Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. september 1978 ÞJÖDVILJINN — StÐA 9 mOÐvnnNN Sonur skóarans og dóttir bakarans efta Söngurinn frá My Lai: Róbert Arnfinnsson og Brvndis Pétursdóttir i hlutverkum sfnum. Þetta leikrit Jökuls Jakobssonar er fyrsta frumsýning ieikársins. Á sama tima að ári: Bessi og Margrét i hlutverkum slnum. Vcröur sýnt á stóra sviðinu. rithöfundarins Henrik Ibsen, set- ur Þjóðleikhúsið upp Máttar- stólpa þjóðfélagsins og auk þess sýningu um skáldið i Kristalsal. Þetta er jafnframt frumsýning verksins hér á landi. Antonio Buero Vallejo heitir spænskt leikritaskáld, sem varð ekki verulega frægt utan heima- lands sins fyrr en eftir fall Frankós. Eftir hann verður sýnt leikritið Draumur skynseminnar og fjallar það um siðustu ár mál- arans Goya. Guðmundur Steinsson, rithöf- undur, hefur skrifað nýtt leikrit, sem nefnist Stundarfriður, og er það kátleg og nöturleg lýsing á firringu nútimamannsins. I lok leikársins verður svo frumsýndur bandariskur söng- leikur, Prinsessan á bauninni, en efni hans hafa höfundarnir, Marshall Barrer og Mary Rogers, sótt i ævintýri H.C. Andersen. Öll ofanrituð verk eru innifalin i og fjallar um einmanaleik ellinn- ar og ýmis samskiptavandamál nútimans. Þær sýningar, sem teknar verða upp frá fyrra leikári eru Káta ekkjan, sem sýnd var fyrir fullu húsi i fyrra. Nú eru fyrir- hugaðar tiu sýningar á þvi vin- sæla verki. A litla sviðinu verða svo teknar upp sýningarnar Mæð- ur og synir.sem eru tveir einþátt- ungar eftir Bertolt Brecht (Vopn frú Carrar) og John Millington Synge (Þeir riðu til sjávar). Þessir einþáttungar voru sýndir við sérstaklega góðar undirtektir siðastliðið vor. Ennfremur verður Fröken Margrét sýnd áfram, en það verk var sýnt við fádæma vinsældir i allan fyrravetur. Þjóðleikhúsinu hefur verið boð- ið á leiklistarhátið i Berlin i lok september með Inúk, og eru fyr- irhugaðar nokkrar sýningar hér innanlands i tengslum við endur- æfingar á þvi verki. BLAÐIÐ SEM MENN LESA ÞUNN HELGI ÁN ÞJÓÐVILJANS eftir Ný leikrit eftir Jökul og Guömund Steinsson Koma Inúk og Fröken Margrét aftur á fjalirnar? í gær var haldinn blaða- mannafundur í Þjóðleik- húsinu, þar sem Sveinn Einarsson, þjóðleikhús- stjóri, Stefán Baldursson, leikhúsritari, Ivar Guðmundsson skrifstofu- stjóri og Halldór Ormsson miðasölustjóri gerðu grein fyrir væntanlegu vetrar- starfi Þjóðleikhússins. Kom fram á fundinum, að fyrirhugaðar eru 6 sýning- ar á stóra sviðinu, auk barnaleikrits, og tvö verk á litla sviðinu í kjalláranum, en að auki verða tekin upp f jögur verk frá fyrra leik- ári. Auk þess verður um margvíslega aðra starf- semi að ræða, sem enn er á undirbúningsstigi. Fyrsta frumsýning vetrarins verður á leikriti Jökuls Jakobs- sonaf, Sonur skóarans og dóttir bakarans eða Söngurinn frá My Lai, en sýndar voru tvær forsýn- ingar á þvi leikriti á listahátið i vor, en i haust verður um hina eiginlegu frumsýningu að ræða. Gamanleikurinn Að sama tima að árieftir Bernard Slade verður nú loksins sýndur i Reykjavik, en þau Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir, sem leika einu hlutverkin i verkinu, hafa á sið- astliðnum vetri ferðast með leik þennan viðs vegar um landið. 