Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 13. ágúst 1978 Velmegun er eitt þeirra oröa sem oft heyrist i þjóöfélagsum- ræöunni. Sjaldnast er þessi vel- megun þó skilgreind nánar, en allir vita hvaö viö er átt. Þaö er semsagt sæmileg efnahagsleg velsæid, aö eiga i sig og á meö góöu móti. Flestir eru Uka sam- mála um aö hér á landi eiga flestir i sig og á. Og reyndar vel þaö. Þeir sem slitiö hafa barn- skónum hafa eignast hitt og þetta meö árunum, hvort sem þaö er af illri nauösyn eöa ein- hverju ööru. Lifsgæöakapp- hlaup köllum viö þaö — allir vilja eignast sem flest, hús og bfl og sjónvarp og sól og margt fleira. Og viö erum öll aö meiru eöa minna leyti á kafi i þessu. Viö viljum meiri vinnu og meiri peninga til aö geta keypt meira. En mörg okkar eru meövituö um þetta og viljum sporna gegn þessari þróun. Viö reynum aö sporna viö þessu á heimavig- stöövum meö þvi aö láta and- legar þarfir hafa ákveöinn for- gang og sem andsvar viö stfiin- steypuæöinu, dýrkum viö gömul hús af mismikilli ástrtöu. Ef nahags aðgerðir einar duga skammt En viö vitum lika aö viö þurf- um aö knýja fram ákveönar þjóöfélagsbreytingar ef viö ætl- um ekki aö springa i lifsgæöa- kapphlaupinu. Þess vegna vilj- um við draga úr veröbólgunni, skrúfa neysluna niöur, minnka yfirvinnuna, koma almenningi undan oki verslunarauövalds meösósialiskum aögeröum. Við viljum auknar félagslegar úr- bætur á kostnaö stóriðju og póli- tiskrar ævintýramennsku, sem ekki stjórnast af hagsmunum almennings i landinu. Andleg fátækt ömurlegust Þótt viö fengjum völd t-il að gera stórfelldar efnahagslegar ráðstafanir i anda sósialismaog jafnréttis, þá mun þaö eitt og sér ekki duga til aö draga úr lifsgæðakapphlaupinu. Andleg fátækter ömurlegastafátæktin i islensku þjóðfélagi og hún er ömurlegasta afsprengi þess lifsgæðakapphlaups sem viö viljum losna úr. Vissulega af- leiðing kúgunar, stéttarskipt- ingar, misréttis og vinnuþrælk- unar, en hún verður þvi miður ekki afnumin á einum degi, þvi þótt sigrast veröi á ranglætinu þá situr eftir þaö tómarúm, sem þrælkun og gegndarlaus mötun á afþreyingarrusli hefur skap- að. Fólk hefur ekki aöeins veriö rænt veraldlegum auöi, heldur ekki siöur andlegum. Á öllum sviðum listsköpunar hefur ómerkilegt afþreyingarrusl háö haröa baráttu við heiöarlega listsköpun og oftast nær haft betur. Almenningur er troðfyllt- ur af „afþreyingarförsum” og „hasarbókum” á öllum sviðum og „ráðamenn i listinni” yppa öxlum og segja: „Þetta vill fólkið” i stað þess að berjastaf alefli fyrir þvi aö sýna fólki þaö sem það vill sjá i raun og veru. Eöa hvers konar mannfyrirlitn- ing er þaö aö halda aö fólk vilji sjá, heyra og lesa innantómt efni, sem hefur engan annan til- gangen að halda fólki þegjandi og græöa á þvi um leið? Andleg vakning knýr fram umbætur Þaö er reyndar önnur spurn- ing, hvort viö munum nokkru sinni ná fram einhverjum þjóð- félagsumbótum aö marki, nema með kröftugri listsköpun. Sú andlega vakning, sem getur knúiöfólk til afstööu með raun- verulegum verðmætum gegn öllu draslinu, hún mun einnig • ' ' j ■ V M. ATHÉNA « MÉLANC (ÍJOUE > MW8ÉE DE L'ACTIC AIÆ Listagyöjan i þungum þönkum Listin og lífsgæða- kapp- hlaupið gera þvi kleift að lifa án þess. Hún gefur einstaklingum styrk og hugrekki til að geta tekist á við breytt ástand. Aðeins list- sköpunin, á hvaöa sviði sem hún birtist, megnar að vekja fólk af tilfinningalegum, þjóöfélags- legum og andlegum doöa. Hún skerpir skynjun þess, meðvit- und