Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. ágúst 1978 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5 a/ erlendum vettvangi Fall Fflblngers Þýskir liðhiaupar hengdir 1945 — refsikætin I þýska hernum var slik, aö haldið var áfram aö dæma menn til dauða I her þessum eftir að hann var kominn I striðsfangabúðir. Hans Filbinger, forsætisráð- herra vesturþýska sambands- fylkisins Baden-WOrtemberg I 12 ár og einn áhrifamestu foringja Kristilega demókrataflokksins, hægriflokks Vestur-Þýskalands, hefur veriö flæmdur úr embætti og vonir hans um enn glæsilegri frama að engu gerðar. A skáld- legan hátt mætti orða þetta svo, að dauðir hefðu snúið aftur tír Helju til að ná sér niðri á honum fyrir fornar misgerðir. Raunar var það rithöfundur að nafni Rolf Hochhuth, sem afhjdpaði miður geðslega fortið þessa 64 ára gamla stjórnmálamanns, sem kristilegir demókratar litu á sem einn sinn virðulegasta mann og höfðuhugsaðséraðbjóða fram til forsetaembættis sambandslýö- veldisins, þegar það losnaði næst. A þeim tólf árum, sem Filbing- er hefur verið forsætisráðherra i Baden-Wurtemberg, hefur hann styrkt mjög stöðu flokks sins i fylkinu, sem raunar er mestanpart kaþólskt og með i- haldssemi liggjandi i landi. Sjálf- ur er Filbinger sagður strangtrú- aður kaþólikki og stifur ihalds- maður. Þeir Franz-Josef Strauss, leiðtogi CSU-flokksins, systur- flokks kristilegra i Bæjaralandi, eru á mjög likri linu i stjórnmál- um. Fyrir fylkisþingkosningarn- ar i Baden-Wilrttemberg vorið 1976, sem kristilegir unnu meö yfirburöum, jós Filbinger skömmum yfir sósialdemókrata og frjálsdemókrata, sem hann sakaðium aö leiða „upplausn yfir réttarrikið” meðalltoftnikilli lin- kind við „vinstri öfgamenn”, en til þeirra teljast að mati Filbing- ers og annarra slikra allir frá Baader-Meinhof-fólkinu til ungra sósialdemókrata (Jusos). Aftaka eftir striðslok Það kom I ljós að hér gat Fil- binger trútt um talaö, þvi að sjálfur hafði hann ekki dregið af sér til að hindra upplausn þess „réttarrikis”,semhannþjónaði á yngri árum. Þástarfaði hannsem dómari við þýska sjóherinn I Nor- egi og var refsingasamur eins og þá gerðistbestum þýskadómara. Vitað er með vissu að hann dæmdi fjóra sjóliða til dauða á þeim árum. Einn þeirra, Walter Gröger að nafni, var tekinn af lif i að Filbinger viðstöddum. Það gerðist 8. mai 1945 — þegar strið- inu var lokið og allir þýskir her- menn i Noregi að forminu til striðsfangar Breta. Tveir hinna sjóliðanna, sem Filbinger hinn refsiglaði dæmdi,höfðu þá forðaö sér til Sviþjóðar, svo að Filbinger missti af ánægjunni við aö horfa á dauðateygjur þeirra. Fyrir kom aö visu að Filbinger dæmdi menn til annars en dauða. Ungan sjóliða, sem kallaði yfir- ménn sina „nasistahunda, sem eigið alla sök á þessu striði”, einnig eftir aö striðinu var lokið, lét hinn guðhræddi kaþólikki og ærukæri lögmaður fá sex mánaða tukthúsvist. Þytur af flugi refsinorna Það var fyrir sex mánuðum, þegar Filbinger var staddur suð- ur I Sviss og skemmti sér við fjallgöngur, að Hochhuth byrjaði að fjalla um fortið hans I tiltölu- legafrjálslyndu vikuriti, Die Zeit. Filbinger er ekki sá fyrsti, sem rithöfundur þessi kemur við kaunin á með þvi að taka við- kvæma hluti ilr fortiöinni til með- ferðar og skyggnast I skúmaskot- in. Hochhuth gerði kaþólsku kirkjunni til dæmis gramt I geöi með þvi aö saka hana — og um leið Píus páfa tólftá — um hug- leysi og sleikjuskap gagnvart nasistum, og varö honum engin skotaskuld úr þvi aö færa rök fyrir máli sinu. Hann fór lika i taugarnar á Bretum meö þvi að halda þvi fram, að Churchill hefði ekki verið saklaus af dauöa þóLska hershöfðingjans Sikorskis, Forsætisr áðherrann I Bad- en-Wiírttemberg eftir að vofur úr fortiðinni höfðu elt hann uppi. Filbinger hinn ungi — refsiglaður dómari I þýska hernámsliðinu i Noregi. sem var einn helstu leiötoga út- lægra Pólverja I Bretlandi og fórst með flugvél. Hochhuth taldi að Sikorski heföi veriö rutt úr vegi vegna þess, aö hann hefði verið þrándur 1 götu Churchills i samningum hans við Stalin. Filbinger var staddur I fjalla- kofa I svissnesku ölpunum og horfandi á sjónvarp þegar þar komu fyrstu fréttirnar af upp- ljóstrun Hochhuths um hann. Væntanlega hefur honum þá sprottið sveiti á enni og hann minnst kaldgrimmra refsinorna. Isexmánuðieftirþetta háði hann harða baráttu fyrir stöðu sinni og frama, en varð að hopa skref fyrirskref ogbeiöað lokum lægri. hlut. Margir höfðu hugsað honum þegjandi þörfina