Þjóðviljinn - 02.09.1978, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Laugardagur 2. september 1978
A árunum um og eftir 1970 barst
Rauðsokkahreyfingin oft i tal
manna á meðal og vakti oftar en
ekki hatrammar deilur. Urðu
ymsir til að taka málstað hennar
og hrósa henni á hvert reipi, en þó
voru þeir miklu fleiri sem sáu i
henni aflvaka alls ills og óskuðu
henni út i ystu myrkur. AIIs
staðar stóð styr um hreyfinguna
og það fór ekki framhjá neinum
þegar hún tók sér eitthvað fyrir
hendur. I dag er fremur hljótt um
hreyfinguna og það þarf engan
sérstakan kjark til að segjast
vera Rauösokka. En þó hljótt sé
um hreyfinguna er ekki þar með
sagt að hún sé ekki eitthvað að
puða. Allan veturinn er hópur
Rauðsokka að starfi,en hinu ber
ekki að leyna að ýmsum finnst
scm hreyfingin sé i lægð og
starfið innan hennar sé ekki meö
sama blóma og á fyrstu árum
hennar. En hvernig var starfið þá
og hvernig er það i dag? Ef Rauð-
sokkahreyfingin er í lægð nú, af
hverju stafar það þá og hvernig
er hægt að gefa starfinu aukinn
slagkraft? Til þess að ræða þetta
og margt fleira hóaði Jafnréttis-
siðan saman þeim Vilborgu Dag-
bjartsdóttur, Vilborgu Harðar-
dóttur og Guðrúnu Helgadóttur,
sem allar hafa verið virkar i
Rauðsokkahreyfingunni einhvern
timann á æviskeiði hennar.
Umræður þessar munu birtast I
tvennu lagi á Jafnréttissíðunni,en
í dag munum við fyrst og fremst
ræða um tilurð hreyfingarinnar
og þróun hennar á árunum
1970-75, en næsta laugardag um
hreyfinguna I dag, vandamál
hennar og starfið framundan.
Vonum við að þessar umræður
verði lesendum siðunnar til ein-
hvers fróðleiks og veki áhuga ein-
hverra á starfi hreyfingarinnar.
Umsjón:
Hallgerður Gísladóttir
Kristín Ástgeirsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Sólrún Gísladóttir
Steinunn H. Hafstad
'búningsfund i kjallara Norræna
hússins sem þá var reyndar ófull-
gerður og þar ákváðum við um
þaðbil 30konur aö vera á rauðum
sokkum til þess að sýna að viö
vildum standa á eigin fótum og að
við værum i tengslum við
byltingarsinnaða baráttu. Siðan
var ákveðið að skipuleggja
þannig göngu að við kæmum inn i
maigönguna. Ég setti auglýsingu
i útvarpið sem var svohljóðandi:
„Konur á rauðum sokkum, hitt-
umst á Hlemmtorgi klukkan
eitt.” Og það bara gerðist. Það
dreif að konur úr öllum áttum.
Viö höfðum smiöað einhverskon-
ar handburðarfleka undir kven-
fjallið og undir þvi gengu einar
tólf konur. Styttan var stór og
Endurnýjadi
félagsform
Rsh. gerði hlutina að mörgu
leyti mjög glæsilega, þvi i fyrsta
lagi endurnýjaði hún félagsform-
ið. kom með mjög lýðræðislegt
félagsform sem siðan var tekið
upp annars staðar. Það var engin
stjórn.barastarfshópar. Þaðvoru
engir styrktarfélagar. aðeins
virkir starfandi áhugamenn sem
unnu að hverju máli og þetta
hafði ákaflega mikil áhrif út í
staðnað félagsmálahald i landinu.
Jafnréttissiðan: Var Rauð-
sokkahreyfingin fyrst til aö koma
með þessar nýjungar?