og tilfinningar, gerir þvi kleift aö njóta i raun og veru þessa lifshlaups sem mannver- sunnudagspistill ur, en ekki sem vinnudýr. Held- ur okkur á lifi andlega. Nú máenginn skilja þessi orð min svo að mér sé ekki full vel ljóst aö þaö er vissulega til á Is- landi önnur fátækt en andleg, og félagslegar úrbætur á ýmsum sviðum eru forsenda þess aö hægt sé að njóta menningar. Það eru til hér á landi hópar sem búa við sáraneyð, en þessir hópar eruekki stærri en svo, aö þaö misrétti sem þeir eru beitt- ir, nægir ekki til að sannfæra allan fjöldann um aö gera þurfi stórfelldar þjóöfélagsbreyting- ar hér og nú. Til þess eru allt of mörg öfl sem togast um mann- ■sálirnar og atkvæöin og gegn þessum öflum er listin beittasta vopnið, Listamenn þurfa aö vera miklu betur á veröi gegn sölulistinni, án þess aö lenda inni i filabeinsturni einangraöir frá fólkinu. Þaö þarf aö vinna gagngert gegn andlegri stéttar- skiptingu, þvi kaldastriðs- ástandi sem hefur myndast á milli verkalýös og lista/ menntafólks. Þaö þarf vonandi ekki aö taka fram aö hér er ekki átt viö aö það eigi aö láta undan siga i kjarabaráttunni eöa búa upp á vatn og brauð i gömlum hjöllum meölistupp um alla veggi. Þaö er heldur ekki átt viö aö draga eigi skarpa linu á milli góörar og vondrar listar (t.d. meö boö- um og bönnum), en greina verö- ur á milli heiöarlegrar listsköp- unar og sölu á afþreyingarefni. Auðvitaö á listin aö vera okkur einnig afþreying og til skemmt- unar, enhún veröur aö hafa eitt- hvert innihald, markmiö og til- gang, einhverja hugmynd, sköpunargleöi eöa lifssýn. Hin friálsa listsköpun I baráttunni um almenningsfé hefur hin frjálsa listsköpun kannski oröiö verst úti. Sú skoö- un aö list eigi aö borga sig s jálf er út I hött, enda ersú list dýrust og dýrkeyptust sem elur á gegndarlausri sóun, skrumi og drasli. Til aö afgreiöa listina er ákveönum upphæöum slett i nokkur opinber listfyrirtæki, eöa til þess aö byggja einhvern ramma utan um listina, kllna á hana tæknibrellum og skrif- finnsku, til aö draga athyglina frá þvi sem skiptir máli. 1 raun og veru er frjáls listsköpun aö verulegu leyti bönnuö i dag. Tökum dæmi islenska kvik- myndalist og leiklist. Að halda þvi fram að þaö sé ekki hægt aö styöja frjálsa leikhópa eöa is- lenska kvikmyndageröarmenn vegna þessaö þaö sésvodýrter hlægilegtá meöan miljónum er variö i allskyns hégóma. Eöa hvaö skyldi Nordsat kosta þjóö- ina, þegar þaö fyrirtæki er kom- iö i gang? Og hvaö sagöi út- varpsráösmaðurinn þegar rætt var um þaö fyrirtæki i sjónvarp- inu og áhrif þess á llfsafkomu listamanna? Hann hló. Hvaö yröi nú sagt ef einhver vogaði sér að hlægja aö lifsafkomu bænda eðasjómanna? Auövitaö er Nordsat máliö afdrifarikast fyrir þjóöina I heild og andlegt lif hennar, þvi listamenn geta hvort sem er fengiö betur og meira i sig og á annars staöar en viö listsköpun. Menning fyrir 1000 manns Eitt skýrasta dæmiö um þann sess sem menningunni er ætlaö- ur i framtiöinni er menningar- miöstööin i Breiöholti. Þaö er út af fyrir sig viröingarvertað um- framfé skuli sett I menningar- miðstöö og full ástæöa til að þakka þeim sem þar eiga hlut að máli. Aö teikna siöan i húsinu sal fyrir tónleika, leiksýningar og fyrirlestra sem tekur 100 manns, sýnir ekki aðeins vantrú á listáhuga almennings i 20 þús- und manna hverfi, heldur mikla vanþekkingu á þvi hvernig listastarf fer fram og er rekið. Ef þaöværi almennt rekiö á rif- legum opinberum styrkjum, væri kannski hægt að koma upp