Þjóðviljinn - 02.09.1978, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 02.09.1978, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. september 1978 Laugardagur 2. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Vift kaupum nú Morgunblaöift aöallega til aö lesa um hann Lúftvík, sérðu. Lúðvlk er refur I púlitikinni, stendur hér. Það er vafalaust gúður kostur. Senn kemurá markaðinn fimmta hljómplata Spil- verks þjóðanna. Hún heitir island, og er jafnframt fyrsta hljómplatan sem Spilverkið gef ur út eftir að mannabreytingar urðu á sveitinni, en Egill Ölafsson hef ur sem kunnugt er sagt sig úr sveitinni og myndað Þursaf lokkinn. En hvað um það, Spilverkið heldur áfram starfseminni — að minnsta kosti í bili — og blaðamaður og Ijósmynd- ari Þjóðviljans brugðu sér heim til Valgeirs Guðjóns- sonar spilverks og röbbuðu við hann og Sigurð Bjólu. Sigrún Diddú Hjálmtýs- dóttir gat því miður ekki verið viðstödd, þar eð hún tekur þátt í uppfærslu sjónvarpsins á Silfurtúngli Laxness og var föst i upp- tökum þennan dag. íslendingar eru afburða Valgeir: Það má nú eiginlega segja, að við höfum alltaf verið að syngja um Island i einni eða ann- arri mynd, þó við höfum þjappað svona ákveðnum þönkum og hugsunum á eina plötu i þetta skiptið. En það er ekki þar með sagt að við séum búin að afgreiða tsland sem slikt i eitt skipti fyrir öll. Bjúla: Við ætlum nú samt ekki að gefa út fsland 2. Okkur langar einfaldlega ekki til að endurtaka okkur. bað hefur heldur ekki gengið of vel hjá okkur. Það er þvi ekki vert að leggja út i slika starfsemi held ég. Valgeir: Þú skalt ekki biðja okkur að segja þér hvað við eig- um við með textunum á plötunni. Sumir vilja til dæmis halda þvi fram, aði einu laginu séum við að syngja um einhvern ákveðinn þingmann — ég nefni engin nöfn — og aðrir segja eitthvað annað. Við erum ekki þess umkomin að útskýra textana neitt betur en aðrir. Það er örugglega langbest að fólki gefist kostur á að nýta eigin sköpunargáfu til að fylla i það sem upp á vantar. Það fer best á þvi. A5 lifa af spilerii Valgeir: Við höfum öll gert eitt- hvað annað með tónlistinni sið- astliðið ár, og eins i upphafi, þeg- ar við byrjuöum. En við lifðum á tónlistinni einni saman i tvö ár, og það má heita gott. bað eru vissu- lega mun betri aðstæður til sliks núna, þar sem öll aðstaða hefur breyst til hins betra. Bjúla: Skólarnir eru til dæmis markaður sem hefur opnast fyrir þjóð hljómleikahald af ýmsu tagi. En til að skipuleggja slikt starf, þarf i rauninni svona dálitið fyrirtæki með framkvæmdastjóra, sima og vasabókhaldi. Valgeir: Við erum aular i pen- ingamálum, blessaður vertu. Maður kann nefnilega ekki alla klækina. En svo er þetta lika happdrætti að þvi leytinu til, að það erengin trygging fáanleg fyr- ir lágmarksvinnu, sem gæfi þá af sér lágmarkstekjur. En þaö kem- ur náttúrulega á móti, að þetta er mun skemmtilegri vinna en mörg önnur. Rabbað við Valgeir Guðjónsson og Sigurð Bjóiu i Spilverki Þjóðanna af margs konar tilefni Bjúla: En það er tilfellið, að til þess að geta lifað af spila- mennsku, þarf maður að lenda of- an á i samkeppninni. Það gildir i „bransanum” í dag, má segja, nokkurs konar Darwinslögmál i þó bögglaðri mynd. En við höfum