Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. ágúst 1978 Yst á Úthéraði stendur eyjörðin Húsey milli fljót- anna Jökulsár á Brú og Lagarfljóts. Hún er mynduð af framburði þessara vatna og er stundum nefnd ,,landið milli fljótanna" eftir Mesópótamiu hinni fornu. Hún stendur lágt yfir sjó, og skiptast á mýrar og grösug drög, mólendi er víða, hrísmóar og nokkuð grónar aurar. I gömlum heimildum er henni lýst svofelldum orðum: ,,Hús- ey er nytjajörð, víðáttu- mikil og vötnum gyrt kringla, skammdegis- 1 ganga drjúg að hringmáli. Er þar engjaval á sumrum en svall og snjófergja á vetrum". Jörðinni fylgja = hlunnindi, því lax og silung má taka í Lagarfljóti, en : reka drífur á fjörur. í Drýgsta búsílagið eru þó selalátur í ósum fljótanna, þar sem Húseyjarbændur leggja net sín. Þegar gengið er um jörðina er I áberandi hversu fugla- líf er mikið, þarna á kjóinn j sér griðland, kríuvarp er í blóma, og á aurum fljót- ; anna vælir skúmur yfir veraldar vonsku. Það er tvibýii i Húsey og í öðrum bænum búa Elsa Árna- dóttir og örn Þorleifsson ásamt fjórum börnum. Þegar útsendarar Þjóðvilj- ans kveðja dyra er Elsa fjarri góðu gamni, og það lendir á Erni að eyða með okkur dagstund við spjall um selveiði og landbúnað, pólitík og f lest milli himins og jarðar. Skinnin verðlaus? „Við búum hdr með 300 kindur og gerum svo út á selinn”, segir Orn. „1970 byrjuðum við með tvær hendur tómar en hlunnindin auövelduðu okkur að byggja upp bústofninn. Siðan hefur verðið á selskinnum hriðlækkaö vegna andófsöldu gegn allri selveiði og nú er óvist hvort nokkur skinn- tutla selst. Veröldin er nú ekki )) stærri en svo, að þegar kvik- myndadisir úti heimi snúast gegn seladrápi þá er afkomu okkar selakalla á Islandi hætt komið.” Þó andstæðingar selveiðanna hafi raskað afkomu Húseyjarbænda er Orn ekki bitur i þeirra garð. Snobbkellingar kaupa skinnin „Ég get að vissu marki skilið þetta fólk. Kóparnir eru einungis veiddir vegna skinnanna og þau Get að vissu marki skiliö and- stæöinga selveiöanna. Hér eru Þorleifur og Haraldur kaupamaöur aö kljdfa drumba og af miklu kappi — þennan daginn uröu staurarnir 70,en þaö þótti köppunum ekki mikiö. HUSEY landið milli fljótanna eru notuð i kápur sem enginn hefur efni á að kaupa nema rikar snobbkellingar úti heimi. Með selveiðinni er þvi nánast verið að eyða lifi i hreinu tilgangsleysi. Aftur á móti veit ég ekki hversu mikill sannleikur er fólginn i áróðrinum sem er beint gegn veiðinni. Það er sagt að kóparnir séu ekki drepnir heldur bara rot- aðir og flegnir lifandi og svo megi sjá þá skriðandi húðlausa i blóði sinu á isnum. Sé þetta rétt er það að minnsta kosti haugalygi hvað varðar Island. Veiðinni er t.d. hannig háttað hjá okkur, að við förum með nót og látum hana reka i ósnum. Um leið og selur kemur i er hann tekinn og af- lifaður, þannig að langfæstir drukkna i nótinni þó margir haldi hinu gagnstæöa fram. Við aflifum kópinn þannig, að um leið og hann er greiddur úr nótinni er hann al- rotaður. Siðan förum við með hann i land þar sem hann er skor- inn og mænustunginn. Það er nú ekki mikill munur á þessari að- ferð og þeim sem til skamms tima voru notaðir til að aflifa stórgripi á Islandi.” Farið í sel Til að ekkert fari á milli mála fer örn með okkur að vitja um selanet sem liggja við stjóra i fljótinu. Meðan við róum á bát- krili útá ána fræðir hann okkur á þvi, að selveiðin nemi allt að 250 kópum á sumri og þau skipti þannig með sér verkum, að hann sjái um veiðina en Elsa og krakk- arnir flái, þvoi skinnin og spýti. Og Elsa er ekkert blávatn i þeim efnum þvi 80-90% af skinnunum fara i úrvalsflokk þó hlutfall úr- valsflokks af landsveiöinni sé mun minna. Einn kópur reynist vera i net- unum, og áður en hann er inn- byrtur greiðir örn honum vænt högg með gildu kefli. 1 landi er hann svo aflifaður að fullu og i augum blaðamanns sem er sláturhúsvanur eru það ekki grimmdarlegar aðfarir. A leið- inni heim að bænum sýnir örn okkur hvar tröllslegir selir flat- maga á sandflákum úti ánni og segir okkur sögu af einum sem tveir selakallar fengu i nótina og var næstum búinn að draga þá og bátinn á haf út. „Þeim yrði sko ekki skotaskuld úr þvi að hvolfa bátkrili eins og minu. Hausinn á þeim er eins og á stórum tuddum, enda er ég fljótur að draga inn nótina ef ég kem auga á þá”, segir örn. Otsendarar hins sósialiska málgagns brosa bara hetjulega og þakka sinum sæla fyrir að vera komnir i land. „Meiri putta” „Mér hefur verið sagt af göijnlu fólki, að áður fyrr hafi selurinn oft orðið til bjargar i harðæri. Menn komu þá langt að þegar selurinn fór að veiðast á vorin, þvi kjötið fékkst án endurgjalds. Þetta er lika aukaafurð sem nýttist illa ef nágrannar og aðrir hirtu ekki með okkur. Nú seljum við hins vegar skrokkinn áþúsund kall og látum andvirðið renna i félagsheimili sem við erum að byggja hér i hreppnum”. Og örn er ekkert að tvinóna við hlutina heldur drifur i okkur selkjöt, sem smakkast sist verr en niður- greidda lambakjötið. Þvi næst er skellt i okkur súrsuðum hreifa, sem er uppáhaldsfæða Hús- eyinga, og þegar við erum búnir með nægju okkar heyrist enn i Hjálmari litla, fjögurra ára syni Arnar, „Meiri putta”. Tilbúin vandamál Þaö er betra aö hafa góöa húfu þegar 20 kriur telja þaö heilaga skyldu sina aö skita á hausinn á manni. : örn er fyrcv. búnaðarráðu- nautur og reynist hafa skeleggar skoðanir á landbúnaðarmálum. „Það þýðir ekkert að berja hausnum við þann grjótpál að hér sé hægt að reka hallalausan land- búnað. Hann er styrktur á einn eða annan hátt i flestum löndum og auðvitað komast íslendingar ekki hjá þvi heldur. En vandamál landbúnaðarins eru mestanpart heimatilbúin. Það er til dæmis fjasað um offramleiðslu þó fram- leiðslan hafi ekkert aukist. Ef Anna sér um roltubók búsins, þekkir allar ærnar meö nafni og veit uppá birgðir fara allt i einu að safnast hár hvenær þær báru. þá hlýtur kaupmáttur fólks að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.