t.d. tónleikum eöa leiksýningum fyrir 100 manns án þess aö fara á hausinn, en á meöan svo er ekki er óiiklegt aö nokkur lista- maður, sem hefur atvinnu af list sinni, nýti sér þetta húsnæði sem þarna verður boðiö upp á. Eigi þetta hins vegar að vera fyrirlestrarsalur fyrir Rotary eða Union Chamber er allt ann- að uppi á teningnum, en þá væri kannski æskilegt aö skipta um nafn á menningarmiöstööinni. Þetta sýnir enn og aftur aö til þess aö hægt sé að teikna hús af einhverju viti, þurfa menn aö vita hvaö á að gera viö þaö. Eöa skyldu listamenn hafa veriö til ráöuneytis um þaö hvernig og til hvers eigi aö reisa menningar- miðstöð? Eftir Þórunni Sigurðardóttur Ályktun gerd um Nordur- kollubúa Ályktun sú sem hér fer á eftir var samþykkt á hringborðsráðstef nu á Skálholtsskóla miðvikudg- inn5. júlí 1978. Þátttakend- ur voru annars vegar gest- ir f rá nyrstu héruðum Nor- egs, Svíþjóðar og Finn- lands (Nordkalottingar, Norðurkollubúar), en hins vegar allmargir Islending- ar, er látið hafa norræna samvinnu til sín taka. Um- ræðum stýrði Hjálmar Ólafsson formaður Nor- ræna félagsins. Tilefni umræðunnar var það, að þennan dag lauk tíu daga islenskunámskeiði Norður- kollubúa í Skálholti. Álykt- unin er á þessa leið: „Hringborðsumræðan hefur snúist um viðhorf Islendinga til Noröurkollu (nyrstu héraða Skandinaviu) og öfugt. Fjallað hefur verið um það, sem tsland og aðrir hlutar Norðurkollunnar eiga sameiginlegt, svo og um hiö gagnstæða. Drepið hefur verið á ýmsa aðra þætti norrænnar sam- vinnu og gagnkvæm menningar- tengsl, en reynslan af fyrsta nám- skeiði fyrir Norðurkollubúa á ts- landi hefur einkum verið rædd. Námskeið þaö, sem nú er aö ljúka og staöiö hefur i Skálholti dagana 26.6 — 6.7., sýnir, að ályktun sú, er samþykkt var á Norðurkollu- ráðstefnu i Reykjavik i fyrra, er i þessu efni orðin aö veruleika. Kynni hafa tekist milli Islend- inga og Norðurkollubúa hin siöari ár og vinfengi. Meginorsakir þessa eru sænskunámskeið þau, sem allt frá árinu 1974 hafa verið haldin fyrir tslendinga á lýöhá- skólanum að Framnesi i Sviþjóö, en einnig ber aö nefna Norður- kolluráðstefnuna i Reykjavik árið 1977. Þessi bræðrabönd hafa nú styrkst við árangursrika samvist á Skálholtsskóla. Island og Norðurkollan eiga margt sameiginlegt. Meöal ann- ars má nefna það, að bæöi eru landssvæði þessi afskekkt. Vandamál dreifbýlis, efnahags- leg og félagsleg umskipti gera þaö sjálfsagt að Islendingar og Noröurkollumenn skiptist á skoð- unum og miöli hver öörum af reynslu sinni. Af þessum sökum ályktar ráö- stefnan: • að samstarf það, sem hafið er milli tslands og annarra hluta Norðurkollunnar, beri aö efla, enda sé það mikilsverður þáttur norrænnar samvinnu almennt. að leggja beri sérstaka áherslu á samvinnu um menningar- og félagsmál, svo og gagnkvæma tungumálakennslu. aö allir aðilar kanni möguleika á þvi aö gera islenskunámskeiö, sem helst færi fram i Skál- holti, að föstum liði i tungu- málakennslu þeirri, sem fram fer á vegum Norðurkollu- raanna. að gagnkvæm samskipti milli Is- lands og annarra hluta Norðurkollunnar verði aukin með hagkvæmum feröalög- um, skólaheimsóknum, kynn- ingarvikum og sýningum. Bókmennta- og listkynningar ýmsar fari fram, ekki hvað sist tónlistarkynningar. að æskilegt væri, að Norrænu fé- lögin á tslandi og annars staö- ar um Noröurkolluna tækju aö sér gagnkvæma dreifingu kennslutækja og annarra gagna, er varöa þessi lands- svæði.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.