Vil. Dag.: Já. Stór hópur af
konum sem kemur þarna inn i
Þaösem varmeðal annars nýtt
og stórt hjá Rsh. var það að
ganga að málefnum og kynna sér
þau. Stúlkur sem höfðu ekki verið
pólitiskt meðvitaðar eöa héldu
jafnvel að þær ættu samleið með
Sjálfstæðisflokknum vissuekki af
fyrren þær voruallt ieinu orðnar
róttækarog fóru aðskilja hvernig
hlutirnir hengu saman. Þær uröu
pólitiskt klárar á stuttum tima.
Allt i einu stóðu þær með félags-
lega þekkingu á samfélaginu i
höndunum. Það er þetta sem
skiptir máli, þetta skapaði þenn-
an mikla kraft. Ég man ekki eftir
einum einasta fundi á þessum ár-
um sem var leiðinlegur. Ég segi
að það sé mælikvarði á það hvort
starf sé lifandi eða ekki.
„Rauðsokka-
hreyfingin kom eins
Stefnuskrá
samþykkt ad Skógum
Svo árið 1974 erokkur eiginlega
búið að takast þetta. Það er verið
að tala um þessa hluti út um allt
land, en okkur finnst mörgum aö
við komumst ekki áfram vegna
þess að við séum að reyna að
teygja okkur yfir allt mögulegt i
einu, benda á allt misrettið alls
staðar á öllum sviðum. Okkur
fannst sem allt of mikið af okkar
tali væri ómarkvisst. Alltaf voru
nýjar konur að koma inn i
hreyfinguna, sem var auðvitað
mjög gott, en allar þurftu þær að
byrja á þvi aö tala um uppvaskið
og manninn sinn og svo fram-
vegis. Okkur hafði tekist að skapa
umræöu en ekki þróa hana áfram.
Okkur fannst við verða að finna
einhverja aðferð til að gera um-
ræðuna markvissa.
mikil og hún leit út eins og hún
væri úr steinsteypu. Tveir litlir
strákar hrópuðu upp, þegar þeir
sáu okkur ,,Vaaú hvað þær eru
sterkar.” Stelpur úr Myndlista-
skólanum máluðu alls konar
skemmtileg spjöld og slagorð.
Þær höfðu lag á að
stela senunni
Þetta hafði náttúrulega allt
saman kvisast út, og þegar við
komum niður á Hlemm þá urðu
og hressandi
ít eins ognún
>u. Tveir litlir j \J>
pp, þegar þeir ér\æ fp -w Æt 4ám'tr> 'V J' J
gustur
Rsh. hefur siðan farið Ut í félögin
og pólitisku flokkana og orðið
gjaidandi i þjóðfélaginu. Rsh.
vann þannig virkilega sitt hlut-
verk. Hún var upphaflega hugsuð
sem hreyfing,sem afl i þjóðfélag-
inu. .Ekki sem félag sem ætti að
Byltingarástand
Rsh. kom eins og hressandi
gustur út i samfélagið. Þetta
virkaði næstum þvi eins og
byltingarástand en f raun og veru
Konur höfðu þróast ört til
vinstri iþessustarfi. Það leiddi af
sjáifu sér að okkur fannst sem við
yrðum að hafa einhvern pólitisk-
an grundvöll til að vinna eftir. En
það þýddi það að það gætu ekki
alvegeins margir tekið þátt i bar-
áttunni. Starfið yrði gert mark-
vissara á kostnað fjöldans. Þó
vorum við náttúrulega alls ekki
að hugsa um þetta flokkspólitiskt
heldur bara að þetta væri vinstra
sinnað starf. Þetta tókst okkur á
ráðstefnunni aö Skógum og við
vorum ægilega ánægð og fannst
þetta allt óskaplega merkilegt, til
dæmis yfirlýsingin um að
kvennabarátta væri stéttabar-
átta.