Hann hélt þvi fram aö þetta væri allt saman rógur gegn sér. Hann heföi ekki dæmt til dauða nema einn mann, og þar að auki gert það nauðugur, samkvæmt fyrirmælum yfirboðara. Hann hefði alltaf verið á móti Hitler (hvaö annað?), gott ef ekki and- spyrnuhetja. En þessi vörn entist skammt. Vikuritiö Der Spiegel birti heil- mikla úttekt um dómsmál Þriöja rikisins og sýndi fram á aö enda þótt hömlulaus villimennska hefði riðiö húsum i dómsmála- kerfinu sem á öörum sviðum þjóðfélagsins þá, var eftirlitiö ekki strangara en svo, að dómar- ar gátu vel komist upp með að sniöganga fyrirskipanir stjórnar- valda um fáránlegar refsingar, ef þeir höföu manndóm og mannúð til. Þar að auki var striöinu lokið, þegar Gröger var tekinn af lifi. Filbinger hefði þvi auðveldlega getaöþyrmtiifi sjóliöans, án þess að eiga neinar nasistaógnir yfir höfði sér. Auk þess braut hann, strangt tekið, lög meö dauða- dómnum. Þegar hér var komið voru bæði dómarinn og sá dæmdi striösfangar breska heimsveldis- ins, og Bretar höfðu bannað striðsföngum sinum I Noregi að dæma hvern annan til dauöa. Stöðugt haröar var sótt að Fil- binger, enda átti hann sér and- stæðinga marga. Alltaf ódeigur i vörn sinni fyrir „réttarrikiö” haföi hann framfylgt I fylki sinu af sérstökum eldmóöi skammar- lögunum um vinnubann (Berufs- verbot), sen gera stjórnarvöldum hægt um hönd að útiloka frá at- vinnu þá menn, sem taldir eru hafa „óæskilegar” stjórnmála- skoðanir. Þeir, sem oröið höföu fyrir þesskonar ofsóknum af hálfu Filbingers, þóttust sjá að nú væri stund hefndarinnar runnin upp. Hiö sama hugsuðu sósial- demókratar og frjálsdemókratar, en Filbinger haföi reynst þeim mjög illur viðureignar. Og það sem meira var — með þvi að ná ærunni af Filbinger sáu stjórnar- flokkarnir, sem hafa nauman meirihluta á vestur-þýska sam- bandsþinginu, gullið tækifæri bjóöast til þess að koma óorði á Kristilega demókrataflokkinn allan. Gleymska Filbingers Vörn Filbingers varð sifellt ör- væntingarkenndari. Hann stefndi Hochhuth fyrir meiðyrði, en hafði litið upp úr þvl nema skens. Leiö- togi kristilegra, Helmut Kohl, tók lengi vel eindregið svari félaga sins, enda augljóstað ef Filbinger féili, yröi það álitshnekkir fyrir flokkinn iheild. „Við viljum enga nasistahreinsunaröldu meira en þrjátiu árum eftir striðið”, hreytti Kohl út úr sér og gaf til kynna, að honum þættu sakarefh- in tittlingaskitur. En svo kom reiðarslagið. 1 ljós var leitt með órækum rök- um að Filbinger hafði dæmt fleiri menn til dauöa en einn, þótt hann hefði svarið fyrir það I sjónvarpi. Aðspurður hversvegna hann hefði ekkisagt satt til, sagði Filbinger með þjósti að hann hefði gleymt hinum dauðadómunum. Þar við bættist að dregnir voru fram i dagsljósiö gamlir skólafé- lagar Filbingers, sem geröu grin að tilraunum hans til að slá sér upp sem andnasista. Haún var þvert á móti hlynntur nasistum, sögðu þeir. Fórnað til að bjarga flokksins skinni Við þetta slumaöi aUmjög i Kohl og öðrum, sem brugðið höfðu skjöldum fyrir Filbinger. Kohl og aðrir broddar kristilegra horfðu með kviöa fram til fylkis- þingkosninga i Hessen og Bæj- aralandi, sem fram eiga að fara i haust. Hætt var viö að Filbinger, sem játað hafði fyrir alþjóð að dauöadómar væru i augum hans slikir smámunir aö hann heföi steingleymt þeim, myndi þá fæla eitthvaðaf viökvæmum sálum frá flokknum. Og öruggt var að sósialdemókratar og frjálsdemó- kratar myndu ekki aðeins hamra á Filbinger-málinu nótt sem nýt- an dag, heldur og bregða flokki kristilegra um að vera sannkall- aö hreiður fyrir persónur meö meiri eða minni nasistafortið. Kohl og félagar hans vita eink- ar vel að einmitt þessu viðvikj- andi liggja þeir sérstaklega vel við höggi. Svo þeir tóku það ráð að offra Filbinger, i von um að sleppa sjálfir með skrekkinn. Eft- ir aðfélagarhans iforustu flokks- ins þvoöu hendur sinar af honum og hættu að bera fram vörn fyrir hann, var honum nauðugur einn kostur að segja af sér. dþ. MMM. áSELFOSSI Einn af hinum fjölmörgu og athyglisverðu þáttum Land- búnaðarsýningarinnar 1978 á Selfossi, er vafalaust Græna veltan, hlutavelta garðyrkjubænda. Á Grænu veltunni gefst þér tækifæri til að vinna ríflega útilátin sýnishorn afurða garðyrkjubændanna, — fallegt grænmeti fyrir sama og ekkert verð. Sýningin er opin 11.-20.ÁGÚST Virka daga kl. 14 — 23, kl. 10 — 23 laugardaga og sunnudaga. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978 r m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.