Þjóðviljinn - 08.09.1978, Side 3

Þjóðviljinn - 08.09.1978, Side 3
ERLENDAR FRÉTTIR / stuttu mati v Engar kosningar i Bretlandi LONDON, 7/9 (Reuter) — öllum á óvart tilkynnti breski for- sætisráöherrann James Callaghan I sjánvarpi i dag, aö kosn- ingar færu ekki fram á næstunni i Bretlandi. Kjörtimabilið rennur út i október á næsta ári, en margir höföu spáð þvi aö kosningar yrðu innan skamms vegna erfiðleika sem mætt hafa Callaghan innan breska þingsins. Callaghan sagðist halda áfram, þvi stefna hans væri Bretum fyrir bestu og hyggð- ist hann berjast ótrauður gegn verðbólgunni og reyna eftir megni að bæta fjárhag landsins. Ian Smith reiður SALISBURY, 7/9 (Reuter) — Nkomo, skæruliöaforingi sem bií- settur er i Zambiu hefur lýst þvi yfir aö skæruliöar hans hafi skotiö niöur fiugvél um helgina. Heföu þeir haldið aö vélin væri herflutningavél en ekki vitaö aö um farþegaflugvél var aö ræöa. Hann neitar hins vegar aö skæruliöarnir hafi skotið tiu manns af þeim sem komust lifs af eftir aö flugvélin hrapaöi. Flugvélin var skotin niöur á sunnudaginn á landamærum Ródesiu og Zambiu. Ian Smith hefur boðað harðari aðgerðir gegn skæruliðum, þótt þær kynnu að vekja óánægju viða um heim, en benti á að Ródesiumenn væru ekki veikir þrátt fyrir samþykki þeirra fyrir meirihlutastjórn blökkumanna. Innanrikisráðherra Ródesiu, Rollo Hayman lýsti þvi yfir að ógerlegt yrði aö koma meirihluta- stjórn á hinn 31. desember á þessu ári. Ráöamenn efast um að kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti, á meðan núverandi ástand rikir i landinu. Símahleranir leyfðar STRASSBORG, Frakklandi 6/9 (Reuter) — Mannréttindadóm- stóll Evrópuráðsins kvaö i dag upp þann úrskurö aö vestur-þýsk lög sem leyfa simhleranir brjóti ekki i bága viö mannréttinda- sáttmála Evrópulandanna. A timum háþróaðrar njósnatækni og hryðjuverkastarfsemi sé ekki nema eðlilegt að vestur-þýsku lögreglunni leyfist að hlera simtöl. Málið var borið fyrir dómstólana af fimm lögfræðingum sem töldu lög þessi frá 1968 brjóta I bága við ákvæði mannrétt- indadómstólsins um friðhelgi einkalifs og heimilislifs. En mann- réttindadómstóllinn áleit lög þessi mikilvæg öryggi landsins og baráttunni gegn glæpum. Carter sigrar WASHINGTON, 7/9 (Reuter) — í dag kom fyrir Bandarikja- þingiö fjárlagafrumvarp upp á 37 miljarði dollara sem meöal annars átti aö nota til kjarnorkuvopna. Carter forseti notfærði sér neitunarvald sitt, en til að vega upp á móti þvi þurfa tveir þriðju þingmanna að greiða atkvæði gegn forsetanum. Flestum á óvart, tókst þinginu ekki að hunsa neitunarvald forsetans, þvi 206 atkvæði féllu Carter i vil, en 191 mæltu með fjárveitingunum. Crawford látinn laus MOSKVA, 7/9 (Reuter) — Bandariski verslunarmaðurinn Crawford sem stefnt var fyrir rétt I Mosvku, hlaut i dag skilorðs- bundinn dóm til þriggja ára. Carwford var ákærður fyrir að kaupa gjaldeyri á svörtum markaði. Hann er þvl nú frjáls ferða sinna og búist við að hann fljúgi til Frankfurt á morgun. Skotinn til bana DUSSELDORF, 7/9 (Reuter) — í gærkveldi drápu vestur-þýskir lögreglumenn 28 ára gamlan Þjóöverja sem grunaöur var um aðild að Schleyer-ráninu fyrir réttu ári. Gestur á kinversku veitingahúsi hringdi I lögregluna og tilkynnti henni aö liklega sæti hinn eftirlýsti Willy-Peter Stoll inni á sama veitingahúsi, en vestur-þýska lögreglan hefur boöiö 7,7 miljónir króna hverjum þeim sem upplýsingar gæti gefið um feröir Schleyer-ræn- ingjanna. Lögreglumenn komu á vettvang og báðu hinn grunaða um persónuskilriki, en er hann var kominn með höndina ofan i vasa, var hann skotinn til bana. Fréttamaður Reuter kom á vettvang skömmu eftir að morðið átti sér stað, og sagði likið hafa setið i blóðpolli i grænum sófa. Fólk sem sat með honum inni á kin- verska veitingahúsinu, hvarf