þó eignast mjög marga geysigóða hljómlistarmenn. Við eigum lika afburðafólk i iþróttunum. Valgeir: íslendingar eru af- burðaþjóð, það er satt. Bjúla: Hér er kominn vel þjálf- aður hópur stúdiómanna, hljóm- listarmanna, sem þekkja vel inn á hljóðupptökutækni og eru snöggir tii vinnu. Slik vinna er sérstök, en allar aðstæður til hljóðupptöku hafa batnað með til- komu Hljóðrita i Hafnarfirði. Bókaþjóðin orðin plötuþjóð Valgeir: Það sem háir kannski fyrst og fremst islenskri plötuút- gáfu er, hvað markaðurinn er lit- ill. Fimm þúsund seld eintök gera fullkomlega af eða á um, hvort einhver hljómplata geri storm- andi lukku eða ekki. Erlendis stendur þessi tala á nokkrum tug- um þúsunda, jafnvel meira. Þar er lika nokkuð öruggt, að hljóm- plata standi vel undir sér. 1 raun- inni er markaðurinn ofmettaður hér á landi. Bjúla:Nei, finnst þér það? Það er varla hægt að segja, að is- lenskur plötumarkaður sé of- mettaður þegar hljómsveit eins og ABBA selur plötu hér i átta þúsund eintökum. Valgeir: Kannski ekki. En óneitanlega læðist sú tilfinning að manni, þegar farið er að gefa út kannski allt að fjórar plötur með sama aðila, en efnið hefði kannski allt eins vel sómt sér vel i úrvali á bara einni. Bjúla:Þaðeru of fáir sem gefa út hljómplötur sem eiga að segja eitthvað — vera eitthvað annað en tómt afþreyingarefni. Það er bara einfaldlega of mikið af rusli meðal þeirra hljómplatna, sem islenskir aðilar gefa út. Valgeir: Samtimis hefur hljómplötusalan að minnsta kosti tifaldast á undanförnum árum, meðan bókasala hefur nánast staðið i stað. Ég held þetta sé örugglega rétt hjá mér. Bjúla: Tónlistin er orðin litið annað en peningavara, það er meinið. V a 1 g e i r : Eða iðn. B j ú 1 a : Það má tii dæmis benda á þá staðreynd, að hér hafa að undan- förnu varla verið gefnar út neinar plötur aðrar en beinar söluplötur. Hljómplötur, sem miðast við það eingöngu að megi græða á þeim. V a 1 g e i r : Það er litið um það að tekin sé áhætta i hljómplötuútgáfu. Bjúla: Það er farinn einhver farsæll meðalvegur, sem tryggt er að stuði engan. En Spilverkið? Valgeir :Ef við tökum þátt Spil- verksins i þvi sem við töluðum hér áðan, plötumarkaðinn, þá hafa okkar plötur selst að meðal- tali i svona fjögur þúsund eintök- um. Okkur hlustendahópur er lik- lega á aldrinum frá fimmtán ára til þritugs, og þá ef til vill fólk, sem ekki hefur „settlað” sig, eða komið sér fyrir, eins og það er kallað. Annars er ómögulegt að segja nokkuð um hlustendahóp- inn, enda hafa engar kannanir veriðgerðar á neyslu tónlistar, og mjög fáar á menningarneyslu yfirleitt. Bjúla: Það getur verið, þó ég viti það ekki svona beint, að text- arnir hafi spillt eitthvað fyrir okkur. Þeir eru kannski svona heldur rauðir fyrir suma. Valgeir: Já, við erum kannski dálitlir kommar inn við beiniö. Þó er ekki þar með sagt, að við segj- Spilverk Þjúðanna er að fara I frf, eða kannski mætti öllu heldur segja, að þaö sé að setja sjálft sig i formalin. Og þaö sem sett er i formalin kemur væntanlega úskemmt upp aftur. um beint, að kapitalistarnir séu vondir karlar. Bjúla: Nei, við syngjum ekki fréttatilkynningar. En það er rétt, að ástin og sollurinn hafa ekki verið okkur neitt sérlega hugstæð yrkisefni. Að