1 tilefni 150 ára afmælis norska Fleira er á döfinni hjá Þjóðleik- húsinu. Meðal annars er fyrir- hugað að halda áfram þeirri stefnu að hafa eitt verk i sýningu úti á landi, en enn hefur ekki verið gengið frá þvi vegna ýmiss konar vandkvæða, meðal annars fjár- mála. Þá er fyrirhugað að æfa nýtt hópvinnuverk, en hin fyrri, þeirra á meðal Inúk, Furðuverkið og Grænjaxlar, þóttu takast sér- lega vel. Einnig er i athugun að fá hingað til lands gestaleik eða leiki, en enn hefur ekkert verið á- kveðið um það. Þá hefur Fröken Margréti verið boðið til Finnlands, en það veltur á hvort fjárveiting fæst til farar- innar, hvort unnt verður að þekkjast boðið. —jsj. Vopn frú Carrar: Brlet Héðins- dóttir og Bjarni Steingrimsson. Sýningin Mæður og synir verður tekin upp á litla sviðinu, en hún naut geysivinsælda siöastliðinn vetur. áskriftarkortum þeim, sem leik- húsið selur, og þykir rétt að vekja athygli á, að áskriftarkort þessi er einungis hægt að kaupa frá mánaðamótunum ágúst/ septem- ber og fram að fyrstu frumsýn- ingu leikársins. Askriftarkortin eru keypt i ákveðin sæti á ákveðn- um sýningum, og er 2.-6. sýning ætluð þeim sem áskriftarkortin kaupa. Askriftarkortin eru 20% ó- dýrari en verð almennra að- göngumiða á sama fjölda sýninga og kosta þau nú 10.000 krónur. Barnaleikrit Þjóðleikhússins að þessu sinni verður leikritið t Krukkuborgeftir Odd Björnsson. Það gerist að miklu leyti á hafs- botni, og munu leikhúsgestir kynnast þar ýmsum furðulegum neðansjávarskepnum. A litla sviðinu, sem notið hefur siaukinna vinsælda leikhúsgesta og þar með sannað tilverurétt sinn, verða tvær nýjar sýningar, annars vegar Kona og Sandur, tveir nýir einþáttungar eftir Agn- ar Þórðarson, og hins vegar Heims um ból, sem er nýlegt þýskt leikrit eftir Harald Mueller Sunnudagsblað Þjóðviljans flytur fróðlegt og skemmtilegt helgarlesefni Efni m.a.: — Ung börn geta fengið liðagigt, bólgu- liðagigt og eldra fólk kannast við liðagigt þá, sem kom upp úr bólgnum hálskirtlum. Jóhann Gunnar Þor- bergsson læknir, sér- fræðingur i gigtar- sjúkdómum og lyf- lækningum, segir frá einum vanalegasta sjúkdómi tslendinga, gigtinni og starfsem- inni á Grensásdeild- inni. — t hvitum sport- sokkum, hvitum slopp og hvítum plastsand- ölum gengur Maria niður stigann með magann sinn vagg- andi. Sunnudagsblað Þjóðviljans heldur á- fram kynningu sinni á væntanlegum bókum á haustmarkaði. I þetta skipti birtist úr- dráttur úr „Vetrar- börnum” eftir Dea Trier Mörch. — Fyrir menning- arlegar kvikmyndir um fólk og mannleg málefni finnast engir borgunarmenn iokkar þjóðfélagi. Sú stétt, sem rikjum ræður, virðist ekki hafa á- huga á slikum kvik- myndum. Þorsteinn Jónsson skrifar um stöðu is- lenskrar kvikmynda- gerðar i Kvikmynda- kompu. — Súrmjólkina upp- götvaði ég fyrir tilvilj- un. Það var á ákveðnu timabili — þegar ég var giftur á tslandi — að ég læddist út og teiknaði það, sem á is- lensku er kallað dóna- legar myndir. Helgarviðtaliö er viö Ustamanninn Diet- er Rot. — Dönsk augu sjá Grænlendinga sem drykkfellda aumingja. Marta fann fyrir þjóð- erni si'nu þar sem minni virðing var bor- in fyrir henni en dönskum kynsystrum hennar. Grein Erlu Sigurð- ardóttur um erlend málefni fjallar um reynslu grænlenskrar konu af stjórn Dana á Grænlandi. — Þegar konan missir ákvörðunarrétt yfireigin kynlif i,flýtir þet ta framþróun skipulagðra trúar- hópa, þar sem flestir eða allir hóparnir ótt- uöust og fordæmdu „óhamiö” kynlif og kynferðislöngun. Fróðleg grein um sögu getnaðarvarna og jafnréttisbaráttu kvenna. Leikáriö aö hefjast hjá Þjóöleikhúsinu:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.