Umræður um Rauðsokkahreyfinguna og jafnréttismál
Konur á raudum
sokkum
Ja fnréttissiðan: Vilborg, þar
sem þú varst nú einn aðal frum-
kvöðull að stofnun Rsh. mundir
þú þá kannski vilja byr ja á þvi að
segja okkur h vað var kveikjan að
þessu öltu saman.
Vil. I)ag.: Rsh. varð þannig til
upphaflega að það var byrjað að
tala litilsháttar bæði um Minurn-
ar i Hollandi og Rauösokkurnar i
Danmörku. Svo var það eitt sinn
uppi i' Austurbæjarskóla að ein
kennslukonan þar sem átti f mikl-
um erfiðleikum með að fá barna-
heimilispláss kemur til min með
barnið á handleggnum og segir:
„Guð ef maður gæti nú gert eitt-
hvaö svona hér.**
Þegar ég var svo á leið heim
úr vinnunni er ég að hugsa um
það sem hún sagði. Þetta var um
miöjan april en þá um voriö hafði
Herranótt Menntaskólans einmitt
sýnt Lýsiströtu undir leikstjórn
Brynju Benediktsdóttur. En á
sviðinu þar var griðarlega mikil
Venusarstytta. Ogþá dettur mér i
hug, þegar ég er að koma heim aö
það gæti verið gaman að mæta
meö þessa styttu i kröfugönguna
1. mai. Ég fór beint inn og án þess
aö fara úr kápunni hringdi ég i
Brynju og spurði hana hvort þessi
stytta væri ekki til og hvort við
gætum ekki gert þetta.
Þetta varð til þess, að á
svipstundu dreif að stúlkur úr öll-
um áttum. Við héldum undir-
ýmsir hræddir um að við ætluðum
aðfara aðgera grin aö verkalýös-
baráttunni á þennan hátt og það
átti aðreka okkur burtu. Það var
sendá okkur lögreglauen svovar
ekkert gert,við gengum á eftir
kröfugöngu verkalýðsins.
En þessi ganga vakti mikla at-
hygli og styttan var svo glæsileg
að þetta stalallri senunni. Eins og
Indriði (G. Þorsteinsson) sagði
einhvern ti'man i grein, hann var
nú alltaf að skrifa fjandsamlegar
greinar og gerir það enn, „þær
hafa alltaf lag á að stela sen-
unni.” En svo þegar við komum
niður á torg þá stóðu konurnar
þarna,það varð að halda áfram og
þannig var Rsh til. Siðan var
komið saman,fyrst í Þjóðleikhús-
kjallaranum svo i Norræna hús-
inu. Þá var hreyfingin skipulögö
og starfshóparnir urðu til.
Þegar Rauðsokkahreyfingin
kom fram þá fékk hún ákaflega
góðar viðtökur hjá ákveðnum
hópi kvenna. Þaö voru ungar
menntakonur sem voru að ber jast
fyrir þvi að herja fram ákveðin
réttindi til þess að geta haldið
áfram námi.
Þegar ég var ung þá þótti það
sjálfsagtaöstúdentarfærubara á
kvennaveiðar og næðu sér i konu
sem kostaði þá siöan i gegnum
Háskólann. Oft voru þetta stúlkur
sem höföu verið með þeim i
menntaskóla.
Þær konur sem fögnuðu mest
Rsh. eygðu þarna nýja möguleika
til að ná fram ýmsum baráttu-
málum svo sem byggingu fleiri
barnaheimila.
einangrasig við einhverja stefnu-
skrá. Hreyfingin hafði enga aöra
stefnuskrá en þá aö vinna að jafn-
réttismálum. Og þetta var ekki
einskorðað bara við konur. Þetta
var mannréttindahreyfing sem
náði til allra fjölskyldunnar.