minnsta kosti ekki á hefðbúndinn hátt. Vinstri sinnað tónlistarfólk Bjúla: Það er erfiðara fyrir yf- irlýsta vinstri hljómlistarmenn að fá vinnu i „bransanum”. Held- ur þú sjálfur, ef þú værir i ein- hverju framsóknarfélaginn, að þú sættir þig við það að yfirlýstir vinstrimenn spiluðu fyrir þig á dansiballi? Valgeir: „Róttæk list”, ef nota má það orð, er léleg söluvara á markaði dagsins i dag. Bjúla: Það er eins og með rit- höfunda. Vinstri rithöfundur hér á landi er i heldur bágborinni að- stöðu. Hann á ekki upp á pall- borðið hjá þeim sem ráða markaðnum. Annars finnst mér gott, að róttæk tónlist sé ekki söluvara. Ef hún væri það, væri hún varla róttæk list. Valgeir: Hvaða vitleysa. Ef Kommúnistaávarpið yrði sett upp f sem dúndursöngleikur, með boð- skapnum og „allegræjer” og fengi ofsaaðsókn, yrði söngleik- urinn varla minna róttækur fyrir það. Bjúla: Nei.. nei, kannski ekki > það.. Framtið Spilverksins Valgeir: Spilverk þjóðanna er að fara i fri. Sko, við erum eigin- Bjúla: Túnlistin er þvi mlður orðin peningavara. Það eru of fáir, sem gefa út plötur sem hafa að geyma einhvern boðskap. Bjúla: Myndir þú fá yfirlýsta vinstri menn til að spila fyrir þig á dansiballi ef þú værir sannur og trúr framsúknarmaður? lega að halda sitt i hverja áttina i vetur, Diddú og ég erum að fara út, og Bjólan verður áfram hér á landi, þannig að það verða varla miklir möguleikar á að við getum komið nokkuð saman. Bjúlan: Við erum þó ekki hætt að fullu. Valgeir: Nei, nei. Það má eig- inlega segja, að Spilverkið sé að fara i formalin. Þú skalt samt ekki nota það i fyrirsögn á þessu viðtali. Hún yrði heldur klinisk. En Bjólan er að fara að læra meira i tónlistinni hérna heima.. Bjúla: ...Og Valgeir ætlar i félagsráðgjöf i Noregi. Valgeir: Ekki segja samt frá þvi. Ef ég flosnaði frá námi, yrði ég stöðugt að vera að útskýra hversvegna það hefði orðið fyrir forvitnum ættingjum og vinum. Það er miklu betra að hafa þetta sem svona dálitið leyndarmál. Bjúla: Ætlarðu að flosna frá námi? Valgeir: Ég? Nei, það er ekki á stefnuskránni. En það er bara aldrei að vita, nema maður kom- ist i eitthvað annað feitt þarna úti. Oliuna til dæmis. Meiri framtíðaráform Bjúla: Það má alveg segja það hér, að það stendur til að gefa út efni af tveimur gömlum plötum, Nærlifi og brúnu plötunni, Spilverk Þjóðanna A og B. Það er að segja, safna saman þvi skásta, hljóðblanda það að nýju og gefa út á einni plötu. Valgeir: Nú, svo hefur komið til tals að tefla fram einhverju af is- lenskri tónlist á erlendri grund. En þaö er náttúrulega ekkert einsdæmi, að það standi til hjá is- lensku hljómlistarfólki. Bjúla: Það hefur, sko, verið tal- að um að syngja eitthvað af Stuð- manna- og Spilverkslögum inn á eina hljómplötulengd og reyna að koma þvi á framfæri eríendis. Nú, það má svosem reyna þetta. Það væri þá enginn stór skaði skeður, þó það heppnaðist ekki að gera tslandi einhver tónlistarleg skil erlendis. Valgeir: Það má þá alltaf reyna aftur... Bjúla: ...Og aftur... Valgeir: ... Og aftur... —jsj Valgeir: Kannskierum við dálitlir kommar inni við beinið. Valgeir: Kommúnistaávarpið gæti vafalaust orðið dúndursöngleik- ur, rúttækur og finn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.