Þjóðviljinn - 02.09.1978, Side 16
16 StÐA — ÞJÓÐVIL.JINN Laugardagur 2. september 1978
Glúmur Hólmgeirsson:
„Blítt er undir
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Bræddir ostar
bragðast vel
A vegum Framleiösluráös
landbúnaðarins hefur veriö tek-
ið saman yfirlit um mjólkur-
framleiðsluna og sölu mjólkur-
afurða fyrstu 6 mánuði þessa
árs. Þar kemur fram, að inn-
vegin mjólk i mjóikursamlögin
var 54,6 milj. ltr. en það er 1,9%
aukning miðaö við fyrstu 6 mán-
uðina 1977.
Sala á nýmjólk hefur minnkað
um 2,4%. Einnig hefur orðið
smávegis samdráttur i sölu
undanrennu, eða 0,3%. Meðal-
sala á mánuði var 119 lestir.
Allverulegaukningvarö i sölu
á r jóma eða 7,1% og smjörsalan
varð 51% meiri fyrstu 6 mánuði
i ár en sömu mánuöi i fyrra.
Sala á venjulegum ostum 45 og
30%, jókst litillega. en mikil
aukning varð I sölu á bræddum
ostum.
Birgðir af ostum 1. ágúst voru
986 lestir en það er svipað og i
fyrra. Smjörbirgðir voru aftur á
móti 856 lestir en það var 183
lestum meira en I fyrra.
(Heim.: Uppl.þjón. landb.).
— mhg
Frá Borgarnesi:
íþróttamið-
stöð stærsta
verkefnið
— Atvinnuástand i Borgar-
nesihefurverið gott á þessuári.
Er hér unnið að margháttuðum
framkvæmdum, bæði á vegum
einstaklinga, fyrirtækja og þess
opinbera. Svo mælti Húnbogi
Þorsteinsson, sveitarstjóri i
Borgarnesi, i stuttu spjalli við
Landpóst.
Ef við getum hér um helstu
framkvæmdir á vegum sveitar-
félagsins þá eru þær einkum
þessar:
íþróttamiðstöð
Bygging hennar er tvimæla-
lauststærsta verkefnið, sem við
höfum unnið hér að undanfarin
ár. Sá hluti byggingarinnar,
sem tilheyrir sundlauginni, var
tekinn i' notkun i byrjun þessa
árs og á sl. vori var einnig að
mestu gengið frá iþróttasaln-
um. Eftir er þó að fullgera bún-
ingsaöstöðu og áhorfendasvæði
við salinn. Aðsókn að sundlaug-
inni hefur verið ágæt i sumar og
er ljóst, aðfólk kann vel að meta
hana.
Meö tilkomu iþróttamiöstöðv-
arinnar gjörbreytist til batnaö-
ar aðstaða til iðkana innanhúss-
iþrótta hér i Borgamesi.
Gatnagerð
Hvað áhrærir gatnagerðina
þá hefur mikið verið unnið i
sumar aö jarðvegsskiptum i
götum. Auk þess hafa svo vatns-
og holræsalagnir verið endur-
nýjaöar. Unniö hefur verið I
Gunnlaugsgötu, Skúlagötu,
Bröttugötu, Skallagrimsgötu og
Þorsteinsgötu.
Framkvæmdir við þessar göt-
ur eru tengdar fyrsta áfangan-
um við innanbæjarkerfi vænt-
anlegrar hitaveitu. — Ekkert
varanlegt slitlag hefur veriö
lagt hér á götur I sumar, en
stefnt er að verulegu átaki i þvi
á næstu árum, i kjölfar hita-
veituframkvæmdanna.
Hitaveita
t sumar hófst vinna við fyrsta
áfanga hitaveitu fyrir Borgar-
nes. Fyrirtækið Véltækni hf. I
Reykjavik er aðalverktaki við
framkvæmdirnar. Borgarás hf.
i Borgarnesi mun hinsvegar sjá
um framleiðslu á hitaveitu-
brunnum og rörin eru keypt hjá
fyrirtækinu Berki i Hafnarfirði.
Vonir standa til þess, aö hita-
veitan geti tekiö til starfa siðla
næsta árs,ef allt fer að áætlun.