íhlaupaverkalýður
— flökunarfreyjur
Eitt af þvi sem Rsh. gerði var
að draga fram i dagsljósið kjör
kvenna og sýna þeim raunveru-
lega sjálfar sig. Þvi að jafnvel
verkakonur vildu ekki kalla sig
verkakonur. Þær urðu svo reiðar
út i mig og fannst ég gera lltið úr
sér vegna þess að ég kallaði þær
ihlaupaverkalýð. Ég stakk þá upp
á að þær yrðu bara kallaðar
flökunarfreyjur. Ég er ekki að
álasa þeim, en þá var þetta við-
horf, að konan átti að vera fögur
og aðlaöandi. Þess vegna var þaö
að þegar þær komu úr vinnunni
afklæddust þær álagahamnum og
breyttust i svifandi fiörildi inni á
heimilinu.
risti þetta ekki djúpt. En við erum
kannski ekki dómbær á hversu
miklu þetta breytti. Þetta var
ákveöiö áhlaupsem beinlinis náði
yfir allt samfélagið.
Vil. Harðard.:Rsh.áttiað ná til
kvenna og vekja þær, þar á meðal
okkur sjálfar náttúrlega, og fá
þærtilaðhugsaum stöðukvenna.
Það var beitt ýmsum aðferðum
sem sumar hverjar áttu sér er-
lendar fyrirmyndiren aðrar voru
sjálfsprottnar. Þetta var allt svo
nýtt. Þaö var svo spennandi og
stimúlerandi að vinna svona i
hópum að fólki datt sitthvað i hug.
öðru visi aöferöir voru notaðar
eins og að vekja athygli á óvænt-
an hátt, til dæmis fórum við einu
sinni með kvigu á fegurðarsam-
keppni á Akranesi. Tilgangurinn
hjá okkur var ekki I sjálfu sér að
gerasprell, heldur aö fá fólk til aö
hrökkva svolitið viö og fara aö
hugsa. Viö reyndum að fá fólk til
að hugsa annað hvort meö þvi aö
próvókera eöa þá með þvi að fá
þaö til að hlæja og þar með tala
um hlutina og spyrja.
Kvennaárið gelti
hreyfinguna
Allt þetta ár og kvennaárið
starfaðRshmjögvel,enda var þá
verið að starfa að ákveðnu verk-
efni. Markmiöið var að virkja
konuri verkalýðsbaráttunniog aö
þvi unnum viö fyrst með lág-
launaráðstefnunni i janúar 1975.
Og siðan unnum við að þvi að lögð
yrði niður vinna 24. október skv.
samþykkt ráðstefnunnar.
Jafnréttissiðan: Getur það ekki
verið að þetta starf, I kringum
kvennaárið þegar Rsh. slær af
trekk i trekk og allt er gert til að
ná samstöðu við undirbúning 24.
okt., hafi haft afdrifarlkar af-
leiðingar fyrir hreyfinguna?
Vil.. Dag.: Jú, það er gelding
hreyfingarinnar. Og siöan eftir
kvennaárið hafa karlmenn ekki
komiö náiægt þessu.
Vil. Harðard.: Það er dálitið til
I þessu. Þann 24. október tókst að
ná til fjöldans og þaö var gott fyr-
ir margar konur, en ekki fyrir
okkur og ekki fyrir þær konur
sem við ætluðum aö gera svolitið
pólitiskar.
Guðrún Helgad.: Ég er ekki
viss um aö „kvennafridagurinn”
hafi verið svo jákvæður fyrir kon-
ur, þetta snerist upp i hátiöahöld
og húllumhæ.
Vil. Haröard.: Ég held að hann
hafi verið það fyrir margar þær
konur sem aldrei höfðu gert neitt
áður.
Framhald á 18. siðu
Rauðsokkahreyfingin er til húsa i
„Sokkholti”, Skólavörðustig 12, fjórðu hæð.
Simi hreyfingarinnar er 28798. Eftir að vetrar-
starf hefst er opið hús milli kl. 5 og 7. Litið inn
þegar vel liggur á ykkur ( eða illa ), fáið ykkur
kaffi i góðum hóp og ræðiðmálin. Allir vel-
komnir.