Þjóðviljinn - 02.08.1978, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 02.08.1978, Qupperneq 15
Miðvikudagur 2. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 , A.G. Irbe Bókmenntir og listir í blóma- þrátt fyrir ritskoðun Rætt vid sænsk-lettneska rithöfundinn A. G. Irbe Sl. ár kom út hjá Letri ljóða- bókin Kringum húsið læðast veg- prestarnir, 30 lettnesk niitimaljóð islenskuð af Einari Braga. Einn þeirra höfunda, sem ljóð á i bók- inni, er A.G. Irbe, fæddur 1924 i Vid zeme, s em til f orna v ar k allað Livland og er norðurhluti Lett- lands. Siðan 1947 hefur hann átt heima i Sviþjóð og skrifar nú og yrkir jöfnum höndum á sænsku og móðurmálinu. Hann er fil.cand I félagsfræði frá Stokkhólmshá- skólaog starfar á þeim vettvangi jafnframt ritstörfum. Irbe er þessadagana staddur hér á landi og er þetta önnur ferð hans hing- að; hann dvaldist hér 1972 og sá árið eftir um stórt hefti af lett- neska timaritinu Jauna Gaita, sem flutti nær einvörðungu is- lenskar sam timabókm enntir. Þjóðviljinn hafði tal af Irbe, með- an hann stóð viö i Reykjavik, og spjallaði við hann um lif hans sjálfs og starf svo og þjóð hans, sem sjaidan er mikið i fréttum. — Frá mér hafa komið út tvö smásagnasöfn á lettnesku og ein ljóðabók, sagði Irbe, þegar ég spurði um skáldverk hans. — 1976 kom svo út eftir mig ljóðabók á sænsku, sem hefur titilinn: Född i f.d. svenska Lifland (Fæddur i fyrrverandi sænska Livlandi). Sögur og ljóð eftir mig hafa verið þýdd á ensku og islensku. Sjálfur hef ég svo þýtt sænsk og íslensk ljóð á lettnesku og lettnesk kvæði á sænsku. Lærði sænskuna af lesningu — NÚ varst þú yfir tvitugt þegar þú komst til Svíþjóöar og hafðir þá ekki lært sænsku. Var það ekki erfitt að ná sænskunni, sem er mál fjarskylt lettnesku, svo vel að þú gætir bæði orðið blaðamaður og ljóöskáld á þvi máli? — Um erfiðleikana vil ég ekki fullyrða. Þetta kom smám sam- an. Ég tók sænskunámskeið i bréfaskóla, en aðallega lærði ég þó málið með þvi að lesa blöð og bækur. Miklu fremur en með þvi aö tala við fólk. Sviar eru ekki mikið fyrir það að tala við ókunn- uga, sist I Stokkhólmi, svo að út- lendingar geta verið þar I dágóð- an tima án þess að fá nokkurt tækifæri til að æfa sig I að tala sænsku. Það er meira að segja svo, að þótt ég hafi átt heima i Sviþjóð i rúm þrjátiu ár og búi i grennd við Stokkhólm, þá á ég engan sænskan kunningja, sem ég get kallað svo, þar i borg. — Er erfitt að vera útlendingur i Sviþjóð? — Áreiðanlega ekki, miðað við það sem er viða annars staðar. En maður þarf raunar ekki að vera útlendingur til þess að verða einmana i Stokkhólmi. Mér finnst aðhægtséað tala f meginatriðum um tvenns konar innflytjendur i Stokkhólmi og öðrum stórum sænskum iðnaðarborgum. t fyrsta lagi eru það útlendingar, Finnar, Júgóslavar, Tyrkir, Kúrdar, Assýringar, Chilemenn o.fl. 1 öðru lagi eru það Norðlend- ingar, fólk úr Norður-Sviþjóð sjálfri. Þeir streyma til stóru borganna þvi aö þar er boöið upp á meiri vinnu og betur borgaða. En þar lenda þeir innan um fólk, sem þeir þekkja ekki og veröa ekki síður einangraðir en margir útlendingar. Það er jafnvel ekki vist að þeir haldi hópinn sjálfir, þvi að þeir eru frá mörgum byggðarlögum og þekkjast tak- markað innbyrðis. Þeir eru eins og rótslitnir I stórborginni og þetta hefur i för meö sér marg- háttuð sálfræðileg og félagsleg vandamál. Vaxandi skilningur gagnvart