Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. ágúst 1978 Jafnrétti Framhaldaf3. síðu. ‘ manna. Menn skulu dæmast af verkum sinum og trú annarra á getu þeirra. — Forustumaður eins stjórnmáiaflokksins taldi það þingliði sinu helst til lofs að flesiir hinna nýju þingmanna væru á aldrinum 25-40 ára, en sem fyrr segir er æska manns á þingi ekkort aðalátriði, heldur miklu freinur lifsreynsla, ef svo má orða það. Þess má og minn- ast, að hjá þeirri þjóð sem hefur mesta reynslu i þingræði, Bret- um, er æskilegasti þingmanns- aldurinn talinn hefjast um fert- ugt. Svona mætti lengi hugleiða, en niðurstaðan verður samt alltaf hin sama: hjá okkur eru konur úti i kuldanum. Misréttið gagnvart mæðr- um. En misréttið er á svo mörgum sviðum hjá okkur ef við athugum það nánar, og þaö mætti flytja mörg erindi um það efni, en hér verður senn látið staöar numið; þó skal vikið örfáum orðum að tveimur atriðum til viðbótar. Þar er mér efst i huga það óréttlæti, að það skuli aðeins vera útivinn- andi konur, sem fá laun eða orlof i 3 mánuði vegna barnsburðar,svo kallað fæöingarorlof. Revndar var það svo, að i nýafstaðinni kosn- ingabaráttu gáfu sumir iram- bjóðendur það kosningaloforð, að fæðingarorlofið skyldi verða lengt i 6 mánuði. Ef ég man það rétt voru það einkum frambjóöendur þeirra flokka, sem urðu sigurveg árar. sem gerðú þessar kröfúr eða gáfu fyrirheit i þessa átt. Að minu mati er þar allt of skammt geng- ið. Allar konur, sem ala börn, jafnt útivinnandi sem heima- starfandi ættu að fá laun eða fæð- ingarorlof i heilt ár eftir fæðingu barns og sé það greitt af þvi opin- bera. Það er óréttlátt hve greiðsl- ur þessar koma misjafnt niöur á vinnuveitendur. Þjóöfélagið á að greiöa öllum konum jafnt, hvort sem það eru einstæðar konur eða heimavinnandi húsmæður og e.t.v. giftar velstæðum mönnum, þvi slikt myndi jafnast að nokkru leyti i gegnum opinber gjöld. Að áliti sérfróðra manna er einmitt fyrsta árið talið þýðingarmest i lifi barns og þá er hvað mest nauðsyn á nánum tengslum þeirra i milli. Ætla má að þetta kæmi einstæðum mæðrum best — vist er um það að barn á fyrsta ári þarf venjulegast meiri umönnun en eldri börn. Frá þjóöfélagslegu sjónarmiði er skylt að meta að jöfnu stöðu allra kvenna að þessu leyti. Sama misréttið kemur fram i afstöðu kerfisins til hins svokall- aða fæðingarstyrks, sem er geiðsla til kvenna sem leggjast á sæng. t staö þess, sem rétt væri og eðlilegt, að sjúkrasamlag greiddi hina stuttu dvöl kvenna, sem leggjast á sæng i fæðingar- stofnun eða á sjúkrahúsi, sem er svo sjálfsagt sem nokkru tali tek- ur, þá er hinn svokallaði fæð- ingarstyrkur látinn ganga til þess að greiða sængurlegukostnaðinn i sjúkrahúsi og móðirin fær ekki grænan eyri af þessum styrk. Sjúkrasamlögin greiða hins veg- ar eins og ekkert sé fyrir fjölda fólks, sem fer til hvildar á heilsu- hæli, að visu samkvæmt vottorði heimilislæknis, en e.t.v. ekki allt- af af jafn brýnni nauðsyn. Þó er fæðingin sem slik annars eðlis og henni fylgir viss hætta og oft ýmisleg veikindi, þannig að það er æskilegast að konur geti fætt börn i öryggi á fæðingarstofnun. Fari fæðing fram i heimahúsi fær móðirin aftur á móti styrkinn, en hann gengur þá væntanlega að verulegu leyti til læknis- og ljós- móðurþjónustu, svo sem eðlilegt er að þvi er ætla má. Það er sann- færing min, að ef karlmönnum hefði verið boðið upp á slikt þá heföu þeir fyrir löngu veriö búnir að