Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 9
-1 1 Sunnudagur 13. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Gróa Eggertsdóttir, Guöbjörn Ingvarsson og Finnur Sigurjónsson ásamt rektor háskólans og háskóla- bókaveröinum framan viö skiltiö sem sett haföi veriö upp f tilefni komu fslenska hópsins. Borðað með • / prjonum 1 hálfan mánuð Kinverskir drengir hvila sig á árbakka. Armann Jónsson, trésmiöur, elstur I feröinni á milli tveggja kin- verskra leiösögumanna. Þetta var hans fyrsta utanlandsferö. ,,Þeir sem fóru I þessa ferö voru ekki beinlinis á höttunum eftir þessum heföbundnu ,,feröa- mannaíþróttum ” eins og aö liggja i sólbaði eða versla. Þó fengum viö bæði mikið sólskin og sáum margt fallegt I Kina, t.d. i lista- verkaverslunum. Flestir höföu áhuga á aö skoöa þetta fjarlæga land vegna sérstööu þess I póli- tisku og menningarlegu tilliti. Og ég held aö það sé óhætt að segja, að það varð engin fyrir vonbrigð- um”. Það er Vésteinn Ólason, dósent, sem svo mælir, en hann kom fyrir nokkru heim eftir 18 daga ferða- Vésteinn ásamt Yang leiösögu- manni lag til Kina. Hann var fararstjóri fyrir Islenskum hóp sem fór á vegum ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar og Kinversk-Islenska menningarfélagsins i samvinnu við ferðaskrifstofu kinverska rikisins. Hér var sem sagt um al- menna skemmtiferð að ræöa en ekki boðsferð, en Kinverjar hafa nú tekið upp breytta stefnu i ferðamálum og stefna að þvi að fá um 1 miljón ferðamanna inn i landið árið 1985. En hvað kostar svona ferð? „Þetta er alldýrt ferðalag, þvi vegalengdirnar eru svo miklar. Sjálft flugið er langdýrast og aukning ferðalaga frá Islandi til Kina er að verulegu leyti undir þvi komin, hvort tekst að lækka þennan ferðakostnað. Þessi ferö kostaði um 400 þúsund, þar af eru 2 dagar i Kaupmannahöfn og einn i Moskvu. Allt er innifalið i verð- inu, aðgangur að öllu sem skoðað var I Kina (þ.e. það er ókeypis) og fjölbreytt og gott fæöi.” „Hvernig likaði Islendingunum maturinn i Kina?” „Við fengum að velja hvort við vildum kinverskan mat eða evrópskan og fyrsta kvöldið byrj- uðu nokkrir með evrópskan mat, en siðan fengu allir sér kinversk- an. Við borðuðum með prjónum á kinverska visu og það gekk ótrú- lega vel. Okkur þótti þetta af- bragðsmatur. Hann er talsvert ólíkur okkar, mikið af smáréttum og hver máltið inniheldur allt að 20 mismundandi rétti. Elsti mað- urinn i ferðinni, 74 ára gamall, sem hefur aldrei fariö til útlanda fyrr, sagði við mig um daginn þegar okkur var boðið i kinversk- an mat i kinverska sendiráðinu: „Þetta er i fyrsta sinn sem ég fæ almennilegt at éta siðan ég kom heim”. „Hvernig var að ykkur búið að öðru leyti?” „Akaflega vel. Hótelin voru 1. flokks á Evrópumælikvarða og fólkið mjög alúðlegt og vingjarn- legt. Við höfum jafnan 4 leið- sögumenn með okkur, sem er sæmilegt fyrir 18 manna hóp.” „Fenguð þið að skoða það sem þið báðuð um, eða voru allar skoðunarferðir skipulagðar fyrir- fram?” „Það var bæði og. Við höfðum ýmsar óskir og það var jafnan reyntaðverða við þeim. Við feng- um óhindrað að sjá þaö sem við höfðum áhuga á.” „Hvað fannst ykkur athyglis- verðast i ferðinni?” „Ég býst við að okkur hafi flestum fundist athyglisverðast að sjá hvernig þessari þjóð hefur tekist að sigrast á frumvanda vanþróaöra þjóða. Það fer ekki hjá þvi að maður fái tilfinningu fyrir baráttu og sigrum Kinverja, þótt maður setjist ekki i neitt dómarasæti og margt sé okkur framandi. Auðvitað sér maður aðeins litið brot af landinu, en ég held að staðreyndir bendi til aö þessi þjóö eigi geysilega framtið fyrir sér og eigi eflir að hafa miklu meiri áhrif á þróun heims- mála i framtiðinni, en til þessa. Af einstaka þáttum sem viö kynntumst af kinversku þjóðlifi, held ég að heimsókn á barna- heimili hafi haft mest áhrif á okk- ur. Við báðum um að fá að skoöa barnaheimili og sú ferö var sem sagt ekki skipulögð fyrirfram. Það sem var athyglisverðast við þessa heimsókn, var hversu ótrúlega frjálsleg, en þó öguö þessi börn voru. Þau voru 3ja-7 ára gömul og þegar við komum voru þau öll úti i morgunleikfimi. Kinverjar stunda morgunleikfimi utan dyra eldsnemma alla morgna og er það ein af þeirra fornu menningarhefðum. Siðan léku þessi börn fyrir