utlendingum — Nú settust um 5000 Lettar að í Sviþjóð i striðslokin. Hvernig hcfur þeim farnast f sænska sam- félaginu? — Einn af forustumönnum Sama i Norður-Sviþjóð sagði fyrir skömmu um sitt fólk, að það hefði aölagast sænska þjóöfélaginu svo vel, aðenginn tæki eftir þvi. Ég er ekki fjarri þvi að segja megi eitt- hvað svipað um Lettana. Vegna menningarlegs skyldleika balt- nesku þjóðanna og Norðurlanda- búa hefur það trúlega verið okkur tiltölulega auðvelt. Það var Uka ekki laust við að þrýst væri á okk- ur til aðlögunar. Framan af var ekki fritt við að nokkurrar stifni og jafnvel remb- ings gætti i garð flóttamanna og innflytjenda. Það var sagt sem svo: Þið eruð flóttamenn, hvað eruð þið þá að gera i skóla? Hvers vegna gerið þið ykkur ekki að góðu að vinna? Einnig heyrðist: Núeruö þiðorðnir Sviar.eruð þið þá ekki ánægðir? Hvað hafið þið þá meö þetta gamla þjóðerni ykk- ar að gera? En stifnin getur vissulega einn- ig verið af innflytjendanna hálfu. Það þýðir ekki að halda svo mik- illi tryggð við þjóðlega arfinn, hversudýrmætur semhann er, að maður einangrisig frá þvisamfé- lagi, sem maður lifir i. Nú orðið er tillitssemin vissu- lega meiri. I nokkur ár hafa börn af útlendu þjóðerni átt rétt á tals- verðu námi i móðurmáli sínu. Framkvæmdin á þessu er þó mis- jöfn eftir byggðarfélögum (kommúúum). Það vantar nokkuð á að þau hafi með sér nægilegt samráð um þetta. En þetta er mikilsvert mál i landi, þar sem útlendingar eru svo fjöl- mennir sem i Sviþjóð. (itlending- ar munu nú vera þar um tiundi hluti landsmanna. Endurnýjaður áhugi á móðurmálinu Hvað Lettana áhrærir hafa þeir spjarað sig vel, yfirleitt. Ég held að þeir séuá dreif i öllum þrepum samfélagsstigans upp i efri milli- stétt. Þeir halda lika sæmilega tryggövið móðurmáliö. Það er þá helst eitthvað af yngra fólki, sem týnt hefur málinu niöur, og fólk, sem sest hefur að i dreifbýlli landshlutum, þar sem það kannski hefur ekki umgengist fólk af eigin þjóðerni svo áratug- um skiptir. En siðustu árin hefur hins veg- ar komið upp meðal lettnesku æskunnar i Sviþjóö endurnýjaður áhugi á móöurmálinu og þjóðleg- um erfðum. Ég held að þetta sé i einhverjum tengslum við áhrif frá Bandarikjunum, þar sem menn eru um þessar mundir farnir að hafa mikinn áhuga á ætt sinni og uppruna og rekja þetta langt aftur i aldir. Hjá unga fólk- inu okkar lýsir þetta sér meðal annars i auknu leikhúslif i. Nýlega var til dæmis sett á svið hið þekkta leikrit Becketts,,Beðið eft- irGodot, þýttá lettnesku ogleikið af ungum lettneskum leikurum. Lettar i dreifingunni — Hve f jöimennir eru Lettar á Vesturlöndum? — Það er talið aö um 120.000 hafi flúið vestur á bóginn i striðs- lokin. Um helmingur þeirra eða rúmlega það fluttist til Banda- rikjanna og Kanada, og margir eru I Astralíu, Svlþjóð, Vest- ur-Þýskalandi, Bretlandi og þó nokkrir i' Suður-Ameriku. Af þeim siðasttölduhefur ekki margt frést til þessa, en nú hafa þar verið stofnuð lettnesk ungmennasam- tök. Segja má, aö menningarlif og annað félagslif Letta erlendis sé I góðu gengi viðast hvar, nema i Vestur-Þýskalandi. Þar er komið til sögunnar fremur hvimleitt kynslóðabll. Gamla fólkið er sumt mjög ihaldssamt og að segja má prússneskt i viðhorfum, og það hefur valdið árekstrum við yngra og fr jálslyndara fólk. Þetta hefur leitt til þess, að lettnesk ung- mennasamtök i Vestur-Þýska- landi hafa leitað eftir sambönd- um við yfirvöld Sovét-Lettlands, en það veit ég ekki til aö aðrir út- lægir Lettar hafi gert. Margir Lettanna, sem settust aði Þýskalandi eftir striðið, voru hermenn. Þeir kvæntust svo margir þýskum konum, og það leiddi til þess að fjölskyldurnar urðu brátt þýskar. 