Leikskóli
A sl. ári var tekinn i notkun
hér nýr leikskóli. Leikskóli
hefur raunar verið rekinn hgr
um nokkurra ára skeiö, en I
gömlu húsnæði. I sumar hefur
verið að þvi unnið aö ljúka frá-
gangi á lóð leikskólans. Borgar-
neshreppur er nú i tölu þeirra
sárafáu sveitarfélaga á landinu,
sem fullnægja þörf á dagvíst-
unarrými fyrir börn.
Skólastjóraskipti
Nýr skólastjórihefur nú verið
ráöinn að Grunnskólanum i'
Borgarnesi, og tekur hann viö
þvi starfi um næstu mánaða-
mót. Heitir hann Guömundur
Sigurðsson og hefur um langt
árabil veriö kennari i Borgar-
nesi og nú upp á siðkastið yfir-
kennariviö Grunnskólann. Frá-
farandi skólastjóri er Sigurður
Halldórsson og hefur hann
gegnt hér skólastjórastarfi i 20
ár.
Og þar með slitum við Hún-
bogi Þorsteinsson talinu að
þessu sinni. hþ/mhg
björkunum”
Sigurður Blöndal, núverandi skógræktarstjóri. Af honum vænta
„skógarmenn" „stórra og góðra hluta”.
Aðalfundur Skógræktarfélags
Islands var haldinn i
Stórutjarnaskóla S-Þing. dag-
ana 25.-27. ágúst s.l. Fundirnir
eru haldnir árlega til og frá um
landiö, þar sem aðstaöa er til að
hýsa svo fjölmenna fúndi.
„Sem bresta ei ævi-
daga”
Þessir fundir eru rétt nefndir
jólahátíð „skógarmanna”, þar
sem auk þess aö vinna aö úttekt
á starfiliöins árs og gera áætlun
um framtiðarstarf, eru dagar
kynningar, þar sem menn frá
flestum hlutum landsins hittast
og blanda geöi f starfi, fræðslu
og gamni og bindast vináttu-
böndum, sem eru oft endur-
nýjuö næsta ár en svo geta liðiö
mörg ár milli endurfunda og er
þá gjarnan spurt:
Manstu okkar fyrsta fund
á fögru dala-bóli?
Settumst við á gróna grund
i grænu skógar skjóli.
Lögðum viö þar hönd i hönd,
þann hlýleik geymir saga.
Þarna voru bundin bönd,
sem bresta ei ævidaga.
Mér hefur veist sú gæfa að
koma á nokkra þessa fundi
Skógræktarfélagsins á ýmsum
stöðum landsins og við það
kynnst landi minu og mörgu
ágætu fólki, sem ég hefði annars
ekki átt kost á. Hafa þessir
fundir orðiömér sérstakar stór-
hátiöir, enda ætið hitt á ágæt
veður fundardagana.
Rifjuð upp fyrri kynni
Mér varþvf mikiö gleöiefni að
þessi fundur var i næsta ná-
grenni við mig svo mér gafst
kostur á aö sitja fundinn mér til
mikillar ánægju, eftir nokkurra
ára bil sem ég hefi ekki\ átt þess
kost.
Hitti ég þar ýmsa menn sem
ég hafði kynnst á fyrri fundum.
Vil ég sérstaklega nefna hinn
ágæta baráttumann fyrir Is-
lenskri skógrækt, Hákon
Bjarnason fyrrverandi skóg-
ræktarstjóra og vil leyfa mér að
senda honum kveðju mina og
bestu þakkir fyrir ötult og
ómetanlegt starf við nýskóga-
rækt íslands.
Einnig vil ég nefna Sigurö
Blöndal hinn nýja skógræktar-
stjóra. Hefur hann getið sér
ágætis orös sem skógarvöröur
Hákon Bjarnason, fyrrv.
skógræktarstjóri, hefur skil-
aö miklu og góöu starfi.
og er vænst af honum stórra og
góðra hluta i starfi skógræktar-
stjóra. Vil ég bjóða hann vel-
kominn að þessu starfi og óska
honum allra heilla i þvi. Erhon-
um mikill vandi á höndum þeg-
ar hanntekurviöstarfiaf sinum
ágæta forvera. En „skógar-
menn” treysta honum til ágætra
hluta og farsælla i þessu nýja
starfi.