leiðrétta þetta ranglæti. Það er vissulega sjáifsagt til dæmis að tryggingarnar hjálpi fólki til þess að komast undir læknishendur er- lendis t.d. vegna áfengissjúk- dóms og þar greiða tryggingarn- ar umyrðalaust, en yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem þess njóta eru karlar og þeir voru ekki lengi að kippa þvi i lag, en að sjúkra- samlög eða tryggingar greiði ekki að fullu sængurlegukostnaö kvenna er auðvitað hrein fjar- stæða. Ber að leiðrétta það hið fyrsta. I fáum orðum sagt, réttur kvenna er fyrir borð borinn á mörgum sviðum hjá okkur og jafnréttið virðist eiga lengra i land en ætla mætti. Hitt mætti þó vera konum til uppörvunar, að skilningur karlmanna á mikil- vægi jafnréttis kynjanna fer vax- andi, enda þótt forustumenn stjórnmálaflokkanna virðist að- eins vilja hafa þær með til þess að sýnast — jafnframt mætti það vera þeim til umhugsunar að jafnréttið mun ekki ná fram að ganga nema með sameinuðu átaki kvenna og karla það sýndi sig er fyrsta konan hafði verið kosin á þing af óháðum kvenna- lista árið 1922 að hún treysti sér ekki til þess að vinna málum framgang án stuðnings annarra og þvi gekk hún nokkru siðar i gamla Ihaldsflokksinns, sem siö- ar varð Sjálfstæðisflokkur. Þegar konur hafa náö á þann hátt þó ekki væri nema þriðjungi þingsæta á Alþingi íslendinga má búast við réttlátara þjóðfélagi en við búum við i dag, en á þvi er mikil nauðsyn. í rósa- garðinum Af ástarfuna ,,Hann kveikti þrisvar i hárinu á mér, svo ég sló hann utanundir, og sagði honum að nú væri nóg komið og ég færi að leggja mig”. Frásögn af verslunarmanna- helgi á Laugarvatni <Visir) Er þetta nú ekki full langt gengið? Ráðherrar eru venjulegt fólk. Eiður Guðnason (fyrirsögn i Alþýðublaðinu) Fylgjum skandinövum i einu og öllu Þegar ég var staddur i Khöfn i nóv. sl. i tilefni útkomu kverkorns eftir mig á dönsku hafði ég mikið samband við danska rithöfunda. Allir voru á einu máli um að öfga- stefna sú i bókmenntum sem nú glymur hæst hér, sé að fjara út á Norðurlöndum. Jón Björnsson (Morgunblaðið) Hugsjón í votheyið (og þó fyrr hefði verið) Nokkrir bændur i Miðfirði slá sér saman: Hafa samvinnu um verk- un i vothey — verður að vera af hugsjón, annars gengur það ekki — segir Jón Böðvarsson Frétt í Ttmanum Hvar er Ilafrannsóknar- stofnunin? Látum Vilmund kanna undir- djúpin Leiðari i Timanum (fyrirsögn) Strikunar. og stjörnu- deild Þjóðviljans Þvi finnst mér horfa illa ef við hinir littlærðu verðum að vikja af hólmi fyrir það eitt að vera ekki með háskólapróf upp á vasann, er við göngum fyrir þá Arna Berg- mann i útstrikunardeild Þjóðvilj- ans og Hollývúddstjörnu blaðsins Einar K. Haraldsson. Markús B. Þorgeirsson I Dag- blaðinu Kennarar Nokkra kennara vantar við grunnskóla Grindavikur, þar á meðal islenskukenn- ara fyrir eldri bekki, handavinnukennara stúlkna og kennara 6 ára barna. Upplýs- ingar gefnar i simum 92-8119 og 92-8250. Skólanefndin. Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur Stöður sálfræðings og félagsráðgjafa við sálfræðideildir skóla i Tjarnargötu 20 og i Fellaskóla eru lausar til umsókna. Um- sóknir berist Fræðsluskrifstofu Reykja- vikur, Tjarnargötu 12, fyrir 1. september n.k. Fræðslustjóri. Leikskóli Sauðárkróks óskar eftir fóstru.Forstöðukona gefur nán- ari upplýsingar og tekur við umsóknum i sima 95-5496. Félagsmálaráð Kvöld i Flatey. Gamli tfminn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.