56% búa i eigin landi — Hvað viltu helst segja um á- standið I Lettlandi sjálfu? — Undanfarin ár hafa útlægir Lettar getað komið til ættlands- ins sem ferðamenn, til að heim- sækja ættingja og skoða sig um. Þeir segja — og i þvi ber þeim saman viö aðrar heimildir — að i baltnesku löndunum séu lifskjör- in betri en nokkurs staðar annars staðar I Sovétrikjunum, þótt mik- ið vanti á að þau jafnist á við það sem er á Norðurlöndum. Þetta má undarlegt heita, þvi að i balt- nesku löndunum þremur — Eist- landi, Lettlandi og Litháen — eru engin jarðefnaauðævi. Þetta eru landbúnaðarlönd frá fornu fari. En Baltarnir haf aalltaf þótt góðir verkamenn. Þar að auki er Lett- land sérstaklega mikilvægt vegna sinna islausu hafna, og i grennd við þær þykir hagstætt að byggja upp iðnað. Atimum Rússakeisara var Lettland þegar orðið eitt af þróuðustu svæðum keisaraveldis- ins. Og eftir striðiö hefur iönvæð- ingin færst stórkostlega i vöxt. En frá sjónarmiði baltnesku þjóðanna fylgir slæmur böggull þvi skammrifi, sem iðnvæðingin er, það er að segja gifurlegur nin- flutningur fólks úr öðrum hlutum Sovétrikjanna, fyrst og fremst Rússa. Þegar ekki er nóg fólk i löndunum sjálfum til aö vinna við iðnaðinn, er það flutt inn. Hvort sá innflutningur er að ein- hverju leyti skipulagöur mark- visst i þeim tilgangi að gera balt- nesku löndin rússnesk aö máli og menningu, er ekki vitaö, en ætla má að stjórnarvöld hafi þann til- gang á bak viö eyraö að minnsta kosti. Vist er um að ástandiö I þeim málum er oröið Iskyggilegt. Verst er það I Lettlandi, þar sem iðnvæöingin er mest, Lettar eru nú ekki nema um 56% ibúanna i slnu eigin landi. 1 hafuðborginni Riga, eru þeir i minnihluta. 1 Eistlandi eru Eistir um 68% landsmanna og Litháar um 80% ibúanna i' slnu landi. Lettnesk ljóðlist blómstrar Bókmenntirnar eru háðar rit- skoðun, en engu að slður er ekki annað hægt að segja en að veru- legt fjör sé I bókmenntum og list- um I baltnesku löndunum þrem- ur. Areiöanlega er það svo, að andlegur þróttur þjóöanna og vilji til að halda þjóðernislegri og menningarlegri sérstöðu lýsir sér i þessu. Hjá Lettum er ljóölist og tónlist I mestum blóma, hins veg- ar hefur prósinn aldrei verið þeirra sterka hlið. Ljóðlistin er sérstaklega núti'maleg og vestræn I sniðum. Grafikin blómstrar mest I Litháen, en einnig i' Lett- landi. Grafísk sýning þaðan var fyrir skömmu I Stokkhólmi. Hún var mjög nútimaleg, en þó virtist mér gæta einhvers konar stifni i mörgum verkanna. — Nú eru nærri f jörutiu ár síð- an Stalin innlimaði baltnesku löndin þrjú i Sovétrikin, Hafa mörg rlki viöurkennt þá innlim- un? — Mér vitanlega hafa ekki nema tvö Vesturlandaríki viður- kennt þetta, þaö er að segja Hitlers-Þýskaland og Svlþjóð. Viðurkenning Sviþjóöar telst þó vart fullkomin, þar eð hún er de facto. Þegar ástralski Verka- mannaflokkurinn var I stjórn þar I landi fyrir nokkrum árum, viðurkenndi hann innlimun balt- nesku landanna, af ástæðum sem eru óljósar. En þegar sú stjórn féll, var viðurkenningin dregin til baka. En meðan hún stðö, vakti hún mikla reiði balta i Astraliu og leiddi þetta til stóraukins áhuga þeirra á