okkur og dönsuðu og sungu af miklu öryggi og krafti. Aginn kom manni i sjálfu sér ekki á óvart, en þetta frjálslega og vingjarnlega viðmót samfara aganum, er nokkuð sem maður sér ekki oft,” „Ferðuðustþiö mikið um landið i þessari ferð?” „Það má segja það, þótt við höfum ekki séð nema brot af landinu. Auk dvalar i Peking feröuöumst við til 3ja borga i norðausturhluta Kina, i Lianoning fylki, þar sem áður hét Mansjúria. Þarna höfðu Rússar og Japanir mikil itök fyrir bylt- inguna, og þeir böröust m.a. um hafnarborgina Port Arthúr, sem nú heitir Dalian. Kinverjar eru nokkuð stoltir yfir þessu landsvæði, þar sem iðnaður og verslun eru allþróuð. Loftslagið var lika gott á þessum árstima. Evrópumenn voru þarna sjaldséðir og börnin störðu á okkur á götunum. Þegar við vorum að skoða okkur um. Nokkrum okkar var boðiö inn i húsagarð hjá kinverskri fjöl- skyldu, en aðal vandkvæöin við samskipti við Kinverjana voru að sjálfsögðu málaerfiðleikarnir. Þess vegna urðum við að vera með túlk með okkur hvert sem við fórum, þvi fólk skilur ekki nein evrópumál* „Eru engin merki um aukin vestræn áhrif, t.d. I klæönaði Kin- verja?” „Nei, það veröur ekki séð. Fólkið gengur nær undantekn- ingarlaust i samskonar bómullar- fötum, sem eru skömmtuö. Það heyrir til undantekninga að sjá konur i pilsi. Annars eru börn undanþegin þessu og oft skraut- lega klædd, einkum litlar stelpur. Fóikið er snyrtilegt og vel klætt, en þessi „einkennisbúningur” er framandi fyrir okkur Evrópufólk. Kinverjarnir eru mjög siösamir i klæðaburði og klæðnaður eins og bikini mun vera óþekkt fyrirbæri eins og reyndar öll nekt á al- mannafæri.” „Þvi er gjarnan haldið fram að Kinverjar séu mjög hreinlifir og að fólk hefji kynlif miklu seinna en i flestum öörum heimshlutum. Varstu mikiö var við samdrátt á milli ungs fólks?” „Hann er sjálfsagt til, en miklu minna áberandi en hér hjá okkur. Fólkið er yfirleitt ákaflega agað, en þaö virðist þó ekki þvingað. Þetta er hluti af þeirra menningu, og háttvisi i sambandi viö sið- ferðismál er allt önnur en hér hjá okkur. Manni er sagt aö unga fólkið fari ekki að hugleiöa þessi mál i alvöru fyrr en um 24-25 ára’ „Hvað með menningu og listir? Er farið að opna landið fyrir t.d. evrópskri menningu?” „Já, þeir hafa tekið upp breytta stefnu i þvi eins og svo mörgu öðru. Þeir kenna fjórmenningun- um og þá ekki sist ekkju Maós um að hafa fylgt öfgafullri hreinlinu- kenningu i sambandi við listir. Hins vegar er þvi ekki að neita að það sem maður sá þarna, t.d. af kvikmyndum og óperu, flytur býsna einfaldan boðskap á okkar 'mælikvaröa. Hins vegar leggja þeir mikið upp úr fullkominni tækni, t.d. dansara, söngvara og leikara og ekki má gleyma fjöl- leikahúsunum, sem eru geysilega vinsæl og skemmtileg. „Geturðu sagt okkur frá fleiru sem þið skoðuöuð?” „Við fórum i heimsókn i stál- verksmiðjur, ullarverksmiðjur, listmunaframleiðslufyrirtæki, hressingarhæli, landbúnaðar- kommúnu og margt fleira. Auk þess skoðuðum við ýmsar sögu- legar minjar, grafhýsi, keisara- hallir og fleira. Yfirleitt tóku full- trúar heimamanna á móti okkur á hverjum stað, og eins og ég sagði áðan var fólkið ákaflega vingjarnlegt við okkur hvar sem við komum.” „Fannst þér Peking mjög ólik vestrænum stórborgum?” „Já, hún er það vissulega. Þarna eru engir einkabilar, en mikið af strætisvögnum og ara- grúi af hjólum. Fólkið virðist miklu rólegra en við eigum að venjast, og það var t.d. algengt að sjá fólk halla sér upp að tré eða sitja á hækjum sinum án þess að manni sýndist það vera að biöa eftir nokkru sérstöku. Fólkiö tek- ur timann greinilega ekki eins hátiðlega og við”. „Að lokum, Vésteinn. Attu von á þvi að Islendingar eigi eftir að fjölmenna i skemmtiferðir til Kina?” „Ferðakostnaðurinn er ennþá svo hár, að það er varla hægt að búast viö aö margir leggi i svona ferð. Þó má geta þess að þar sem allur matur er innifalinn og mað- ur eyðir ákaflega litlu af pening- um inni i Kina, þá má segja að ýmislegt sparist i svona ferö. Og þeir sem hafa hug á að kynnast þjóðfélagi sem er gerólikt okkar að flestu leyti, þeir verða áreið- anlega ekki fyrir vonbrigöum með ferð til Kina,” sagði Vésteinn aö lokum. þs f-ywy&EffiG*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.