af staðnum og neitar lögreglan sögusögnum um að hafa handtekið þar tvo hryðjuverkamenn. Að sögn lögreglunnar höföu starfsmenn hennar fyrst sest skammt frá Stoll en siðan hafi einn þeirra gengið til hans, þar sem hann las i bók og bað hann um skilriki. Þegar Stoll fór með hönd niður i vasa skaut lögreglumaðurinn fjórum skotum úr ná- vigi og varð Stoll þar með að bana. Yfirlögreglustjóri héraðsins kvað gerðir lögreglumannsins til fyrirmyndar og innanrikis- ráðherra landsins Gerhart Baum sendi honum hamingjuóskir simleiðis- Nýríkur Norðmaður LOS ANGELES, 7/9 (Reuter) — Norömaöur sem gaf sig fram viö lögregluna i gær viö komuna frá Helsinki, hefur nú veriö ákæröur fyrir þjófnaö. Maöurinn hvarf frá heimili sinu i Los Angeles 10. ágúst skömmu eftir aö 927.288 dollarar höföu veriö lagöir inn á bankareikning hans vegna mistaka. Maðurinn sem er miðaldra bóksali stakk af til Evrópu eftir að hafa tekið alla peningana út, en kom aftur i gær og gaf sig þá strax fram við lögregluna. Verjandi hans hefur reynt að fá dóm hans mildaðan, þar sem hann kom sjálfviljugur frá Finnlandi og hafði þar fyrir utan hreina sakaskrá. Föstudagur 8. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3' Septem-hópurinn ásamt dönskum gestum sinum. Ejler Bille er þriöji frá hægri. ^EPTEM 78’ Hefst í Norræna húsinu ámorgun A morgun opnar árleg sýning iistamannahópsins Septem I Norræna húsinu kl. 14.00. Auk hinna sjö félaga hópsins, tekur þátt I sýningunni danskur málari, Ejler Bille sem hér er I boöi Norræna hússins. Bille er fæddur 1910 en sýndi fyrst opinberlega 1931. Hann er talinn I röö fremstu listmálara dana. Eiginkona Bille, Anita Therkildsen er hér á landi meö honum, en hún fæst einnig viö myndlist. Listasafn danska rikisins hefur nýlega keypt verk eftir hana og mun hún taka þátt i sýningu i Kaupmannahöfn i næsta mánuöi. Hjónin hafa nýlega veriö á Bali og eru flest verk hans á sýningunni máluö þar. Eiginkona Bille, Anita Therkildsen, viö nokkur verk manns sins Ejler Bille flytur erindi i Norræna Húsinu laugardaginn 16. september kl. 16.00 sem fjallar um mannlegt og félagslegt gildi listarinnar (Kunstens betydning menneskeligt og socialt). Septem-hópurinn: Guömunda Andrésdóttir , Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Kristján Daviðsson, Sigurjón Ólafsson, Valtýr Pétursson, Þor- valdur Skúlason. Róstusamt í Teheran Tónlistarfélagið í Reykjavik Fyrstu tónleikar nýs starfs- tímabils Starfsvetur Tónlistarfélagsins I Reykjavik hefst á laugardaginn kemur, 9. september. A þessum fyrstu tónleikum starfs- timabilsins koma fram þau Edda Erlendsdóttir pianóleikari og David Simpson sellóleikari. A efnisskrá eru verk eftir Debussy, Leos Janaceck, Anton Webern, Beethoven og Brahms. David Simpson, sellóleikari. David Simpson og Edda Erlendsdóttir hafa leikið saman i þrjú ár og hlutu 1. verðlaun á lokaprófi i kammermúsiksl. vor Edda Erlendsdóttir, pianóleikari. við konservatoriið i Paris. Þau hafa bæði stundað nám I Paris, David Simpson undanfarin f jögur ár, en Edda fimm ár. —hm TEHERAN, 7/9 (Reuter) — And- stæðingar Iransstjórnarinnar hafa hótaö aö fara i verkfall i höfuöborginni i dag. Yfirvöld hafa lagt bann viö mótmæla- göngum, en áformað var aö mót- mæla dauöa þeirra 37 manna sem létu lifiö I átökum milli lögreglu og mótmælenda I siöasta mánuöi. 1 gær réðust hryðjuverkamenn á lögreglustöð og er haft eftir rikisútvarpinu aðeinn maður hafi látið lifið. Sama dag sprakk sprengja i nálægð tveggja áætlunarbifreiða sem I voru breskir tæknimenn, en enginn þeirra særðist. Bann það, sem rikisstjórnin hefur lagt við mótmæla- aðgerðum, er talið liggja i beinu sambandi við fyrirhugaða föf keisarans til Austur-Þýskalands og Rúmeiu i næstu viku.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.