þjóðmenningu sinni. Saga Gunars Rode — Frá Moskvu berast næstum daglega fréttir af andófsmönnum þar. Hvað um iettneska? — Það er i þessu sem öðru að það vill verða svo, að atburðir hjá stóru þjóðunum vekja mesta at- hygli, en siöur er tekið eftir þvi, sem gerist á afskekktari svæðum eða hjá smáþjóöum. En vitað er að talsvert a- um pólitiskt andóf af ýmsu tagi I LetUandi, að minnsta kosti vantar ekki að menn þar hafi verið hnepptir i fangelsi af ástæðum, sem kallað- ar eru pólitiskar. Hve margir Lettar eru nú pólitískir fangar, er ekki vitað, en talið er að þeir séu allmargir. Núna I vor kom til Sviþjóðar j maður að nafni Gunars Rode, ná- | lægtfertugsaldri. Þegar hann var I háskóla, hafði hann tekiö þátt I umræöuhópi, sem fjallaði um möguleika á einhvers konar balt- nesku rikjabandalagi. Ekki veit ég hvort þaö átti að vera innan ramma Sovétrikjanna eða utan. En yfirvöldin komust i þetta og Rode var rekinn úr skóla. Hann fékk þá vinnu sem strætisvagn- stjóri, en var skömmu siöar handtekinn og dæmdur til 15 ára vistar i' þrælkunarbúðum. Þar kynntist hann meðal annarra þeim kunna andófsmanni Búkov- ski'. Bréf sem vakti athygli Mér skilst að Rode sé maður sérstaklega harður af sér og þrekmikill. Aö minnsta kosti mun hann ekki hafa látið deigan slga I fangabúðunum, heldur haft for- ustu I mótspyrnuhreyfingu fang- anna. Það mun svo hafa leitt til þess að hann var i langan tima geymdur I gluggalausum klefa. Þar veiktist hann alvarlega, en var fyrstf stað neitað um læknis- hjálp. Þá gerðu Búkovski og fleiri hungurverkfall honum til stuðn- ings, og fékkst þá læknishjálpin. Að fangelsisárunum fimmtán liðnum fór Rode aftur til Lett- lands, þar sem hann kynntist lett- neskri stúlku, sem var sænskur ríkisborgari. Þau felldu hugi saman og fluttu til Sviþjóðar, eftir að hafa staðið i talsverðu stappi við sovésk yfirvöld til þess að fá ferðaleyfi úr landi. Rode var i hungurverkfalli um hrlð til að reka á eftír því. Skömmu eftir 1970 barst kommúnistaflokkum á Vestur- löndum bréf, sem leit út fýrir aö vera frá 17 lettneskum kommún- istum. Það vakti mikla athygli og töldu sumir það falsað, en aðrir á- litu engum vafa bundið að það væri ekta. 1 bréfinu stendur að þeir sem það skrifa hafi alla slna ævi barist fyrir sósialisma og vel- ferð verkalýðsins, en því fari fjarri að þetta hafi áunnist I Lett- landi. Þar að auki ráði Lettar engu i sinu eigin landi; þar séu Rússar allsráðandi og rússnesk- um áhrifum sé troðið upp á lett- nesku þjóðina. Krúsjof til Riga Eitt sem bendir til að bréf þetta sé i raun frá lettneskum komm- únistum er sú staðreynd, að vitað er að þeir hafa áður andæft yfir- drottnun Rússa. A árunum fyrir 1960 kvað svo mikið að þjóðlegu ándófi lettneskra kommúnista að Krúsjof sá sér ekki annað fært en að koma til Riga i eigin persónu til að hræða þá til hlýðni. — Er einhver von um að balt- nesku iöndin nái sjálfstæöi á ný? — Til þess að svo veröi þarf mikil breyting að verða i Sovét- rikjunum. Rússar hafa aldrei svo heitið geti kynnst lýðræöi I vest- rænum skilningi þess orðs. Fyrir öllum fjölda manna I þvi landi er það hugtak og það sem þvi fylgir framandi. Þetta held ég að þurfi aðbreytast, ef unntá aö verða að gera sér vonir um aukinn skilning rússneksra ráðamanna á rétti Framhald á 18. siðu Kápumynd á ljóðabók Irbe, Född i f.d. svenska Lifiand.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.