Skógurinn og landið
Hér mun ekki getið mikiö
mála á fundinum,en þó minnt á
erindi sem umhverfisarkitekt
Einar Sæmundsen hélt um þátt
umhverf isarkitekta viö að
skipuleggja plöntun nýræktar-
skóga og fá sem best samræmi
milli skógarins og landsins sem
hanner plantaöur I. Tókfundur-
inn vel undir mál hans og taldi
að sjálfsagt væri aö hyggja bet-
ur að þvi að nýskógar féllu sem
best að landi þvi sem þeir væru
ræktaðir á og kæmi þar að sjálf-
sögöu að miklu liði þekking
þessara nýju fræðimanna. En
að sjálfsögðu á hér viö gamla
máltækið ,,aö sinum augum lit-
ur hver á silfrið”. Einum þykir
þaö gott sem annar telur ófært.
„Heit” skógarför
Hápunktur fundarins var
skoðunarferð i Ysta-Fellsskóg i
ágætu veðri, en þó helst til heitu,
svo menn svitnuðu mjög á
langri leið um skóginn — og
erfittvaraðhalda liðinusaman,
þvi slik kynstur af aöalbláberj-
um aðfólkiö dreifðist á beit um
skóginn, ogblánaöi mjög. Sumir
voru svo forsjálir að hafa með
sér fötur og náöu nokkrum feng.
Þó tókst aö lokum að koma
öllu liðinu að lokamarkinu, sem
var skógar-hús, sem Friðgeir I
Ysta-Felli hefur reist þar i
skóginum niður við fljót, til að
halda til I þegar unnið er I
skóginum. Er þetta hiö prýöi-
legasta hús, reist af eiganda
þess og skreytt útskuröi hans.
Beið þar ágæt gestabók, sem
allir voru skyldaðir til þess aö
rita nöfn sin 1.
En úti fyrir biðu tveir bílar,
hlaönir veislukosti, sem Skóg-
ræktarfélag Suður-Þingeyinga
veitti öllum viðstöddum. Var
það ágætt, islenskt flatbrauð,
skorið á gamlan móð i fjórðu- *
parta, smurt og salt-reiö og
rúllupylsa ofan á.
Með voru svo ýmiss konar
svaladrykkir. Þeir, sem vildu,
gátu fengið dýrari veigar. Var
þeirra neytt af stökustu kurt-
eisi.
Y sta-F ellsskógur
Ysta-Fellsskógur er einn af
bestu skógum landsins. Hefur
Skógrækt rikisins fengiö hluta
skógarinstilræktunar og hefur
girt mikinnhluta hans, og skipt-
ist það á milli Skógræktarinnar
og Ysta-Fellsmanna.
Virtist mér að i báðum
hlutunum væri búiö aö full-
planta á milli birkisins barrviði
og bar þar mest á rauðgreni,
enda hefur verið selt mikið af
jólatrjám úr þessum skógi og
liklega búið aö tviplanta i suma
reiti, þ.e. búið aö höggva fyrri
plöntun sem jólatré.
Sumsstaðar voru barrtrén
farin að setja svip á skógarhliö-
ina, ásamt birkinu. Var ekki
hægtaðsjá, að nein lýti væruað
þvi, þótt sumir vilji telja að svo
sé. Viröast þessir landnemar
sóma sérprýðilega við hliö okk-
ar innlenda gróðurs og gefa
glæstar vonir i baráttunni viö
endurgræðslu landsins og rækt-
un nytjaskóga. Að svo megi
verða vilja „skógarmenn”
vinna með huga og hönd, i ötulu
samstarfi.
Að lokinni skógargöngu var
haldið aftur heim I
Stórutjarnaskóla og glaðst
viö ágæt skemmtiatriði og dans
fram á nótt, en að morgni skyldi
fúndarstörfum tokiö, og hver
halda til sins heima, með von
um endurfundi.
28/8,
Glúmur Hólmgeirsson.
(Aðalfyrirsögn og millifyrir-
sagnir eru Landpósts).