Þjóðviljinn - 02.08.1978, Síða 12

Þjóðviljinn - 02.08.1978, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN • Miövikudagur 2. ágúst 1978 Flúdir: Vinsæll áningarstaður og vaxandi ferdamannamidstöð Miðsvæðis i akstursleið á Gullfoss, Geysi, Skálholt, Heklu, Lajugarvatn, Þingvelli o.fl. merka staði - - „Alda aldanna” heitir þetta listaverk Einars Jónssonar, en hann er ættaður frá Galtafelli i Hrunamannahreppi. Félagsheimilið I baksýn. Pmm L kl rfTí K\4&M xÉi Tryggvi Guðmundsson starfar á sumrin viö rekstur hételsins og ferðamannaþjónustunnar. Hér er hann fyrir utan Skjólborg, módelhúsin sem leigð eru út allt árið um kring. óhætt er að segja að Flúðir i Hrunamannahreppi hafi sem ferðamannamiðstöð dafnað hratt hin siðari ár og notið þess í sívaxandi mæli hve staðurinn er miðsvæðis á algengum ferðamannaleiðum um t.d. Gullfoss, Geysi, Skálholt o.ffl. Hreppurinn hefur af myndarskap byggt upp þjónustu fyrir ferðamenn og notað til þess m.a. nýtt skólahúsnæði og veglegt félagsheimili. En Flúðir njóta ekki þess eins að vera miðsvæðis milli merkra staða, heldur ekki síður þess, að státa af mikillí eigin náttúru- fegurð og geta boðið dvalargestum sínum upp á fjöl- breytta möguleika til náttúruskoðunar og útiveru f jarri skarkala höfuðborgarsvæðisins. Á sumrin byggist hlut- verk ferðamannaþjónustunnar mest upp á útlendingum, en á vetrum færist i vöxt að Islendingar taki sér stutt f rí, skreppi í model-húsin á Flúðum og slaki á í nokkra daga með aðstoð heitra potta og íslenskrar sveitasælu. Eftir að hafa ekið i gegnum Flúðir fjórum eða fimm sinnum á þessu sumri og jafnoft séð allra þjóða ferðamenn rigsa pakk- sadda að loknum hádegisverði i Félagsheimilinu upp i rútubila á leið til vinsælustu ferðamanna- staðanna þótti blm. Þjv. ekki annað tilhlýðilegt en að banka upp á hjá hótelstjóranum, Tryggva Guðmundssyni og for- vitnast nánar'um hvernig rekstur hótels og ferðamannaþjónustu hefði gengið. — Það hefur verið mikið að gera i sumar og þá ekki sist i há- degismatnum fyrir túristana sem eru á ferð hér um nágrennið. Þeir koma hér alla daga vikunnar á vegum Ferðaskrifstofu Rikisins og á sl. sumri komu hingað hátt i tuttugu þúsund manns i hádegis- verð, eða að meðaltali 133 á dag, þvi hér er tekið við fólki frá 1. mai til 30. september. Tuttugu þúsund er ekki svo litill fjöldi þegar tekið er mið af þvi að til landsins komu i fyrrasumar 72 þúsund erlendir feröamenn, svo við höfum fengið um 27% þeirra hingað upp eftir. Matsalurinn i Félagsheimilinu getur tekið allt að 300 manns i einu og við höfum oft lent i þvi að fá svo stóran hóp hingað i einni ferð. Byrjaði 1968 Veitingasala á vegum hrepps- ins hófst árið 1968, er Kynnisferð- ir skipulögðu ferðir til Gullfoss og Geysis og létu ferðamenn sina koma við á Flúðum. Siðan hafa umsvifin aukist jafnt og þétt, og æ siðan hefur hádegisverðarsalan verið lifæð alls reksturs i kringum ferðamennina. Arið 1970 var byggður skóli með heimavist og þar fengust 20 gisti- herbergi sem hægt var að leigja ferðamönnum á sumrin. I skólan- um er fullkomin veitingaaðstaða og gestum hótelsins veitt öll venjuleg þjónusta. Þangað koma erlendir ferðahópar á vegum ferðaskrifstofa og einnig talsvert af Islendingum. Gengiö um beina I Félagsheimilinu. Ferðamennirnir búnir að kýla vömb áður en skoðunarferðinni er haldiö áfram. Sundlaugin er góð, en búningsklefarnir orðnir nokkuð hrörlegir. Fram- undan er lausn á þeim vanda ef ráðist verður í byggingu fþróttahúss.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.