið hreyttuð i okkur ónotum i eftirmála, svona rétt til aö fylgja gamalli og göfugri venju. Með bestu kveðjum og von um áframhaldandi „samstarf”, Friörik Sophusson.” Undir þaö skal tekið meö Friörik Sóphussyni aö aldrei er þaö of oft brýnt fyrir mönnum að eigi má á veröinum sofna. Höldum vöku vorri gegn Itökum islenskra auöhringa i islensku efnahags- og menningarlifi! —ekh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.